Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 57 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN NÝTT KORTATÍMABILLAUGAVEGI 95-97 KRINGLUNNI JÓLAÚTVARPIÐ fm Óðal 101,3 hljómað í Borgarnesi stuttu fyrir jólahátíðina en það voru krakkarnir í Nemendafélagi grunnskólans ásamt Indriða Jósafatssyni, æskulýðsfull- trúa í félagsmiðstöðinni Óðali, sem stóðu fyrir útsendingunum. Jólaútvarpið er árlegur viðburður og var þetta í áttunda skiptið það fór í loftið. Undirbúningur jólaútvarpsins tók tvær til þrjár vikur og voru allir bekkir í grunnskólanum með klukku- tíma langa þætti. Nokkir krakkanna eru sérmenntaðir tæknimenn og taka allt upp sjálfir. Gerðar voru leiknar og lesnar auglýsingar fyrir fyrirtæki á staðnum sem borga frá 1.000 krón- um og upp í 30.000 fyrir auglýsingu. Einstaklingar áttu þess kost að fá sendar jólakveðjur lesnar síðasta út- sendingardaginn sem var föstudag- urinn fyrir 500 krónur. Útvarpið er því góð tekjulind fyrir nemenda- félagið ásamt árshátíð sem haldin er í mars. Nemendur höfðu margir lagt nótt við dag í vinnu og undirbúning eins og t.d. hann Þorkell Stefánsson sem var búinn að vinna 72 tíma við út- varpið frá mánudegi og fram á mið- vikudagskvöld. Aðspurður sagði Þorkell að hann hefði mætt í tvær kennslustundir á meðan á útvarpsundirbúningnum stóð en hann var einn af tæknimönn- umum. Sagan segir að einn morg- uninn hafi pabbi hans fundið hann sofandi og örmagna af þreytu í for- stofunni heima hjá sér. Allir sem fluttu útvarpsþátt þurftu að skila handriti sem var ritskoðað af útvarpsstjóranum Arndísi Huld Hák- onardóttur ásamt Indriða æskulýðs- fulltrúa og voru veitt verðlaun fyrir besta handritið í lokahófi sem haldið var. Það var Flosi Hrafn Sigurðsson sem vann til verðlauna fyrir þátt um hljómsveitina Bloodhound Gang. Útvarpsvinna er lærdómsrík Indriði, sem er potturinn og pann- an á bak við hugmyndina að jólaút- varpinu, hafði séð útvarpsvinnu í öðr- um félagsmiðstöðvum og fannst hún virka sem góð viðbót við félagsstarfið. „Útvarpsvinna er nám, það er nám fyrir tæknimenn, það er nám í ís- lensku, handritagerð og framsögn og þjálfun í að koma fram,“ segir Indriði. „Upphaflega byrjaði þetta sem jóla- útvarp og hefur haldist sem átaks- verkefni, og staðið í allt að 6 daga en 4 dagar koma best út því þá er hægt að halda uppi vönduðu efni alla dagana.“ Samkvæmt Indriða er grunnskól- inn orðinn mjög virkur í samstarfinu, því hver bekkur hafði klukkutíma- dagskrá til umráða. Þeir kennarar sem nýttu sér þáttagerð sem tæki í kennslu og til að fá meiri fjölbreytni í íslenskunámið höfðu flotta dagskrá. Skólinn hefur verið með í þessu fram- taki frá upphafi og er áhuginn alltaf að aukast. Indriði fullyrðir enn- fremur að sumir krakkar læri meira við útvarpsvinnuna en þeir myndu gera á sama tíma í skólanum. Tækniþekking nemenda er til kom- in vegna plötu- og tækjanámskeiðs sem boðið er upp á í félagsmiðstöð- inni. Þegar fengið var stórt hljóðkerfi fyrir níu árum var ákveðið að krakkarnir tækju sk. plötu- og tækjapróf, og öðl- ast við það skírteini sem gerir þeim kleift að komast inn í „plötukompu“ en þangað fer enginn skírteinislaus. Alls eru núna 44 krakkar með þetta próf, og hluti af þeim tekur þátt í út- varpinu. Indriði segir að gaman sé að fylgjast með þessum krökkum, þeir verða flest mjög tæknilega sinnaðir. Hér er t.d. einn nemandi, Stefán Vignir Skarphéðinsson, sem hannaði heimasíðu þar sem finna mátti allt um Útvarp Óðal og hægt að hlusta á það í beinni útsendingu en það kom sér vel fyrir gamla nemendur sem ekki náðu útsendingum. Slóðin að vefnum er http://odal.vefurinn.is/ og þar er hægt að lesa meira um útvarpsreksturinn og skoða myndir. Ungir og upprenn- andi útvarps- menn Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir Stoltir útvarpsmenn ásamt bakhjarli sínum, Indriða Jósafatssyni æskulýðsfulltrúa. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir Krakkarnir í Borgarnesi lögðu hart að sér við að gera Útvarp Óðal sem best úr garði. Grunnskólanemendur í Borgarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.