Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKI hjólreiðamaður- inn Lance Armstrong var á sínum tíma talinn efnilegasti hjólreiðamað- ur heims, enda sigraði hann í hverri keppninni af annarri. Um það leyti sem hann fór að ná árangri í keppni meðal fremstu hjólreiðakappa Evr- ópu greindist hann með krabbamein í eistum og í framhaldi af því í lung- um og heila. Þegar Armstrong fékk krabba varð hann eðlilega að leggja íþrótta- iðkan á hilluna og þegar honum tókst að sigrast á sjúkdómnum með ótrú- legri þrautseigju segir hann að engir vöðvar hafi verið eftir á líkamanum. Eftir mikla sálarkreppu hóf hann æfingar að nýju, en vöðvarnir sem gáfu honum ótrúlegan sprengikraft voru horfnir og í þeirra stað komu nýir vöðvar og nýtt þol sem varð meðal annars til þess að hann sigraði í Tour de France, erfiðustu hjól- reiðakeppni heims, aðeins þremur árum eftir að hann greindist með krabbann. Armstrong gefur skemmtilega innsýn í heim keppnishjólreiða sem er allfrábrugðin öðrum liðsíþróttum og fyrir vikið skilur lesandi mun bet- ur hvers vegna sigur í Tour de France er sigur liðs en ekki bara ein- staklings, þó einstaklingnum sé hampað. Hann gefur einnig ágæta innsýn í þann ótrúlega sjálfsaga sem þarf til að komast í fremstu röð í íþróttagrein og ekki síst hvað stuðningur fyrirtækja og auglýsingasamningar skipta gríðarlegu máli vest- anhafs en við lá að yfirvofandi missir auglýsingasamninga og stuðningsaðila væri meiri ógnun við keppnisferilinn en sjúkdómurinn illvígi. Barátta Armstrongs við krabbann er eðlilega veigamesti þátturinn í ævisögu hans enda ekkert haft eins mikil áhrif á líf hans. Í þeirri baráttu kom sjálf- saginn sér vel, en hann tíundar það líka rækilega hvað traustir vinir hans skiptu miklu máli við að stappa í hann stálinu og styðja á all- an hátt, líka þegar hann var að gef- ast upp sjálfur. Krabbameinið breytti lífi Lance Armstrong og hann segist þakklátur fyrir að hafa fengið það fyrst hann náði að sigrast á því; eftir veikindin hafi hann upplifað lífið á nýjan hátt sem betri maður. Hann segir það reyndar undir lok bókarinnar að ætti hann að velja á milli þess að hafa fengið krabbamein og þess að hafa sigrað í Tour de France myndi hann velja krabbann, því sú orrusta hafi gefið honum meira en sigurhringur- inn í París 1999. Sigur viljans It’s Not About the Bike, sjálfs- ævisaga Lance Armstrong sem hann skrifar með Sally Jenkins. Yellow Jersey Press/Random House gaf út 2000. 275 síður. Kostaði um 1.800 kr. hjá Amazon í Bretlandi. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur ÞAÐ ER erfitt að fylgjast með veikindastríði sinna nánustu og vita að baráttan er vonlaus og stutt í dauðann. Það var Blake Morrison mikið áfall, þegar faðir hans var greindur með krabbamein á loka- stigi og augljóst að hann ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hann sat löngum stundum við dánarbeð hans allt þar til yfir lauk. Þegar jarðarförin var afstaðin og hann kominn heim til sín og átti að fara að vinna og hvunndagurinn blasti við, helltist sorgin yfir hann. Morrison settist niður og skrifaði minningabók um pabba sinn. Þar rekur hann veikindi hans og dauða- stríð á opinskáan og hlífðarlausan hátt, það jaðrar við að maður blygð- ist sín við lesturinn. Hann hikar ekki við að svipta sænginni ofan af föður sínum og leyfa okkur að sjá gamla manninn. En Morrison heldur sig ekki ein- vörðungu við þessi síðustu samskipti þeirra feðganna, heldur tínir hann til ýmsar minningar, sem honum sjálf- um finnast erfiðar. Faðir hans var ráðríkur maður og afskiptasamur, sem hafði vit á öllu og vildi hafa vit fyrir syni sínum. Hann var líka nísk- ur og lagði oft mikið á sig til þess að komast hjá því að borga það sem upp var sett og fjölskyldan skammaðist sín oft fyrir hann vegna þess. Hann var svo sannarlega ekki full- kominn frekar en aðrir menn. Blake Morrison gerir upp við föður sinn á óvæginn hátt og reynir meira að segja að komast að ýmsu, sem hann áttar sig svo á að honum kemur alls ekki við. Þegar uppgjörinu lýk- ur, kveður hann karl föður sinn með ást og virðingu og ekki er hægt að segja annað en að hann þakki honum kær- lega fyrir sig og sína. Blake Morrison hefur sent frá sér þrjár bækur, sú fyrsta var ljóðabók, næst kom minn- ingabókin um föður hans og sú þriðja fjallaði um réttarhöld yfir tveimur 10 ára drengjum, sem höfðu framið morð. Það fer ekki á milli mála að samkennd Morrisons með mönnunum er mikil og hann á auðvelt með að orða hana. Sagan um þá feðga er átakanleg, fyndin, falleg og ein af allra bestu minningabókum sem ég hef lesið. Sorgin gleymir engum And When Did You Last See Your Father, eftir Blake Morrison. Picador USA gefur út árið 1996, 219 síðna kilja. Kostar 1.595 kr. í Pennanum–Eymundsson. Ingveldur Róbertsdótt ir Forvitnilegar bækur AMAZON rekur helstu bókaversl- anir á vefnum, eina í Bandaríkjunum sem er sú stærsta, og eina í Bret- landi. Vestur í Bandaríkjunum var Amazon langvinsælasti vefurinn fyr- ir jól og heimsóknum fjölgaði víst um 48% á milli ára, hálf önnur milljón gesta leit inn á vefsetrið á dag. Mikið var einnig að gera hjá útibúinu í Bretlandi, en það hefur sjálfstæða ritsjórnarstefnu og valdi því eigin bækur sem ekki eru allar þær sömu og mönnum fannst bestar hinum megin við hafið. Breskum Amazon-mönnum fannst bókin Funky Business eftir Svíana Jonas Ridderstrale og Kjell Nord- strom besta bók ársins, en hún fjallar um hagfræði og ástand mála í heim- inum. Reyndar er val þeirra bresku Amazon-manna nokkuð óvenjulegt því á listanum ægir saman bókum úr öllum áttum. Þær eru annars þessar: No Logo eftir Naomi Klein, Eliza- beth eftir David Starkey sem segir sögu Elísabetar I., English Pass- engers eftir Matthew Kneale, Fred and Edie eftir Jill Dawson, sem segir frá frægu morðmáli í Englandi í byrjun aldarinnar, Hitler 1936–1945: Nemesis eftir Ian Kershaw er í sjötta sæti, Set in Darkness eftir Ian Rankin sjöunda, Easter eftir Michael Arditti áttunda, The Tipping Point eftir Malcolm Gladwell níunda og When We Were Orphans eftir Kazuo Ishiguro 10. Vestanhafs er enginn heildarlisti á vefsetri Amazon, því þar er allt flokkað niður, alls í 34 flokka. Á list- anum yfir bestu skáldsögurnar er The Feast of Love eftir Charles Baxter í efsta sæti. Mögnuð þýðing Seamus Heaney á Bjólfskviðu er tal- in næstbesta skáldverkið, White Teeth eftir Zadie Smith er þriðja best, smásagnasafn Amy Bloom A Blind Man Can See How Much I Love You fjórða, The Amazing Ad- ventures of Kavalier & Clay eftir Michael Chabon fimmta, Ravelstein eftir Nóbelsskáldið Saul Bellow sjötta, No Great Mischief eftir Alist- air MacLeod sjö- unda, ljóðasafn Stanley Kunitz, lár- viðarskálds Banda- ríkjanna, áttunda, Two Moons eftir Thomas Mallon ní- unda og Affinity eftir Sarah Waters tíunda besta bókin. Helsti keppinautur Amazon í bóksölu á Netinu er Barnes & Noble. Þar á bæ flokka menn líka allt rækilega og segja The Human Stain eftir Philip Roth besta skáldverk ársins. The Feast of Love eftir Charles Baxter kemur þar næst, White Teeth eftir Zadie Smith þriðja, Pastoralia eftir George Saunders fjórða, Blue Angel eftir Francine Prose fimmta, The Amazing Adventures of Kavalier & Clay eftir Michael Chabon sjötta, Blonde eftir Joyce Carol Oates sjö- unda, Anil’s Ghost eftir Michael Ondaatje áttunda, The Blind Assass- in eftir Margaret Atwood, sem fékk Booker-verðlaunin á síðasta ári, ní- unda og When We Were Orphans eftir Kazuo Ishiguro tíunda besta bók ársins að mati Barnes & Noble. Salon heitir menningartímarit á vefnum sem nýtur mikillar virðingar fyrir lífleg og ígrunduð skrif um hvaðeina, allt frá listum til stjórn- mála. Þar velja menn einnig bestu bækur ársins og telja besta sögulega skáldsögu um Abraham Lincoln sem heitir Abe: A Novel of the Young Lincoln eftir Richard Slotkin. Being Dead eftir Jim Cracekemur þar næst og Lying Awake eftir Mark Salzman þykir þriðja best. The Name of the World eftir Denis Johnson lendir í fjórða sæti, White Teeth eftir Zadie Smith fimmta, An American Story eftir Debra Dickerson sjötta, The Blood Runs Like a River Through My Dreams eftir Nasdijj sjöunda, The Boxer Rebellion eftir Diana Preston áttunda, Pontius Pilate eftir Ann Wroe níunda, og The Social Liv- es of Dogs: The Grace of Canine Company eftir Elizabeth Marshall Thomas telst tíunda besta bókin að mati ritstjórnar Salon. Flestir bókavinir þekkja eflaust Borders-bókaverslanirnar sem eru upp runnar vestanhafs en hafa einnig náð fótfestu í Bretlandi. Borders rek- ur einnig vefsetur þó ekki njóti það sömu hylli og Amazon, og þar á bæ völdu menn Bjólfskviðuþýðingu Seamus Heaney bók ársins. Í öðru sæti í vali Borders var Lying Awake eftir Mark Salzman, The Feast of Love eftir Charles Baxter var þriðja, fjórða The Tale of Murasaki eftir Liza Dalby, Everything in this Country Must eftir Colum McCann er fimmta besta bók ársis að mati Borders, Plowing the Dark eftir Richard Powers sjötta, The Fig Eat- er eftir Jody Shields sjöunda, More Than You Know eftir Beth Gutcheon áttunda, The Houseguest eftir Agnes Rossi níunda og tíunda besta bók ársins er smásagnasafnið The Bride- groom eftir Ha Jin. Það velja fleiri merkisbækur en bóksalar, því bókasafnasamband Bandaríkjanna velur einnig þær bækur sem merkastar þykja, skáld- verk, sannsögulegar og ljóð. Bestu skáldverkin eru, í stafrófsröð eftir- nafns höfunda; Master Georgie eftir Beryl Bainbridge, The Hours eftir Michael Cunningham, The Country Life eftir Rachel Cusk, A Star Called Henry eftir Roddy Doyle, House of Sand and For eftir Andre Dubus, For the Relief of Unbearable Urges eftir Nathan Englander, Waiting eft- ir Jin Ha, The Colony of Unrequited Dreams eftir Wayne Johnston, A Dangerous Friend eftir Ward Just, A Gesture Life eftir Chang-rae Lee, Motherless Brooklyn eftir Jonathan Letham og Henry of Atlantic City eftir Frederick Reuss. Sé litið yfir listana vekur kannski helst athygli hversu ólíkir þeir eru og fátítt að menn velji sömu bækurnar á lista. Þær rata þó nokkrar á fleiri en einn lista og kannski má segja að þar séu komnar helstu bækur ársins að flestra mati: The Feast of Love eftir Charles Baxter White Teeth eftir Zadie Smith Bjólfskviða í þýðingu Seamus Heaney. The Amazing Adventures of Kav- alier & Clay eftir Michael Chabon. When We Were Orphans eftir Kazuo Ishiguro Lying Awake eftir Mark Salzman. Bestu bækurnar Undir lok síðasta árs kepptust bókaverslanir á Netinu við að velja bestu bækur liðins árs. Athygli vekur hvað list- arnir eru ólíkir og fáar bækur sem rötuðu inn á fleiri en einn lista. ÁRSUPPGJÖR BÓKSALA Á VEFNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.