Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 40
KIRKJUSTARF 40 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMVERA eldri borgara hefst aft- ur eftir jólafrí. Fyrirkomulag samveru eldri borgara á miðvikudögum í Lang- holtssöfnuði í vetur er með eftirfar- andi hætti: Samverustundirnar hefjast að nýju eftir jólafríið mið- vikudaginn 10. janúar. Þær verða frá kl. 11 til kl. 16 eða eins og þær voru í haust. Við hefjum daginn með spjalli, kaffi- sopa og heilsupistli, síðan er létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Undir orgelspili göngum við kl. 12 til bænagjörðar í kirkjunni. Að henni lokinni er sameinast yfir léttri máltíð (500 kr.) í safnaðar- heimilinu. Kl. 13 verður farið að spila, þeir sem vilja hlusta á upp- lestur eða mála á dúka og keramik. Kaffisopi og smákökur er í boði kirkjunnar kl. 15.20. Síðast en ekki síst er söngstund á léttu nótunum undir styrkri stjórn Jóns Stefáns- sonar organista. Hægt er að taka þátt í allri dagskránni eða að hluta til, ykkar er valið. Eldri borgurum sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur heiman og heim gegn vægu gjaldi (ferðin kostar 120 krónur). Umsjón með þessum stundum hefur Svala Sigríður Thomsen djákni. Verið hjartanlega velkomin að hafa sam- band við Svölu í síma 520 1314 eða 862 9162. Bústaðakirkja. Starf aldraðra í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 13.30. Þar verður spilað, föndrað, sungið, spjallað og boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samvera eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar og samræður. TTT-starf (10–12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Opið hús kl. 10–16 í Setrinu, neðri hæð safnaðarheim- ilisins fyrir eldri borgara. Bæna- stund. Súpa og brauð í hádegi fyrir 200 kr. Upplestur, föndur o.fl. Nán- ari upplýsingar gefur Þórdís Ás- geirsdóttir, þjónustufulltrúi Há- teigssafnaðar, í síma 551 2407. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 12– 12.30. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests og djákna. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11–16. Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45–7.05. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Reynir Jónasson leikur. Ritningar- orð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14–15. Opið hús kl. 16. Kaffiveit- ingar. Biblíulestur kl. 17. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Bæna- messa kl. 18. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13–16. Handmennt, spjall og spil. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557 3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 15–16. Biblíulestur kl. 17.30 í umsjón sr. Hreins Hjart- arsonar. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 16.30– 17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18–19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8–9 ára barna í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT-sam- vera 10–12 ára barna í dag kl. 17.45–18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14–16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Hraunbúðum. Allir velkomnir. Kl. 12–12.20 kyrrð- ar- og bænastund í hádeginu. Kl. 14.40–17.20 fyrstu tímar í ferming- arfræðslu Landakirkju eftir ára- mót. Kl. 20 opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu 8., 9. og 10. bekkjar. Fíladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Eldri borgarar í Langholts- söfnuði athugið Safnaðarstarf ÉG VIL ekki tala um nýja öld. Ég veit bara að börnin mín voru búin að lifa í eitt ár þegar þau urðu eins árs. Ef öldin byrjar núna er ég kannski ári yngri en ég hélt og það er gott mál. Hvað sem öldinni líður er kom- ið nýtt ár. Nú er ólíkt um að litast og í fyrra, þegar margra metra háir snjóskaflar voru á hlaðinu hjá mér og kolófært upp að húsi. Á aðfangadagskvöld í fyrra vor- um við hjá börnum okkar og máttum á jólanótt kafa snjóinn 150 metra heim til okkar, klædd samfestingi utan yfir sparifötin og skilja allar jólagjafir eftir. Nú er öldin önnur í bókstaflegri merkingu, allt marautt eins og á sumardegi. Áramótaflugeldarnir tóku sig vel út þrátt fyrir hálf- hryssingslegt veður hér á suð- vesturhorninu og miklu skotið upp að vanda. Heiman frá mér er gott útsýni til allra átta og var allur hringurinn baðaður stjörnu- ljóma. Mér var hugsað til fólksins sem fagnaði aldamótum fyrir einni öld. Það hefði líklega haldið að það væri komið til himnaríkis en þó líklega furðað sig á lát- unum á þeim friðsæla stað. Árið 1981 kom út fyrsta mat- reiðslubók mín og var hún um fisk. Sú bók hlaut geysigóðar við- tökur og margir ræddu við mig um hana. Flestir sögðu mér að þeir hefðu prófað tiltekna ýsu- uppskrift og var það undantekn- ingarlaust sama uppskriftin og ekki sú einfaldasta. Hún er á blaðsíðu 27 og heitir hinu langa nafni: „Ofnbökuð ýsa með lauk, eplum, tómötum, beikoni og epl- um.“ Á þeim árum taldi ég upp í fyrirsögninni helsta hráefni upp- skriftarinnar. Ég er löngu hætt því enda hræddust margir það sem upp var talið, þó ekki í þess- ari tilteknu uppskrift – hún var sú vinsælasta. Nú tuttugu árum síðar birti ég hana aftur og vona að sem fyrr láti lesendur ekki hráefnisfjöld- ann og fyrirhöfnina aftra sér frá því að reyna þennan gómsæta rétt. Ofnbökuð ýsa með lauk, eplum, tómötum, beikoni og osti Handa 6 4 lítil ýsuflök (eða 2 stærri klofin) safi úr ½ sítrónu salt/pipar 6 sneiðar beikon 3 epli 4 tómatar 1 msk milt sinnep 1 laukur 1 væn grein steinseljugrein eða 2 tsk þurrkuð 20 g smjör 1 bikar sýrður rjómi 1 tsk karrí ½ tsk paprikuduft 1 msk sítrónusafi 200 g Maríbóostur eða annar feitur mjólkurostur 1. Roðdragið flökin, skerið úr þeim öll bein, skolið úr köldu vatni, þerrið með eldhúspappir, hellið sítrónusafa yfir flökin, stráið á þau salti og pipar. Lát- ið bíða í 10-15 mínútur. 2. Saxið laukinn og steinseljuna. Bræðið smjörið og sjóðið hvort tveggja í smjörinu í nokkrar mínútur. Gætið þess að þetta brenni ekki. Skerið beikonið smátt. Afhýðið tómatana og skerið þá í sneiðar. Afhýðið eplin, takið úr þeim kjarnann og skerið í þunnar sneiðar. 3. Smyrjið langt eldfast fat. 4. Leggið beikon á botninn á fat- inu, síðan fyrsta flakið, þá epla- sneiðarnar, síðan smyrjið þið annað flakið með sinnepi og leggið ofan á, þá tómatana, síð- an þriðja flakið, leggið lauk/ steinseljuna þar yfir og síðast fjórða flakið. 5. Hrærið sýrða rjómann með karrí, paprikudufti og sítrónu- safa. Smyrjið því yfir. 6. Rífið ostinn eða skerið hann í sneiðar og leggið ofan á. 7. Bakið í bakarofni við 180g C í 30-40 mínútur. Blástursofn 10- 15g lægri. Meðlæti: Soðin hrísgrjón og snittubrauð. Matur og matgerð Vinsæl- asti ýsurétt- urinn Kristín Gestsdóttir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs nýárs. Þrekhjól sem kemur þér í gott form. Polar-púlsmælir, stöðugt ástig, kasthjól, fullkominn tölvumælir. Stgr. 41.798 kr. 43.998 Stærð: L. 115 x br. 61 x h. 110 ÞREKHJÓL 105p - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890 ® ® RAÐGREIÐSLUR SPINNING– OG ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek– og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÞREKHJÓL ÞREKHJÓL sem koma þér í gott form. Stöðugt ástig. Gott kasthjól. Fullkomnir tölvumælar. Mjúk og þægileg sæti. Verð frá kr. 29.849 stgr. (Kr. 31.420)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.