Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ofsóknir nasista gegn vottum Jehóva Milli andspyrnu og píslarvættis Í dag kl. 16 verður opn-uð í Ráðhúsi Reykja-víkur sýningin: Milli andspyrnu og píslarvættis. Þetta er sýning sem ættuð er frá Danmörku á vegg- spjöldum þar sem lýst er ofsóknum nasista á valda- tíma þeirra gegn Vottum Jehóva. Einnig verður frumsýnd heimildamynd um þetta efni. Skipuleggj- andi dönsku sýningarinnar er Erik Jörgensen, hann heldur fyrirlestur á opnun sýningarinnar í ráðhúsinu í dag. En um hvað mun hann fjalla? „Við viljum gjarnan stuðla að því að helförin verði aldrei endurtekin. Við höldum að fræðsla sé eina ráðið til þess að koma í veg fyrir slíka harmleiki. Við telj- um einnig mikilvægt að þekkja þau viðhorf sem eru undanfari svona atburða. Minnihlutahópar úti um allan heim eru kúgaðir á ýmsa lund. Við viljum líka gjarnan sýna virðingu þeim sem urðu fórn- arlömb nasista á sínum tíma. And- spyrnumenn Hitlers voru ekki síst hinir trúuðu kristnu menn sem börðust gegn honum í krafti trúar sinnar. Sýningunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar. Síðasta veggspjaldið er spegill. Yfir hon- um stendur: Á þetta að gerast aft- ur?“ – Urðu Vottar Jehóva fyrir miklum ofsóknum frá hendi nas- ista í Danmörku? „Nei, það var í Þýskalandi sem helstu ofsóknirnar fóru fram. En sagan er mikilvæg. Vottarnir gátu valið sé frelsi ef þeir vildu ef þeir undirskrifuðu yfirlýsingu um að þeir afneituðu trú sinni. Þá fengu þeir sakaruppgjöf. En það voru aðeins fáir sem undirrituðu slíka yfirlýsingu. Vottarnir voru sér- staklega merktir líkt og gyðingar nema hvað merki vottanna var fjólublár þríhyrningur. Þetta var eina trúfélagið sem sameinaðist gegn Hitler. Þeir neituðu að nota kveðjuna: Heil Hitler. Þeir vildu ekki kjósa nasista í kosningum og þeir vildu ekki taka þátt í hernaði Hitlers. Um tvö hundruð og fimm- tíu voru líflátnir. Flestir af því að þeir vildu ekki gerast hermenn. Um 2.000 vottar dóu í fangabúðum nasista. And- staða þeirra gegn Hitler var and- legs eðlis. Þeir óskuðu ekki eftir að verða píslarvottar. En þeir voru tilbúnir til að taka afleiðing- unum af sannfæringu sinni. Af því finnst okkur að megi læra mikið. Það er á öllum tímum þörf fyrir fólk sem stendur fast við trú sína og sannfæringu.“ – Um hvað fjallar þessi heimild- armynd? „Heimildamyndin fjallar um það sem rannsakendur hafa fund- uð út við athuganir sínar á fanga- búðum og ofsóknum nasista gegn vottum Jehóva. Þar er líka að finna viðtöl við þá sem lifðu þessa tíma, fólk sem sat í fangabúðum nasista. Einn þeirra sem talað er við vann í stálveri með tvö þúsund manns sem allir sögðu Heil Hitler á morgnana og á kvöldin – þá sagði hann aðeins góðan dag og verið þið sælir. Hann var settur í fangabúðir og varð vitni að aftöku bróður síns sem neitaði að gegna herþjónustu. Þessir menn voru báðir vottar. Ég verð að segja að ég dáist að kjarki hans og bróður hans.“ – Hvað sýna veggspjöldin á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavík- ur? „Þau sýna á skipulagðan hátt í myndum og frásögn það sem gerðist á árunum 1933 til 1945. Þetta eru ljósmyndir frá fanga- búðunum, frá þeim sem viðstaddir voru ofsóknirnar og einnig eru þarna sýnd kveðjubréf frá fórnar- lömbum nasista. Þarna eru frá- sögur um fjölskyldur sem urðu mjög illa úti í þessum ofsóknum, sumir úr röðum þeirra voru teknir af lífi og aðrir sátu í fangelsi eða fangabúðum. Einnig er sagt frá 840 börnum sem tekin voru af for- eldrum sínum og komið fyrir á uppeldisstofnunum nasista.“ – Hefur þessi sýning farið víða? „Ég sá þýska sýningu í Ham- borg 1997 og ákvað að hún ætti er- indi til Danmerkur. Það endaði með að við gerðum eina slíka í Danmörku. Hún hefur verið far- andsýning, verið sett upp á yfir tuttugu stöðum víða um land þar. Einnig hefur hún verið sett upp í Norræna húsinu í Þórshöfn og Nuuk í Grænlandi. Sýningin sem hér verður opnuð á morgun er hins vegar íslenskuð og staðfærð lítið eitt. Ég hef sjálfur hitt nokkra sem komust lífs af úr fangabúðunum sem eru nefndir á sýningunni. Einn af þeim heitir Horst Schmidt. Hann var kallaður til herþjónustu en móðir hans faldi hann og tvo félaga hans. Þetta var uppgötvað af yfirvöldum og þau voru öll dæmd til dauða. Móðir Horst var tekin af lífi en hann lifði af, gata var nefnd eftir henni við fangelsið. Í janúar 1998 var Horst í Stokkhólmi þar sem svona sýning var sett upp og þar fann hann kveðjubréf frá móður sinni sem stílað var til hans sjálfs. Þetta var í fyrsta sinn sem hann sá þetta bréf. SS- menn höfðu geymt bréfið. Hann féll saman. Sá hugsunarháttur sem liggur að baki því að geyma svona bréf er að lýsa þeim óhugn- aði sem nasistar höfðu í frammi. Þetta bréf er eitt af því sem sýnt er á sýningunni sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Erik Jörgensen  Erik Jörgensen fæddist 1948 í Árósum í Danmörku. Hann lauk almennu skólanámi og stundaði verslunarnám. Hann hefur verið trúboði votta Jehóva frá 1961. Hann hefur undirbúið sýningu í Danmörku þar sem fjallað er um efnið: Ofsóknir nasista gegn vottum Jehóva í Þýskalandi. Nú er hann fyrirlesari á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um sama efni. Kona Eriks Jörgensens er Gretha, hún starfar sem próf- arkalesari. Við höldum að fræðsla sé eina ráðið til að koma í veg fyrir slíka harmleiki. ALMYRKVI á tungli sást frá Ís- landi á þriðjudagskvöld, en tungl- myrkvar sjást aðeins frá hálfri jörðinni í senn, þ.e. þeim helmingi jarðar sem snýr að tunglinu þegar myrkvinn verður. Skuggi jarðar teygir sig langt út í geiminn og samkvæmt Almanaki Háskóla Ís- lands heitir það almyrkvi á tungli ef tunglið gengur allt inn í skugga jarðar og er þá átt við alskugg- ann, þar sem ekki sést til sólar. Á þriðjudagskvöld varð tunglið rauðleitt eins og algengt er í myrkvum og samkvæmt Almanak- inu er skýringin sú að það litla sólarljós sem nær að dreifast inn í jarðskuggann hefur farið í gegn- um lofthjúp jarðar við rönd henn- ar frá tunglinu séð og roðnað líkt og gerist við sólsetur á jörðinni. Í deildarmyrkva á tungli fellur skuggi jarðar aðeins á hluta af tunglinu svo það myrkvast ekki algjörlega á neinu skeiði myrkv- ans. Í hálfskuggamyrkva gengur tunglið ekki inn í skugga jarðar en fer það nærri honum að sólin myrkvast að hluta til, séð frá ein- hverju svæði tungls, jafnvel allri þeirri hlið sem snýr að sólu. Tunglmyrk- var sjást frá hálfri jörðinni                BORGARRÁÐ hefur samþykkt þá tillögu Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar og Reykjavíkurhafnar að ráðast í breytingar á inngangi fyr- ir skrifstofur Reykjavíkurhafnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Samningur hefur verið gerður við Ís- tak hf. upp á 30 milljónir króna vegna framkvæmdarinnar en inni í þeim kostnaði, að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns hafnar- stjórnar, er ný lyfta sem koma þarf upp vegna breytinganna. Inngangur að skrifstofum Reykja- víkurhafnar, sem eru á þriðju og fjórðu hæð Hafnarhússins, hefur verið við portið á austurhliðinni sem snýr að Tollhúsinu. Árni Þór sagði við Morgunblaðið að vegna breyt- inga á húsnæði Listasafns Reykja- víkur, sem einnig er í Hafnarhúsinu, væri portið að fá nýtt hlutverk. Af þeim sökum þarf að flytja inngang að skrifstofu Reykjavíkurhafnar á norðurhlið hússins, þá er snýr að Geirsgötu og Miðbakka. Með breytt- um inngangi verður aðgengi hjóla- stóla að skrifstofum hafnarinnar ein- faldað og bætt. „Til þessa hefur ekki þótt auðvelt að rata til okkar en ég vona að þetta verði allt til bóta. Þetta er mikil að- gerð og kostar í kringum 30 millj- ónir. Ístak hefur verið í þessum framkvæmdum í Hafnarhúsinu þannig að Innkaupastofnun samdi við fyrirtækið. Hönnun vegna breyt- inganna er langt komin og fram- kvæmdir hefjast fljótlega. Við reikn- um með að geta tekið nýjan inngang í notkun í vor,“ sagði Árni Þór. Hann sagði breytingarnar hafa verið samþykktar athugasemdalaust innan stjórna Innkaupastofnunar, hafnarstjórnar og borgarráðs. Skrifstofur Reykjavíkurhafnar í Hafnarhúsinu 30 milljónir vegna breytinga á inngangi SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA er ekki lengur til staðar hjá lyfjabúðum á höfuðborgarsvæðinu. Lyf og heilsa hefur ein lyfjaverslana haft sólar- hringsþjónustu í lyfjabúð sinni í Aust- urveri en frá og með áramótum hefur opnunartímanum verið breytt. Þar er nú opið frá kl. 8 á morgnana til kl. 2 um nótt. Karl Wernersson framkvæmda- stjóri segir að ákvörðun um breyttan opnunartíma hafi verið tekin á grund- velli þjónustukönnunar sem fyrirtæk- ið lét gera. Hann segir að niðurstaðan hafi verið sú að nánast engir lyfseðlar hafi borist á tímabilinu frá kl. 2 að nóttu til kl. 8 að morgni. Að meðaltali hafi komið 1,5 lyfseðlar á þessum tíma nætur. Karl segir að þessi ákvörðun hafi einnig verið tekin þar sem þessi opnun hafi leitt til mikils álags á lyfja- fræðinga, sem mikill skortur er á. Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneytinu er þetta mál nú á borði heilbrigðisráðherra og vænta megi ákvarðana á næstu dögum. Í lyfjalögum er kveðið á um að ráð- herra er heimilt að kveða á um vakt- skyldu lyfsöluleyfishafa. Engin lyfja- verslun opin allan sólar- hringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.