Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 27
Í einkasölu glæsileg 6 herb. efri sérhæð og ris í vönd- uðu tvíbýli. Sérinng. 4 stór svefnherb., 2 glæsileg baðherb. Parket. Glæsilegt útsýni. Frábær staðsetn- ing. Verð 16,8 millj. Eign í sérflokki. Eignin verður sýnd milli kl. 16.00 og 20.00 í kvöld. Upplýsingar gefur: Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477 Bústaðavegur 53 – opið hús ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 27 Sérpantanir frá USA og EU góð og hröð þjónusta. Bílabúð Rabba, sími 567 1650. Rafgeymar í alla bíla, einna öflugustu á markaðnum, viðhaldsfríir og endingargóðir. Einnig eigum við rafgeyma í vinnuvélar, vörubíla og flestöll vinnutæki. Bílabúð Rabba býður einnig upp á einna bestu fáanlegu olíur á markaðnum, frostlegi og bætiefni á sjálfskiptingar. LÖGREGLA í Texas í Bandaríkj- unum leitar enn sjö fanga sem struku úr fangelsi 13. desember sl. og hafa verið á flótta síðan og myrt lögreglumann. Er þetta umgangs- mestu mannaveiðar síðan lögreglan leitaði Bonnie og Clyde. Í fyrradag var haft eftir yfir- manni fangelsismála í Texas að mis- tökum fangavarða kunni að vera um að kenna að fangarnir sluppu úr Connally-fangelsinu í bænum Ken- edy, sem er skammt suð-austur af borginni San Antonio. Fangarnir yfirbuguðu verði og rændu fötum þeirra, höfðu á brott með sér 14 skammbyssur, hagla- byssu, riffil og rúmlega 200 hleðslur. Þá rændu þeir tugum skotvopna til viðbótar í íþróttavöru- verslun á aðfangadag, og þá var lögregluþjónn skotinn til bana. Yf- irvöld vona að 200 þúsund dollara verðlaun, sem boðin hafa verið fyrir fangana sjö, muni leiða til þess að þeir náist. Í innanhússkýrslu lögreglunnar, sem greint var frá opinberlega um sl. helgi, er flótti fanganna sagður „vandaður og gallalaus.“ Hefðu þeir yfirbugað fangavörð í viðhaldsher- bergi fangelsisins og síðan tekið 12 aðra starfsmenn í gíslingu er þeir komu úr matarhléi. Fangarnir klæddu verðina úr öll- um fötum og bundu þá með vír og reipi, klæddu sig í föt varðanna og nörruðu annan vörð til að hleypa sér inn í vopnabúr fangelsisins með því að segjast þurfa að koma þar fyrir myndbandsvél. Svo hlóðu þeir vopnum í sendibíl viðhaldsdeildar fangelsins og óku á brott. Nokkrar klukkustundir liðu áður en í ljós kom að þeir voru flúnir. Tveir fanganna eru dæmdir morðingjar, tveir voru dæmdir fyrir vopnuð rán, einn fyrir að misþyrma barni, einn fyrir fjölda nauðgana og einn fyrir þjófnað. Yfirvöld telja að þeir séu í felum í eða í grennd við borgirnar Dallas- Forth Worth, og er nú tvímennt í öllum lögreglubílum þar, og lög- regluþjónarnir vopnaðir vélbyssum. „Fyrr eða síðar munu [fangarnir] hugsa sér til hreyfings og þá verða þeir hættulegir,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Við vonumst til þess að mikið verðlaunafé freisti þeirra sem hafa hjálpað [föngunum] við að flýja og fela sig,“ sagði talsmaður fangels- isins, Larry Todd. „Við teljum að þetta sé sama fólkið og hjálpaði þeim að strjúka.“ Einnig kemur til greina að ein- hver fanganna í hópnum skerist úr leik og bjóði yfirvöldum hjálp gegn því að komast hjá dauðarefsingu, segir Tory Caeti, prófessor í af- brotafræði við Háskólann í Norður- Texas. En slíku myndi þó fylgja áhætta. „Ef einhver í þessum hópi sýnir að hann sé til í að hlaupast undan merkjum þá lendir hann í vandræðum.“ Fjöldi ábendinga hefur borist um að sést hafi til mannanna allt frá Oklahóma-ríki til Louisiana-ríkis. Síðast var staðfest að til þeirra hefði sést í Banka í San Marcos, um 50 km frá Austin, höfuðborg Texas. Um síðustu helgi var fjallað um strok fanganna í sjónvarpsþættin- um Eftirlýstustu menn í Bandaríkj- unum (America’s Most Wanted), og í kjölfarið bárust yfirvöldum 132 ábendingar um að sést hefði til fanganna. Sagði Todd að verið væri að vinna úr ábendingunum. Mestu mannaveiðar síðan Bonnie og Clyde AP Mynd frá lögreglunni í Dallas af einum strokufanganna, Patrick Murphy jr., sem hlotið hafði 50 ára fangelsisdóm fyrir nauðgun og vopn- aða líkamsáras og þjófnað. San Antonio, New York. AP, The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR fjölmiðlar hafa birt minnispunkta Ísraela frá fundi samninganefndar þeirra með Bill Clinton Bandaríkjafor- seta á Þorláksmessu. Á fundinum lagði Clinton fram hugmyndirsem ætlað var að leiða Ísraela og Pal- estínumenn aftur að samninga- borðinu. Í minnispunktunum kemur meðal annars fram að Clinton hafi talið sanngjarnt að 94-96% landsvæðis á Vesturbakkanum tilheyrði sjálfstæðu ríki Palest- ínumanna. Örugg leið milli svæða Palestínumanna á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu, sem lægi yfir ísraelskt landsvæði, þyrfti einnig að vera tryggð til fram- búðar. Samkvæmt nótunum lagði Bandaríkjaforseti áherslu á að lykillinn að varanlegum friði væri að alþjóðlegt friðargæslulið gætti landamæranna milli Ísraels og Palestínu. Liðið yrði ekki aftur- kallað nema með samþykki beggja þjóðanna og það myndi einnig hafa eftirlit með því að friðarsamkomulagi væri fram- fylgt. Unnt að leysa ágreining um Jerúsalem og flóttamenn Clinton taldi að ekki væri margt í veginum fyrir því að leysa mætti ágreining þjóðanna um Jerúsalem og stöðu palestínskra flóttamanna. Í grundvallaratriðum yrði ar- abíski hluti Jerúsalem undir stjórn Palestínumanna og ísra- elski hlutinn undir stjórn Ísraela. Mestu deilurnar hafa snúist um Gömlu borgina, eða Musterishæð- ina, en þar eru helgir staðir bæði gyðinga, múslima og kristinna manna. Clinton lagði fram tvo kosti þar að lútandi. Annars veg- ar að Palestínumenn færu með yfirráð hæðarinnar, sem á arab- ísku nefnist Haram al-Sharif, en Ísraelar færu með yfirráð yfir Grátmúrnum og helgum stöðum í kringum hann. Hins vegar að Pal- estínumenn færu með stjórn hæð- arinnar en Ísraelar hefðu yfirráð yfir Grátmúrnum og þjóðirnar hefðu auk þess sameiginlega um- sjón með fornleifauppgreftri á svæðinu. Þá þyrfti samþykki beggja þjóða til að hefja uppgröft en áætlanir Ísraela um fornleifa- uppgröft á svæðinu hafa valdið harðvítugum deilum. Staða palestínsku flóttamann- anna hefur verið eitt eldfimasta deiluefni Ísraela og Palestínu- manna. Í Ísrael búa um sex millj- ónir manna, þar af um 2 milljónir araba. Við stofnun Ísraelsríkis hraktist mikill fjöldi Palestínu- manna frá heimilum sínum, og þeir, ásamt afkomendum, eru nú um fjórar milljónir. Palestínu- menn leggja mikla áherslu á að þeim verði leyft að snúa aftur til Ísraels en Ísraelar vilja ekki fall- ast á það enda myndi það gjör- breyta lýðfræðilegri uppbygg- ingu landsins, aröbum í hag. Í minnispunktunum kemur fram að Ísraelar séu tilbúnir til að við- urkenna þjáningar og missi pal- estínsku þjóðarinnar, eftir stofn- un Ísraelsríkis, og nauðsyn þess að þeir leggi alþjóðasamfélaginu lið við að leysa vandamál Palest- ínumanna. Clinton leggur til að bæði Ísra- elar og Palestínumenn viðurkenni rétt flóttamannanna til að snúa aftur til heimkynna sinna en hann leggur höfuðáherslu á að grund- vallarreglunni um eitt ríki fyrir hvora þjóð sé framfylgt. Ísraelar fái samkvæmt friðarsamkomulagi rétt til að setja reglur um inn- flutning flóttamanna til landsins og meginreglan verði sú að Pal- estínumenn fái ríkisfang í sjálf- stæðu ríki Palestínumanna. Bandaríkjaforseti leggur enn- fremur til að alþjóðleg nefnd verði sett á laggirnar til að kanna allar hliðar málsins, til dæmis hvernig vandi flóttamannanna verði leystur og hvernig hugsan- legum skaðabótum til Palestínu- manna yrði háttað. Grundvöllur að varanlegu friðarsamkomulagi Að lokum kemur fram að Clin- ton telji þessar tillögur skapa grundvöll fyrir undirritun sann- gjarns og varanlegs friðarsam- komulags. Samkvæmt þeim fái Palestínumenn eigið ríki með Jerúsalem, sem þeir kalla El- Quds, sem höfuðborg, og Ísraelar fái langþráðan frið og öryggi. Minnispunktar Ísraela frá við- ræðum við Clinton birtir Palestínumenn fái ríki en Ísraelar frið SALA og framleiðsla raforku voru gefin frjáls í Kaliforníu árið 1996 og þar með var bundinn endi á einokun nokkurra stórra fyrirtækja. Var búist við að samkeppnin myndi leiða til lægra orkuverðs fyrir neytendur enda áttu þeir nú að geta skipt við þann sem byði þeim lægsta verðið og bestu þjónustuna. Allt hefur þetta þó farið á annan veg. Nú fjórum árum síðar eru Pacific Gas and Electric Co., PG&E, og Sout- hern California Edison, SCE, tvö af stærstu orkufyrirtækjunum í Banda- ríkjunum, á gjaldþrotsbarmi og orku- reikningarnir til viðskiptavina þeirra, 24 milljóna manna, hækka næstum dag frá degi. Og ekki nóg með það. Kalifornía, sem er sjötta stærsta hag- kerfið í heimi og vagga hátækniiðn- aðarins, býr við alvarlegan orkuskort. Kröfur um „þjóðnýtingu“ Carl Wood, einn af fimm mönnum í nefnd, sem hefur eftirlit með stofn- unum á borð við rafmagnsveiturnar, var ekkert að skafa utan af því á skyndifundi í nefndinni í síðustu viku: „Frjálsræðið í þessum málum er búið að vera,“ sagði hann og kröfur um að ríkið taki í taumana og þjóðnýti allan þennan iðnað verða sífellt háværari. Annars staðar, til dæmis á Wall Street, hafa menn áhyggjur af skuldabyrði raforkufyrirtækjanna í Kaliforníu og af þeim áhrifum, sem þetta ástand getur haft á efnahags- lífið í ríkinu. Meginskýringin á ástandinu er fólksfjölgunin í Kaliforníu, um 600.000 manns á ári á síðustu árum. Spurnin eftir raforku hefur aukist miklu meira en menn sáu fyrir en hins vegar hafa mjög ströng lög um um- hverfisvernd komið í veg fyrir smíði nýrra raforkuvera í 10 ár. Er kulda- kast gerði í Kaliforníu í síðasta mán- uði var ástandið svo alvarlegt að Bill Richardson, orkuráðherra Banda- ríkjanna, gaf út tilskipun til flestra raforkuvera í Vesturríkjunum um að hlaupa undir bagga með Kaliforn- íubúum. Vandinn er bara sá að nágranna- ríkin eru ekki aflögufær og eru raun- ar hætt að selja raforku til Kaliforníu eins og þau gerðu áður. Einn af hyrningarsteinum hins nýja frjálsræðis var að gömlu fyrir- tækin, sem höfðu áður allt á einni hendi, voru neydd til að selja raforku- verin sjálfstæðum framleiðendum til að ýta undir samkeppni í framleiðsl- unni. PG&E og SCE gerðu það og keyptu fyrir andvirðið raforkuver annars staðar í Bandaríkjunum en í Kaliforníu verða þau nú að kaupa orkuna af sjálfstæðum framleiðend- um og selja hana síðan aftur til neyt- enda. Þegar sneyðast fór um orkuna hækkaði heildsöluverðið á henni úr sex sentum, rúmlega fimm kr. ísl., í 27 sent eða hátt í 23 kr. kílóvattstundin. Frelsinu fylgdi hins vegar ákvæði um að ekki mætti hækka smásöluverð til neytenda fram í mars 2002 og vegna þess hafa þessi fyrirtæki safnað skuldum, rúmlega 1.000 milljörðum ísl. kr., sem þau geta ekki velt yfir á neytendur. Vegna þessarar þróunar er staða rafmagnsveitu- eða dreifingarfyrir- tækjanna orðin ákaflega slæm og raunar svo alvarleg að raforkufyrir- tækin treystust varla til að skipta við tvö þeirra. Varð það til að auka enn á kreppuna og hækka heildsöluverðið. Raforka á ný undir opinbera stjórn Sab Francisco. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.