Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ gert það sama fyrir ykkur. Við mun- um aldrei gleyma hversu elskuleg þið voruð og eruð og hversu vel okkur líður í návist ykkar. Við vottum einn- ig dýpstu samúð öðrum ættingjum og vinum; missir okkar er mikill. Þínar elskur, Dóra, Guðný, Helen, Hrund, Karen, Svana og Unnur. Í dag, miðvikudaginn 10. janúar, er ungur vinur okkar, Sturla Þór Friðriksson, borinn til grafar. Það er mikill harmur þegar glæsilegur ung- ur maður er hrifinn burtu frá jarðlífi í blóma lífsins. Foreldrar, bróðir, ætt- ingjar og vinir standa eftir í mikilli sorg sem tíminn einn mun sýna mis- kunn með minningu um góðan og fal- legan dreng. Á slíkum stundum veltir maður fyrir sér tilgangi lífsins. Hver er hann? Að fæðast, lifa og deyja? Þessi fáu orð eru skýr. Fátt er eðlilegra í lífi okkar en að deyja. Samt sem áður er dauðinn oft svo ósanngjarn og flókinn. Þannig upplifum við fráfall Sturlu sem átti eftir að upplifa stærstu stundir í lífi hvers einstaklings. Það er ósanngjarnt þegar ungt fólk er skyndilega svipt möguleikanum til þess að lifa og það er ósanngjarnt að Sturla skyldi deyja með þeim hætti sem raun bar vitni. Í ótal heimsóknum á heimili Krist- ínar og Lillós fylgdumst við með upp- vexti bræðranna Trausta og Sturlu og kynntumst við Sturlu löngu áður en hann kynntist okkur eða fljótlega eftir að hann fæddist, árið 1983. Strax var ljóst að hér var ákveðinn og skapmikill einstaklingur á ferð, gæddur miklum perónulegum hæfi- leikum, líkamlegu atgervi og góðri kímnigáfu. Að upplagi hafði Sturla allt til að takast á við lífið og njóta þess sem framundan var. En slysin gera ekki boð á undan sér. Eftir hörmulegt flugslys í Skerja- firði í Reykjavík í ágúst sl. háði Sturla hetjulega baráttu. Foreldrar hans og bróðir voru vakin og sofin við hlið hans til að veita honum stuðning. Það var meira en búast mátti við er Sturla komst til fullrar meðvitundar eftir slysið. Almættinu var þakkað það kraftaverk. Sturla og nánustu aðstandendur hans gátu horft vongóðum augum á lífið framundan þrátt fyrir að Sturla myndi þurfa að búa við einhverja lík- amlega fötlun. Það snerti tilfinningar þeirra sem heimsóttu Sturlu á spít- alann að horfa á hann brosa þannig til lífsins og framtíðarinnar. Það kom því óvænt þegar skyndi- leg veikindi, sem voru afleiðingar slyssins, voru lögð á Sturlu nú í des- ember sl. Þegar miklar vonir voru bundnar við að hann myndi einnig sigrast á þeim veikindum virðist al- mættið hafa gripið í taumana til að lina þjánigar hans og veitti honum friðsemd og lausn. Foreldrar Sturlu og bróðir geta ekki skilið þennan raunveruleika með öðrum hætti en þeim að það hafi verið vilji þess sem öllu ræður að Sturla hafi verið endurheimtur úr hinu hörmulega slysi til að fá að njóta ástúðar og umföðmunar fjölskyldu sinnar áður en haldið yrði á veg til hins óendanlega lífs. Elsku Trausti, Kristín og Lilló. Guð veiti ykkur styrk til þess að vinna úr sorginni og gæfu til þess að líta fram á veginn á ný. Ykkar vinir, Aðalheiður Jóhannsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Við minnumst Sturlu Þórs sem hóf skólagöngu sína í Vesturbæjarskóla 1989 og útskrifaðist úr 7. bekk vorið 1996. Við geymum ljúfar minningar um góðan dreng. Hugur okkar dvel- ur hjá fjölskyldu Sturlu Þórs og einn- ig hjá jafnöldrum og vinum sem misst hafa góðan félaga. Starfsfólk Vesturbæjarskóla. Hetjan unga er fallin. Ég þekkti Sturlu ekki fyrir slysið, en ég kynnt- ist baráttu hans og foreldra hans í heimsóknum mínum á sjúkrahúsið til Jóns Barkar frænda míns sem líka lenti í þessu flugslysi 7. ágúst sl., „óhappadaginn mikla“. Saman voru þeir Jón Börkur og Sturla í skóla. Saman ætluðu þeir að kaupa sér bíl. Saman fóru þeir á þjóðhátíð til Vestmannaeyja. Og saman fóru þeir til baka í lítilli flugvél til Reykjavíkur. Þegar flugvélin var í þann mund að lenda þurfti hún að snúa frá. Stuttu síðar fórst hún og saman dóu þessir fóstbræður. Báðir voru þeir lífgaðir við. Saman lágu þeir milli heims og helju á gjörgæsludeild margar vikur. Eftir gjörgæslu lágu þeir á sjúkra- stofum, hlið við hlið. Eitt kvöldið hafði ég setið fram á nótt hjá frænda, en ákvað að líta inn á stofuna til Sturlu þegar ég fór. Þá sagði hann: „Mamma, ég þekki ekki þennan mann.“ Ég dreif mig út aftur, út í kalda nóvembernóttina. Nú skiljast leiðir fóstbræðranna. Fimm mánaða stríði er lokið. Margar orustur unnust. En síðasta sóknin var of þung. Örmagna líkaminn lét undan. Sumir menn eru hetjur. Sturla var ein þeirra. Ég sendi foreldrum og öll- um aðstandendum hans mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Óli Hilmar Jónsson. Á hverju hausti byrjar nýtt starfs- ár í unglingastarfi félagsmiðstöðv- anna. Fjöldi unglinga sækir þær á meðan grunnskólaárin líða eitt af öðru. Sumir koma strax í 8. bekk en aðrir bíða þar til þeir eldast og treysta sér til að koma. Hann Stulli var einn af þeim unglingum sem vöndu komur sínar snemma í félags- miðstöðina í Frostaskjóli og lét mikið á sér bera frá upphafi. Það var aldrei logn í kringum strákinn og hann smitaði út frá sér með sérstökum stíl og skemmtilegri framkomu. Fljótlega kom í ljós að hér var á ferðinni sannkallaður for- ingi sem hafði skoðanir á öllum sköp- uðum hlutum. Oft lét hann gamminn geisa og talaði þá gjarnan hratt og með sannfæringu. Hinir unglingarnir báru virðingu fyrir honum og hann var sérlega vel liðinn innan hópsins. Árið 1998 var hann kosinn í ung- lingaráð sem tekur þátt í skipulagi starfsins í félagsmiðstöðinni. Kosn- ingarnar höfðu langan aðdraganda og litrík kosningabarátta Stulla skil- aði honum í formannssætið. Hann var sjálfsöruggur sem lýsti sér til dæmis í klæðaburði og tónlist- arsmekk sem stakk svolítið í stúf við hina. Stulli átti það til að koma á opið hús í fínum jakka og sparibuxum með stóra, gyllta keðju um hálsinn. Þegar hann spilaði billjard við strákana var hann ekki ólíkur amerískum gang- ster úr gamalli bíómynd. Tónlistarsmekkurinn var oft í stíl við klæðaburðinn. Þegar vinirnir voru með dynjandi rapptónlist í græjunum tók Stulli sig til, stillti á Gullið og gömlu slagararnir tóku við. Stulli var alltaf tilbúinn að tala við okkur starfsmennina hér í Frosta- skjóli. Ekki var feimninni fyrir að fara heldur var hann einstaklega op- inn og rökfastur. Það er gaman að vinna með svoleiðis unglingum, þeir hafa skoðanir á hlutunum og láta ekki allt yfir sig ganga án rökræðu. Í fyrravor kom Stulli í heimsókn í gömlu félagsmiðstöðina sína. Mikið vatn hafði runnið til sjávar frá því hann kvaddi okkur í sumarbyrjun 1999. Í millitíðinni hafði kappinn farið í menntaskóla en tekið sér hlé frá námi. Þess í stað fór hann að vinna í jarðvinnuflokki og heyrðum við greinilega á honum að hann ætlaði ekki að leggja þá iðju fyrir sig. Stulli var vel meðvitaður um að aukin menntun væri það sem dygði í fram- tíðinni. Í annað sinn á stuttu tímabili kveðjum við ungling sem hefur verið áberandi í félagsstarfinu hér í Frostaskjóli. Það er þyngra en tárum taki. Stulli var sérstakur drengur sem átti greiða leið að hjarta okkar. Fjöl- skyldu Stulla og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Minningin lifir um góðan dreng. Starfsfólk félagsmiðstöðv- arinnar í Frostaskjóli. Elsku Stulli. Orð fá varla lýst tilfinningum mín- um sem hafa blossað upp síðastliðna mánuði. Öll óvissan, sorgin og van- mátturinn. Ég óska þess svo heitt að ég hefði getað gert eitthvað svo mik- ið, farið aftur í tímann, bara getað gert eitthvað fyrir þig. En það var eitthvað æðra sem vildi þig og hér sit ég með sorg í hjarta og mér er alger- lega óskiljanlegt af hverju þetta þurfti að gerast. Allar minningarnar um þig hrann- ast upp og ég brosi í gegnum tárin jafnvel þegar söknuðurinn er nánast óbærilegur. Því minningin um þig er yndisleg: Borgaralega fermingin okkar, öll leyndarmálin og sögurnar sem við sögðum hvort öðru, fíflalætin í okkur og allt sem við gerðum. Það er yndislegt að hafa verið vinkona þín, sáluhjálpari þegar þess þurfti og að hafa átt þig að. Þú ert sönn hetja, Stulli minn, og fjölskyldan þín líka. Þið hafið staðið saman í gegnum svo margt og þegar ég heimsótti þig á spítalann var svo mikil ást og kærleikur sem streymdi frá fjölskyldu þinni. Mér þykir svo vænt um þig, elsku Stulli minn, og þótt það sé dimmt núna er yndislegt að vita af því að þú verður alltaf hjá mér í hug og hjarta, sama hvað. Elsku Kristín, Friðrik Þór og Trausti, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sturla, þú verður alltaf skærasta stjarnan þegar ég lít upp til himins. Þín vinkona að eilífu, Erla Stefánsdóttir. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast umsjónarnemanda okkar í Hagaskóla, Sturlu Þórs. Sú mynd sem fyrst kemur upp í hugann er lífsglaður drengur sem kom brunandi á brettinu sínu í skól- ann til að verða ekki of seinn. Brún augun geisluðu ævinlega af fjöri og kátínu en bjuggu jafnframt yfir mik- illi hlýju. Kringum Sturlu var alltaf líf og fjör. Hann átti marga góða vini sem reyndust honum ómetanlegir þessa mánuði sem hann glímdi við veikindi sín. Margir nemendur líta inn í gamla skólann sinn eftir að þeir eru farnir frá okkur og leyfa okkur að fylgjast með því hvað þeir eru að fást við í líf- inu. Stulli var einn af þeim. Þessar heimsóknir eru okkur alltaf jafnkær- ar. Það er erfitt að sjá tilgang í því að ungur maður sem á allt lífið fram- undan skuli vera hrifinn á brott svo fljótt. Minningin um lífsglaðan og góðan dreng lifir þó áfram í huga okkar. Fyrir hönd starfsfólks Hagaskóla vottum við foreldrum, bróður, öðrum aðstandendum og vinum samúð okk- ar. Þórunn E. Baldvinsdóttir, Margrét Matthíasdóttir. Ég sá Sturlu Þór í fyrsta skipti sumarið ’83, þá aðeins nokkurra mánaða gamlan. Sturla var yndislega fallegt barn, dökkur yfirlitum með mikið dökkt hár. Þetta sumar bjugguð þið í Breið- holtinu. Trausti Þór ljósleitur, útitek- inn og stoltur stóri bróðir með bláa derhúfu skoppandi í kringum okkur. Hamingjan geislaði af ykkur öllum. Fleiri minningar koma upp í hugann. Nokkrar ferðir fórum við með ykk- ur og drengjunum. Mér er minnis- stæð ferð í Kaldbaksvík. Þar var haldið í langan göngutúr inn í dal og alla leið upp í hver. Langur og erfiður göngutúr fyrir litla fætur en ég man svo vel eftirvæntinguna sem skein úr augum þessara litlu drengja og kraft- inn sem bar þá áfram. Sturla hefur varla verið meira en 6 ára. Eins er mér minnisstæð ferð til ykkar í Brekkuskóg. Við Garðar komum til ykkar með nokkrar falleg- ar bleikjur, þið voruð með dýrindis kjöt. Þetta endaði með meiriháttar veislu. Sólin skein. Trausti og Sturla léku sér á veröndinni í stuttbuxum. Sturla Þór er dáinn. Eftir öll kraftaverkin. Ég og Garðar erum harmi slegin. Við eigum bágt með að trúa þessu. Eins og við höfðum inni- lega trúað og vonað að allt færi vel að lokum. Elsku Lilló, Kristín og Trausti, ég og Garðar vottum ykkur okkar inni- legustu samúð og vonum að þið finnið styrk til að geta tekist á við svo mikla sorg og mikinn söknuð. Kær kveðja, Lena. Það eru til svo margskonar hetjur. Og það eru til svo margvíslegar hetjudáðir. Sumar hetjur eru skráð- ar á spjöld sögunnar, aðrar ekki, og það fer fremur eftir eðli dáðanna en stærð þeirra hverjar það eru. Mig langar hér að minnast á nokkrar hetjur sem ekki voru með þegar kosið var um mann ársins eða aldarinnar nú um áramót, hetjur sem unnu dáðir sínar í kyrrþey. Fyrst langar mig að minnast á þá sem sýndu svo snögg viðbrögð og fumlausa framkvæmd við björgun og flutning þeirra sem voru í flugvélinni sem fórst í Skerjafirði í ágúst sl. Síðan tóku við aðrar hetjur, læknar og hjúkrunarfólk, sem unnu stórkostleg afrek við að freista þess að bjarga lífi Sturlu Þórs. Þá eru það skólasystkini og vinir Sturlu Þórs, þau þreyttust ekki á að heimsækja hann, leyfa honum að finna að þeim þætti vænt um hann, stappa í hann stálinu. Það sama á við um aðstand- endur hans. Í fimm mánuði hafa foreldrar Sturlu Þórs og bróðir ekki vikið frá sjúkrabeði hans. Nótt sem dag hafa þau setið við rúmið hans, veitt honum styrk, ást og umhyggju. Æðruleysi þeirra og styrkur vekja aðdáun og virðingu. Vandamálin blikna í sam- anburði við það sem þau hafa gengið í gegnum. Þau eru hetjur og hafa unn- ið hetjudáðir. Mesta hetjan er samt Sturla Þór sjálfur. Líkami hans og sál börðust fyrir lífinu af ótrúlegri hreysti og þrautseigju. Á tímabili leit út fyrir sigur. Falleg mynd af glaðlegum dreng, sem virðist tilbúinn að takast á við lífið, er til vitnis. Megi Guð og allar góðar vættir geyma þig elsku frændi minn og styrkja pabba þinn, mömmu, bróður og aðra aðstandendur og hjálpa þeim að takast á við sorgina, dauðann og lífið. Sesselja Hauksdóttir. Elsku Sturla. Mig langar í fáum orðum að kveðja þig og minnast nærveru þinnar og vináttu. Ég kynntist þér í áttunda bekk í Hagaskóla. Við krakkarnir komum úr nokkrum skólum og þekktumst lítið sem ekkert innbyrðis. Umfram alla aðra gerðir þú vinahóp úr þess- um einstaklingum. Sá hópur var nán- ast óbreyttur þar til hið stóra skarð var höggvið í hann. Þú kynntir einnig nýja krakka fyr- ir hópnum og gerðir hann þannig enn skemmtilegri. Til dæmis kynntirðu vini okkar Loga og Þóri fyrir okkur og það er þér að mestu leyti að þakka að náin kynni tókust með okkur Loga. Þú varst mjög vinsæll strákur. Yndislegur persónuleiki þinn, kímni- gáfa og einlægni gerðu það að verk- um að öllum þeim sem kynntust þér líkaði vel við þig. Óvini áttirðu enga. Þú komst alltaf með fjörið alls staðar, með skemmtilegum uppátækjum þínum sem engum öðrum en Stulla gat dottið í hug. Það var alltaf gaman að vera með þér. Þú varst alltaf í góðu skapi og gerðir allar stundir ánægjulegar. Oft bauðstu okkur inn á heimili þitt og vildir að öllum liði vel í þínum húsum. Í þá fimm mánuði sem þú dvaldir á Borgarspítalanum var von mín að lífsgleði þín og þrautseigja yrðu til þess að dvöl þín þar mundi enda á annan veg og við vinir þínir yrðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá þig sem þátttakanda í hópinn á ný. Það er ótrúlega sorglegt að hugsa til þess að svo mikilvægur og sterkur hlekkur í vinakeðjunni sem þú varst sé brostinn, en fjölmargar minningar okkar um þig munu ylja okkur að ei- lífu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig kæri vinur hinni hinstu kveðju og bið góðan Guð að styrkja foreldra þína, bróður og aðra ættinga í djúpri sorg þeirra. Guð geymi þig. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Erla Gunnlaugsdóttir. STURLA ÞÓR FRIÐRIKSSON                  !""   !""  $%   &  !"" ' (! )*  ++,-                            !""  !"#  $%% !"#&' !"#  $%% $ !"#  ! (  )  $%%  $ $%% *  !  $ + , - $ ( '  % )#$ .  * #& ' "#&' !' " " "& /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.