Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG má til með að koma á framfæri undrun minni. Ég fór á dögunum á veitingastaðinn Ruby Tuesday hér í borg og fékk mér súpu dagsins. Kokknum hafði tekist vel til við mat- seldina, en mér varð hálf bumbult af hneykslan er ég fékk reikninginn út- listaðan upp á erlenda tungu. Að- spurður sagði íslenski þjónninn mér afar kurteislega og afsakandi að af því að þetta væri amerísk matsölu- keðja þá væri reikningurinn uppá amerískuna, tölvukerfið væri þann- ig! Ég skil ekki hvers vegna mér er boðið uppá slíka ósvífni á matsölu- stað á Íslandi og vil ég hvetja for- ráðamenn Ruby Tuesday til að sýna viðskiptavinum sínum þá kurteisi að innheimta súpuskuldina (og aðrar skuldir) á okkar ylhýra móðurmáli. Léttur leikur ætti að vera að láta lag- færa textann í búðarkassanum á tím- um tækni og þróunar. Þetta er svo sem ekki einasta dæmið um að virðing mín við móð- urmálið sé fótum troðin. Í hérlend- um verslunum má oftlega sjá ensk- una þvælast innan um upplýsingar á íslensku og þykir mér verslanir setja niður við slíka nauðgun á málinu. HELGA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Hófgerði 15, Kópavogi. Súpuskuldin innheimt í erlendum texta Frá Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur: FLEST YKKAR þekkja SÍBS bara sem happdrætti en það er bara meginfjáröflunin á bak við allt það starf sem SÍBS stendur fyrir. End- urhæfingarmiðstöðin að Reykja- lundi er rekin af SÍBS en þar njóta 1.300 sjúklingar endurhæfingar á hverju ári. Einnig rekur SÍBS Reykjalund-plastiðnað og Múlalund en það eru verndaðir vinnustaðir þar sem tugum öryrkja er veitt vinna. Svo er SÍBS einnig með Múlabæ en það er dagvist fyrir aldraða og Hlíðabæ sem er dagvist fyrir minnissjúka en Múlabæ og Hlíðabæ rekur SÍBS í samvinnu við RKÍ. Nú er í byggingu 2.300 fermetra fullkomið íþróttamannvirki sem í verður m.a. íþróttasalur, tækja- og þrekæfingasalur og tvær sundlaug- ar. Þar sem biðlastar eru langir til endurhæfingar kemur þessi endur- hæfingarmiðstöð til með að leysa mikinn vanda sem steðjar að í dag. Áætlaður kostnaður við þetta mann- virki er um 300 milljónir króna. Eins og þið sjáið er SÍBS með mikinn rekstur í gangi en mikið fjármagn þarf til þess að reka þetta fyrirtæki og byggja nýja endurhæf- ingarmiðstöð. Það er Happdrætti SÍBS sem fjármagnar þetta fyrir alla þá 1.300 sjúklinga sem stunda endurhæfingu á Reykjalundi árlega og alla þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem geta stundað vinnu hjá ein- hverjum af stofnunum SÍBS. Hjálpumst að við að byggja glæsi- lega endurhæfingarmiðstöð að Reykjalundi og kaupum áskriftar- miða í Happdrætti SÍBS. VALUR STEFÁNSSON, stjórnarmaður í Landssamtökum hjartasjúklinga. Áskriftarhappdrætti SÍBS Frá Vali Stefánssyni: EKKI fer það milli mála, að Haukur Morthens hafi um sína daga verið einn vinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar. Og lengi mun söngur hans hljóma enn. Fyrir því sjá hinar mörgu upptökur á söng hans. Ný- lega kom á markaðinn tvöföld geislaplata með söng þessa vinsæla söngvara, og ber heitið „Ó, borg, mín borg“. Haukur samdi ágætt lag við snilldarljóð Vilhjálms Guð- mundssonar frá Skáholti með þessu heiti. Eitt af ljóðunum, sem Haukur syngur á fyrrnefndri tvöfaldri geislaplötu, heitir „Með blik í auga, bros á vör“. Reyndar er ljóð þetta kynnt í Morgunblaðinu nýlega, og þar er það látið hljóða þannig: „Með blik í augum.“ En þannig er upphaf ljóðsins ekki rétt eftir haft. Ég held ég verði að biðja Morgunblaðið að birta þetta ljóð eins og það er. Heiti þess er „Góða nótt“. Höfundur ljóðs- ins er Þorsteinn Halldórsson. Lagið er eftir Oliver Guðmundsson. Með blik í auga, bros á vör þú birtist mér á gönguför. Af kæti þá minn hugur hló í hljóðri aftanró. Og báran lék við sævarsand og sólin kvaddi vog og land. Í brjóstum hjörtun bærðust ótt, og bráðum komin nótt. Og mildur var hinn blíði blær og bjarma sendi máninn skær. Hann sínu töfrabrosi brá á byggð og dali þá. Svo tókumst við í hendur hljótt og hægt við sögðum góða nótt, en síðan æ í muna mér þín minning fögur er. Þetta verður ekki lengra. En í guðanna bænum: Farið rétt með ljóð, sé vitnað til þeirra í rituðu máli! AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Með blik í auga, bros á vör Frá Auðuni Braga Sveinssyni:              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.