Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 29 SAGA verksmiðjuiðnaðar á skinnum hér á landi er stutt og ærið kaflaskipt. Verkun skinna af húsdýr- um hefur vitaskuld tíðkast á Íslandi allt frá landnámsöld, en allt fram á 20. öld var þar nánast einvörðungu um heimilisiðnað að ræða og afurðirnar voru að langmestu leyti nýttar til heimilisþarfa, einkum fatagerðar. Höfundur þessarar bókar, Þórarinn Hjartarson, skiptir sögu skinnaiðnað- ar á Íslandi í fjögur tímabil. Hið fyrsta nær að hans mati frá elstu tíð og lítið eitt fram yfir miðja 19. öld, en á þeim tíma voru skinn sútuð og verkuð heima á bæjunum og mestmegnis notuð til klæða og skæða innanlands. Fyrsta sútunarverkstæði á landinu tók til starfa með stofnun Innrétting- anna í Reykjavík um miðja 18. öld en starfsemi þess stóð stutt og það var ekki fyrr en um aldamótin 1900 að sútunarverkstæði hóf starfsemi að nýju hér landi, þá á Seyðisfirði. Nokk- ur verkstæði voru svo starfandi á fyrstu þremur áratugum 20. aldar, en öll voru þau lítil og sóru sig fremur í ætt við handverk en iðnað. Engu að síður telur höfundur annað tímabilið í sögu skinnaverkunar á Íslandi hefjast um miðja 19. öld og fer þar meira eftir viðskiptaaðstæðum og verslunarhátt- um en breytingum í handiðnum landsmanna. Það er vafalaust rétt að- ferð. Á þessum tíma ríkti frelsi í utanrík- isviðskiptum Íslendinga, innflutning- ur var óheftur og tollar lágir og því fluttist inn mikið af erlendum leður- vörum sem höfðu betur í samkeppni við heimilisiðnaðinn og þann vísi að verkstæðisiðnaði, sem reynt var að koma á fót. Þetta breyttist allt með heimskreppunni á 4. áratugnum og er „stjórn hinna vinnandi stétta“, sam- steypustjórn Framsóknar- og Al- þýðuflokks, tók við völdum árið 1934 var boðorðið, að þjóðin skyldi búa sem mest að sínu. Margt var þá gert til að styðja innlendan iðnað, ekki síst þær iðngreinar sem byggðust á úrvinnslu úr innlendum hráefnum, og í hönd fór uppbyggingarskeið í skinnaiðnaði. Árið 1935 var Skinnaverksmiðjan Ið- unn stofnuð norður á Akureyri og þá telur höfundur réttilega að hefjist nýtt tímabil í sögu íslensks skinnaiðn- aðar. Það stóð óslitið til 1970 og má hiklaust teljast blómaskeið þessarar iðngreinar – og reyndar margra ann- arra – hér á landi. Á þessum tíma var iðnaðarveldi SÍS byggt upp á Akur- eyri og fjölmörg iðnfyrirtæki komu undir sig fótunum víða um land. Ís- lenskur skinnaiðnaður bjó við tiltölu- lega góð skilyrði í skjóli tollverndar og innflutningshafta og á 7. áratugn- um virtist framtíð hans björt; helsta vandamálið var erfið samkeppni við sjávarútveginn um vinnuafl. Fjórða og síðasta skeið þessarar sögu hófst með EFTA-aðildinni 1970. Síðan hafa mikil umskipti orðið í skinnaiðnaðinum og er hann nú ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var um miðbik aldarinnar. Draumar ráða- manna um að iðnaðurinn stæðist sam- keppni við innflutning og nyti vel- gengni í útflutningi rættust ekki og kannski er það tímanna tákn, að fyrir fáeinum vikum var opnuð verslunar- höll á rústum skinnaverksmiðjanna á Gleráreyrum. Þórarinn Hjartarson rekur í þess- ari bók sögu skinnaverkunar og skinnaiðnaðar á Íslandi frá upphafi vega til okkar daga. Mestu rúmi er hlutfallslega varið til umfjöllunar um tímabilið 1935–1970 og ýtarlegar er fjallað um Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri en önnur fyrirtæki. Má það kallast eðlilegt þegar litið er til stærðar fyrirtækisins, áhrifa og langrar sögu, en mörg fyrirtæki í þessari grein urðu skammlíf og sum náðu aldrei að slíta barnsskónum. Öll er frásögnin skipuleg og skilmerkileg og ekki get ég séð, að neinir megin- þættir þeirrar sögu, sem hér er reynt að segja, hafi orðið útundan. Hinu er þó ekki að leyna, að þessi bók er öðru fremur viðskipta- og fyrirtækjasaga skinnaiðnaðarins. Á þá þætti er mest áhersla lögð og þótt því fari fjarri að gleymst hafi að segja frá verkunar- og vinnsluaðferðum, framleiðsluvörum og tækniþróun er því ekki að neita, að ég hefði gjarnan kosið að fræðast meira um þessa þætti. Á sama hátt hefði bókin að mínu mati orðið betri ef ýtarlegar hefði verið fjallað um starfsfólk fyrirtækjanna, aðstæður þess, þjálfun og kjör. Ég hefði gjarn- an viljað fá að vita meira um fólkið, sem byggði upp iðnfyrirtækin, for- ystumenn jafnt sem verkafólk, og fengur hefði verið í rækilegri úttekt á þýðingu iðnfyrirtækja fyrir bæjar- félögin sem þau störfuðu í, ekki síst Akureyri. Eins og áður sagði er frá- sögn höfundar skýr og skilmerkileg en eilítið þunglamaleg á köflum. Af þeim sökum verður bókin aldrei bein- línis skemmtileg aflestrar þótt víst sé hún fróðleg. Allur frágangur hennar er snyrtilegur, en prentvillur eru óþarflega margar, fleiri en sæmir í vönduðu fræðiriti. Í bókarlok eru nauðsynlegar skrár og þar er einnig efnisútdráttur á ensku. Saga skinnaiðnaðar BÆKUR S a g n f r æ ð i Safn til iðnsögu Íslendinga XIV. bindi. Þórarinn Hjartarson. Rit- stjóri Ásgeir Ásgeirsson. Hið ís- lenska bókmenntafélag, Reykjavík 2000. 239 bls., myndir. SKINNA. SAGA SÚTUNAR Á ÍSLANDI Jón Þ. Þór AÐ UNDANFÖRNU hefur borið nokkuð á ljóðagerð sem einkennist af mikilli kviku texta. Það er eins og allt sé á óreiðukenndri hreyfingu, myndmál, hugmyndir og heildarsýn. Slík einkenni eru á allmörgum ljóð- um Garðars Baldvinssonar í nýrri ljóðabók eftir hann sem hann nefnir Sjónbauga. Þau eru eins konar flæði- ljóð þar sem hugmyndir skarast, samhengi er rofið, greinarmerkjum er sleppt og setningafræði látin lönd og leið í eldgosi hugmynda og orða. bál mein ryðst inn paufast án forms og skipulags um myrkvið og rangala æða tauga vöðva stál við kverk felmtruð svip- leiftur andlit kyrrt hvorki hreint né frítt við feigð Um sumt minnir þessi aðferð höf- undar á ósjálfráða skrift súrrealista en þó er eins og ljóðunum sé meira ritstýrt. Mörg þeirra hafa nokkuð markvissa formgerð, sem byggist á heildrænni myndsköpun og endur- tekningum. Ljóðheimur Garðars einkennist annars vegar af umfjöllun um kenndir og tilfinningar, ást, söknuð og sorg, og ennfremur náttúruskynj- un. Á hinn bóginn er tekist á við tækniheim nútímans, framandleik- an, firringuna og óreiðuna. Jafnvel þegar myndir skáldsins eru hvað heilsteyptastar eins og í eftirfarandi kvæði sem byggist á líkingu lífs og kvikmyndaræmu er óreiðan, fram- andleikinn og sundrungin í fyrir- rúmi: og geislinn ristir hold hugans í þessari línu sem var haldreipi gegn ógnunum þar en hélt illa gegn hinu að innan og holdflóðið inn í kviku myndarinnar innst í okkar frumlegu einka einstöku myndir og mynstur hjúpur sundrast af öryggi filman ætist Hér er það hinn innri sundraði heimur sem ætist og því er veröldin nokkuð myrk. Þessi dimma er jafn- vel í ljóðum um ástina. Í einu slíku ljóði upplifir ljóðsjálfið sig magn- laust í ást, þrá og gleymsku: mér fannst ég hverfa oní rangala langa ganga dimman dal skuggans án þín eða guðs eða mín angistin fjandans Því er ekki að neita að ljóðheimur Garðars verður nokkuð óaðgengileg- ur vegna þess hversu sundurleitur og sundraður ljóðtextinn er. Margt er þó frjótt í þessum kveðskap og Garðar er vel að viðurkenningu dóm- nefndar um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, sem hann hlaut á síðasta ári, kominn. Hvað er eðlilegra en að túlka uppbrot veru- leikans með uppbroti máls? Kvika BÆKUR L j ó ð eftir Garðar Baldvinsson. Höf- undur gefur út. 2000 – 54 bls. SJÓNBAUGAR Skaft i Þ. Halldórsson STJÓRN Listahátíðar í Reykjavík hefur í samráði við listrænan stjórnanda ráðið Hrefnu Haraldsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Listahátíð- ar. Hrefna hefur undanfarin ár starfað sem íslenskukennari við MH. Hún hefur einnig haft um- sjón með sjónvarpsþáttum á Stöð 2, verið textagerðarmaður á auglýsingastofunni Góðu fólki, rekið Kaffileikhúsið og situr nú í stjórn Hlaðvarpans og Samtaka móðurmálskennara. Þá var hún framkvæmdastjóri menningar- nætur í miðborg Reykjavíkur sumrin 1999 og 2000. Hrefna mun hefja störf í febrúar, en næsta Listahátíð er vorið 2002. Listrænn stjórnandi Listahá- tíðar er Þórunn Sigurðardóttir. Hrefna Haraldsdóttir Nýr fram- kvæmda- stjóri Listahátíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.