Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 26

Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 26
ERLENT 26 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BILJANA Plavsic, fyrrver- andi forseti Bosníu-Serba, fór til Haag í gær til að gefa sig fram við stríðs- glæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna, að sögn flokks hennar í Bosníu. Talsmaður saksóknara dómstólsins kvaðst þó ekki geta staðfest þetta. Plavsic er sjötug og hefur ekki verið ákærð fyrir stríðs- glæpi í Bosníustríðinu 1992– 95. Dómstóllinn hefur þó lýst eftir henni vegna gruns um að hún hafi gerst sek um stríðsglæpi. Plavsic var á meðal helstu bandamanna Radovans Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í stríðinu. Leynilegir sáttafundir í Búrma HÁTT settir embættismenn herforingjastjórnarinnar í Búrma hafa átt leynilega fundi síð- ustu vikur með Aung San Suu Kyi, leið- toga stjórn- arandstöð- unnar og handhafa friðarverð- launa Nób- els. Sendi- maður Sameinuðu þjóðanna, Razali Ismail, skýrði frá þessu í gær og hermt var að markmiðið með fundunum væri að undirbúa formlegar sáttaviðræður. Flokkur Aung San Suu Kyi vann stórsigur í þingkosningum fyrir tíu árum en herforingjastjórnin neitaði að viðurkenna úrslitin. Kalkútta heitir „Kolkata“ OPINBERU heiti indversku hafnarborgarinnar Kalkútta var breytt á nýársdag og hún heitir nú „Kolkata“, eins og hún hefur verið nefnd á beng- ölsku. Bengalskir mennta- menn höfðu beitt sér fyrir breytingunni og indversk stjórnvöld heimiluðu hana í desember. Sjá heim- inn með ísraelskum augum DAGBLAÐ í Teheran skýrði frá því í gær að írönsk inn- flutningsfyrirtæki hefðu flutt inn augnlinsur frá erkifjanda Írana, Ísrael, og krafðist þess að þessi „ósómi“ yrði upp- rættur. Blaðið segir að fyr- irtækin hafi leynt uppruna linsanna fyrir kaupendum og yfirvöldum. STUTT Plavsic gef- ur sig fram í Haag Biljana Plavsic Aung San Suu Kyi ADAM og Eva áttu hugsanlega heima í Ástralíu en ekki í Afríku, eins og lengi hefur verið talið, ef trúa má áströlskum vísindamönn- um. Þeir hafa sett fram þessa byltingarkenndu kenningu og dregið upp mynd af nýju, erfða- fræðilegu ættartré, sem sýnir, að forfeður nútímamannsins bjuggu í Ástralíu fyrir 60.000 árum. Kenningin er byggð á rann- sóknum mannfræðingsins Alans Thornes og samstarfsmanna hans við háskólann í Canberra en þeir hafa einnig sýnt fram á að í Ástr- alíu bjó áður fyrr annar frum- byggjastofn sem nú er útdauður. Elsta kjarnasýran Kenningar vísindamannanna um Ástralíu sem vöggu mann- kynsins byggjast á nýrri grein- ingu á elstu DNA-kjarnasýru úr manni, sem fundist hefur. Er þar um að ræða svokallaðan Mungo- mann, 60.000 ára gamla beina- grind, sem fannst árið 1974 við Mungo-vatn í Nýja Suður-Wales. Augljóst þykir að um hafi verið að ræða tiltölulega þróaða teg- und því að Mungo-maðurinn hafði verið grafinn samkvæmt ákveðn- um siðareglum, með hendur krosslagðar í kjöltu sinni og síð- an hafi verið stráð yfir hann rauðu litarefni. Fyrst eftir að Mungo-maðurinn fannst var hann talinn vera 28.000 til 32.000 ára gamall en nú er komið í ljós að hann var uppi fyrir 56.000 til 68.000 árum. Elsta DNA-kjarnasýra úr manni, sem fram til þessa hafði verið könnuð, er úr beinaleifum, sem fundust í Króatíu og eru sagðar 28.000 ára. Þar var hins vegar um að ræða Neanderthals-mann. Nýr ættleggur Kenningin um þennan nýja ætt- föður hefur komið nokkru róti á hugi vísindamanna enda er með henni verið að draga í efa þá við- teknu skoðun, að „homo sapiens“, hinn vitiborni maður, hafi stigið sín fyrstu spor í Afríku. Þaðan hafi hann síðan lagt upp fyrir 100.000 til 150.000 árum og út- rýmt eða úthýst þeim mann- flokkum, sem fyrir voru, Neand- erthals-manninum og „homo erectus“, hinum upprétta manni. Thorne segir, að frumstæðasta DNA-kjarnasýran í núlifandi mönnum hafi fundist í fólki fyrir sunnan Sahara í Afríku og þess vegna sé talið, að Eva sé þar upp- runnin og hafi dreifst þaðan um allan heim. Thorne segir að þeir hafi fund- ið miklu eldri ættlegg en þennan fyrrnefnda Evulegg og byggist á þróun hvatberanna. „Afríkukenningin er einfald- lega röng og Eva kom frá Ástr- alíu,“ segir Thorne en megin- kenning hans er sú að Afríku- kenningin sé of einföld og ekki lengur viðunandi. „Nútímamaðurinn kom ekki frá einu svæði, heldur alls staðar að,“ segir hann. Thorne er raunar þeirrar skoð- unar að sú tegund, sem síðar þró- aðist í mann, hafi dreifst frá Afr- íku fyrir um tveimur milljónum ára en hinn eiginlegi nútímamað- ur hafi hins vegar slitið barns- skónum annars staðar. Hafi hann þróast í þá átt á mörgum stöðum og með nokkuð ólíkum hætti. Vísindamenn segja að Mungo-maðurinn sé ættfaðir nútímamanna Áttu Adam og Eva heima í Ástralíu? Sydney. AFP. TALSMAÐUR kínverska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær að ný- birt skjöl um aðdraganda blóðsút- hellinganna á Torgi hins himneska friðar í Peking í júní 1989 væru fölsuð. Hann ýjaði enn fremur að því að markmiðið með birtingu skjalanna væri að valda ólgu í Kína og grafa undan stjórn kommúnista- flokksins. „Allar tilraunir til að blása málið upp aftur og sundra Kínverjum með þeirri auvirðilegu aðferð að falsa skjöl og rangfæra staðreyndir munu reynast gagnslausar,“ sagði Zhu Bangzao, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Peking. Er þetta fyrsta opinbera yfirlýsing kín- verskra stjórnvalda um Tianan- men-skjölin svonefndu sem birt voru í Bandaríkjunum um helgina. Zhu varði þá ákvörðun leiðtoga kommúnistaflokksins að senda her- lið á Torg hins himneska friðar til að kveða niður friðsamleg mótmæli lýðræðissinna. Hundruð eða jafnvel þúsundir óvopnaðra mótmælenda lágu í valnum. Jiang Zemin forseti sagði við jap- anska þingmenn í Peking að fréttir bandarískra fjölmiðla um blóðsút- hellingarnar væru rangar. „Það er ósköp eðlilegt að vestrænir fjöl- miðlar hafi sínar eigin skoðanir en þeir mega ekki afbaka staðreynd- irnar,“ sagði hann. Skjölunum lekið vegna valdabaráttu? Mótmælin urðu til þess að Jiang var skipaður formaður kommún- istaflokksins í stað Zhaos Ziyangs sem vildi að hafnar yrðu viðræður við mótmælendurna í Peking. Í skjölunum kemur fram að Li Peng, þáverandi forsætisráðherra og nú forseti þingsins, beitti sér fyrir því að herlið yrði sent á Torg hins him- neska friðar. Mannréttindahreyf- ingar segja skjölin sanna að Li beri ábyrgð á blóðsúthellingunum og telja þau geta orðið til þess að hann verði leiddur fyrir rétt þegar fram líða stundir. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt getum að því að umbótasinnar í kommúnistaflokknum hafi lekið skjölunum til að styrkja stöðu sína í valdabaráttu við afturhaldsöfl í flokknum fyrir þing hans á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að Jiang, Li Peng og Zhu Rongji forsætisráð- herra láti þá allir af embætti. Wu Guoguang, fyrrverandi ráð- gjafi Zhao, sagði að ekki hefði verið hægt að safna skjölunum saman og smygla þeim til Bandaríkjanna án aðstoðar atkvæðamikilla manna í kommúnistaflokknum. Kínverjar segja Tian- anmen-skjölin fölsuð Peking. AP, Reuters, AFP. BRESKUR undirréttur hefur úr- skurðað að ekki megi skýra frá nýj- um nöfnum tveggja unglinga, sem dæmdir voru fyrir að myrða tveggja ára dreng, James Bulger, árið 1993. Gert er ráð fyrir því að unglingarnir verði leystir úr haldi síðar á árinu. Unglingarnir urðu 18 ára í ágúst en þeir voru tíu ára þegar þeir börðu drenginn til bana og köstuðu líki hans á lestarteina í Liverpool. Búist er við að nokkrir fjölmiðlar áfrýi úrskurðinum. Undirrétturinn tók tillit til ungs aldurs morðingjanna þegar þeir frömdu glæpinn og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu fengið næga refsingu og sýnt að þeir iðruðust glæpsins. Mikil hætta væri á að ráðist yrði á þá í hefndarskyni ef fjölmiðlum yrði leyft að skýra frá nýj- um nöfnum þeirra. Faðir Bulgers hefur sagt að hann sé staðráðinn í að elta þá uppi eftir að þeir verða leystir úr haldi og rétturinn tók sérstaklega fram að unglingunum stafaði hætta af ættingjum Bulgers. Rétturinn úrskurðaði í fyrradag að unglingarnir ættu að njóta nafn- leyndar það sem eftir væri ævinnar og bannað yrði að skýra frá dvalar- stöðum þeirra, birta myndir af þeim eða lýsa útliti þeirra. Rétturinn við- urkenndi þó að dómurinn gilti aðeins í Englandi og Wales og ekki væri hægt að koma í veg fyrir að nöfn ung- linganna yrðu birt á Netinu. Lýst sem hættulegu fordæmi Denise Fergus, móðir Bulgers, sagði að unglingarnir verðskulduðu ekki nafnleynd. „Það er skiljanlegt að þeim skuli hafa verið veitt vernd sem börnum. En hvaða rétt hafa þeir til að fá sérstaka meðferð á fullorðins- aldri?“ The Daily Telgraph birti í gær for- ystugrein um úrskurðinn og lýsti honum sem hættulegu fordæmi. „Morðingjar James Bulgers eiga ef til vill litla von um eðlilegt líf án nýrra nafna en hið sama má segja um glæpamenn eins og Myra Hindley [sem var dæmd fyrir morð á fimm ungmennum fyrir 40 árum] eða Johnny Adair, sem var dæmdur fyrir hermdarverk – og almenningur hefur rétt til að vita um gerðir þessa fólks. Þetta fordæmi gæti, ef það verður misnotað, orðið til þess að þeir sem dæmdir eru fyrir verstu glæpi gætu gert raunhæfa kröfu til þess að njóta nafnleyndar þegar þeir verða leystir úr haldi.“ Breskur dómstóll Morðingjar Bulgers njóti nafn- leyndar London. Reuters, The Daily Telegraph. UM tvær milljónir manna frá 36 löndum báðu fyrir einingu meðal múslima og friði í heiminum á síð- asta bænafundi þriggja daga sam- komu við bakka árinnar Turaq í Bangladesh í fyrradag. Er þetta önnur fjölmennasta trúarsamkoma múslima á eftir pílagrímsförinni til Mekka. Múslimarnir tóku þátt í um- ræðum um kenningar íslams, auk þess sem farið var með bænir allan sólarhringinn. Þátttakendurnir dvöldu undir þaktjaldi í þrjá daga og urðu að þola níu stiga næt- urfrost. Fimm aldraðir Bangla- deshar dóu af völdum kuldans. Þúsundir múslima eru hér á leið á trúarsamkomuna í troðfullri lest. AP Múslimar biðja fyrir friði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.