Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag. Baldur Árna kemur í dag, Goðafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hvilvtene og Skandia koma í dag, Selfoss fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 postulín. Versl- unarferð í Hagkaup Skeifunn í dag kl. 10. Kaffi og meðlæti í boði Hagkaups skráning í af- greiðslu í s. 562-2571. Skráning hafin í ensku sem byrjar 16. janúar. Árskógar 4. Kl. 9–16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal. TAI CHI leikfimin byrjar aftur 12. janúar kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 og kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10–13 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ, Spilað á Álfta- nesi 11. janúar kl. 19.30. Rútuferðir samkvæmt venju. Innritun á nám- skeið og í vinnuhópa í Kirkjulundi 12. janúar kl. 13, leirlist, glerlist, málun, keramik, tré- skurður, bútasaumur, spænska, tölvunámskeið og leikfimi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11. Getum bætt við byrjendum. Myndmennt kl. 13. Get- um bætt við fáeinum. Pílukast kl. 13:30. Í fyrramálið er púttæfing í Bæjarútgerðinni kl. 10–12. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Glæsibæ kl. 10. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Bald- vin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtud. 11. janúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Hananú-gönguhópur Félags eldri borgara í Kópavogi mætir í Ás- garð Glæsibæ í boði Göngu-Hrólfa laugard. 13. jan. kl. 10, hóparnir ætla að eiga sam- verustund. Námskeið í framsögn hefst mánud. 29. janúar leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Skrifstofa FEB er opin frá kl. 10– 16. Uppl. í s. 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13.30 Tónhornið, Þor- valdur Jónsson harm- ónikkuleikari í heim- sókn. Myndlistarsýning Hrefnu Sigurðardóttur stendur yfir, veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Skráning á námskeið stendur yfir, nokkur pláss laus t.d. í bókband, klippimyndir, silkimálun, tréskurð og ensku. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun, kl. 13.30 sam- verustund. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 keramik, tau, og silki- málun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 14 danskennsla, Sig- valdi, kl. 15 frjáls dans Sigvaldi, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 12.30 útskurður, kl. 9– 16.45 handavinnustof- urnar opnar, kl. 10 sögu- stund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félags- vist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9.15 myndlist- arkennsla og postulíns- málun, kl. 13–16 mynd- listarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund bók- band og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun fimmtudag kl. 10 í Keilu í Mjódd. Spiluð keila, spjallað, kaffi. Allir vel- komnir. Nánari upplýs- ingar veitir Ingibjörg Sigurþórsdóttir í síma 545-4500. Bústaðarkirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Húnvetningafélagið. Félagsvist í Húnabúð Skeifunni 11 fimmtu- dagskvöld 11. janúar kl. 20. Einstaklingskeppni. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Fundur í bókmennta- klúbbi Hana-nú á les- stofu Bókasafns Kópa- vogs kl. 20 í kvöld miðvikudagskvöld 10. janúar. Fjallað verður m.a. um skáldið Stein Steinarr og verk hans. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. kl. 19.30 félagsvist. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814 og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geita- stekk 9, s. 557-4977. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555-0104 og hjá Ernu s. 565-0152. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520 1300 og í blóma- búðinni Holtablómið, Langholtsvegi 126. Í dag er miðvikudagur 10. janúar, 10. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Vitnisburðir þínir eru harla áreið- anlegir, húsi þínu hæfir heilagleiki, ó, Drottinn, um allar aldir. (Sálm. 93, 5.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 berja, 4 kría, 7 drengs, 8 kústur, 9 rödd, 11 vanda um við, 13 band, 14 minnast á, 15 brátt, 17 góðgæti, 20 skip, 22 eta, 23 reiður, 24 áann, 25 korns. LÓÐRÉTT: 1 spjarar, 2 máltíðin, 3 sleif, 4 ójafna, 5 gengur, 6 ákveð, 10 hefja, 12 elska, 13 á húsi, 15 níska, 16 þvinga, 18 leiktækið, 19 meiðir, 20 hafði upp á, 21 glufa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skapmikil, 8 snark, 9 unnið, 10 kyn, 11 rofna, 13 niðja, 15 hatts, 18 snáði, 21 vik, 22 narti, 23 efinn, 24 sinnulaus. Lóðrétt: 2 klauf, 3 pakka, 4 Iðunn, 5 iðnað, 6 æsir, 7 iðja, 12 nýt, 14 inn, 15 hann, 16 Torfi, 17 svinn, 18 skell, 19 át- inu, 20 inna. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VARLA þarf að nefna að öllumsem kemur við starf framhalds- skóla hlýtur að vera mikill léttir að því að verkfalli framhaldsskólakenn- ara hefur nú verið frestað. Nýr samningur liggur fyrir og skólastarf er komið í gang. Allir virðast sammála um að reyna að halda þannig á spöðunum að haustönnin verði ekki með öllu ónýt og hlýtur það að vera sameiginlegt markmið allra. Ekki ætlar Víkverji að hætta sér út í umræður um verk- fall en alltaf er jafn fróðlegt að fylgj- ast með umræðum við slíkar aðstæð- ur þegar málsaðilar spá í spilin og meta hvert orð sem hrýtur af vörum hins. Stundum flögrar hins vegar að Víkverja hvort vinnudeilur þurfi virkilega svo oft að sigla í þennan far- veg, hvort fullorðið fólk geti ekki náð saman um ágreining sinn með því að sitja yfir honum þar til lausn fæst. Það er vitað að í upphafi kjaravið- ræðna ber iðulega mikið í milli. En alltaf ná menn þó saman að lokum. Eru hinar nýju viðræðuáætlanir ekki til þess gerðar að koma þessum mál- um í eðlilegri farveg en verið hefur? En þetta er vitaskuld allt miklu auð- veldara fyrir okkur sem horfum á og getum gefið ráð – svona án ábyrgðar. x x x ÞÆR ánægjulegu breytingarurðu á verðskrá olíufélaganna um síðustu áramót að verð á elds- neyti lækkaði verulega. Bæði bensíni og dísilolíu. Þetta er næstum því saga til næsta bæjar þar sem olíu- félögin hafa lengstum talið okkur bíl- eigendum trú um að heimsmarkaðs- verð væri alltaf að hækka og jafnvel þótt það lækkaði væri ennþá verið að selja úr dýra farminum hérlendis. Þegar dýra eldsneytið væri loksins búið hér væri lækkunin á heims- markaði löngu afstaðin og félögin aftur búin að kaupa fyrir okkur dýrt eldsneyti. En viti menn, nú kom lækkun og þökk sé þeim fyrir að bregðast svona við. Sem þeir reyndar gerðu seint á síðasta ári líka en þá var aðeins hreyft við bensínverðinu. Hvernig færum við nú að ef við hefðum ekki þessi góðu fyrirtæki? Sem alltaf eru boðin og búin að færa okkur þessa mikilvægu vökva og bjóða okkur þá líka til kaups á þessum glæsilegu stöðvum sínum. Er það ekki munur að geta sturtað olíunni á bílinn undir skjóli? Fá líka tveggja króna afslátt og stundum meira fyrir að nenna að gera það sjálfur. Þarna er líka hægt að þvo bíltíkurnar úr vatni fyrir ekk- ert. Svo er líka hægt að kaupa nær- ingu fyrir skrokkinn og sálina, brauð, nammi og lesefni og hver veit hvað. Og allt þetta gera fyrirtækin þrátt fyrir að fá aðeins hungurlús fyrir að selja okkur eldsneytið. Og það er mikið rétt því stærsti hlutinn af verð- inu er ekkert annað en skattur í rík- issjóð. Vonandi verðum við aðnjótandi áframhaldandi lækkunar á eldsneyti vegna stöðunnar á heimsmarkaði. Nú hafa olíufélögin sýnt hvað í þeim býr. Þau hljóta að halda áfram að kaupa handa okkur ódýra eldsneyt- isfarma á hinum stóra heimsmarkaði hvar sem fréttist af þeim. Þá lækkar vonandi líka enn frekar eldsneytis- reikningur Víkverja sem ekur um á dísilvagni. Fannst honum reyndar löngu mál til komið þar sem verð á dísilolíu hefur aldrei hækkað meira en síðustu 18 mánuðina eða þann tíma sem Víkverji hefur notað slíka vél ef frá er talin lækkunin um ára- mót. Þetta stendur sem sagt allt til bóta. Tapað/fundið Silfureyrnalokkur tapaðist SÍÐUR silfureyrnalokkur tapaðist á milli kl. 11.30 og 14, þriðjudaginn 2. janúar sl., annaðhvort í Árbæ eða í Seljahverfi. Gæti líka hafa tapast fyrir utan World Class í Fellsmúla. Fundar- laun. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 869 4030. Dýrahald Felix er horfinn Felix er tveggja ára afar gæfur fressköttur. Hann er grábrúnbröndóttur og er með græna sjálflýsandi hálsól. Ólin er ekki merkt en hann er eyrnamerktur. Felix hvarf 3. janúar sl. og er hans afar sárt saknað. Hann á heima á Gistiheim- ilinu Baldursbrá sem er á horni Laufásvegar og Baldursgötu. Mér þætti vænt um ef nágrannar okkar myndu athuga hvort hann gæti hafa lokast inni í bílskúr, geymslu eða kjall- ara. Vinsamlega hafið samband við Ariane í síma 861 1836 ef þið hafið ein- hverjar upplýsingar. Nala er týnd HÚN Nala er týnd. Hún er tveggja ára læða, þrílit, hvít með brúnum og gráum flekkjum. Hún hvarf frá Hvaleyrarholti í Hafnar- firði 6. janúar sl. Nala var með bleika ól og eyrna- merkt 99G095. Upplýsing- ar í síma 565 1875 eða 898 1014. Kisu vantar heimili KISINN okkar, hann Elv- is, þarf að fá nýtt og gott heimili þar sem ofnæmi er komið upp í fjölskyldunni. Hann er geltur, þriggja og hálfs árs, svartur og hvítur og alveg rosalega líflegur og kelinn. Þetta er yndis- legur kisi og mjög skemmtilegur, ef þú/þið getið boðið honum gott heimili hafið þá samband í s: 699 1727 Snúður er týndur SNÚÐUR er 4 ára fress, dálítið styggur en mjög blíður. Hann týndist frá Seilugranda á jóladag og hefur ekki ratað til baka þar sem hann býr í Graf- arvogi. Þegar Snúður týnd- ist var hann með fjólubláa hálsól og merktur. Inni í eyranu hjá honum er tattó- verað númerið R7290. Hann er með hvíta sokka á fótum og breiða hvíta rönd upp eftir báðum fram- fótum. Á hægra framfæti er hann með nýrri hár þar sem hann slasaðist í vetur og var saumaður. Hann er óskaplega góður kisi og lít- ill í sér og vil komast heim! Ef þú sérð svartan og hvítan kött viltu þá athuga hvort það sé Snúður og láta eigendurna, Sædísi, Pétur og Adam vita í símum 587 6087, 869 2666 eða 899 0031. Hans er sárt saknað. Takk fyrir um- hyggjuna. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skattahækkanir ÉG vil kvarta yfir sífelldum skattahækkunum sem sett- ar eru á okkur eldra fólk. Nú síðast margrómað feðra- orlof. Því auðvitað eru þeir peningar teknir í sköttum af okkur ekki síður en öðrum. Hvernig stendur á því, að ungt og heilbrigt fólk getur ekki alið upp fáein börn án aðstoðar, þegar næga vinnu er að fá? Við höfðum enga pillu til þess að takmarka barnafjölda okkar og eigum því stórar og fjölmennar fjölskyldur. Við viljum taka þátt í lífi þeirra, t.d. með smáglaðningi á tyllidögum, en erum aðþrengd af skattgreiðslum í hitt og þetta, svo helst á ekkert að vera eftir fyrir okkur. Það er von að það sé gert grín að okkur í áramótaskaupum og okkur líkt við skynlausa hjörð. Það þarf að stokka upp allt skattkerfið. Hvar eru forystumenn í samtökum aldr- aðra? Hólmfríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.