Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÁGMARKSFJÁRHÆÐ sú, alls 43.424 kr., sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að lögfesta vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins, og ætlað er að tryggja að öryrki hafi a.m.k. ákveðnar lágmarkstekjur án tillits til tekna maka, er byggð á tillögum starfshóps sem forsætisráðherra skip- aði. Aðspurður hvernig starfshópurinn hefði komist að niðurstöðu um þessa tilteknu fjárhæð sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður starfshópsins, að hún byggðist ekki á nákvæmum útreikningum, heldur á mati út frá forsendum dóms Hæstaréttar svo uppfylla mætti þær kröfur sem í dómi Hæsta- réttar felast. Lægri fjárhæð en óskert tekjutrygging einhleypings Grunnlífeyrir örorkulífeyrisþega nemur í dag 18.424 kr. og full tekjutrygging 32.566 kr. eða samanlagt 50.990 kr. Þær tekjuskerðingarreglur sem Hæstiréttur dæmdi ólögmætar gátu leitt til þess að öryrki í hjúskap eða sambúð, sem ekki hefur aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga, fengi aðeins grunnörorkulífeyri, ef tekjur maka fóru yfir tilgreind mörk. Ekki er lagt til í skýrslu starfshópsins og frumvarpi ríkisstjórnarinnar að skerðing tekjutryggingar vegna tekna maka verði að öllu leyti afnumin heldur er umræddri viðmið- unarfjárhæð ætlað að tryggja að örorkubætur líf- eyrisþega í sambúð eða hjúskap verði aldrei lægri en 43.424 kr. á mánuði þrátt fyrir tengingu bóta við tekjur maka. Lagt er til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar skv. tillögum starfshópsins að umrædd tekjutrygging verði 300 þús. kr. á ári eða 25 þús. kr. á mánuði og því samtals að lágmarki 43.424 kr. á mánuði að grunnlífeyri meðtöldum. Þessi fjárhæð er nokkru lægri en óskert tekju- trygging einhleyps öryrkja en í skýrslu starfs- hópsins segir að við ákvörðun á þessari viðmið- unarfjárhæð hafi verið talið rétt að taka tillit til þess, sem fram komi í dómsforsendum Hæsta- réttar, að það geti átt við málefnaleg rök að styðj- ast að gera nokkurn greinarmun á greiðslum til einstaklinga úr opinberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki. Verði fjárhæð sérreglunnar því eðlilega nokkru lægri en fjárhæð óskertrar tekjutryggingar einhleypings. Töldu nauðsynlegt að hækka lágmarkstöluna umtalsvert Jón Steinar bendir á að í þessari sérreglu felist samt sem áður umtalsverð hækkun á því lágmarki sem um var fjallað í forsendum hæstaréttardóms- ins. „Það er engin akademísk nákvæmni í tölunni. Hún er ekki byggð á neinum útreikningum heldur er hún bara byggð á þessu mati. Við töldum rétt, vegna þess að við vorum að reyna að leggja mæli- kvarða á það sem í dómnum felst, að hún væri lægri en tekjutrygging einstaklings, en þyrfti engu að síður að hækka umtalsvert. Þessi tala sem við fundum uppfyllti þessi skilyrði,“ sagði hann. Jón Steinar Gunnlaugsson um viðmiðunarfjárhæð örorkubóta Upphæðin ekki byggð á útreikningum heldur mati JAFNRÉTTISSTOFA, sem opnuð var á Akureyri í september í fyrra, hefur lagt fram verkefnaáætlun fyrir þetta ár auk þess sem gengið hefur verið frá hugmyndum að verkefnum til næstu fimm ára. Nú starfa fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Jafnrétt- isstofu auk þess sem einn sinnir ýms- um sérverkefnum, en næsta skref er, að sögn Valgerðar Bjarnadóttur framkvæmdastjóra, að fá lögfræðing til starfa þar. Megináherslur Jafnréttisstofu verða að sögn Valgerðar lagðar á samþættingu, rannsóknir, sérað- gerðir , miðlun þekkingar, ráðgjöf og fræðslu. Hún sagði aukna áherslu lagða á samþættingu, sem byggist á því að jafnréttissjónarmið og kynja- sjónarmið eru fléttuð inn í stefnu- mörkun og starfsemi fyrirtækja, stofnana og ríkja, t.d. við gerð fjár- hagsáætlana og árangurssamninga. Þá má nefna að staðið verður fyrir rannsóknum sem nauðsynlegar þykja til að bregða ljósi á orsakir kynjabundins misréttis auk þess sem safnað verður saman þekkingu um kynjabundna mismunun og um stöðu og samskipti kynjanna og miðla þeirri þekkingu inn í samfélagsum- ræðuna. Áhersla verður lögð á að nálgast viðfangsefni út frá lagalegu, menn- ingarlegu, félagslegu og sálfélags- legu sjónarhorni. Einnig fjölskyldu- mál, en Jafnréttisstofu getur haft áhrif í átt til jafnréttis í fjölskyldum m.a. með því að fylgja eftir nýjum fæðingar- og foreldraorlofsdögum. Hvað menntamál varðar getur stofan haft áhrif til aukins jafnréttis með því að standa að rannsóknum á því sviði auk þess að vera ráðuneyti og skólum til ráðgjafar sem og að taka þátt í verkefnum. Þá verður lögð áhersla á vinnumarkaðsmál en á þeim vett- vangi er mikið verk að vinna og loks má nefna að Jafnréttisstofa hyggst vinna að því að jafna hlut kynjanna í menningu, t.d. með rannsóknum á tungumálinu og áhrifum þess á sjálfsmynd og samskipti kynjanna. Aðstoð og ráðgjöf til ríkis og sveitarfélaga Katrín Björg Ríkarðsdóttir og Kristján Jósteinsson, sérfræðingar á Jafnréttisstofu, gerðu grein fyrir lögbundnum verkefnum Jafnréttis- stofu en þar er af nógu að taka. Áhersla verður í fyrstu lögð á jafn- réttismál ríkisins en um þessar mundir eru jafnréttisfulltrúar að taka til starfa í ráðuneytum og þeir þurfa stuðning, en m.a. verða á veg- um stofunnar haldin námskeið fyrir þá í næsta mánuði. Þá er mikil vinna í kringum jafnréttismál sveitarfélaga og mun hún heldur aukast í kjölfar þess að nú ber öllum sveitarfélögum að ráða til sín jafnréttisfulltrúa. Þá mun stofan fljótlega senda öllum fyr- irtækjum, sem hafa 25 starfsmenn eða fleiri, bréf þar sem minnt er á jafnréttislögin, m.a. fæðingarorlofs- lögin. Stofan mun efna til námskeiða í apríl um gerð jafnréttisáætlana, samþættingu jafnréttishugsunar í starfsmanna- og þjónustustefnu en þau verða haldin í samvinnu við Sam- tök atvinnulífsins og stéttarfélög. Hvatning til að standa sig vel Af öðrum verkefnum sem unnið verður að má nefna kynningu og út- gáfumál, eftirlit með jafnréttislög- um, rannsóknir af ýmsu tagi, standa fyrir kynningu og rannsóknum á fæðingar- og foreldraorlofi, en m.a. verður ráðstefna haldin um það efni á Akureyri í mars. Þá verða launamál til umfjöllunar, sem og kynbundið of- beldi, jafnréttisfræðsla í skólum, námskeið og fyrirlestrar eru á dag- skrá og eins þarf að skoða forsjár- mál. Valgerður sagði að þó Jafnréttis- stofa hefði ekki starfað ýkja lengi hefði hún þó séð margvíslegan ár- angur. Hún sagði að staðsetning stof- unnar sem sætt hefði gagnrýni hefði í för með sér að meiri kröfur væru gerðar til hennar, en það væri starfs- fólki hvatning til að standa sig vel. Jafnréttisstofa hefur lagt fram verkefnaáætlun til fimm ára Fjölmörg mikilvæg verkefni framundan Morgunblaðið/Kristján Valgerður Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Katrín Ríkarðsdóttir og Kristján Jósteinsson sem starfa þar sem sérfræðingar. FORELDRAR framhaldsskóla- nema standa fyrir stofnfundi um hagsmunasamtök foreldra fram- haldsskólanema mánudaginn 15. janúar kl. 20 að Grand hóteli við Sig- tún í Reykjavík. Á fimmtudagi í síðustu viku fundaði hópur foreldra framhalds- skólanema. Tilgangur fundarins, sem haldinn var í skugga 8 vikna verkfalls kennara, var fyrst og fremst sá að gefa foreldrunum kost á að bera saman bækur sínar og sam- mælast um á hvern hátt foreldrar framhaldsskólanema geti í lengd og bráð stutt betur jafnt við nemendur og skólastarf í framhaldsskólum, segir í fréttatilkynningu frá starfs- hópi um stofnun samtakanna. Ólöf Garðarsdóttir frá starfshópi um stofnun samtakanna setur fund- inn á mánudag en frummælendur verða Jónína H. Bjartmarz frá landssamtökunum Heimili og skóli, Lárus H. Bjarnason, rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, Gísli Ragn- arsson, aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, og Margrét Rún Einarsdóttir, nemandi í Borgarholtsskóla. Umræður verða að erindum loknum. Stofnun sam- taka foreldra framhalds- skólanema DÓMSTÓLL í Edinborg í Skot- landi dæmdi í fyrradag 63 ára skoskan karlmann í átta ára fang- elsi fyrir að reyna að smygla 4,5 kílóum af hassi til Íslands. Hálft annað ár mun vera frá því að mað- urinn var handtekinn þar sem hann var að stíga um borð í far- þegaskip sem var á leið hingað til lands. Maðurinn hefur áður hlotið tvo dóma fyrir fíkniefnasmygl. Samkvæmt upplýsingum fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík er maðurinn ekki á skrám hennar og handtakan var ekki gerð í samstarfi við lögregl- una hér á landi. Maðurinn var handtekinn í ágúst í fyrra þegar hann var að stíga um borð í far- þegaskipið Albatros í Invergord- on í Skotlandi, sem var á leið til Ís- lands. Reyndi að smygla hassi til Íslands KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu fimm milljóna króna sektar fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, lögum um tekjuskatt og eignaskatt og á bókhaldslögum. Alls námu vanskil mannsins um þremur milljónum króna. Haldi maðurinn almennt skil- orð í tvö ár fellur refsingin niður. Greiði maðurinn ekki sektina innan fjögurra vikna verður hann hins veg- ar að sæta þriggja mánaða fangelsi. Þá var manninum gert að greiða all- an sakarkostnað. Ragnheiður Bragadóttir, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn. Maðurinn játaði skýlaust þau brot sem hann var ákærður fyrir. Brotin áttu sér stað frá því í maí 1993 til árs- loka 1996. Honum var gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um virðis- aukaskatt með því að tilkynna ekki til skattstjórans í Reykjavík um sjálfstæðan atvinnurekstur sinn. Maðurinn skaut undan virðisauka- skatti sem hann innheimti á þessu tímabili að fjárhæð 1.676.148 kr. Þá var hann ákærður fyrir að hafa kom- ið sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar að upphæð 1.438.545 kr. af tekjum sínum á árunum 1994–1996. Loks var hann ákærður fyrir bók- haldsbrot með því að hafa eigi fært bókhald vegna sjálfstæðs atvinnu- rekstrar síns á árunum frá og með 1993 til og með 1996 og fyrir að hafa á sama árabili vanrækt að varðveita bókhaldsgögn. Hann bjó jafnframt til gögn sem ekki áttu sér stoð í við- skiptum við aðra aðila og lét undir höfuð leggjast að semja ársreikning vegna rekstrarins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn ekki sætt refsingu frá árinu 1986. Fram að þeim tíma átti hann nokkuð samfelldan afbrotaferil allt frá árinu 1971. Þar var aðallega um að ræða brot á áfengislögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Sakarferill ákærða hafði hins vegar ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Fimm millj- óna sekt fyrir van- skil á virðis- aukaskatti ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.