Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 48
FRÉTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands Sálarrannsóknar- félagið Sáló 1918— 2000, Garðastræti 8, Reykjavík Breski transmiðillinn Tom Dodds starfar hjá félaginu frá 15. janúar til 1. febrúar. Tom býður uppá einkatíma í trans og lestri. Allar upplýsingar og bókanir í síma 551 8130. Netfang: srfi@simnet.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF  GLITNIR 6001011019 I H.v.  Njörður 6001011019 II I.O.O.F. 7  18111071/2  Á.S. I.O.O.F. 9  1811108½  Rk.  Hamar 6001011019 III  HELGAFELL 6001011019 IV/V Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Salóme Huld Garðarsdóttir og Skúli Svavarsson tala. Helga Magnúsdóttir syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Netfang http://sik.is VLADIMIR Kramnik sýndi mikið öryggi í síðustu tveimur skákunum í RWS gasskákeinvíg- inu gegn Peter Leko og hélt auð- veldlega jafntefli. Leko beitti Benoni-vörn í elleftu skákinni í von um að fá upp tvísýna og flókna stöðu. Kramnik hélt hins vegar vel á spilunum, náði fram upp- skiptum og jafntefli var samið eft- ir 30 leiki. Þar með hafði Kramnik tryggt sér sigur í einvíginu. Eigi að síður var tólfta skákin tefld, en Kramnik hélt auðveldlega jöfnu. Einvíginu lauk því með sigri Kramniks sem hlaut sjö vinninga gegn fimm vinningum Lekos. Sigur Kramniks var sannfær- andi þótt Leko kæmi flestum á óvart með því að ná að jafna stöð- una um miðbik einvígisins. Næsti stórviðburðurinn á skáksviðinu verður Wijk aan Zee- skákmótið, þar sem Kramnik verður meðal keppenda. Auk hans tefla þar m.a. Kasparov, Anand, Morozevich, Michael Adams, Shirov og Leko. Mótið hefst á föstudaginn, 12. janúar. Mót á næstunni 11.1. SA. 10 mínútna mót 14.1. SA. Uppskeruhátíð 18.1. SA. Akureyrardeildin 20.1. TR. SÞR, unglingaflokkur 21.1. SA. 15 mínútna mót 25.1. SA. Janúarhraðskákmót 27.1. SA. Sveitak. Grunnskóla 28.1. SA. Skákþ. Akureyrar SKÁK U m s j ó n D a ð i Ö r n J ó n s s o n Kramnik sigraði Leko 7–5 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Suðurnesja Þrátt fyrir lakari aðsókn að spila- kvöldum félagsins hefir reksturinn gengið vel á undanförnum árum. Reksturinn í fyrra var engin undan- tekning en um 200 þúsund króna hagnaður varð þá á rekstri félagsins. Þetta kom fram á aðalfundinum, sem haldinn var 2. janúar sl. Þar kom einnig fram að félagið hefir nú borgað sinn hluta í félags- heimilinu en félagið á 25% hlut í hús- inu sem stendur á Mánagrund við gamla Sandgerðisveginn. Kristján Örn Kristjánsson var endurkjörinn formaður, Kjartan Ólason verður áfram gjaldkeri og Guðjón Svavar Jensen ritari. Síðastliðinn mánudag hófst aðal- sveitakeppni vetrarins og taka sex sveitir þátt í henni. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára hóf starf á nýju ári með tvímenningi mánudaginn 8. janúar. Tuttugu og sex pör mættu til leiks. Miðlungur var 312. Efst voru: NS Halla Ólafsdóttir – Sigurður Pálsson 409 Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðb. 344 Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 340 AV Guðmundur Pálsson – Kristinn Guðm. 405 Karl Gunnarsson – Ernst Backman 350 Auðunn Bergsv. – Valdimar Láruss. 337 Eldri borgarar spila brids í Gull- smára alla mánudaga og fimmtu- daga. Mæting kl. 12.45. Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 27. nóvember, 4. og 7. desember var spiluð 3ja kvölda hrað- sveitakeppni, þar sem raðað var í sveitir eftir úrslitum í Siglufjarðar- mótinu í tvímenningi, þannig að par nr. 1 og par nr. 20 mynduðu sveit og par nr. 2 og par nr. 19 og áfram, eða 10 sveitir. Úrslit urðu þessi: Sv. Karólínu Sigurjónsdóttur 1125 spilarar Karólína – Sigrún, Anton – Bogi Sv. Elsu Björnsdóttur 1047 spilarar Elsa – Helga, Hreinn – Friðfinnur Sv. Vilhelms Friðrikssonar 1009 spilarar Vilhelm – Þórhallur, Stefán – Þorsteinn Árleg bæjarkeppni fór síðan fram 18. desember, þar sem spilarar norð- ur- og suðurbæjar berjast. Nú í annað sinn lagði foringi norðurbæjar, Bene- dikt Sigurjónsson, til atlögu við suð- urbæinga undir forystu Björns Ólafs- sonar, en hefð er fyrir því að foringi sem þarf að viðurkenna ósigur segi tafarlaust af sér fyrirliðastöðunni. En nú varð sem sagt breyting á þar sem norðurbæingar töldu ótvíræða hæfi- leika í sínum foringja og lögðu því til annarrar atlögu undir hans forystu, þrátt fyrir tapið í fyrra. En allt kom fyrir ekki, suðurbærinn vann nú eins og áður nú með 299 stigum gegn 251 en fimm sveitir spiluðu fyrir hvorn bæjarhluta. Milli jóla og nýárs fór fram Siglufjarðarmót í einmenningi í samvinnu við Allan sportbar, sem gaf verðlaun til keppninnar. 32 spilarar mættu til leiks og urðu úrslit þau að Siglufjarðarmeistari félagsins í ein- menningi árið 2000 varð Bogi Sigur- björnsson sem hlaut 101 stig. Næstu pör: Hreinn Magnússon 95 Ólafur Jónsson 89 Jón Tryggvi Jökulsson 87 Jóhann Jónsson 83 Helgina 20.–21. janúar verður hald- ið svæðamót Norðurlands vestra í sveitakeppni á Siglufirði. Mótið er jafnframt úrtökumót til undankeppni á Íslandsmóti í sveitakeppni þar sem þrjár efstu sveitirnar vinna sér rétt til þátttöku. Vænst er góðrar þátttöku, en tilkynna þarf þátttökusveitir til Ólafs Jónssonar í vs. 460-1900 og hs. 467-1901 fyrir hádegi miðvikudaginn 17. janúar næstkomandi. Á NÝLIÐNU ári gekkst Olís fyrir sýningu á 12 verkum ungra mynd- listarmanna sem komið var fyrir á bensíndælum þjónustustöðva Olís á Reykjavíkursvæðinu og vakti fram- takið mikla athygli, segir í frétta- tilkynningu. Verkin hanga einnig uppi í Sundasal, sýningarsal í nýj- um höfuðstöðvum Olís við Sunda- garða. Verkefnið var liður í þátt- töku og stuðningi Olís við menningarborgina en Olís var einn af máttarstólpum Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Með þessu framtaki vildi Olís vekja athygli á því að menning er órjúfanlegur hluti af atvinnulífinu og myndlistin á alls staðar heima. Dómnefnd valdi síðan verk til sérstakra verðlauna og varð verkið Sjálfsafgreiðsla eftir Þóru Þór- isdóttur fyrir valinu. Þóra Þór- isdóttir útskrifaðist úr skúlptúr- deild MHÍ 1994 og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum á síðustu árum. Hún rek- ur nú galleri@hlemmur.is í sam- vinnu við Valgerði Guðlaugsdóttur. Verkið á sýningunni er tilbrigði við söguna um Evu í paradís en Þóra tengir gjarnan viðfangsefni sín biblíustefjum. Þau tólf verk sem ungu lista- mennirnir unnu sérstaklega fyrir þessa sýningu á Olísstöðvunum prýða nú nýtt borðalmanak sem Ol- íuverzlun Íslands hf. hefur nýlega gefið út og er fáanlegt ókeypis á öllum þjónustustöðvum og útibúum Olís. Á borðalmanakinu er einnig að finna grein sem Aðalsteinn Ing- ólfsson listgagnrýnandi skrifaði um sýninguna og frumsamdar hugleið- ingar tengdar hverjum mánuði eft- ir Hafþór Ægisson. Verkin tólf sem ungu listamenn- irnir unnu sérstaklega til að sýna á Olísstöðvunum prýða nú borðalmanak sem Olíuverzlun Íslands hf. gaf út. Olís verðlaunar unga myndlistarmenn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Landssambandi stangarveiðifélaga: „Vegna fullyrðinga forvígismanna sjókvíaeldis á laxi af norskum upp- runa við Íslandsstrendur, um að svo gott sem enginn lax sleppi lengur úr sjókvíum hjá nágrannaþjóðum okk- ar, vill Landssamband stangarveiði- félaga koma eftirfarandi á framfæri: Greint er frá því á fréttavef Int- erSeafood.com að á jóladag hafi um 20.000 laxar eða um 40 tonn sloppið úr sjókvíaeldi hjá Nord-Senja-fisk- eldisfyrirtækinu í Noregi. Fram kemur að óveður og mikil ölduhæð hafi valdið því að laxinn slapp úr kví- unum. Landssamband stangaveiðifélaga er alfarið á móti sjókvíaeldi á norsk- um eldislaxi hér við land og varar við hættum sem því eru samfara. Slíkt eldi er mikill mengunarvaldur, sam- þjöppun fisks á litlu svæði skapar sjúkdómahættu og strokufiskur get- ur valdið mjög óæskilegri erfða- blöndun við villta íslenska laxastofna auk þess að keppa við þá um fæði og búsvæði. Lætur nærri að þeir laxar sem sluppu frá Nord-Senja á jóladag séu jafnmargir og þeir sem veiddust alls á stöng á Íslandi sumarið 2000. Þá veiddust um 23.000 fiskar að frátöld- um þeim fiskum sem Rangárnar gáfu.“ Hættur samfara sjókvíaeldi GUÐMUNDUR Páll Ólafsson held- ur myndasýningu á vegum Ferða- félags Íslands í FÍ-salnum, Mörkinni 6, miðvikudaginn 10. janúar kl. 20.30. Nýútkomin bók Guðmundar Páls, Hálendið, með fjölmörgum gullfal- legum ljósmyndum hefur vakið mikla athygli, segir í fréttatilkynn- ingu. Á myndasýningunni ætlar Guð- mundur Páll að kynna náttúru Ís- lands í máli og myndum en leggja sérstaka áherslu á hálendi landsins. Hann ætlar bæði að varpa upp myndum og fróðleik um vel þekkta staði og hina sem færri þekkja og náttúrufyrirbæri sem fæstir vita að eru til. Allir eru velkomnir á myndasýn- ingar Ferðafélags Íslands, aðgangs- eyrir er 500 krónur og innifaldar eru kaffiveitingar í hléi. Ein mynda Guðmundar úr bókinni Hálendi Íslands. Myndasýning í FÍ-salnum ♦♦♦ ÞORGERÐUR Einarsdóttir, Krist- björg Kristjánsdóttir og Hugrún Hjaltadóttir verða með rabb á veg- um Rannsóknastofu í kvennafræð- um fimmtudaginn 11. janúar í stofu 101 í Odda kl. 12.10. Yfirskriftin er: Femínismi við aldamót: úreltur boð- skapur eða brýn samfélagsgagn- rýni? Hvað eru bryddingar og píku- torfa, og hvað eiga þær sameigin- legt? Bæði orðin leiða hugann að konum, lífi kvenna, kvenlíkömum. Bryddingar skírskota til fornra kvendyggða og kvennamenningar en fela jafnframt í sér gagnrýni og ný- næmi. Píkutorfa er ögrandi munn- söfnuður um hóp kvenna sem æða áfram af krafti eins og síldartorfa. Í rabbi Rannsóknastofu í kvennafræð- um munu fulltrúar tveggja kynslóða femínista kynna nýútkomnar bækur sínar sem bera einmitt þessa merk- ingarbæru titla, segir í fréttatilkynn- ingu. Rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum ♦♦♦ HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöldið 10. janúar, milli Gömlu hafnarinnar og Sundahafn- ar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 og strönd- inni fylgt inn í Laugarnes og Sundahöfn. Val um að ganga til baka eða fara með SVR. Á leiðinni verður litið inn hjá Hafrannsókna- stofnun. Allir velkomnir. Gengið á milli hafna NETVERSLUN Á mbl.is Bakpoki aðeins 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.