Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 46

Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 46
MINNINGAR 46 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Allt sem maður tek- ur sér fyrir hendur á maður að gera vel, það er dyggð. Svo mörg voru þau orð, en dæmin sem sanna það eru mý- mörg. Það borgar sig að vinna af al- úð og að vera heiðarlegur í viðskipt- um. Það eitt skapar raunverulegan auð. Við ungt fólk sem tökum að okk- ur hin ýmsu verkefni og störf í dag gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir þessari staðreynd. Við gerum okkur ekki grein fyrir því á hverju samfélagið okkar byggðist upp og hver undirstaða velmegun- innar er. En svarið er alltaf eins, undirstaðan er vinna heiðarlegra manna. Þegar Sveinn Björnsson bóndi var ungur vissi hann áreiðanlega ekki hvers lags tímamót hann ætti eftir að lifa, hann gat örugglega ekki ímynd- SVEINN BJÖRNSSON ✝ Sveinn Björns-son fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi 30. júní 1915. Hann lést 16. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi 6. janú- ar. að sér þær samfélags- og hugarfarsumbætur sem áttu eftir að eiga sér stað í landinu. En samt var hann einn af þeim mönnum sem kom þessum breyting- um á. Hann vann heið- arlega alla sína ævi og sá fyrir sér og sínum, og hann setti sig ekki upp á móti því að börn- in hans menntuðu sig og tæku þátt í hinni öru þróun samfélagsins. Hann var þakkláti bóndinn sem svo ófá skáld hafa gert að ævistarfi sínu að túlka. Vissulega er það merkilegt starf, að fá að eiga svo stóra hlut- deild í hringrás náttúrunnar sjálfrar. Að fá að sjá sannan afrakstur vinnu sinnar, að vera í aðstöðu þar sem hver er sjálfum sér bestur, eða verst- ur. Við þannig aðstæður dugar oft ekkert annað en harka og óbilgirni. En ég sjálfur fékk að kynnast Sveini Björnssyni sem skapmiklum, en þó barngóðum sögumanni. Í Sveini vó til jafns mikil lífsreynsla og fyrirmyndar hugmyndaflug, sem bjó til þær mest spennandi sögur ég hef heyrt nokkurn mann segja af sjálf- um sér. Hann hafði gaman af að segja okkur barnabörnunum sögur, af því að hann vissi að við ólumst ekki upp í sama umhverfi og hann sjálfur. En þó að umhverfið sé breytt, þá gilda alltaf sömu lögmál í öllu mannlegu samfélagi; heiðarleg vinna er dyggð. Þessu er auðvelt að gleyma í hröðu og athygliskrefjandi amstri nútímans, en saga af Sveini Björnssyni sögð af Sveini Björnssyni var góð leið til að ná áttum. Sögur sagðar af Sveini verða því miður ekki fleiri, en sögurnar af hon- um munu lifa áfram í öllum þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast honum. Sveinn Björnsson leysti öll verk vel úr hendi á langri ævi og kom heiðarlega fram við alla samferða- menn sína. Það er dyggð sem gerir hann að mikilmenni í mínum augum, einu því mesta sem sáð hefur í jörð þessa hrjóstruga en jafnframt ást- sæla lands. Vænt er að kunna vel að búa, vel að fara með herrans gjöf, hans verkum sér í hag að snúa, honum þakka fyrir utan töf, en sér og öðrum gera gott, gleðjast og forsmá heimsins spott. (Eggert Ólafsson.) Ég veit að Guð er þakklátur fyrir það hversu vel þú fórst með allt sem hann gaf þér, og hann veit einn að heiðarleiki þinn lifir í afkomendum þínum og öllum öðrum mönnum sem fengu að kynnast þér. Og fyrir það er ég einnig þakk- látur, afi minn. Vertu blessaður. Bergur Ebbi. Ég ætla að segja nokkur orð um konu sem ég hef þekkt allt mitt líf. Ég hef alltaf litið á Júlíönu sem mömmu mína. Þú studdir mig og styrktir þegar ég átti erfitt. Þú varst alltaf svo hress og kát allan þann tíma sem ég þekkti þig sama hvað gekk á. Ég samhryggist innilega öllum ástvinum hennar Júlíönu. Guð blessi minningu þína því hún verður alltaf í mínu hjarta. Þorbjörn Unnar Oddsson (Bjössi). JÚLÍANA VIGGÓS- DÓTTIR ✝ Júlíana Viggósdóttir fæddist íReykjavík 2. ágúst 1929. Hún lést 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 28. desember.                       !"#"$%&'                                 !"         #$  "                                    !" $%   &% #                               ! ""#                                            ! ! " ! #$$%& '!( ! #$)( & *)( + ,$$%& *-" ! #$$%& % /*!%#$)( & ( * ! #$)( & 0*  , %1, !$$%& *  ! #$$%& ( " 2* * )( & 3 ! #$$%& 4 !)$ "%)$)( & * 526 !- %$)( ! *" *"$*%),%)                               !" #" "$"% $ #&&%                                      !       "  #  ! % & !  ! "                 !                 !   ""# $%&'(  !# &"'(  )&'*" $%& +" &"''*" ,"%&-# &"''*".                                       !! ""! # $%  &&"& ''  (&&"& '')                                             "     "##$                   !"#! $%!  & !"#  '"" (  !"# )                       !!"# $$                                             ! "   # %#&#'  () #  & )  *+   #, !(  () #  # #   (+  "*+  &  +  -"! .)# +  %#/ 0 & #1) () # 2# 23# +& 2# 2# 23# 4 MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.