Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 25 FJÖLDI réttarhalda í Rússlandi vegna meintra njósna veldur mann- réttindafrömuðum áhyggjum og líkja þeir þeim við nornaveiðar þar sem frjáls hugsun er fórnarlambið. Þeir segja og að réttarhöldunum sé ætlað að hafa letjandi áhrif á samband ein- staklinga við útlendinga. Óttast menn nú að andi hinnar illræmdu sovésku leyniþjónustu, KGB, sé farinn að svífa yfir vötnum í Rússlandi á ný. Nýjasta dæmi um réttarhöld vegna meintra njósna er mál Ígors Sútjag- íns sem sakaður er um að hafa njósn- að fyrir Bandaríkin. Hann var handtekinn í október 1999. Skömmu síðar var móðir hans kölluð til yfirheyrslu af rússnesku leyniþjónustunni, FSB. Þá kom í ljós að símar fjölskyldunnar höfðu greini- lega verið hleraðir því móðir hans, Svetlana Sútjagín, fékk að heyra upp- töku af einu símtali sem hún átti við son sinn. „Hér gerir þú hlé á máli þínu og ég veit hvað þú varst að hugsa“ sagði leyniþjónustumaðurinn að sögn Svetlönu. „Þú hafðir áhyggjur af því hvað sonur þinn hafðist að.“ Að sögn fjölskyldunnar snerist símtalið um málefni fjölskyldunnar. Njósnir eða lestur á milli lína? Sútjagín er fræðimaður við rann- sóknarstofnun í bandarískum og kan- adískum fræðum. Hann var handtek- inn af leyniþjónustunni, sakaður um að hafa látið erlendum leyniþjónust- um trúnaðarupplýsingar um rúss- neska herinn í té. Rannsóknarstofnunin hefur ekki aðgang að leyndarmálum ríkisstjórn- arinnar og fjölskylda Sútjagíns og lögfræðingar hans segja að eini glæp- ur hans hafi verið að lesa milli línanna í útgefnu efni hersins og þannig hafi hann dregið upp mynd af hernum sem herinn er ekki sáttur við. Leyniþjónustan gerði einnig hús- leit í íbúð Joshua Handler sem er í framhaldsnámi í Princeton-háskóla og starfaði með Sútjagín. Handler var ekki kærður fyrir njósnir þrátt fyrir að Níkolaj Patrúsjev, yfirmaður FSB, hafi síðar kallað hann njósnara. Mjög var dregið úr völdum leyni- þjónustunnar í forsetatíð Boris Jelts- íns en nú óttast margir að hún muni breiða mjög úr sér aftur enda fyrrum njósnaforingi KGB orðinn forseti. Vladimír Pútín undirritaði í sept- ember skjal um upplýsingaöryggi þar sem varað er við „upplýsingavopn- um“ sem sögð eru notuð gegn Rúss- landi af erlendum ríkjum og lýst er eftir harðara eftirliti með fjölmiðlum, nokkuð sem minnir á Sovétríkin sál- ugu. Rússnesk yfirvöld virðast einnig hafa fundið merki um niðurrifsstarf- semi gegn ríkinu ansi víða undanfar- ið. Þar má nefnda mál bandaríska kaupsýslumannsins Edmond Pope sem dæmdur var í 20 ára fangelsi í desember eftir réttarhöld sem al- mennt voru álitin sýndarréttarhöld, saksóknara í hag. Pope var reyndar náðaður vegna heilsubrests í fram- haldinu. Réttarhöld í Rússlandi valda áhyggjum Áhrif leyniþjón- ustunnar aukast Kalúga. AP. ERFIÐARA verður fyrir Norðmenn að ná fram sérstökum samningum við Evrópusambandið, ESB, eftir að ný aðildarríki í Mið- og Austur-Evrópu verða tekin inn í sambandið. Þetta kom fram í máli Bretans Chris Patt- ens, talsmanns framkvæmdastjórnar sambandsins á sviði varnar- og ör- yggismála, er hann ræddi við norska fréttamenn í gær í Brussel. Í dag mun Patten ávarpa ársfund norskra atvinnurekenda. Að sögn Aftenposten sagði Patten ljóst að stækkun ESB myndi hafa áhrif á samstarfið innan Evrópska efnahagssvæðisins, EES, sem Nor- egur, Liechtenstein og Ísland eiga aðild að auk ESB. Torveldara muni verða fyrir sambandið að gera sér- staka samninga við ríki utan þess. „Vægið í samskiptum sambandsins við löndin á Evrópska efnahagssvæð- inu breytist þegar fleiri ríki ganga í ESB,“ sagði Patten. Hann gagnrýndi Norðmenn fyrir að gefa sér of góðan tíma til að taka upp reglur ESB um viðskipti með gas. Aðspurður sagðist hann þó ekki vilja nefna ákveðinn frest í því sambandi. Patten sagðist telja ólíklegt að Noregur, Ísland og Liechtenstein fengju að hafa meiri áhrif á samn- ingaviðræðurnar við væntanleg að- ildarríki en nú er reyndin. Ætti það einnig við um svið sem hefðu mikla þýðingu fyrir löndin þrjú og viðskipti þeirra á sameiginlega innri markaðn- um. „Við erum að semja við 12 ríki, ef til vill verða þau fleiri. Niðurstaðan hefur afleiðingar fyrir mörg lönd, til dæmis Rússland en samt sem áður er fyrst og fremst um að ræða samskipti milli annars vegar ESB og þeirra landa sem vilja fá aðild,“ sagði hann. Patten sagði að málefni í aðildar- viðræðunum sem snertu beint samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið myndu verða tekin upp á vettvangi EES-ráðsins. „En við getum aldrei nokkurn tíma lagt til að ríki sem ekki sækir um aðild fái að hafa neitunar- vald um ákveðna hluta aðildarsamn- ings.“ Hann var spurður hvort hugsan- legt væri að Norðmenn og Svisslend- ingar myndu lenda framar í röðinni en Mið- og Austur-Evrópuþjóðirnar ef þeir ákvæðu að sækja um aðild. Svaraði hann því til að Evrópusam- bandið myndi sýna „verulegan áhuga“ ef aðildarumsókn bærist frá norsku stjórninni. Patten um EES og ný aðildarríki Evrópusambandsins Ríki utan ESB fá ekki neitunarvald Reuters Chris Patten fer með varnar- og öryggismál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.