Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 37 janúarm ánaðarSex ástkonur Picassossegja sögu sína TALSVERÐ skoð- anaskipti hafa verið um hvenær ný öld hefur göngu sína, trúlega fæst aldrei nein óyggj- andi niðurstaða þar um. Hvað mig sjálfan snertir tel ég að aldur minn byrji á 0, eða við fæðinguna, og því sé eitt ár liðið af aldri mínum við eins árs af- mælið. Því ætti það ekki einnig að eiga við um aðrar tímatalning- ar, þar sem um um ald- ursgreiningu er að ræða, ég segi þetta bara si-svona, að öðru leyti læt ég mér það í léttu rúmi liggja hvernær það er talið að öldin byrji eða endi. En hvar sem þessi aldahvörf liggja hefur að undanförnu gengið alda yfir með að kjósa menn í þetta og hitt. Oftar en ekki vantar allan rökstuðning fyrir hvað þessi eða hinn hafi unnið sér til ágætis fram yfir meðal-„Jóninn“ til að hljóta þann titil, sem hann er kosinn fyrir. Getur „heiðurinn“ þá snúist upp í andhverfu sína og orðið að skopi og háði. Ég held það hafi verið 28. des. sl. í Kastljósþætti Sjónvarpsins sem forsætisráðherra vor var mættur, og með nokkurri drýldni taldi hann sig vel að þeim „heiðri“ kominn að vera kosinn stjórnmálamaður aldarinnar, þótt fleiri hefðu komið til greina. Um svipað leyti og Davíð Oddsson var kjörinn stjórnmálamaður aldar- innar (ég held að það miðist við á Ís- landi) fór fram kosning í Rússlandi um stjórnmálamenn aldarinnar þar í landi, þar urðu þeir sigurvegarar, Lenín og Stalín. Mér finnst vægast sagt hæpinn heiður að sitja við hlið þeirra félaga og það er langt í frá að mér sé nokkuð það í huga að ég vilji setja forsætisráðherra vorn á bekk með þeim félögum. Það er svo annað mál, sem er því miður, að alla sína valdatíð í íslenskum stjórnmálum hefur Davíð Oddsson og stjórn hans staðið fyrir kerfisbundinni skerð- ingu á kjörum aldraðra og öryrkja, það er ekki nóg að hampa því sér til ágætis að þessir að- ilar fái fleiri krónur í umslagið, hitt er staðreynd að hlutfallslega hafa kjör þessara aðila farið rýrnandi ár frá ári alla forsætisráðherratíð Dav- íðs. Stóri dómur Ekki þarf að hafa langan formála að hinum umdeilda dómi Hæstarétt- ar varðandi öryrkja. Maður er víst ekki nógu lögfróður til að skilja þann orðaleik, sem uppi er hafður af hálfu sjórnvalda. Manni hefur alltaf skilist að lýðræðið grundvallaðist á þrí- skiptingunni, samkv. stjórnar- skránni, þ.e. löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvaldinu. Það hefur löngum verið sagt að eftir höfðinu dansi limirnir. Afstaða stjórnvalda til umrædds dóms verður varla talin til stórmannlegra viðbragða eða góð til eftirbreytni. Hvar væri lýðræðið statt ef „Pétur eða Páll“ neituðu að fara eftir uppkveðnum dómum, og settu þá í einhverjar eftirlitsnefndir? Væri þá ekki orðið stutt í upplausn í þjóðfélaginu? Hæstiréttur er okkar æðsta dómstig, að sjálfsögðu bar að fara möglunarlaust eftir dómnum. Það væri svo seinni tíma mál lög- gjafans að breyta lögunum eftir sín- um geðþótta. Núverandi stjórnvöld kunna þar vel til verka, að kroppa örlítið utan úr framfærslueyri lítil- magnans. Síðan er það sérkapítuli með skipan háyfirdómaranefndar- innar. Varla hefur verið hægt að velja ótrúverðugri einstaklinga til að semja óhlutdrægt álit og reglur um framkvæmd dómsins, og þarf tæp- ast að færa nein rök að því, svo ljóst má það vera. Öll þessi meðferð stjórnvalda einkennist af hroka og valdbeitingu. Það er stundum erfitt að kyngja réttlætinu. Gaman og alvara Fyrir stuttu las ég grein í Mbl. eftir Pétur Blöndal alþingismann, þar sem hann ræddi samtryggingu fjölskyldunnar. Sá tími er liðinn þeg- ar framfærsluskylda einstaklinga, sem aðstoð þurftu sér til framfæris, hvíldi á ættingjum, nú eða þeir voru boðnir upp sem sveitarómagar og fjölskyldum tvístrað, sá tími á von- andi aldrei eftir að endurtaka sig. Hitt er að sjálfsögðu ánægjulegt og hið besta mál þegar fjölskyldur standa saman og fólk getur stutt hvert annað, sem áreiðanlega er mjög ríkjandi meðal okkar Íslend- inga. En þar er skilsmunur á því og framfærsluskyldunni. En það sem mér þótti spaugilegt við greinina var að þessi sami þingmaður jós úr skál- um reiði sinnar ekki fyrir löngu, yfir þá sem ekki geta séð fyrir sér, og sagði það stafa af óreglu, kannski eru þessir menn orðnir þurrir og edrú í huga alþingismannsins og geta annast fjölskyldur sínar. Heiður eða spott Guðmundur Jóhannsson Aldahvörf Það er stundum erfitt, segir Guðmundur Jóhannsson, að kyngja réttlætinu. Höfundur er eftirlaunaþegi. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.