Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 55

Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 55 DAGBÓK TVÖFÖLD kastþröng verk- ar oftast á báða mótherja samtímis, en hitt er líka til í dæminu að þvingunin gerist í áföngum – verki fyrst á annan móterjann, síðan á hinn. Hér er fagurt dæmi frá sýningarmóti sex þjóða í Lausanne í október: Norður ♠ K973 ♥ K74 ♦ ÁK54 ♣ Á6 Vestur Austur ♠ DG8642 ♠ 10 ♥ – ♥ D985 ♦ D2 ♦ 109763 ♣ D10854 ♣ G92 Suður ♠ Á5 ♥ ÁG10632 ♦ G8 ♣ K73 Í leik Frakka og Kín- verja varð Frakkinn Quant- in sagnhafi í sjö hjörtum í suður, sem er nokkuð djarft meldað þegar drottningin er fjórða úti í trompi. Út kom smár spaði (en vestur hafði ekkert skipt sér af sögnum) og Quantin tók slaginn heima með ás. Hann spilaði trompi á kóng og legan í trompinu kom í ljós. Quantin svínaði hjartagosa, fór inn í borð á hátígul og svínaði aft- ur í trompinu og tók tromp- ás. Vestur henti strax tveim- ur spöðum, sem benti til að hann hefði byrjað með sex- lit. Næsta verk sagnhafa var að taka hinn tígulhákarlinn og trompa tígul. Og þá sást legan í þeim lit og spilið var nánast upptalið. Norður ♠ K9 ♥ – ♦ 5 ♣ Á6 Vestur Austur ♠ DG ♠ – ♥ – ♥ – ♦ – ♦ 109 ♣ D108 ♣ G92 Suður ♠ 5 ♥ 6 ♦ – ♣ K73 Í þessari stöðu spilaði Quantin trompsexunni. Vestur varð að halda í DG í spaða og henti því laufi. Þá hafði spaðanían í borði lokið hlutverki sínu og fór í slag- inn, en austur mátti missa einn tígul. En þegar Quantin spilaði næst spaða á kónginn þvingaðist austur í láglitun- um. Hann henti laufi, svo síðasti slagurinn fékkst á laufhund heima. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp á alþjóð- lega skákmótinu í Merida í Mexíkó. Eini stórmeistar- inn þaðan, Gilberto Hern- andes (2.572) hafði hvítt gegn Rafael Espinosa (2.406). Hann sýndi að hann væri verðugur þessarar tignar og lauk skákinni snoturlega. 30. Hxf7+! Kxf7 31. Bg6+ Kxg6 32. Dxc3 e4 33. Db4 He5 34. Dxd6 e3 35. fxe3 Hxe3 36. Kf2 Hc3 37. a4 Kf5 38. De6+ Kg5 og svartur gafst upp. Fyrir þá sem hafa áhuga á Svesnikov-afbrigðinu í Sikileyjarvörn er skákin lærdómsrík: 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. Bd3 Be6 12. Dh5 Hg8 13. c3 Hc8 14. g3 b4 15. Rc2 bxc3 16. bxc3 Hg6 17. Rce3 f4 18. Rf5 Hg5 19. Df3 Bxd5 20. exd5 Re7 21. Rxe7 Bxe7 22. Bxa6 Hc5 23. 0-0 Da5 24. Bd3 Hxc3 25. Hfc1 Kf8 26. Hxc3 Dxc3 27. Hb1 fxg3 28. hxg3 Kg7 29. Hb7 Bf6. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. janúar, verður sjötug Sigur- veig Jónsdóttir leikkona, Kirkjusandi 3, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og ættingjum í sal Starfs- mannafélags Flugleiða, Síðumúla 11, í dag milli kl. 17 og 20. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert fróðleiksfús og lætur þér ekki aðeins nægja bækurnar heldur sækir í að upplifa hlutina sjálfur og læra af reynslunni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Batnandi fólki er best að lifa svo gefðu þeim tækifæri sem leitar til þín og vill fá að bæta ráð sitt. Ýmislegt gæti komið ánægjulega á óvart. Naut (20. apríl - 20. maí)  Daglegt umhverfi manns hef- ur mikið að segja svo leggðu þitt af mörkum til þess að þér og öðrum líði sem best þar. Oft þarf ekki mikið til. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu þolinmóður og leyfðu öðrum að syngja sinn söng núna því þú getur líka margt af því lært. Þú færð þín tæki- færi þótt síðar verði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leyfðu þér að njóta árangurs erfiðis þíns með því að slaka á og byrjaðu ekki á neinu fyrr en þú finnur þig fullkomlega tilbúinn til þess. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú stendur frammi fyrir erf- iðri ákvarðanatöku. Efastu ekki um hæfileika þína því þú ert baráttumaður og hefur þann stuðning sem þú þarft á að halda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú verðurðu að halda þér til hlés og ýta frá þér fólki sem tekur frá þér orku. Skelltu skollaeyrum við hverslags umtali um menn og málefni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu óhræddur við að stíga skrefið til fulls því ef þú lítur yfir farinn veg muntu sjá að þetta er eðlileg þróun mála og þú ert fyllilega tilbúinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Stundum er betra heima setið en af stað farið. Hvernig þú setur mál þitt fram ræður úr- slitum um hvort vel tekst til eða ekki. Þú átt valið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gefðu þér tíma til að komast í burtu frá erli hversdagsins því þú verður að öðlast hug- arró með einhverjum hætti. Ferð í fjöruna getur gefið mikið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert jákvæður og gaman- samur svo fólk sækir í nær- veru þína. Lærðu að þekkja takmörk þín og stattu vörð um sjálfan þig því það gerir enginn annar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þú áttir þig ekki á því sem er að gerast og þér finnist þú vera þátttakandi í bíómynd skaltu vera alveg rólegur því þú sérð samhengið síðar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er rétti tíminn til þess að gera vel við sjálfan sig og næra líkama og sál. Vertu ekki aðeins vandlátur á það sem þú lætur ofan í þig heldur líka þá sem þú umgengst. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljósm./Anna Fjóla Gísladóttir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Árna Bergi Sig- urbjörnssyni Karitas Krist- ín Ólafsdóttir og Örn Þorvarður Þorvarðarson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. í Grafar- vogskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Sandra Ósk Sigurðardóttir og Ger- hard Olsen. Heimili þeirra er að 4445 Alvin Dark Ave. 174 Tiger Plaza, Baton Rouge, Louisiana 70820, U.S.A. Ljósmyndastofa Þóris BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Frí- kirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Valgerður Margrét Þor- gilsdóttir og Ásmundur Sveinsson. Heimili þeirra er að Stórholti 11, Ísafirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík LJÓÐABROT KVÆÐI Endurminningin er svo glögg um allt, sem að í Klömbrum skeði. Fyrir það augna fellur dögg og felur stundum alla gleði – þú getur nærri, gæzkan mín, Guðný hugsar um óhöpp sín. - - - Man eg í Klömbrum meir en vel morgna, hádag – en bezt á kvöldin, þá ljómandi færði fagrahvel forsælu misjöfn skugga tjöldin yfir hvern blett og hvert eitt svið, hinum megin við sólskinið. - - - Guðný Jónsdóttir. Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 22. til 27. janúar n.k. 10 vikna nám- skeið. Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00–19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00–12.30, 12.30–14.00 og 14.00–16.00 um helgar. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 í síma 5689141. Athugið systkinaafsláttinn LAURA ASHLEY Laugavegi 99, sími 551 6646. Hafnarstræti 91, Akureyri, s. 462 6640. Lokað í dag  Útsalan hefst á morgun.  Nýtt kortatímabil. Sundballettnámskeið Nýtt á Íslandi Kennt verður í Sundhöll Reykjavíkur Upplýsingar hjá Rosemary Kajioka í síma 562 5591 Skólavörðustíg 10, sími 551 1222. Opið laugardag kl. 10-16. Ítölsk barnaföt Þýsk barnaföt ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.