Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 53 Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. ALVÖRU ÚTSALA Ótrúlega lágt verð 70-80% afsláttur Dæmi um verð Áður Nú Bolur 2.600 600 Vatterað vesti 3.400 900 Bómullarpeysa 5.800 900 Dömuskyrta 4.500 900 Turtleneck-bolur 3.500 800 Slinky-sett 5.900 1.200 Sítt pils 3.200 900 Dömugallabuxur 4.600 1.300 Herraflíspleysa 4.300 1.200 Herraskyrta 4.300 900 Einnig fatnaður í stærðum 44-52 www.linoglereft.is ÚTSALA 30–50% afsláttur Sængurlín – rúmteppi – gardínur handklæði – náttföt – sloppar Vandaðar vörur 20% afsláttur af öðru en útsöluvörum NÚ ÆTTU flestir að vera sáttir við það að ný öld sé hafin og vonandi deilum um það lokið. Sú öld sem er nýliðin hefur verið allsveiflukennd og tækniþróunin á síðustu 30 árum aldarinnar, sú sveifla sem valdið hef- ur mestum straumhvörfum og verið svo hröð og byltingarkennd, að fjár- magns- og verðþensla sem henni fylgir hefur haft skaðleg áhrif á þjóð- félagið. Óhagkvæmis áhrifin eru þó ekki tækninni sjálfri að kenna, held- ur handverk stjórnsýslufulltrúa. Ýmsar ákvarðanir í stjórnsýslu þjóðfélagsins og atvinnulífsins hafa valdið þjóðinni ómældum skaða. Flestir hafa heyrt talað um síldaræv- intýrið. Þar var gullæðishugarfarið alls ráðandi og stjórnvöld horfðu að- gerðarlaus á eyðingu síldarstofnsins. Karakúl-ævintýrið átti að færa bændum verðmiklar lambsgærur. Þessu fylgdi sjúkdómur í fé, er olli skaða sem aldrei verður bættur. Ísland var laust við minkinn, mik- inn skaðræðis grip. Með því að flytja inn mink sáu gæðingarnir skyndi- gróða og tækifæri til að mjólka ríkið út á tilraunastarfsemina. Þetta æv- intýri er búið að valda þjóðinni miklu fjárhagslegu tjóni og minkurinn mun eiga eftir að valda ómældum skaða, um ókomin ár. Nýtt kúakyn er eitt nýjasta æv- intýrið. Nú á að fá stærri kýr og meiri mjólk. Þó vantar okkur ekki meira nautakjöt eða meiri mjólk og fáum ekki betri mjólk. Hér er því enn farið á stað í eitt gæðinga æv- intýrið sem mun eiga eftir að kosta þjóðfélagið stórfé. Norski laxastofninn á eftir að færa okkur mörg vandamál og sennilega marga nýja sjúkdóma. Við eigum villtan laxastofn sem hentar okkur vel og er mun betri matfiskur en sá norski og alinn upp í íslenskri nátt- úru. Síðustu árin hefur verið lögð mikil áhersla á menntun. Ekki ætla ég að draga í efa að menntun sé nútíma þjóðfélögum nauðsynleg. Þess þarf þó að gæta að menntun er tvíeggjuð. Mér hefur t.d. stundum fundist sannleikurinn nokkuð valtur á fótun- um hjá alþingismönnum, þótt þeir hafi góða menntun. Ég sé heldur ekki að við höfum fengið mannlegra þjóðfélag, heldur ekki betri stjórnun fyrirtækja, ekki minna ofbeldi, ekki færri svik í viðskiptum og auðsjáan- lega stórminnkaða skynsemi undir stýri bifreiða. Það er því ljóst að menntun gerir okkur ekki hæfari til að taka skynsamlegar ákvarðanir vegna truflandi áhrifa frá freistandi tækifærum, en samt færari til að leysa af hendi ýmis tæknileg verk- efni. En menntun getur verið lykill að velferðarþjóðfélagi fyrir alla ef menn nýta þekkinguna af skynsemi og heiðarleik. Síðastliðin 20 ár hafa fyrirtæki verið að hagræða, sem kallað er, og átti hagræðingin að skila fyrirtækj- um betri rekstrarafkomu. En niður- staðan varð sú að hagræðingin hefur ekki skilað betri afkomu fyrirtækja út í þjóðfélagið, heldur í vasa ákveð- inna manna, til að kaupa upp sam- keppnisaðila og í bruðl. Heilbrigðisráðuneytið hefur verið að hagræða um milljarða kr. á hverju ári, í mörg ár. Árangurinn er síversnandi afkoma sjúkrastofnana, minni þjónusta á vissum sviðum og kostnaðarhluti sjúkra aukinn veru- lega. Sem sagt, aðgerðirnar undir röngum formerkjum. Það hefur yfirleitt verið reglan þegar við kjósum menn í stjórnsýslu eða til félagsstarfa, þá höfum við lát- ið þessa fulltrúa sjá um allt fyrir okk- ur. Þetta fyrirkomulag býður upp á það að óheiðarlegir fulltrúar geti stofnað valdaklíku, sem í flestum til- vikum tekst með klókindum að hrifsa til sín öll völd. Vegna þessa þarf almenningur að fylgjast vel með því sem þessir fulltrúar eru að gera, gangnrýna það sem menn telja mið- ur fara í þeirra störfum og gera það á opinberum vettvangi. Sumir segja, það er ekki hlustað á okkur. Að vissu leyti getur það verið rétt, en gagn- rýni á opinberum vettvangi veldur vissu andlegu áreiti og hefur því ákveðin áhrif, sem kannski sjást ekki í daglegri stjórnun, en leiðir þó til annarrar niðurstöðu í ákvörðunum en ella. Þó þarf gagnrýni að vera málefnaleg, svo hún virki jákvætt. Þegar við kjósum menn til starfa á Alþingi ætlast sennilega flestir til þess, að störf þeirra byggist á heið- arleik og orð þeirra á sannleika. Ný- legir dómar í kvótamáli og tekju- tengingu lífeyris við laun maka, einnig úrskurður samkeppnisráðs um bankasamruna, virkar á mann eins og heiðarleikinn hafi stundum sofið yfir sig, þegar þingmenn taka ákvarðanir. Kannski höfum við tapað heiðarleikanum í sérhagsmuna-æð- inu, eins og jólunum í kaupæðið og sjónvarpsglápið. Svo óska ég öllum landsmönnum góðs gengis á nýju ári. GUÐVARÐUR JÓNSSON Hamrabergi 5, Reykjavík. Getur verið að heiðarleikinn sofi stundum yfir sig? Frá Guðvarði Jónssyni: FYRST um miðlunarlón, eða stöðu- vatn á Eyjabökkum, vegna orkuöfl- unar fyrir stóriðju. Andstaðan gegn því fyrirtæki er að miklu leyti múgæsing sem tiltölulega fáir menn efna til og sumir þeirra að mestu leyti til að upphefja eigin per- sónu; að því er sumir telja, en sjálfur trúi ég því að flestir tali af heilum hug og einhverju viti. Ef þetta mál er hugsað af skynsemi og hlutleysi, þá er margt bæði með og á móti. Til dæmis eru stöðuvötn á Íslandi eftirsótt nátt- úrufyrirbrigði. Má þar til nefna Þing- vallavatn, Skorradalsvatn, Mývatn og mörg fleiri vötn. Fólk sækist eftir því að staðsetja sumarbústaði á bökkum þeirra. Á jöðrum þeirra myndast oft undurfögur náttúrufyrirbæri. Einnig væri alveg hugsanlegt að búa til eyjar og hólma í vötnin, ef fólk vill. Margt er líka á móti því að gera umrætt land að stöðuvatni. Eitt mikilvægt atriði heyri ég sjaldan nefnt í þessari um- ræðu, en það er að lónið hlýtur að fyll- ast á nokkur hundruð árum og verða þá bara þurrt votlendi, ekki til neinn- ar miðlunar. Einnig er ekki talað um þær breytingar sem orðið geta á sjáv- arströndinni við að framburður jökul- ánna hættir. Það sem örugglega mæl- ir með frestun er möguleiki á hagstæðari nýtingu á raforkunni en með álveri. Ég hef ekki vit á að nefna neina möguleika í því sambandi, ég veit það að tíminn leiðir ótrúlegustu hluti í ljós. T.d. flutningur á höfuð- borg Íslands til Austfjarða eins og með rökum hefur verið bent á að gera ætti. Að þessu athuguðu er rétt að fá frestun á meðan nákvæmara um- hverfismat er gert en flýta því sem mest svo að töfin spilli ekki fyrir rétt- mætum framkvæmdum sem ákveðn- ar yrðu. Ef leiddur er hugur að annarri nýt- ingu lands þá eru þar að koma í ljós hlutir sem enginn hefði látið sér detta í hug fyrir nokkrum áratugum, til dæmis það að sauðfjárræktin sem hefur verið undirstaða hinna dreifðu byggða í aldanna rás er nú að verða úr sögunni. Á seinni árum fór hún í taug- arnar á skógræktarmönnum því að sauðkindin hélt niðri öllum birki- gróðri. Núna þegar hænsna- og svína- kjöt er að eyða sauðfjárræktinni kem- ur í ljós að gróðurfar gjörbreytist. Í stað graslendis og lynggróðurs kem- ur birkiskógur og mosi. Um þetta er ógreiðgengt og útsýni til hinna fögru fjalla lokast. Á Húsafelli voru virkjaðar tvær ár; Kiðá og Stuttá og undirbúnar tvær aðrar virkjanir. Þessar ár féllu fram undan skóginum með undurfagra bakka. Við virkjanirnar mynduðust dálítil lón og farvegum var breytt, voru þeir ljótir í fyrstu en með tím- anum jafnaði það sig alveg og í heild er landslagið ekki ljótara og að sumu leyti fallegra núna en það var áður. Á meðan búskapur var í fullum gangi í sveitum landsins þótti sjálf- sagt að ræsa fram allar mýrar og var veittur ríkisstyrkur til þess. Að heild er það mikið land að flatarmáli sem ræst var og þornaði upp. Við það eyddust lifsskilyrði ýmissa fugla, einkum vaðfugla, sem hafa horfið að mestu. Aftur á móti hefur grasvöxtur aukist og landið orðið miklu frjórra. En til hvers þegar ekki er lengur búið á landinu með kvikfénað? Vera kann að með hlýnandi loftslagi hefjist stór- felld kornrækt, þá nýtist hið þurrkaða land. Hver veit? Mikið hefur verið rætt um ráðstafanir ríkisvaldsins til þess að eigna sér hálendi landsins og nýtingu þess undir stjórn sérskipaðr- ar nefndar. Frá alda öðli hafa bændur landsins átt afmarkaðar landareignir og haft einkarétt á nýtingu sinna jarða sem lengst af hafa verið ein- göngu nýttar til beitar og veiða. Þetta hefur verið eina ráðstöfunin sem kost- ur var á, því jarðeigendur höfðu bú- setu á sínum jörðum og þar með betri aðstöðu en nokkur annar til að nýta þær. En nú hefur þetta breyst eins og margt annað. Jeppamenn úr þéttbýl- inu þjóta um löndin þver og endilöng og þótt ekki sé mikið við þeim amast, vilja þeir hafa fullan rétt til sinna ferða. Að þeirra undirlagi hefur það unnist að löggjafinn skerðir rétt bænda til einkaeignar á afréttum og hálendi landsins. Umferð um landið á jeppum getur valdið þónokkrum spjöllum og einnig valda jeppa- og snjósleðamenn tjóni á veiði, rjúpu, sil- ungi og fleiru. Það er örugglega mis- ráðið að nýta ekki þá bændur sem enn eru eftir í dreifbýli, til að vernda land- ið gegn slíkum ágangi með því að láta þá eiga lönd sín í friði og sjá um nýt- ingu þeirra í samræmi við þau lög, sem sett eru um góða nýtingu á landi og veiðidýrum hverju sinni. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON frá Húsafelli. Um virkj- anir og nýtingu landsins Frá Kristleifi Þorsteinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.