Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 64

Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur sent erindi til ríkislögreglustjóra um að embættið rannsaki frekar við- skipti Búnaðarbanka Íslands hf. og Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans með hlutabréf Pharmaco hf. á ár- unum 1999 og 2000. Er það mat Fjármálaeftirlitsins að bankinn hafi haft innherjaupplýsingar um félagið en átt viðskipti með hlutabréf þess á sama tíma sem er brot á lögum um verðbréfaviðskipti Búnaðarbankinn telur aftur á móti að engar reglur hafi verið brotnar og hefur óskað eftir því að fá að kynna sér gögn málsins frekar í samræmi við reglur stjórnsýslu- laga. Þeirri ósk hefur Fjármálaeft- irlitið hafnað og telur að málsmeð- ferðarreglur stjórnsýslulaga eigi ekki við. Vilja nánari upp- lýsingar um brot Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbanka Íslands, segir að bankinn hafi óskað eftir því að fá upplýsingar um einstök atriði sem Fjármálaeftirlitið teldi að gætu falið í sér brot. „Okkur var synjað um það og vitum því ekki hvaða brot er verið að tala um. Á meðan við vitum það ekki er erfitt að svara því um hvað er að ræða. Við gerðum ráð fyrir að við fengjum að gera það með því að setja fram okkar athuga- semdir og skýringar en okkur hefur verið synjað um það. Því hefur bankinn ákveðið að kæra ákvörðun eftirlitsins og hefur falið Gesti Jónssyni hrl. að annast málið.“ Bankinn finnur ekkert at- hugavert við viðskiptin Fjármálaeftirlitið telur að Búnað- arbanki Íslands hf. og Hlutabréfa- sjóður Búnaðarbankans hafi búið yf- ir trúnaðarupplýsingum um Pharmaco hf. á tímabilinu apríl til 7. júní 1999 og viðskipti bankans og sjóðsins með hlutabréf í félaginu á því tímabili kunni að hafa falið í sér brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Jafnframt telur Fjármálaeftirlitið að rannsaka þurfi frekar viðskipti sömu aðila með hlutabréf í Phar- maco frá 7. júní 1999 til mars 2000 og því hafi eftirlitið sent málið til Ríkislögreglustjóra. Vegna athugunar Fjármálaeftir- litsins hefur bankaráð og banka- stjórn Búnaðarbankans látið fara fram ítarlega skoðun á öllum við- skiptum bankans, Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans og Fjárfestingar- sjóðs bankans með hlutabréf í Pharmaco á því tímabili sem ósk Fjármálaeftirlitsins um nánari rannsókn Ríkislögreglustjóra nær til. Sú athugun hefur ekki leitt í ljós að reglur hafi verið brotnar, sam- kvæmt upplýsingum frá Búnaðar- bankanum. Að sögn Pálma var um lítil við- skipti að ræða á fyrra tímabilinu og að innra eftirlit bankans hafi ekki getað séð að neinar reglur hafi verið brotnar á því síðara. Því sé óskað eftir upplýsingum um bæði tímabilin sem tilgreind eru í tilkynningu Fjár- málaeftirlitsins til bankans. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Viðskipti BÍ með bréf Pharmaco til ríkislögreglustjóra Bankinn kærir ákvörð- un Fjármálaeftirlits  Viðskipti/23 RÍKISSJÓÐUR ber ábyrgð á lífeyr- isgreiðslum til grunnskólakennara sem eru komnir á eftirlaun. Þetta er í samræmi við samning sem sveit- arfélögin og ríkið gerðu með sér árið 1996 þegar rekstur grunnskólans var færður frá ríkinu til grunnskól- ans. Ekki liggur fyrir um hve miklar upphæðir er að ræða en þær skipta milljörðum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að verið væri að skoða þetta mál í fjármálaráðuneytinu en flest benti til að ábyrgðin á þessum skuld- bindingum hvíldi hjá ríkissjóði. Samkvæmt reglum B-deildar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins mið- ast lífeyrisgreiðslur til ellilífeyris- þega við grunnlaun eftirmanns í starfi. Í nýgerðum samningi ríkisins við framhaldsskólakennara og í samningi sveitarfélaganna við grunnskólakennara er verið að hækka grunnlaun verulega. Grunn- laun byrjanda í kennslu í framhalds- skóla, sem er með BA- eða BS-próf, hækka úr tæplega 110 þúsund á mánuði í 175 þúsund. Hliðstæðar breytingar verða í samningi grunn- skólakennara þótt upphæðirnar séu heldur lægri. Ríkið er ábyrgt fyrir því að greiða kostnað við þau bættu lífeyrisréttindi sem samningur fram- haldsskólakennara felur í sér. Ríkið er einnig ábyrgt fyrir því að greiða kostnað við stærstan hluta af lífeyrisskuldbindingum til grunn- skólakennara sem hlýst af samningi sveitarfélaganna við grunnskóla- kennara enda er mestur hluti þeirra kominn til meðan grunnskólakenn- arar voru enn starfsmenn ríkisins. Skiptir milljörðum Ekki liggur fyrir í fjármálaráðu- neytinu eða hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins hvað lífeyrisskuld- bindingar ríkisins hækka mikið með þessum samningum. Geir H. Haarde sagði að verið væri að taka það sam- an. Hann sagði þó ljóst að samningur grunnskólakennara væri mun dýrari en samningur við framhaldsskóla- kennara. Starfandi grunnskólakenn- arar eru tæplega 4.000 en fram- haldsskólakennarar eru um 1.300. Um 2/3 kennara sem hafið hafa töku lífeyris eru grunnskólakennarar. Geir tók fram að þær tölur um líf- eyrisskuldbindingar, sem Pétur Blöndal alþingismaður hefði nefnt, væru ekki réttar en hann hefur sagt að samningur framhaldsskólakenn- ara leiði til þess að lífeyrisskuldbind- ingar ríkisins hækki um 14 milljarða. Geir sagði að verið væri að gera sam- bærilegar breytingar á launakerfi framhaldsskólakennara og gerð var á launakerfi nær allra annarra stétta háskólamanna árið 1997. Ríkið ber ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum sem leiðir af samningi grunnskólakennara Óljóst hver kostnaður er Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson HAFNSÖGUBÁTURINN Þróttur hefur verið í stöðugum siglingum um smábátahöfnina í Hafnarfjarð- arhöfn undanfarna daga til að rjúfa ísinn sem hamlar smábátaflotanum för. Sérstaklega þarf að brjóta ísinn fyrir plastbátana sem komast lítt áleiðis án aðstoðar Þróttar. Þróttur var smíðaður 1963 og gegndi fyrstu árin hlutverki fiski- báts. Upp úr 1970 var báturinn svo gerður að hafnsögubáti Hafn- arfjarðarhafnar og hefur lóðsað skip um höfnina í þrjá áratugi. Sá gamli verður senn leystur af hólmi, að minnsta kosti hvað varðar erf- iðustu verkin, því nýr hafn- sögubátur er í smíðum og er vænt- anlegur í febrúar. Nýi báturinn er mun stærri og öflugri en Þróttur og hefur hann hlotið heitið Hamar. Verður hann m.a. notaður sem dráttarbátur þar sem togkraftur hans er 13 tonn en Þróttur dregur aðeins um þrjú tonn. Hafnsögumenn bæjarins segja al- vanalegt að smábátahöfnina leggi í tíðarfari eins og verið hefur á suð- vesturhorninu, þegar mikið frost og stillur leggjast á eitt. Þegar hvessir á ný kemst hreyfing á sjó- inn og öldurnar brjóta ísinn. Þá mæðir minna á Þrótti og ferðum hans fækkar. Á fimmtudag og föstudag hlýnar í veðri og spáir Veðurstofan rigningu eða súld um sunnan- og vestanvert landið og 3–8 stiga hita. Aðstoðar smábátana BYGGING rannsókna- og nýsköp- unarhúss við Háskólann á Akureyri verður einkaframkvæmd og munu þeir sem reisa bygginguna einnig reka hana. Í húsinu verður starfsemi á vegum Háskólans á Akureyri og um 20 ríkisstofnana af ýmsu tagi, auk þess sem ætlunin er að bjóða svokölluðum sprotafyrirtækjum upp á aðstöðu í húsinu. Áætlað er að verksala verði þann- ig heimilað að reisa u.þ.b. 6.000 fer- metra hús en sú starfsemi sem þegar er fyrirhuguð í húsinu mun nýta um 4.000 fermetra. Síðar í þessum mánuði verður ljóst hvernig forvali verður háttað en stefnt er að því að niðurstaða fáist úr því 24. febrúar nk. Bráðabirgðagögn vegna útboðs ættu að liggja fyrir í byrjun mars og endanleg útboðs- gögn í lok þess mánaðar. Verklok eru áætluð í upphafi árs 2003. Einkafram- kvæmd á Akureyri  Um 6 þúsund /32 ♦♦♦ LOKAGENGI hlutabréfa deCODE genetics Inc., móðurfélags Íslenskr- ar erfðagreiningar, var 7,9375 doll- arar á hlut á Nasdaq-hlutabréfa- markaðnum í New York í gær. Lækkuðu bréfin um 8,63% frá síð- asta viðskiptadegi. Er þetta í fyrsta skipti sem lokagengi félagsins fer niður fyrir átta dollara á hlut. Um miðjan dag í gær var gengi bréfanna komið niður í 6,6875. Svokölluðu læsingartímabili, þ.e. banni við sölu á hlutabréfum félags- ins, lýkur 14. janúar næstkomandi en fyrsta viðskiptadag þar á eftir, mánudaginn 15. janúar, verða fjár- málamarkaðir í Bandaríkjunum lok- aðir í minningu Martin Luther King. deCODE und- ir 8 dollara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.