Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ M ESTA böl sem hægt er að lenda í er að ræða stjórnmál við fólk sem er ekki sammála manni. Í staðinn fyrir að viðurkenna samstundis að það hafi farið með þvaður og vitleysu reynir það stöðugt að rengja, andmæla, jafnvel hæðast að því sem öllum ætti að vera ljóst að er rétt skoðun. Bitur reynsla sýnir að margir hafa aldrei áttað sig á því að sumar skoðanir eru alrangar og vafasamt að rétt sé að una því að fólk mæli með þeim jafnvel þótt hljótt fari. Í fullkomnu trássi við veruleikann og sögulega reynslu er því meira að segja haldið fram að allar skoðanir eigi rétt á sér, séu jafn- réttháar. Ekki sé til rétt viðhorf og rangt held- ur ólík viðhorf. En ef öll sjón- armið hefðu jafn mikið vægi myndum við aldrei þokast úr stað, við værum stöðugt að taka tillit til einhverra villukenninga sem toguðu í aðra átt en þá réttu. Hver vill kalla yfir okkur stöðnun hins fullkomna jafnréttis skoðananna? Hér skal því samt fagnað að þróunin virðist stefna í rétta átt. Svonefndir þjóðfélagsrýnar og sjálfskipaðir gagnrýnendur, skömmóttir samfélagsóvinir, sem hafa allt á hornum sér, beiskir svartagallsrausarar til vinstri og hægri, hafa látið undan síga á síðari árum, æ færri hlusta á þá. „Fullur árangur næðist ef slíkum rýnum, líkt og stjórnmálamönn- um, hefði tekist að gera sig þarf- lausa,“ var fullyrt á vefriti ungra hægrimanna, Vef-Þjóðviljanum, fyrir skömmu og skal hér tekið undir þau orð af heilum hug. Undarlegt má það heita hvað þrjóskan er mikil hjá þeim sem ekki hafa áttað sig á því að stjórnmálasögunni er lokið! Enn þykjast atvinnu-rifrildisseggir hafa eitthvað til málanna að leggja. Enn tala þeir um skatt- ana, velferðina, stjórnarskrána og dómskerfið eins og þetta komi þeim eitthvað við. Sumir þeirra eru forhertir og halda að slitin vinstrimennska geti aukið lífs- gæðin, það er að segja hagvöxt- inn. Aðrir láta sér sæma að efast um heilindi stjórnmálaskörunga sem hafa þó margoft sannað með orðum sínum að þeir vilja heiðra reglur markaðarins. Vissulega má segja að hér ríki málfrelsi samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár en menn eiga ekki að taka þessa hluti of bók- staflega. Múrinn féll, markaðurinn sigr- aði og ekkert meira um það að segja. Málinu er lokið. Svörin eru fengin, við vitum allt og þurf- um engin ráð, engar efasemdir, ekki um markaðskerfið frekar en þyngdaraflið. Engum dettur í hug að reyna að detta upp, það væri fjarstæða, við dettum öll niður. Einhugur ætti að vera um markmiðið; áhyggjulaust nautna- líf handa öllum sem það eiga skilið og hæfileg auðmýkt í fari hinna. Vilji menn tjá sig um stjórnmál geta þeir einbeitt sér að því að segja eitthvað jákvætt um góðærið. Þeir geta líka fagn- að því að loksins sé búið að leysa efnahagsvandann. Orkan sem fer í niðurrifs- starfsemina og nöldrið er ómæld, fjasið og tuðið kostar tíma og peninga. Og hvað eru mörg dæmi um að þetta hafi komið að gagni? Allir vita að ekki er hlust- að á þessar raddir og gamla tuggan, um að gagnrýnin sé ör- yggisventill, á ekki lengur við. Öryggisventlar voru á gömlu gufuvélunum en okkar vélar ganga ekki fyrir gufu. Þrasið er bara gamall og leiðinlegur kæk- ur, öllum til leiðinda og ama, upphafsmönnunum til van- sæmdar enda eru þeir aumkaðir og hlegið að þeim, þá sjaldan að einhver tekur eftir þeim. Þeir halda víst að með verkum sínum séu þeir að halda uppi merki að- haldsins, vekja okkur af svefni andvaraleysis. En við báðum ekkert um vakningu. Ekki getur það verið hag- kvæmt að fólk skuli verja dýr- mætum tíma sínum í að velta sér upp úr smávægilegum misfellum í starfi stjórnmálaleiðtoga en það virðist vera helsta keppikeflið. Ábyrgðartilfinning rýnanna áð- urnefndu er engin, þeim er sama um framtíðina, sama um þjóðina. Aðeins eitt skiptir þá máli: að fá að tjá sig, gapa og geipa um alls konar hluti sem þeir hafa sjaldn- ast nokkurt vit á. Oft sjást og heyrast dæmi um aðfinnslur sem byggjast á hrap- allegum misskilningi og fáfræði. Þannig eru flokkarnir stundum hrakyrtir og þeim kennt um ým- islegt sem kjósendur eiga auðvit- að sjálfir sök á með heimtufrekju sinni og óþolinmæði. Sanngirni virðist vera bannorð þegar fjallað er um verk stjórnmálaleiðtoga. Dregið er dár að því að haldið sé uppi viðeigandi reisn fyrir hönd þjóðarinnar með góðum veislum og annarri viðhöfn þegar vel liggur á okkur. Þjóðhöfðing- inn er hafður að spotti og hressi- legur alþýðleiki hans misskilinn. Snúið er út úr orðum forsætis- ráðherra þegar hann mælir með réttarbótum. Þingmenn fara sumir grátandi í háttinn vegna ónærgætni lítilmenna sem ekki komust á þing og ná sér nú niðri á þjóðinni með því að ráðast á réttkjörna fulltrúa hennar með óbótaskömmum. Margt hefur þokast í rétta átt í landinu á síðari árum þrátt fyr- ir baknag þeirra sem segjast vera samviska þjóðarinnar en ættu fremur að heita sérviska hennar. En hér skal enn tekið undir þá skoðun að betur má ef duga skal og fullkomið verður líf okkar ekki fyrr en þessar raddir þagna og eigendur þeirra snúa sér að gagnlegri störfum. Sam- viska er ekki það sem mest þörf er fyrir núna heldur samheldni um réttar skoðanir, eindrægni um forystu landsmanna, umburð- arlyndi og kurteisi gagnvart henni og kurteisi við liðsmenn hennar. Sjálft takmarkið, hin hljóðlausa sæla og samhæfða fullkomnun nýrrar aldar, næst ekki fyrr en menn hætta að glápa og rýna, ekki fyrr en við lokum augunum. Endanlega. Af hverju þetta þras? Þeir halda víst að með verkum sínum séu þeir að halda uppi merki aðhalds- ins, vekja okkur af svefni andvaraleysis. En við báðum ekkert um vakningu. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson STÚDENTUM há- skólans fjölgar stöðugt en fjármagn til háskól- ans hefur ekki aukist í samræmi við þá aukn- ingu. Fjármagn Há- skóla Íslands er af skornum skammti sem leiðir af sér þá ský- lausu kröfu að stúd- entaráð leiti allra leiða til þess að auka tekjur háskólans. Einn liður í því er auka samstarf við atvinnulífið en hag- ur háskólasamfé- lagsins og stúdenta af nánari tengslum há- skólans við atvinnulífið er augljós. Í vetur hefur starfað fjáröflunar- nefnd Vöku en hún hefur leitað leiða til frekari samskipta við atvinnulífið. Vaka hefur verið þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands og stúdentar eigi að sækja meira inn í atvinnulífið eftir fjármagni og samstarfi. Við erum ósátt við að ekki séu nýtt öll þau tækifæri sem bjóðast til samskipta við atvinnulífið. Vaka lítur svo á að það séum við, nemendur Háskóla Íslands, sem þurfum að sýna frumkvæði í því að fá atvinnulífið og fjármagn þess til liðs við okkur. Vaka hafnar skólagjöldum sem fjáröflunarleið enda lítum við svo á að mikilvægt sé að standa vörð um jafnrétti til náms. Vaka vill fjölga hollvinum háskólans Margar hugmyndir hafa komið fram hjá Vöku um það hvernig stúd- entar geti sótt inn í atvinnulífið með skilvirkum hætti. Mest ræddum við þá hugmynd að styrkja hollvinafélög háskólans. Hollvinasamtök háskól- ans hafa nú verið starfrækt í 5 ár en auk þess eru hollvinafélög starfandi innan deilda háskólans. Með því að vinna að því að styrkja hollvinafélög deilda háskólans og tengja þau með markvissum hætti nemendafélögum fá nemendur tæki- færi til þess að koma sjálfir að því að afla háskólanum fjár og þeir afla fjár til sinnar eigin deildar. Það hlýtur vitaskuld að vera hvati til þess að standa sig vel í fjáröfluninni að fjár- magnið skili sér beint til þeirra sem leggja vinnuna fram og enginn er betur til þess fallinn að afla fjár en sá sem þarf á fénu að halda. Þessi leið hefur það ennfremur í för með sér að allar deildir standa nokkuð veginn jafnar að vígi. Í lagadeild fór Orator, félag laga- nema, með vökufólk í fararbroddi af stað með átak í því að fjölga með- limum Hollvinafélags lagadeildar. Meðlimir hollvinafélagins greiða ár- gjald og því er hagur deildarinnar af því að meðlimum fjölgi augljós. Þar var ákveðið að bjóða nemendum deildarinnar að vera með í hollvina- félaginu og framkvæmdin er þannig að nemendur greiða ekki félagsgjald fyrr en við útskrift. Fólk hefur að öll- um líkindum meiri áhuga á því að styrkja sína deild beint. Það ber til- finningar til deildarinnar og veit af eigin raun hvað það er sem vantar. Við trúum því að sé farið vel af stað með svona átak geti það skilað hverri deild fjárhæðum sem hægt væri að kaupa tölvur, tæki, bækur, tímarit eða annað fyrir. Hollvinafélögin geta þannig orðið að sterku tæki til þess að nálgast atvinnulífið. Lokaverkefnabankinn endurvakinn Vaka hefur í vetur unnið að því hörðum höndum að auka tengsl Há- skóla Íslands og atvinnulífs. At- vinnumálanefnd stúdentaráðs sam- þykkti tillögu Vöku um að endurvekja lokaverkefnabankann, en það var eitt af kosningaloforðum Vöku. Lokaverkefnabankinn á að vera gagnagrunnur, heimasíða þar sem fyrirtæki geta auglýst eftir nem- endum sem hafa áhuga á að vinna til- tekin verkefni. Þangað geta nemend- ur jafnframt leitað með hugmyndir að lokaverkefnum eða lokaritgerðum sem fyrirtæki geta styrkt. Lokaverk- efnabankinn er því kjörinn til þess að styrkja tengsl tveggja ólíkra sam- félaga; HÍ og atvinnulífsins. Nemendur selja í auknum mæli lokaritgerðir sínar eða lokaverkefni en með stofnun bankans er kominn vettvangur fyrir fyrirtæki og stúd- enta til þess að mætast. Tengsl við atvinnulífið Hingað til hefur það ekki verið nægilega ofarlega á forgangslista stúdentaráðs að auka tengsl atvinnu- lífs við háskólann. Þrátt fyrir að auk- in tengsl við atvinnulífið hafi verið eitt af kosningaloforðum Röskvu fyr- ir tveimur árum varð raunin sú að formaður atvinnumálanefndar, stúd- entaráðsliði Röskvu, hélt engan fund í heilan vetur. Í vetur voru þó loks haldnir svokallaðir starfsdagar en betur má ef duga skal. Fjármagn háskólans er af skorn- um skammti og þegar svo er þarf að sýna vilja og frumkvæði til að bæta stöðu mála. Vaka lítur svo á að tengsl háskólans og atvinnulífsins hafi aldr- ei verið mikilvægari og vill leita leiða til þess að auka og styrkja þessi tengsl enn frekar. Frumkvæði Vöku í fjáröflun háskólans Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Fjáröflun Vaka hefur verið þeirr- ar skoðunar, segja Drífa Kristín Sigurðardóttir og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir að Háskóli Íslands og stúdentar eigi að sækja meira inn í at- vinnulífið eftir fjár- magni og samstarfi. Höfundar hafa í vetur starfað í fjár- öflunarnefnd Vöku, sem fjallar um tengsl HÍ og atvinnulífsins. Drífa Kristín Sigurðardóttir ÞVÍ var haldið fram að vindaspár yrðu ná- kvæmari þegar Veður- stofan tók upp þann hátt að tilgreina vindhrað- ann í sekúndumetrum. Sú hefur þó ekki orðið raunin, þvert á móti. Oft reynist vindhraðinn á tveimur af hverjum þremur veðurstöðvum hægari en þau neðri mörk vindsins sem eru tiltekin í spánni fyrir viðkomandi veðurhérað. Spáin stenst þá aðeins á þriðjungi veðurstöðv- anna, jafnvel fyrstu klukkustundirnar eftir að hún er gefin út. Spáin um neðri mörk vindhraðans er sem sagt röng, nærri meðalhraða vindsins í veður- héraðinu. Efri mörkin eru hins vegar nærri réttu lagi, oftast um fimm sek- úndumetrum hærri en meðalvindur- inn. Þetta gefur notendum veður- spánna auðvitað ranga hugmynd um hvernig tiltekinn vindhraði lýsir sér, einkanlega á þeim stöðum þar sem hægviðri er algengt. Nógu slæmt var að rugla fólk með því að hætta við vindstigin eftir langa og góða reynslu og taka upp framandi vindkvarða, þó að ekki væri bætt gráu ofan á svart með því að fara í laun- kofa með hægviðrið, ef svo má að orði komast. Og athugasemdir um þetta hafa ekki borið árangur. Við þessari hvimleiðu skekkju í vindaspám er reyndar einfalt að gera. Eftir að ætlast hefur verið á um meðalvind- hraða í hverju veður- héraði þarf ekki annað en draga 5 sekúndu- metra frá til að finna neðri mörkin, en bæta 5 við til að finna þau efri, þegar spáin um meðal- hraðann er 5 eða hærri. Sé meðalvindurinn sem spáð er 4 eða minni verða neðri mörkin 0 (logn), en efri mörkin verða þau sömu og tvö- faldur meðalvindhraðinn. Með þessu móti stenst spáin á níu af hverjum tíu veðurstöðvum, ef réttum meðalhraða er spáð. Hlustendur geta sannprófað hvernig þessi regla gefst með því að skrá vindhraðann á stöðvunum eftir útvarpinu tvisvar á dag, klukkan 10.03 og 19.30, eða leita sér heimilda á Netinu. – Þessi endurbætta spáregla samsvarar því nokkurn veginn að vindaspáin fyrir hvert veðurhérað næði yfir þriggja vindstiga bil, 1–3, 5–7, 8–10 o.s.frv. Fyrir notendur spánna hefði sá háttur reyndar verið miklu ákjósanlegri en sekúndumetr- arnir. Eðlilegt er að fólk spyrji hvers vegna Veðurstofan láti það viðgang- ast svo lengi að vindaspár á landi standist ekki nema í þriðja hvert skipti. Sennilega er ástæðan sú að stofnunin fylgist ekki með því hvernig spárnar reynast, hvorki um vindinn né aðra þætti veðursins. Sá saman- burður er þó erlendis talinn sjálfsagt mál, tiltölulega einfaldur á tölvuöld og bráðnauðsynlegur til þess að ná sem bestum árangri í starfinu. Hægviðri í launkofum Páll Bergþórsson Vindmælingar Stofnunin fylgist ekki með því hvernig spárnar reynast, segir Páll Bergþórsson, hvorki um vindinn né aðra þætti veðursins. Höfundur er fyrrverandi veðurstofustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.