Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Með þessum orðum kveðjum við þig í bili, elsku Sturla Þór. Barátt- unni þinni er lokið og þú ert kominn til afa sem elskaði þig mjög mikið. Mikið er sárt fyrir okkur að missa þig á þessum unga aldri en við viljum þakka Guði fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú varst yndislegur ungur maður sem allir voru stoltir af og það hefði verið heiður að kynnast þér betur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist. Jón (Onni), Pétur (Diddó), Rúna og amma Guðrún (Búdda). „Oft deyr í haga rauðust rós.“ Elsku Sturla minn, minn elskulegi langömmudrengur. Nú er búið þitt langa hetjustríð og okkar allra sem höfum beðið og vonað. Allt var gert til að heimta þig úr helju. Læknar og hjúkrunarlið, sem ég bið guð að blessa og vera ætíð með í starfi, gerðu allt sem hægt var. Þú átt alla þá ást sem mamma þín og pabbi veittu þér og allt þitt fólk sem þjáðist með þér í þessari bar- áttu. Ég bið að guð gefi okkur öllum styrk. Tíminn linar sársaukann en læknar hann ekki. Við gleymum þér aldrei. Ég man alltaf þegar mamma þín og pabbi komu til okkar afa þíns í heimsókn með þig nokkurra daga gamlan, svo stolt og hamingjusöm. Þau létu okkur setjast í stól og settu litla prinsinn í fangið á okkur og pabbi þinn tók mynd, þú í fanginu á mér og afi horfði brosandi á þig. Og nú vona ég að elskan hann afi Viggó og afi Guðmundur hafi tekið ástúð- lega á móti þér. Það er svo margt sem sækir á hug- ann. Allar þær stundir sem við höfum komið saman, skírnin þegar þið bræðurnir voruð skírðir saman, allar mörgu stundirnar hjá Lóló ömmu og Bigga afa, fyrir utan öll jólaboðin. Seinast sem ég sá þig frískan var á 87 ára afmælisdaginn minn sem haldið var upp á í fallega garðinum hennar Lólóar ömmu. Þú og vinur þinn Jón Börkur komuð seint því að þið höfðuð verið að vinna. Þú komst með þínu venjulega hraði og kysstir ömmu gömlu þínum sérstaka smellkossi á kinnina og óskaðir mér heilla. Svo leið tíminn. Vegir guðs eru órannsak- anlegir. Við verðum að trúa því að okkur sé búinn betri heimur. Elsku Sturla minn, það eru margir sem syrgja þig. Ég er búin að kveðja þig þar sem þú lást svo fallegur í rúminu, þú svafst værum svefni, bú- inn að loka brúnu augunum þínum og friður yfir ásjónu þinni. Elsku ungi langömmudrengurinn minn, far þú í friði, góður guð þig blessi. Hafðu ást- ar þökk fyrir allt og allt. Elsku Kristín, Friðrik og Trausti minn, Lóló amma og Biggi afi, Guð- rún amma, ég bið góðan guð að styrkja okkur öll. Gott og blessað nýtt ár. Þín langamma í Möðró, Kristín. Elsku Sturla minn. Þegar ég settist hér niður til að skrifa minningar mínar um þig vissi ég ekki á hverju ég ætti að byrja, það er svo ótalmargt sem kemur mér í hug. Hvort eitthvað eitt er öðru merkilegra get ég ekki dæmt um því það sem áður var sjálfgefið er í dag tengt minningunni um þig og allt sem þér viðkemur minnir á þig. Ég man vel þegar þú fæddist og hversu fyrirferðarmikill þú gast ver- ið sem krakki. Þegar ég var fenginn til að passa ykkur bræðurna klikkaði það aldrei að þú vaknaðir alltaf stuttu eftir að foreldrar þínir fóru út og þurfti ég annaðhvort að ganga með þig um gólf eða leika við þig langt fram eftir nóttu. Þetta eltist sem bet- ur fer fljótt af þér og seinna, þegar þú varst orðinn sjö eða átta ára gamall, fékkstu kraftadellu og varst enda- laust að rembast við að ganga með mig um gólf. Seinna eftir að ég kynntist Nínu og eignaðist sjálfur börn gátum við allt- af leitað til þín eftir hjálp við hvað sem var. Man ég sérstaklega vel eftir því þegar þú varst ellefu ára og við vorum nýbúin að kaupa okkar fyrstu íbúð. Þá hringdir þú í okkur og spurðir hvort þú mættir ekki koma og hjálpa okkur við að mála og ég man hvað við vorum undrandi yfir því hversu afkastamikill þú varst við að pússa gluggakarmana og hversu vel þú gerðir það. Reyndar varstu orðinn drulluskítugur í framan, á bolnum og neitaðir að taka þér pásu fyrr en þú varst búinn að klára alla gluggana í íbúðinni. Síðar þegar þú varst farinn að passa fyrir okkur voru strákarnir okkar farnir að biðja okkur að fara eitthvað út svo að þú og Trausti gæt- uð komið að passa þá og oftar en ekki kom annar ykkar eða báðir. Svo þeg- ar við komum heim var það ósjaldan sem við sátum á kjaftagangi við ykk- ur fram á nótt. Strákarnir okkar litu mjög upp til ykkar bræðranna sem kom sér vel fyrir okkur þar sem þið hafið verið góðar fyrirmyndir og er- um við þakklát fyrir það. Síðastliðna daga höfum við verið að ræða við strákana okkar um þig og þá hefur minningin um þig oftast tengst þessum stundum þegar þú passaðir þá. Allar stundirnar uppi í Skeifu, þegar þið bjugguð til snjóhús, útilegan í Hraunsfirðinum, flutning- arnir niður á Mel þar sem þið báruð með okkur alla búslóðina og nú síðast undanfarnir mánuðir þar sem þú barðist fyrir lífi þínu og ætlaðir þér sigur. Þó svo að þessir síðustu mánuðir hafi verið þér og okkur öllum erfiðir erum við innilega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að sýna þér hversu vænt okkur þykir um þig og fá að tala við þig. Við söknum þín öll sárt og mikið en eigum þó góðar minningar um ljúfan og kraftmikinn dreng sem aldrei munu gleymast. Megi algóður Guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg en þó sér- staklega Kristínu, Lilló og Trausta. Hvíl í friði elsku vinur og frændi. Tjörvi Dýrfjörð, Nína Hrönn, Sindri Björn, Daníel Leó og Ólíver Goði. Elsku Sturla, ég á erfitt með að skrifa mín hinstu orð til þín – ég veit að þú ert farinn og við munum ekki sjá þig aftur á meðal okkar, en þú munt alltaf, Sturla, lifa í minningunni og þannig vera áfram hjá okkur. Ég á ekki eftir að smella kossi á ungan dreng sem var að verða að full- orðnum manni, ég á ekki eftir að rök- ræða við þig framar en ég mun minn- ast þeirra stunda í eldhúsinu í Miðstrætinu þegar þú varst að upp- götva kraft rökræðna og hvernig þú oftast hafðir betur. Þú varst með ein- dæmum ákveðinn drengur svo að jaðraði við þrjósku. Þetta voru eig- inleikar sem fljótt komu í ljós í fari þínu og við þökkuðum öll fyrir þá þegar þú barðist fyrir lífi þínu. Þú barðist af mikilli hetjudáð og þér tókst að koma til okkar aftur og gafst okkur enn fleiri dýrmætar stundir með þér. Með sterkum persónuleika þínum hafðir þú áhrif á alla sem virkilega kynntust þér og þrátt fyrir að þú sért nú farinn á annan stað, annað plan, aðra vídd muntu áfram hafa áhrif á líf okkar og styrkja þau bönd sem þú þegar hafðir bundið. Ég er stolt af þér og því að hafa þekkt góðan dreng. Þá, núna og alltaf. Þín móðursystir, Gerður. Það var um verslunarmannahelg- ina síðustu að við fjölskyldan vorum að koma úr útilegu á mánudagskvöldi að síminn hringdi og systir mín færði okkur þær hræðilegu fréttir að lítil flugvél hefði farist og um borð væri frændi okkar hann Sturla. Þetta var upphaf að fimm mánaða löngum tíma vonar og ótta, sem síðan tók endi á nýjársdagskvöld þegar Sturla kvaddi þennan heim eftir langa baráttu fyrir lífi sínu. Þegar horft er um öxl og rifjaðar upp minningar um þennan dreng er eiginlega ómögulegt að sjá Sturlu fyrir sér nema með eitthvert af litlu frændsystkinum sínum í fanginu, í öllum veislum og mannamótum inn- an fjöldskyldunar enda voru alltaf allir rólegir ef þau vissu af litlu börn- unum í leik með Sturlu. Á fermingardaginn hvarf Sturla úr eigin veislu, hann fór út í garð að leika við litlu krakkana og passa að þau færu sér ekki að voða. Sem barn var Sturla mikill prakkari í sér og var alltaf að koma mönnum á óvart með uppátækjum sínum. Einu atviki minnist ég þegar Sturla eyddi löngum tíma í að safna býflugum í krukku og svo fór hann upp á götu labbaði að bíl sem hafði opinn glugga, rétti krukkuna inn um gluggann og sagði: „Gefðu mér pening eða ég opna krukkuna.“ Hann var heldur ekki gamall þegar hann hræddi ömmu sína með því að bretta uppá augnalokin og teygði á sér munninn. Sturla var frá náttúrunnar hendi mjög hraustur og ósérhlífinn, hann kveinkaði sér aldrei og lét aldrei vor- kenna sér. Þess vegna var ég hissa í síðustu viku þegar við fjöldskyldan vorum að horfa á gamlar mynd- bandsupptökur að þar sást hann sitja í bakgrunni, tíu eða ellefu ára gamall, og hallaði undir flatt greinilega kval- inn og hélt um eyrað, hann hafði nefnilega fengið gat í eyrað þann sama dag. Engum nema Sturlu hefði dottið í hug að fara í sólbað um miðjan apríl og hitinn var innan við tíu gráður. Sturla var iðinn við að hjálpa ömmu sinni og afa sínum í Skeifu við hin ýmsu verk og flest þeirra voru í garðinum. Alltaf vissi maður þegar einhvað stóð til að gera í Skeifu, nema þegar Sturla átti í hlut. Hann bara mætti, vann verkið og var vand- virkur mjög, það var aldrei kastað til höndunum þar sem hann átti í hlut og ekki var hann að hreykja sér neitt af því. Móðir hans sagði mér frá því að hann hafi átt það til að fá þá flugu í höfuðið að taka til í húsinu heima hjá sér og þá hafi hann bara byrjað á einu herbergi og síðan koll af kolli þar til allt húsið var hreint og fínt og fór ekki einu sinni fram á hrós; þetta var bara sjálfsagður hlutur. Aldrei varð maður neitt hissa ef síminn hringdi og Sturla var á línunni og vantaði einhver föt, helst gömul úr tísku síðasta áratugs eða eldra, það var bara bruðl að eyða peningum í föt. Við fjöldskyldan í Álfatúni vottum ykkur foreldrum og bróður okkar dýpstu samúð og vitum um leið að minningar um góðan dreng eru ykk- ur huggun í harmi. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Logi Dýrfjörð. Fallegi frændi minn fljúgðu ekki burt. Vertu hér kyrr. Megi stjörnurnar allar tunglið, sólin og Guð gæta þín. (Sigríður Ólafsdóttir.) Enn á ný stöndum við frammi fyrir einni grundvallarspurningu þessa jarðlífs okkar: Hvers vegna alla þessa þjáningu? Hvers vegna þessa dökku lamandi skugga þegar sólin virðist skína sem skærast? Trúar- brögðin og heimspekingar allra tíma hafa bent okkur á að lífið allt sé okk- ur sá skóli þar sem okkur er ætlað að ráða þessa gátu að einhverju leyti eða í það minnsta vera því viðbúin þegar lífi okkar hér er lokið að upp- götva þá hinn æðsta sannleik, hin æðstu rök. En til þess að öðlast hið sanna ljós viskunnar er okkur sagt að við verðum einnig að reyna hina dekkstu skugga, hina miklu þján- ingu. Víst er um það að nú þegar Sturla Þór er okkur horfinn héðan úr þessu jarðlífi stöndum við öll sem ráðþrota fávís börn með allar þessar stóru spurningar á vörunum. Hvers vegna? Hver er tilgangurinn? Í sjónhend- ingu sjáum við fallegan og sviphrein- an dreng á leið til fullþroska manns breiða út faðminn mót sumrinu nú í maí síðastliðnum þar sem hann kem- ur brosandi og brunandi – öruggur og talsvert ögrandi – niður Túngöt- una á hjólabrettinu sínu, stæltan og fjaðurmagnaðan. Hann kallar á frænku sína sem þetta skrifar, aftur og aftur, sem skilur ekkert hver kall- ar nafn hennar og hættir ekki fyrr en hún heyrir. Þá stansar hann í hópi vina sinna og gengur til hennar, kyss- ir hana og segir: „Gleðilegt sumar frænka.“ Og frænkan var talsvert upp með sér að svo ungum og glæsi- legum manni skyldi ekki finnast þessi „gamla“ frænka vera ímynd hans til skammar meðal vinanna. En þannig var hann Sturla Þór, hrein- skiptinn og heilsteyptur persónu- leiki, ljúfur drengur. Seinna fékk hin sama frænka miklu merkilegri koss frá Sturlu þeg- ar hann var nývaknaður eftir margra vikna svefn eftir slysið hörmulega. Hann horfði vökulum augum á um- hverfið og nærstadda og þegar við kvöddum sagði faðir hans: „Kysstu nú Óla og Gróu frænku.“ Við beygð- um okkur niður og fengum þá bestu kossa á kinn sem við höfum nokkru sinni fengið og fyllti okkur bjartsýni og aðdáun yfir hinu ótrúlega þreki og styrk sem hann sýndi jafn fárveikur og slasaður og hann var þá. Síðan leið tíminn og Sturla hélt áfram að styrkjast jafnframt því sem hann gekk í gegnum ótrúlegar raunir og hindranir sem okkur þótti nær ofur- mannlegar að takast á við. Þeir sigr- ar sem Sturla vann þá sýndu best þvílíkan ógnarvilja og styrk þessi drengur hafði til að bera. Að lokum var eins og sagt væri „ekki meir, ekki meir“. Líkami hans, sem hafði virst gerður úr efni sem ekki væri af þessum heimi, gafst upp að lokum og baðst hvíldar, líkt og Sturla Þór sjálfur sem er nú laus undan allri þjáningu og ótta. Eftir sitja foreldrar hans og bróðir sem fylgdu honum á aðdáunarverðan hátt dag og nótt í fimm mánaða baráttu hans, auðug af mikilli reynslu og djúpri. Hann vaknaði aftur til þeirra og lífsins um stund sem var þeim öll- um dýrmæt og var nýtt til hins ýtr- asta. Þau glöddust yfir hverju hans framfaraspori, öllum hans sigrum og þóttust um skeið sjá sólina lýsa upp myrkrið sem fór í hönd. Loks hrönn- uðust skýin þó upp og ljósið þeirra slokknaði. En þótt myrkrið grúfi yfir okkur nú eigum við þó minningu um mikla og sterka birtu sem stafaði frá Sturlu Þór. Við trúum og biðjum að sú birta muni smám saman veita okkur skiln- ing og svör, og víst er að hún mun ylja okkur um ókomna tíð og gera okkur að betri manneskjum. Við biðjum góðan Guð og allar góð- ar vættir að styrkja ykkur, elsku Lilló, Stína og Trausti, og alla ykkar stóru og góðu fjölskyldu og vini. Megi sú nýárssól sem Sturla Þór hvarf til lina ykkar miklu sorg og lýsa skammdegisveginn framundan. Gróa og Ólafur. Sturla Þór er dáinn. Litli frændi minn sem var orðinn svo stór, mynd- arlegur og sterkur. Það er svo sárt að hann skyldi ekki fá að lifa lengur, hann sem átti allt lífið framundan. Í fimm mánuði barðist hann fyrir lífi sínu, en eftir margar aðgerðir og alla læknisfræðilega kunnáttu og frá- bæra umönnun gafst líkami hans upp. Foreldrar hans og bróðir eru búin að vera hjá honum svo að segja daga og nætur allan tímann. Það er búið að vera mikið álag á þau öll, en þau hafa verið svo sterk í gegnum þessa raun að það er alveg ótrúlegt. Alltaf héldum við í vonina fram á síð- asta dag um að hann fengi að lifa. All- ar þær heimsóknir, hugsanir og bæn- ir sem hann fékk sýndu hve vinmargur hann var orðinn á sinni stuttu ævi. Við biðjum guð að vera hjá og styrkja elsku Lilló, Kristínu og Trausta og aðra aðstandendur. Elsa og Óskar. Enn einn er látinn eftir hörmulega flugslysið sem varð í byrjun ágúst sl. í Skerjafirði. Afleiðingar þess snerta fjölmarga svo djúpt. Það er óbæri- lega sárt og erfitt að þurfa að sætta sig við þá staðreynd að Sturla Þór er ekki lengur hjá okkur. Undanfarna fimm mánuði hefur hugur okkar ætt- ingja hans verið hjá honum og fjöl- skyldu hans alla daga. Allan þennan tíma höfum við fundið mikla sam- kennd og samúð með Sturlu, Jóni Berki, sem einn lifir af slysið, og að- standendum þeirra, frá vinum, vinnufélögum og fjölmörgum öðrum. Sturla sýndi aðdáunarverðan bar- áttuvilja og ótrúlega þrautseigju í þessari löngu baráttu fyrir lífi sínu. Það var ekki að ástæðulausu sem starfsfólk gjörgæslunnar, sem horfir upp á slíka baráttu alla daga, kallaði hann undradrenginn, vegna þess hve oft hann kom þeim á óvart með sigr- um sínum. Hann átti aðdáun okkar allra. Sturla Þór átti ekki langt að sækja þennan baráttuvilja, því oftast voru það foreldrar hans og bróðir sem gáfu af sínum ótrúlega styrk þeim sem komu í heimsókn á spít- alann. Það var aðdáunarvert að sjá samheldni og tryggð hinna fjölmörgu ungu vina hans sem heimsóttu hann á spítalann allan þennan tíma. Öll von- uðumst við eftir því að kraftaverkin héldu áfram og að hann myndi sigra að lokum. Elsku Lilló, Kristín, Trausti og aðrir aðstandendur, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minnig Sturlu Þórs. Helga, Rósa, Friðrik (Fiffó) og Óskar (Deddi) og fjölskyldur. Kæri Sturla minn. Ég veit að nú líður þér betur. Hvar sem þú ert þá veit ég að nú getur þú hlaupið um og hlegið án þess að finna til, án sárs- auka. En þrátt fyrir það er sárt. Sárt að vita að ég á aldrei aftur eftir að sjá þig, aldrei aftur eftir að sitja með þér við jólaborðið hjá Lóló ömmu og Bigga afa á jóladag og borða jólamat. Alltaf þegar ég lít til baka á allar minningarnar get ég ekki annað en grátið, því þá var svo gaman og þú svo ánægður með lífið. Ein minning stendur alltaf upp úr og alltaf þegar ég hugsa um hana er ég með bros á vör. Þetta var þegar ég átti heima í Kjarrhólmanum. Ég, þú og Karó vin- kona mín vorum að horfa á sjónvarp- ið. Þegar við litum út um gluggann sáum við okkur til mikillar gleði að byrjað var að snjóa. Við stukkum í skó og hlupum út á peysunum. Allt var hvítt úti og engin spor voru í snjónum. Það var svo fallegt. Við fór- um í snjókast og það var þvílíkt stuð hjá okkur. Svo lögðumst við í snjóinn og lágum þar heillengi og bjuggum til engla. Aldrei datt mér þá í hug að þú ættir eftir að verða engill svona fljótt. Allar minningarnar eru mér svo dýr- mætar. Ég er svo ánægð að eiga þær, ánægð fyrir að hafa þekkt þig. En minn kæri Sturla, þú verður ávallt til í hjarta mínu. Elsku Kristín, Lilló og Trausti, guð blessi ykkur. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Þín frænka, Bergdís. Við frétt af hræðilegu slysi eins og flugslysinu í Skerjafirði grípur mann hrollur sem varir þó stutt. Aftur á móti situr sá hrollur lengur í manni þegar einn af bestu vinum manns sat í vélinni. Það var erfitt að vera ekki nálægur þegar slysið átti sér stað. Ég var STURLA ÞÓR FRIÐRIKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.