Morgunblaðið - 10.01.2001, Page 24

Morgunblaðið - 10.01.2001, Page 24
VIÐSKIPTI 24 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans dróst saman um hálfan milljarð króna í desember og nam 34,2 millj- örðum króna í lok mánaðarins (jafn- virði 405 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu geng- isskráningar, lækkaði í mánuðinum um 1%. Grunnfé bankans jókst um 6,9 milljarða króna í mánuðinum og nam 32,3 milljörðum króna í lok hans. Á árinu í heild dróst grunnfé bankans saman um 3,8 milljarða króna, að því er fram kemur í frétt frá Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn seldi gjaldeyri á millibankamarkaði fyrir hálfan millj- arð króna í mánuðinum. Erlend skammtímalán bankans hækkuðu um fjögur hundruð milljónir króna í mánuðinum og námu 15,8 milljörð- um króna í desemberlok. Markaðs- skráð verðbréf í eigu bankans námu 6,5 milljörðum króna í desemberlok miðað við markaðsverð og höfðu dregist saman um sex hundruð millj- ónir króna í mánuðinum. Markaðs- skráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 3,7 milljörðum króna í lok desember. Kröfur Seðlabank- ans á innlánsstofnanir jukust um 10,4 milljarða króna í desember og námu 39 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir jukust um 0,9 millj- arða króna í mánuðinum og voru 13,1 milljarður króna í lok hans. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir minnkuðu um 3,5 milljarða króna í desember og voru neikvæðar um 12,1 milljarð króna í lok mánaðarins, þ.e. innstæður rík- issjóðs umfram skuldir námu 12,1 milljarði króna. Þar með höfðu nettókröfur á ríkissjóð og ríkisstofn- anir lækkað um 0,5 milljarða króna á árinu. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkar Grunnfé bank- ans dróst saman um 3,8 milljarða GREININGARDEILD Kaupþings birti í gær afkomuspá sína fyrir árið 2000. Þar segir að á heildina litið megi búast við mun verri uppgjörum nú en á síðasta ári enda þótt dæmi séu um að afkoma einstakra félaga batni verulega á milli ára. Það sem hæst beri í afkomu félaga fyrir árið 2000 séu aukin fjármagnsgjöld vegna u.þ.b. 10% veikingar krónunn- ar á árinu og hækkandi vaxta en vaxtamunur við gengiskörfuna sé nú tæp 7%. Kaupþing spáir því að áhrif veikingarinnar komi af fullum krafti fram í uppgjörum fyrirtækjanna á meðan áhrif til tekjuaukningar komi ekki fram fyrr en á fyrri hluta þessa árs. Aðstæður á verðbréfamarkaði vega þungt Hvað einstakar atvinnugreinar varðar þá spáir Kaupþing mun minni afkomu í samgöngugeiranum nú en í fyrra og kennir háu olíuverði og þró- un gjaldmiðla þar um. Fjármálageir- anum er einnig spáð lakari afkomu, m.a. vegna aðstæðna á verðbréfa- mörkuðum. Þá hafi útlán aukist mjög á árinu hjá viðskiptabönkunum en vaxtamunur hafi lækkað að sama skapi. Afkoma af fjármálastarfsemi tryggingafélaganna er einnig sögð markast af aðstæðum á verðbréfa- mörkuðum. Nokkur vöxtur hafi ver- ið í vaxtatekjum tryggingafélaga undanfarin misseri en þau hafi í auknum mæli staðið í útlánastarf- semi. Gert er ráð fyrir að heldur dragi úr vexti tryggingafélaganna nú því að vaxtatekjur séu stærstur hluti fjárfestingatekna þeirra. Þá skili iðgjaldahækkanir ökutækja- trygginga sér ekki að fullu fyrr en í ár, því er góðrar afkomu trygginga- félaga ekki að vænta nú, að mati Kaupþings. „Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa að auki birt afkomuviðvörun og er það sammerkt með þeim öllum að fyrst og fremst er það veiking krón- unnar ásamt háu olíuverði sem dreg- ur niður afkomu ársins. Þá lækkaði verð á lýsi á liðnu ári og litlar breyt- ingar urðu á mjölverði. Loðnuveiðar gengu auk þess ekki vel á haustmán- uðum og vegna þessa er við slakri af- komu af rekstri loðnuverksmiðja að búast. Rækjuveiðar- og vinnsla gengu auk þess ekki vel á árinu. Aflamark í mikilvægum tegundum, þar á meðal þorski, var lækkað sl. haust en stofnmælingar gefa al- mennt tilefni til bjartsýni til lengri tíma. Í ljósi þessa er gert ráð fyrir að afkoma félaga dragist verulega sam- an frá fyrra ári og reiknað er með nokkru tapi af rekstri flestra þeirra á síðasta ári. Ekki er ólíklegt að við sjáum fram á frekari sameiningar í sjávarútvegsgeiranum á næstu miss- erum en forráðamenn stærstu fyr- irtækjanna hafa margir lýst því yfir að frekari hagræðinga sé þörf í geir- anum,“ segir í afkomuspá Kaup- þings. Góð afkoma í lyfja- og tæknigeira Lyfjafyrirtækjum er hins vegar spáð góðri afkomu enda hafi árið 2000 reynst þeim gott og búast megi við frekari vexti þeirra. Tæknifyrirtækjum er einnig spáð ágætri afkomu, þ.e. aukningu á milli ára í flestum tilfella, og tekið fram að reikna megi með 10–15% meðalvexti í tæknigeiranum á næstu árum. Þá segir að tekið sé að hægja á aukn- ingu í sölu vélbúnaðar en ágætis vöxtur sé enn í þróun og sölu hug- búnaðar. Um iðnaðar- og framleiðslufyrir- tækin segir að þau hafi sum verið áberandi á síðasta ári og þá sérstak- lega mikill vöxtur þeirra erlendis. Gert er ráð fyrir nokkurri hagnaðar- aukningu flestra félaga í greininni. Að síðustu spáir Kaupþing fyrir um afkomu olíufélaganna: „Samkvæmt milliuppgjöri hefur afkoma olíufélaganna ekki aukist á árinu þrátt fyrir hækkandi olíuverð. Á móti kemur að kostnaðarverð seldra vara hefur að sama skapi hækkað mjög mikið. Þó er útlit fyrir að afkoma þeirra aukist á fyrstu mánuðum þessa árs með lækkandi olíuverði. Horfunar á fyrsta árfjórð- ungi ársins 2001 eru því betri en á síðasta ársfjórðungi. Gert er ráð fyr- ir að afkoma olíufélaganna breytist lítið á milli ára.“ Spá greiningardeildar Kaupþings um afkomu fyrirtækja árið 2000 Mun verri uppgjör nú en í fyrra                                                !"  #   $%  &'   (" #)  *  %&)                               +&, -   ./// GENGI hlutabréfa í finnska far- símafyrirtækinu Nokia lækkaði um liðlega 11% á þriðjudaginn í kjölfar þess að að tilkynnt var að sala fyr- irtæksins hefði aukist um 64% á síð- asta ári eða í alls 128 milljónir far- síma. Ársuppgjör félagsins verður þó ekki lagt fram formlega fyrr en í lok mánaðarins. Greinilegt var af viðbrögðum fjárfesta að þeir höfðu búist við meiri söluaukningu. Gengi bréfa Ericsson í kauphöllinni í Stokkhólmi féll einnig eða um 5,74%. Talsmenn Nokia segja að vöxtur fyrirtæksins í fyrra hafi verið meiri en vöxturinn á farsímamarkaðinum almennt. Það dugði þó ekki til því markaðssérfræðingar höfðu spáð því að sala Nokia yrði um 5% meiri eða alls 135 milljónir farsíma á árinu. Þýska blaðið Handelsblatt greinir frá því að sala á farsímum í heim- inum öllum hafi aukist um 45% í fyrra eða í 405 milljónir farsíma þannig að markaðshlutdeild Nokia er 31,6% sé tekið mið af fjölda seldra farsíma. Farsímanotendum í fyrra fjölgaði í alls um 700 milljónir þannig að ætla má að um 12% fólks í heim- inum noti nú farsíma. Bréf í Nokia falla í verði Helsinki. AFP. ♦♦♦ MET var sett í sölu á Navision- Damgaard-kerfum í desember 2000 samkvæmt bráðabirgðaútreikning- um, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Þetta þýðir að tekjur NavisionDamgaard verða meiri en búist var við á fyrri helmingi fjár- hagsársins en fyrirtækið varð nýlega til við samruna Navision Software og Damgaard. Í tilkynningunni segir að Navi- sionDamgaard geri nú ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi u.þ.b. 710 milljónum DKK á fyrri hluta fjár- hagsársins 2000/2001, sem lýkur 30. júní 2001. Spá um tekjur sem áður hafði verið gefin út hljóðaði upp á 630–660 milljónir DKK. Rekstrar- hagnaður fyrstu sex mánuðina er áætlaður a.m.k. 10% af nettótekjum, en spáð hafði verið að hann yrði 4–8%. Navision Software Ísland ehf. sló einnig öll sín sölumet í desember sl., þá jókst salan um 80% frá desemb- ermánuði 1999. NavisionDamgaard Metsala í desember

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.