Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL Bergþórsson fyrrverandi veður- stofustjóri skrifaði grein í Morgunblaðið 19. desember sl. og bendir á marktæka fylgni milli sterkari þorskárganga og fjölda 9 ára þorsks og eldri. Vonandi fáum við að lesa meira eftir Pál um þessi mikil- vægu mál. Guðrún Marteins- dóttir fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun hefur fengið svipaðar niðurstöður og Páll. Þótt ég gagn- rýni veiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar er mér ljóst að marg- víslegar rannsóknir þar eru ágætlega unnar. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur oft komið með rökstudd sjónarmið um að með meiri veiði á smáþorski getum við hraðað vexti og aukið möguleika þorska sem eftir verða. Þetta sé vænlegasta leiðin, enda grundvallarlögmál í fiskilíffræði, til að fá sem flesta stóra og sterka hrygningarfiska. Reynslan sýndi að þetta líka árin 1940- 1980 þegar veitt var langtum meira af smáþorski og afrakst- ur þorkstofnsins var helmingi meiri. Reynslan 1940-1980 bendir einmitt til að Jón Kristjánsson fiskifræðingur fari með rétt mál. Frá 1980 hefur friðun ver- ið beitt í vaxandi mæli og afrakstur þorskstofnsins minnkað um helming. Það er svo sjálf- stætt rannsóknarefni fyrir fræðimenn hvað smáþorska- verndin, „hin eina sanna ríkisskoð- un“, á sér marga stuðningsmenn sem jafnframt segjast „ekki hafa vit á fiskifræði“. Af hverju taka menn afstöðu með málefni sem þeir hafa ekki „vit“ á? Viðtal við dr. Jakob Í Fiskifréttum 10. nóvember 1989 er viðtal við dr. Jakob Jak- obsson þáverandi forstjóra Haf- rannsóknastofnunar og formann Alþjóðahafrannsóknarráðsins í 20 ár. Í viðtalinu kom fram, að álit dr. Jakobs er að vestan megin í At- landshafinu, í lögsögu Kanada, sé best á málum haldið. Sóknin í þorskstofninn við Labrador hafi verið helmingi vægari en í íslenska þorskstofninn. „Niðurstaða mín er því sú“, sagði dr. Jakob, „að við vestanvert Atlandshaf sé mjög ábyrg fisk- veiðistefna og fiskveiðistjórn sem versnar þegar austar dregur“. Síðar í þessu viðtali kemur fram að kanadísk stjórnvöld mótuðu ákveðna stefnu þegar landhelgin þar var færð út í 200 mílur 1977. Stefnu sem miðaðist við „kjör- sókn“, eða 20% af veiðistofni, tekin á sem hagkvæmastan hátt. Í lang- tímaspá var gert ráð fyrir að aflinn ykist jafnt og þétt og yrði kominn í eina milljón tonna árlega upp úr 1990. Í viðtalinu er einnig fjallað Bar- entshafið og nægir að vitna til línu- rits sem fylgir viðtalinu, þar sem Jakob spáir að veiði í Barentshafi fari niður í 100 þúsund tonn árið 1990 og þorskstofninn þar sé nán- ast hruninn vegna ofveiði. Tilvitnun í viðtalið lýkur. Þremur árum síðar Stórum veiðisvæðum var lokað við Labrador upp úr 1990 „til að byggja upp stofninn“. Nú skyldi þetta takast. Sterkir seiðaárgang- ar höfðu mælst þarna 1986 og 1987 og væntu ráðgjafar mikils með friðun þessara sterku árganga. Samkvæmt gögnum frá Fisheries of Oceans St. John varð ljóst að hundruð þúsunda tonna þorsks drápust eftir hrygningu 1991 og 1992 því ekkert fannst af þorski eldri en 7 ára eftir 1992 við Labra- dor. Ráðgöfum var brugðið. Þeir efndu til alþjóðlegrar ráðstefnu á Bartrey Hotel í St. Jonhs í febrúar 1993. Á sjötta tug „útvaldra“ ( þeir sem hafa farið á hlýðninámskeið í tölfræðlegri fiskifræði) mættu á ráðstefnuna, víðs vegar úr heim- inum. Hvers vegna drapst þorskstofn sem áður hafði gefið af sér 400-700 þúsund tonna árlega veiði – í kjöl- far þess að „ábyrgustu fiskveiði- stjórn í N-Atlandshafi“ var beitt?! Vinsælasta tilgátan á ráðstefn- unni var „ofveiði“ þótt ráðgjafar vissu að beitt hafði verið 20% veiðistefnu – „kjörsókn“ frá út- færslu landhelgi 1977. Stórum svæðum hafði þar að auki verið lokað. „Afrán sela“ var önnur tilgáta. En af hverju horaðist þá stofninn ef selurinn át of marga þorska? Er það ekki grunsamleg mótsögn? Slæm sjávarskilyrði voru rétti- lega nefnd til sögunnar. En af hverju voru ráðgjafar að friða smáþorsk og loka stórum veiði- svæðunum ef þeir vissu að sjáv- arskilyrðin voru slæm og lítil fæða? Hver vissi hvað hann var að gera? Rúsínan í pylsuendann á ráð- stefnunni var umræða um að „um- hverfisstreita“ (inwiromental stress) hefði drepið þorskstofninn sbr. Fisheries News júní 1993 (þetta er ekki brandari). Meðalvigt 7 ára þorsks á veiði- svæði 2J við Labrador (sem var aðeins 2,78 kg árið 1978 þegar landhelgin var færð út í 200 mílur) var komin í 0,83 kg árið 1993 þeg- ar veiðar voru stöðvaðar. Þremur árum eftir þetta merki- lega viðtal við dr. Jakob voru veið- ar stöðvaðar við Kanada og stofn- inn talinn hruninn. Í Barentshafi var þá komin mokveiði sem stóð í mörg ár. Þessir tveir tilvitnuðu spádómar dr. Jakobs um Kanada og Barentshafið í nefndu viðtali 1989 reyndust því nánast 100% rangir. Vitnað er hér í þetta viðtal sem dæmi um að blind friðunarstefna eins og við Labrador geti verið varasamt fikt við náttúruöflin, dæmi um ranga ráðgjöf. Ég er ekki þar með að halda því fram að ekki eigi að stjórna fisk- veiðum. Hvernig væri að stíga nokkur skref til baka, smækka aft- ur möskva og veiða meira af smá- þorski? Hækka veiðiálag í 35% eins og áður reyndist vel. Hafa sóknarmynstrið svipað og þegar okkur gekk hvað best – samkvæmt reynslu 1940-1980. Hvernig er hægt að reikna út – á röksduddan hátt – að hættulegt sé að gera það sem reyndist best? Er ekki ein- hver búinn að reikna sig inn í töl- fræðilegt öngstræti? Hvernig væri að slökkva þá á tölvunni í eina viku og hugleiða málið? Mér finnst að fiskifræðingar hjá Hafrannsókna- stofnun eigi að taka þátt í þessari umræðu og viðra eigin skoðanir. Við gætum t.d. haldið ráðstefnu um að veiða meira af smáþorski með tilvísun í reynslu. Gefum þeim möguleika tækifæri að við höfum gengið of langt í friðun. Hefur kynþroskaaldur fallið við aukna friðun? Drepst hrygningarstofninn meira nú eftir hrygningu en áður var? Verður hver einstakur þorsk- ur smærri og „þrekminni“ með vaxandi friðun? Erum við að úr- kynja stofninn? Við verðum að ræða allar svona áleitnar spurn- ingar núna – áður en lengra verður haldið á þessari braut. „Ein rík- isskoðun“ gekk illa í Sovét. Kristinn Pétursson Fiskveiði Hvernig væri að stíga nokkur skref til baka, spyr Kristinn Pétursson, smækka aftur möskva og veiða meira af smáþorski? Höfundur er framkvæmdastjóri. Eina „ríkisskoðun“? ÖLDIN sem leið var viðburðarík, svo ekki sé fastar að orði kveð- ið. Hún hófst á mikilli bjartsýni í kjölfar tækniframfaranna á nítjándu öld. Mannkynið var á leiðinni að skapa pa- radís á jörð fyrir til- stilli vísindanna – raf- magn, flugvélar, bifreiðir, loftskeyta- tækni, upptökutækni – upptalningin er enda- laus. En uppgjörið við stjórnarhætti fortíðar var ekki orðið, keisar- ar og konungar Evrópu steyptu þjóðum sínum út í ægilegustu manndrápsstyrjöld sem mannkyn- ið hafði kynnst. Tæknin, sem áður var forsenda bjartsýni, margfald- aði hörmungar styrjalda. Bjart- sýnin þurrkaðist út í einu vetfangi, öfgarnar tóku við. Nasismi og fasismi tók völdin á meginlandi Evrópu, kommúnismi í Rússlandi og nágrenni þess, heimskreppa og loks ný gereyðing- arstyrjöld sem teygði anga sína um víða veröld. Að henni lokinni stóðu tvö heimsveldi uppi sem sigurvegarar. Rússar – eða Sovétmenn, eins og þeir kölluðu sig á þeim tíma – höfðu sigrað Þjóðverja með hel- berri hörkunni og þrautseigju og eru margir sagnfræðingar á því í dag að þátttaka Vesturveldanna hafi nánast verið neðanmálsgrein í baráttunni gegn Þjóðverjum. Bandaríkjamenn voru hins vegar óumdeilanlega hinn stóri sigurvegari Þeir lögðu sitt af mörkum við að kveða niður nasismann og réðu niðurlögum Japana með ógnvekjandi tækninýjung – kjarn- orkunni. Nú hófst nýtt tímabil uppbyggingar og tækniframfara sem hefur staðið í yf- ir hálfa öld. Við erum lánsöm að lifa á þess- um stórkostlegu tím- um. Þrátt fyrir að margir teldu þau lofa góðu kom í ljós að Sovétríkin voru rekin eins og stríðið gegn Þjóðverjum – á hörk- unni og þrautseigjunni. Þar kom að þau þraut örendi fyrir um ára- tug og hugsjónir sósíalismans um fyrirmyndarríki jöfnuðar, byggt á ríkisvaldi og leynilögreglu, brotn- uðu á skeri. Ótal spádómar eru til um fram- haldið – en sjálfsagt munu þeir í fyllingu tímans eiga þeir það sam- merkt með flestum öðrum spádóm- um að rætast ekki. Það getur eng- inn fullyrt að Evrópusambandið verði 30 ríkja bandalag eftir tutt- ugu ár. Það getur enginn fullyrt að Vesturlönd haldi yfirburðum sín- um á hernaðar- og viðskiptasviði alla næstu öld. Hvort tveggja er líklegt, en ekki óumflýjanlegt. Það getur enginn einu sinni fullyrt að lýðræði, eins og við þekkjum það í dag, verði það stjórnarfyrirkomu- lag sem haldist út næstu öld. Við sjáum að upp er komin ný aldamótakynslóð. Öfugt við þá síð- ustu trúir hún fremur á mátt sinn og megin en mátt manna til sam- taka. Hún trúir að markaðurinn eigi að dreifa gæðum samfélagsins, hún trúir að frjálslyndi sé stjórn- lyndi betra t.a.m. í fíkniefnamál- um. Þetta sést á skrifum ungs fólks á öllu hinu pólitíska litrófi, sérstaklega á Netinu. Það er þetta sem um er rætt þegar talað er um að allir stjórnmálaflokkar séu að verða eins. Þeir eru af veikum mætti að bregðast við því að við- fangsefni tuttugustu aldarinnar eru á leiðinni út úr stjórnmálun- um. Þekking okkar á hagfræði hef- ur gjörbreytt viðfangsefnum stjórnmálanna. Í stað þess að snú- ast um baráttu hópa um gæði sam- félagsins eða hvernig eigi að skapa gæðin snúast þau nú um úrlausnir daglegra viðfangsefna í rekstri fyrirmyndarsamfélags. Við á Vesturlöndum erum við nú að upplifa eins konar gullöld okkar siðmenningar. Í rannsóknum sínum á siðmenn- ingum (civilizations), sem birtust fyrst á prenti árið 1961, segir Carrol Quigley að slíkar eigi það Gullöld vestrænnar siðmenningar Magnús Árni Magnússon Stjórnmál Við á Vesturlöndum, segir Magnús Árni Magnússon, erum nú að upplifa eins konar gull- öld okkar siðmenningar. Höfundur er hagfræðingur. sameiginlegt að þær fara í gegnum ákveðin stig áður en þær hverfa í óminni sögunnar. Vestræn sið- menning byggðist upp eins og aðr- ar siðmenningar á undan henni á tímabilum útþenslu og innri átaka. Quigley vildi meina að vestrið væri í þann mund að komast út úr þess- um átakafasa og að það væri nú orðið að sameinuðu öryggissvæði. Innbyrðis stríð á Vesturlöndum væru nú nánast óhugsandi. Vesturlönd búa nú við stjórn- kerfi sem í stórum dráttum leggur áherslu á lýðræði og fjölbreytileika mannlífsins og hafa nú náð þeim þroska að líklegt má telja að kyn- slóðir framtíðarinnar muni telja til „gullaldar“. Quigley skilgreindi gullöld sem tímabil friðar sem stafar af skorti á raunverulegri samkeppni innan siðmenningarinn- ar sjálfrar og ólíkindum á alvar- legum átökum við hópa utan henn- ar. Samkvæmt skilgreiningu hans er gullöld einnig tímabil vellyst- inga sem rekja má til viðskipta- frelsis og sameiginlegs gildismats og mæliaðferða auk ríkisútgjalda í tenglum við stofnsetningu heims- veldis (universal empire). Fyrri gullöldum hefur öllum lok- ið annaðhvort á dramatískan og skjótan hátt með hernaðarsigri annarrar siðmenningar, ellegar á hægan og sársaukafullan hátt með innri upplausn þar sem menn hætta að fjárfesta á framleiðinn hátt og smám saman fer að halla undan fæti efnahagslega. Trúar- brögð, heimspeki-, félagsmála- og stjórnmálakenningar missa sína fylgismenn meðal fjöldans. Ný trúarbrögð spretta upp og ná miklum stuðningi, vaxandi and- stöðu gætir við að grípa til vopna til að vernda samfélagið auk vax- andi andstöðu við skattgreiðslur til sameiginlegra þarfa. Hnignunin leiðir loks til innrásar þar sem sið- menningin getur ekki lengur varið sig vegna þess að hún vill ekki verja sig. Innrásaraðilarnir til- heyra oftast yngri og þróttmeiri siðmenningu sem er tilbúin til að taka við. Samuel P. Huntington, prófess- or við Harvard-háskóla og forseti The American Political Science Association, segir í bók sinni „The Clash of Civilizations“ að siðmenn- ingar geti og hafi endurnýjað sig. Hann spyr hins vegar þeirrar spurningar hvort Vesturlönd séu tilbúin til að takast á við hinar óumflýjanlegu afleiðingar gullald- arinnar; tilhneiginguna til hnign- unar og upplausnar. Þessarar tilhneigingar er farið að gæta þegar í dag. Hún birtist meðal annars í orðum þeirra sem vilja berjast gegn sameiginlegum vörnum Vesturlanda; NATO. Hún birtist í orðum þeirra sem vilja brjóta niður allt ríkisvald og láta öll mannleg samskipti ráðast á markaði og einu atkvæðaseðlana vera peninga. Hún birtist í orðum þeirra sem leggja einangrunar- hyggjunni lið og berjast gegn Evr- ópusamrunanum í nafni úreltrar þjóðernishyggju. (Einu haldbæru varnaðarorðin gagnvart honum er að hann má ekki verða til þess að Evrópa fjarlægist Norður-Amer- íku. Markmiðið hlýtur að verða að þessi tvö meginsvæði vestrænnar menningar verði eitt.) Það er at- hyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn er á góðri leið að missa hlutverk sitt sem umsvifamesti vörður vest- rænnar siðmenningar hér á landi og er orðinn gróðrastía niðurrifs- aflanna, eins og sjá má á blindu hatri ungra sjálfstæðismanna á ríkisvaldi og Evrópusamrunanum. Svarið er ekki einhlítt, en þess- um öfgum verður að hafna ef vest- ræn menning á að lifa og börnin okkar og barnabörn eiga að fá að njóta sömu lífsgæða og öryggis og við. Það er hlutverk okkar, sem til- heyrum hinni nýju aldamótakyn- slóð, að finna það jafnvægi sem þarf til að bjartsýni okkar endi ekki í tárum og blóði eins og bjart- sýni þeirrar síðustu. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.