Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 31

Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 31 NÍLARPRINSESSAN er „ævin- týrasaga fyrir börn á öllum aldri“ segir á titilsíðu bókarinnar. Hér er um að ræða tæplega sjötíu blað- síðna bók í stóru broti, fagurlega myndskreytta af Erlu Sigurðardótt- ur. Höfundur sögunnar er Guðjón Sveinsson sem áður hefur getið sér ágætis orð sem barnabókahöfundur. Sagan gerist á landnámsöld og fer frásögnin fram á tveimur sögu- sviðum; annars vegar í Egyptalandi og hins vegar á Íslandi. Við ána Níl í Egyptalandi býr flóðhestafjöl- skylda af konungsættum. Lítil prinsessa fæðist og fær nafnið Flóð- hildur. Hún þykir fegurst allra prinsessa og fær viðurnefnið „hin fagra“. Foreldrar hennar ætla henni fallegasta og gáfaðasta prinsinn í öllum heiminum og upphefst nú mikil leit að honum. Þá víkur sögunni til eyju nokk- urrar „er reis sæbrött og jöklum krýnd upp úr bláum unnum Norð- ur-Atlantshafsins og hét Ísland“ (bls. 8). Þar fæðist um svipaðar mundir drifhvítt og fagurt folald. Móðir litla folaldsins er hryssa í eigu landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar en faðerni þess er goð- kynjað því hryssan hafði látið heillast af silfurgráum fola af nyk- urættum. Folaldið hlýtur nafnið Prins og þykir ákaflega konunglegt og fagurt á að líta. Með fuglum himinsins berast fréttirnar af hinum fagra prinsi til árbakka Nílar í Egyptalandi og gerður er út mikill leiðangur krókó- dílsins Doktor Díl- króks, fjögurra hýena, háhyrninga og albatrosa til að nema prinsinn unga burt frá Íslands- ströndum og færa hann flóðhesta- prinsessunni fögru. Á síðustu stundu er prinsinum þó bjargað frá þeim örlögum að verða mannsefni Flóð- hildar fögru og á nykurinn, faðir hans, stærstan þátt í þeirri björgun. Þau Prins og Flóð- hildur una þó bæði sátt við sitt; hann varð með tímanum „stór og stæðilegur stóðhestur. Út af honum eru komnir hvítu hestarnir á Íslandi – einnig þeir rauðskjóttu. En vissu- lega lagði rauð hryssa sitt af mörk- um“ (bls. 67). Nílarprinsessan kynntist „einstaklega skemmtileg- um flóðhestapilti“ (bls. 68–9), hon- um Nasvíði konungssyni af austur- bakka Nílar, og frá þeim komin fönguleg ætt Nílarnashyrninga. Hér hefur verið rakinn megin- þráður frásagnarinnar en margt fleira gerist í sögunni sem er rík af atburðum, fallegum náttúrulýsing- um og fjölbreytilegum orðaforða. Aðal þessarar hugvitssamlegu sögu er vel skrifaður og vandaður texti. Hér er hvergi slegið af listrænum kröfum, málið er vandað og blæbrigða- ríkt og víst að börnin geta lært mikið um íslenskt mál af þessum texta. Góða hugmynd um stíl Guðjóns gefur t.a.m. eftirfarandi málsgrein, sem einnig gefur ungum lesendum heilmiklar upplýsingar um íslenska hestinn: „Á hverjum degi þjálf- uðu Prins og Elding hina flóknu fótalist, ganginn sem íslensku hestarnir eru þekktir fyrir. Þau fóru fetið, brokkuðu eða töltu, stukku og skeiðuðu. En þegar enginn sá til valhoppuðu þau, jusu og prjónuðu. Það fannst þeim gaman – en fengu ákúrur ef þær kúnstir sáust (bls. 29).“ Annað frábært dæmi um auðugan orðaforða sem börn geta lært mikið af er þessi ræða Jötuns eins (hér er líklega um einn landvættanna ís- lensku að ræða) sem kemur prins- inum til hjálpar: „Skipan fjallkonu hljóðar á þann veg að mér beri að vernda þegna þessa lands, stóra sem smáa, á láði sem legi, synda sem ósynda, fleyga og ófleyga, fiðraða og í feld klædda, í skel eður skráp, roði sem reifum, bera og buruklædda. Skipan mín er hoggin í stuðlabergssúlu úr Gerðu- bergi vestur og geymd í hirslum Fjallkonu og mun þar óhögguð standa meðan veröld varir. Skal eg því til verka ganga (bls. 59).“ Slíkur texti er kannski erfiður fyrir unga lesendur en hins vegar gefst for- eldrum hér gott tækifæri til að lesa fyrir börnin og útskýra fyrir þeim merkingu orða sem börnunum eru ókunnug úr daglegu máli. Þá má kynna börnunum hugmyndina um íslensku fjallkonuna og landvættina í þessu samhengi. Mörg slík textadæmi væri hægt að taka úr sögu Guðjóns; dæmi sem kalla á útskýringar og samræður foreldra og barna. Einnig er að finna í textanum fjölda orðtaka og málshátta sem gaman er að útskýra fyrir ungum lesendum. Það er þó síður en svo að allur sá fróðleikur sem þessi texti getur fært börnum, ef þeim er hjálpað áleiðis, dragi frá- sögnina niður á þurrt og leiðinlegt svið. Hér er fyrst og fremst um fjörlega frásögn að ræða sem börn og fullorðnir ættu að geta skemmt sér konunglega yfir saman. Teikn- ingar Erlu Sigurðardóttur prýða hverja síðu og eru afar vel gerðar. Erla fer þá skemmtilegu leið að breyta um stíltegund (ef svo má að orði komast um teikningar) um leið og sögusviðið breytist. Þannig eru myndirnar sem sýna Ísland mjög ólíkar þeim myndum sem sýna heimkynni Nílarprinsessunnar. Þær fyrrnefndu eru dregnar fínlegri dráttum og tærir, bláir og hvítir lit- ir eru ráðandi. Þær síðarnefndu eru skoplegri og ýktari og „heitari“ grænir og brúnleitir litir ráðandi. Hér hefur tekist sérlega vel samspil texta og mynda. Ég mæli með þessari bók fyrir þá foreldra sem hafa gaman af því að lesa skemmtilegar sögur fyrir börn- in sín og ræða við þau um söguþráð og merkingu orða og orðaleikja. Fróðleikur og skemmtun BÆKUR B a r n a b ó k Texti: Guðjón Sveinsson. Myndir: Erla Sigurðardóttir. Muninn bóka- útgáfa 2000, 69 bls. NÍLARPRINSESSAN Soff ía Auður Birgisdótt ir Guðjón Sveinsson HOLLYWOOD – vélin var smíðuð til þess að einfalda hlutina fyrir okk- ur og í rómantísku gamanmyndinni Fjölskyldumanninum eða The Fam- ily Man snýst einföldunin um and- stæður ríkidæmis og hamingju. Það getur ekki farið saman að keppa að því að vita ekki aura sinna tal og að vera hamingjusamur. Það er of mik- ið á einfalda Hollywood-mynd lagt að spyrja hvers vegna en svona er þetta og því verður ekki breytt. Klípa kaupsýslusnillingsins á Wall Street, sem Nicolas Cage leikur og Fjölskyldumaðurinn fjallar um, er sú að velja á milli þess að lifa einn við allar heimsins lystisemdir eða lifa sem fátækur en hamingjusamur fjöl- skyldumaður og dekkjasölumaður. Eins og í alvöru Hollywood-mynd- um er það eins konar álfur út úr hól sem sýnir honum veröldina eins og hún hefði getað orðið (Frank Capra notaði það bragð manna best í It’s A Wonderful Life) og eins og í alvöru Hollywood-myndum er aldrei nein spurning skilin eftir í huga áhorf- andans um hvora leiðina Cage á að fara (í fyrsta lagi, hver vildi ekki vakna við hliðina á Téa Leone á morgnana?) þannig að myndin verð- ur aldrei annað en fyrirsjáanleg. Það er í rauninni aðeins frábærum leik Nicolas Cage að þakka að glíma hans verður að enn einni dæmigerðri Hollywood-skemmtun, sem bæði er gamaldags og einföld og svo barna- lega saklaus að hún á engan snerti- flöt við veruleikann. Cage virðist mjög hamingjusamur í ríkidæmi sínu. Fallegar konur, stórkostlegir bílar, þjónar og glæsi- leg hýbýli auk þess sem enginn er meiri snillingur í samrunaferlinu eða hvað það nú er. Myndin gerist um jólaleytið og Cage er svona skröggur sem lætur starfsfólkið sitt vinna á jólunum, amast við fjölskyldumönn- um sem dútla í vinnunni og sofnar aleinn með sjálfum sér. Það er ein- hver tómleiki í kringum hann. Eitt- hvað dautt. Svo hann fær himna- sendingu á jólanótt rétt eins og skröggur: Flækingur sendir hann inn í þá veröld sem hann missti af þegar hann sagði skilið við kær- ustuna sína fyrir þrettán árum og þar upplifir hann loks fjölskyldulíf eins og það getur dásamlegast orðið í Hollywood-mynd. Grínið er það að Cage er sami Wall Street-naglinn og skröggurinn og hann var þegar hann lendir í þessari hliðarveröld og Cage gerir margt spaugilegt bara með svip- brigðum á meðan hann er að átta sig á því að hann á ekkert lengur og sel- ur hjólbarða – í smásölu. Úr því verður fínasta kómedía í mynd sem er svo viss í sinni sök að hún skilur ekkert eftir fyrir áhorfandann að velta fyrir sér. Téa Leone gerir sömuleiðis margt gott úr hlutverki ástarinnar og aðrir leikarar standa sig með prýði. Fjölskyldumaðurinn er dæmigerð jólamynd frá Hollywood sem vill vel og er sárasaklaus skemmtun sem hefur fyrst og fremst það markmið að áhorfendur fari heim glaðir í bragði. Það skemmir nokkuð fyrir hversu gersamlega augljós sá til- gangur er en áhorfendur ættu að vera löngu orðnir því vanir að vest- an. Skröggur í nýjum heimi KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , K r i n g l u b í ó „The Family Man“. Leikstjóri: Brett Radner. Handrit: David Dia- mond og David Weissman. Aðal- hlutverk: Nicolas Cage, Téa Leoni, Saul Rubinek, Josef Sommer. 2000. FJÖLSKYLDUMAÐURINN 1 ⁄2 “The Family Man“ Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.