Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                             ! 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fim 11/1 UPPSELT lau 13/1, E&F kort gilda UPPSELT sun 14/1 Aukasýning, örfá sæti fim 18/1 Aukasýning örfá sæti fös 19/1, G&H kort gilda örfá sæti lau 27/1 I kort gilda, örfá sæti laus sun 28/ nokkur sæti laus sun 4/2 laus sæti SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG fös 12/1 kl. 20 örfá sæti laus lau 20/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 26/1 kl. 20 530 3030 SÝND VEIÐI fös 12/1 kl. 20 nokkur sæti laus lau 20/1 kl. 20 nokkur sæti laus fös 26/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR fim 11/1 kl. 20 UPPSELT lau 13/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 19/1 kl. 20 örfá sæti laus lau 27/1 kl. 20 örfá sæti laus Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is Litla svið ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Mið .10. jan. aðalæfing kl. 20 miðav. kr. 1.000 Fim 11. jan kl. 20 Hátíðarsýning í tilefni af 104 ára afmæli L.R. - UPPSELT Fös 12. jan kl. 20 Frumsýning – UPPSELT Fim 18. jan kl. 20 2. sýning Þýðandi: Þorgeir Þorgeirson Leikarar: Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Lýsing: Elfar Bjarnason Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjórn: Viðar Eggertsson Stóra svið MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 14. jan kl. 14 Sun 21. jan kl. 14 Sun 28. jan kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 13. jan kl. 19 Fös 19. jan kl. 20 Lau 27. jan kl. 19 Lau 3. feb kl. 19 Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Lau 3. feb kl. 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:         !"   !!# $ "%#&  !!# $ "%#&      ' (  ) %$ %*%  !"+,-+..&/ 0$ "%#&  #11"  Smíðaverkstæðið kl. 20.00: 2  %   #11"  #11"    #113 "  !!# $ "%#  (45 67' % 89 %  :::+" !# )+ ; )%%"%<" !# )+  ! " # $ %  =%%"% 1 ;0+3> +!"+,?3,@&; =+3#+!"+,?3A.+ Vesturgötu 3 Eva bersögull sjálfsvarnareinleikur 5. sýn. í kvöld 9. jan kl 21:00 6. sýn. fös. 12. jan kl 21:00 7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00 8. sýn. lau. 20. jan kl 21:00 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.) Stormur og Ormur 22. sýn. sun. 14. jan. kl 15:00 23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00 „Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur) „Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint í mark...“ SH/Mbl Háaloft geðveikur svartur gamaneinleikur 18. sýn laugardag 13. jan kl 21:00 19. sýn þriðjudag 16. jan kl 21:00 20. sýn f0studag 19. jan kl 21:00 „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) „... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV) Ljúffengur málsverður fyrir allar kvöldsýningar LEIKRITIÐ Skáldanótt er nú á fjölum Borgarleikhússins í leik- stjórn Benedikts Erlingssonar. Þar fara ungskáld hamförum í skáldskap undir verndarvæng helstu þjóð- skáldanna nótt eina í Reykjavíkur- borg. Sýnist sitt hverjum um þá skop- legu mynd sem höfundurinn og háð- fuglinn Hallgrímur Helgason hefur dregið upp af þjóðskáldunum okkar, en leikarinn Steinn Ármann Magn- ússon hefur það ábyrgðarfulla hlut- verk að túlka sjálfan Jónas Hall- grímsson. Fullur sjálfsvorkunnar „Það er svolítið skrýtið að leika Jónas því allir hafa einhverja skoðun á því hvernig hann á að vera. Ég las reyndar ekki ævisöguna hans en vissi svona undan og ofan af um hann og kannski var ég mest litaður af laginu hans Megasar „Um skáldið Jónas“, þar sem hann lýsir honum fullum úti í hrauni. Annars gekk mér mjög illa með Jónas fyrst og ég vissi ekkert hvern- ig ég átti að nálgast hann, kannski af því að mér hefur alltaf þótt hann svo væminn. En svo duttum við niður á þessa leið að hafa hann fullan af sjálfsvorkunn, svolítið kómískan í sinni melankólíu. Þá fór þetta að ganga og það var orðið svo gott að ég var beðinn um að draga úr því, ha, ha. Benna leikstjóra fannst ég vera farinn að gera grín að hon- um. Og þegar maður er að leika ástmög þjóðarinnar, þá verður að vera inni fyrir því gríni sem gert er að honum.“ – En farið þið illa með hann? „Ja, það eru til einhverj- ar heimildir fyrir honum fullum í kvenmannsleit en í leikritinu eru öll skáldin gerð hálfhlægileg. Þetta er nú allt í gamni gert og við erum meðvitað að rífa þá niður af stöllunum. Það eru til heimildir fyrir því hvernig Einar Ben var og hann var einhvern tímann spurður að því hvers vegna hann væri ekki einsog ljóðin hans og þá svaraði hann því að einu skiptin sem hann var sannur eða fannst hann vera lif- andi var þegar hann var að yrkja.“ Þið deyið svo snyrtilega „Jónas aðhylltist t.d. rómantísku stefnuna alveg ofboðslega og sum ljóðin hans eru alltof væmin, einsog „Ástarstjarna yfir Hraundranga“ og fleiri. En maðurinn sjálfur var ekki þannig. Það er staðreynd að hann drakk rosalega mikið eða eins og hann segir sjálfur í leikritinu; „Þið ungu mennirnir þið deyið orðið svo snyrtilega. Annað en við sem dóum úr þremur, fjórum sjúkdómum minnst.“ Það er satt að hann var með sýfílis, tak fyrir brjóstinu vegna einhverra samgróninga, og það var einhver fjandinn að honum meira en áfengissýki. Svo fótbrotnaði hann og ég haltra þess vegna. Það var opið brot og dró hann ásamt öðru til dauða. Eða eins og Einar Ben segir í leikritinu: „Jónas! Iss! Gat ekki einu sinni fótbrotnað án þess að deyja!“ En mér fannst líka mjög gaman að leika Jónas því það er ekki til nein ljósmynd af honum jafnvel þótt það hafi verið farið að taka ljós- myndir á þeim tíma. Teiknaða próf- ílmyndin er frægust.“ – Já, mér finnst þú svo líkur þeirri mynd. Var sett á þig gervi? „Við vorum að reyna að líkja eftir honum þar. Ég set á mig gervi- skegg en þetta nef mitt getur alveg virkað beint í prófíl. Svo klíni ég hárið niður. Ég lét mér reyndar vaxa svona skegg á tíma- bili, en mér fannst það svo ljótt að ég rakaði það af.“ – Ertu líkur hon- um að innræti að ein- hverju leyti? „Já. Ég kannast alveg við það að vera ekkert allt of góð manneskja, og lifa í stanslausri sjálfsvorkunn og finnst ég ekki eiga að gera neitt á heimilinu af því að ég er svo mikill listamaður,“ segir Steinn og glottir. „Það hefur nú ver- ið lamið úr manni, fljótt og örugg- lega.“ Það er lagt upp með það að unga fólkið tali í bundnu máli að hætti skálda, en hjá skáldunum ríma tvær ljóðlínur í mesta lagi. – Hefðurðu viljað leika meira í bundu máli? „Nei! segir Steinn ákveðinn. „Það getur orðið ofboðslega erfitt til lengdar að vera bundinn við stuðla og endarím, einsog Hallgrímur hef- ur háttinn á. Það er t.d. mun auð- veldar að leika Shakespeare en í bundnu máli er samt alltaf mikil kúnst að halda utan um textann án þess að missa neitt niður. Að láta það flæða þannig að fólk nenni að hlusta á það án þess að það verði sí- bylja. Í upphafi Skáldanætur fer ég með prólóg til að bjóða alla velkomna. Hann er einmitt í endarími og ég átti voða erfitt með hann, var með mikinn aumingjahroll og stakk því að leikstjóranum að láta einhvern annan gera þetta. Ýmsir möguleikar voru prófaðir, en það endaði með því að ég sparkaði í rassgatið á sjálfum mér og fann leið. En það var erfitt.“ – Þú vilt ekki að fleiri íslensk leikrita- skáld fari að taka upp sama hátt og Hall- grímur? „Jú, jú, endilega, þetta hefur lítið verið gert á íslensku, það hefur enginn þorað þessu. Það er ekki nema þessi fyrstu ís- lensku leikritin einsog Sverð og bagall hafi verið í bundnu máli, að einhverjum hluta. Annars tók ég ekki nógu vel eftir í tímum í íslenskri leikrita- sögu.“ „Þetta er spenn- andi form en erfitt. Ég hef leikið í nokkrum Shake- speare verkum, og svo Molière. Það er aðeins öðruvísi og jafnvel erfiðara því Molière skrifaði bara gamanleiki og í þeim þarf maður að vera ofboðs- lega jákvæður og sniðugur að finna leiðir. Það getur verið agalega þreytandi, ha, ha. Og mér finnst ekki allir ná því að fara vel með bundið mál.“ – Þið hafið kviðið fyrir í upphafi æfinga? „Ég viðurkenni að við vorum ekki viss með þetta form í upphafi, og kannski ekki nógu meðvituð um að þetta er allt í gamni gert. T.d. segir „Ölbarin kona“ sem Árni Pétur leik- ur: „Hefurðu séð hana systur mína með signa vömb og Egils gull?“ Og enn fremur: „Sigga litla systir þín sem situr þarna í götu og er að reyna við algjört svín á eldgamalli Lödu.“ Ég var nú feginn að fá ekki sumar línurnar sem eru býsna klúrar, en Bergur Þór á þær verstu en fær allt- af hlátur úr salnum á þær báðar. Já... við vorum ekki viss hvort formið virkaði, hvort það væri ekki of mikið af endarími og bundnu máli. En... þetta er stórskemmtileg sýn- ing,“ segir Steinn Ármann ánægður með sig og sína. Fótbrotinn og fullur sjálfsvorkunnar Jónas Hallgrímsson er ættjarðarskáld og ástmögur þjóðarinnar. Steinn Ármann Magnússon sagði Hildi Loftsdóttur að þeir félagarnir ættu ýmislegt sameiginlegt. Æ, æ, aumingja ég! Steini Ármanni finnst mjög gaman að leika Jónas. Prófílmyndin fræga af skáldinu góða. Steinn Ármann Magnússon leikur Jónas Hallgrímsson Sauðdrukkinn útí hrauni lá Hallgrímsson Jónas og hraut eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu mamma komdu ekki nálægt með nefið þitt fína það er nálykt af honum þú gætir fengið klígju ... Hann orti um fallega hluti það er hlálegt og hellti svo bjór yfir pappírinn og yfir orðið gættu þín mamma maðurinn hann er með sýfilis og mundu að þegar hann fer skaltu dekka borðið ... Já hræið af Jónasi er sannalega sjórekið sjórekið uppá fjörur gullstrandlengjunnar sjáðu mammamanninum honum er illt hann muldraði eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna ... Megas Um skáldið Jónas Morgunblaðið/Jón Svavarsson www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.