Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ JEAN-Christophe Mitterrand, syni Francois Mitterrand, fyrr- verandi Frakklandsforseta, var sleppt úr fang- elsi í París í gær eftir að fjölskylda hans og vinir greiddu fimm milljónir franka, and- virði 60 millj- óna króna, í tryggingu. Mitterrand hafði verið í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar á meintri aðild hans að ólöglegri sölu vopna til Angóla. Yfirvöld heimiluðu fyrr í mánuðinum að Mitterrand yrði látinn laus gegn tryggingu en hann gat ekki greitt hana og vildi ekki þiggja aðstoð fjölskyldu sinnar fyrr en í gær. Hjákona Estrada hunsar vitnastefnu HJÁKONA Josephs Estrada, forseta Filippseyja, sem hefur verið ákærður til embættismiss- is fyrir spillingu, flúði til Hong Kong í gær til að komast hjá því að bera vitni í réttarhöldunum í máli hans. Saksóknarar kröfð- ust þess að henni yrði refsað fyrir að sýna réttinum óvirð- ingu. Þeir sögðu að embættis- menn hefðu reynt að afhenda henni vitnastefnu áður en hún flúði en vinnukona hennar hefði hindrað það. Evrópskir íhaldsmenn þinga NOKKRIR af forystumönnum evrópskra íhaldsmanna hvöttu til þess að stækkun Evrópusam- bandsins yrði flýtt og gagn- rýndu leiðtogafund þess í Nice í síðasta mánuði á þingi sem sett var í Berlín í gær. „Fundurinn í Nice sýnir að Evrópu skortir andlega for- ystu,“ sagði Sauli Niinisto, leið- togi Íhaldsflokksins í Finnlandi. Fulltrúar 42 mið- og hægri- flokka eiga fulltrúa á þinginu og eitt af markmiðum þess er að leggja drög að stefnuyfirlýsingu sem þeir vona að styrki stöðu þeirra í löndum, sem eru undir stjórn vinstriflokka, og auki áhrif þeirra innan Evrópusam- bandsins. Bætur vegna þjóðnýtingar samþykktar NEÐRI deild pólska þingsins samþykkti í gær umdeilt frum- varp sem kveður á um að greiða eigi skaðabætur vegna þjóðnýt- ingar á valdatíma kommúnista. Samkvæmt frumvarpinu eiga skaðabæturnar aðeins að nema 50% af verðmæti eignanna og eru margir kröfuhafanna óá- nægðir með þau áform. Frumvarpið bíður nú af- greiðslu efri deildar þingsins. Áætlað er að skaðabæturnar samkvæmt frumvarpinu nemi andvirði 920 milljarða króna. STUTT Mitterr- and leystur úr haldi Jean- Christophe Mitterrand BILJANA Plavsic, fyrrverandi for- seti lýðveldis Bosníu-Serba, kom í gær í fyrsta sinn fyrir stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, þar sem henni var birt ákæra í níu lið- um fyrir alla þá glæpi sem eru á vald- sviði dómstólsins, meðal annars þjóð- armorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Plavsic er ásamt Radovan Karad- zic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu- Serba, og Momcilo Krajisnik, nánum ráðgjafa Karadzic, ákærð fyrir að leggja á ráðin um „hreinsun“ mús- lima og Króata úr borgum og bæjum í norður- og vesturhluta Bosníu. Hreinsanirnar hófust árið 1991, eftir að Serbar í Bosníu risu upp gegn yf- irlýsingu um sjálfstæði Bosníu frá Júgóslavíu. Í ákærunni eru talin upp 42 sveitarfélög, þar sem þúsundir manna voru myrtar og enn fleiri hraktir á flótta. Á meðan á Bosníustríðinu stóð var Plavsic næstráðandi Karadzic. Í skjali sem stríðsglæpadómstóllinn sendi frá sér segir að þremenning- arnir hafi „haft frumkvæði að og framkvæmt athæfi, sem meðal ann- ars fól í sér að skapa fólki ómöguleg lífsskilyrði með ofsóknum og grimmdarverkum, með það fyrir aug- um að neyða fólk af öðru þjóðerni en serbnesku til að leggja á flótta, flytja þá burt með valdi sem vildu ekki flýja og útrýma öðrum.“ Gæti orðið lykilvitni Í ákærunni á hendur Plavsic eru af- leiðingar grimmdarverka Serba út- listaðar og raktar eru frásagnir af af- tökum, pyndingum og fangelsunum við ómannúðlegar aðstæður. Tekið er fram að þó Plavsic hafi framið glæp- ina í samvinnu við aðra, sé hún „sjálf ábyrg fyrir þeim óhæfuverkum sem hún er ákærð fyrir“. Fjallað verður um mál Plavsic um leið og mál Kraj- isniks, þar sem þau eru að mati dóm- stólsins nátengd. Krajisnik var hand- tekinn af frönskum friðargæsluliðum á síðasta ári. Karadzic er hins vegar í felum og dómstóllinn leggur mikla áherslu á að hafa hendur í hári hans. Plavsic gæti orðið lykilvitni í rétt- arhöldum gegn Karadzic og fleiri leið- togum Serba. „Ég tel að [koma Plav- sic fyrir dómstólinn] sé enn eitt merki þess að Karadzic sé að falla á tíma. Hún býr yfir mikilli vitneskju sem hún mun skýra frá,“ sagði Richard Holbrooke, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, í við- tali á miðvikudag. Einnig mun vera stirt á milli Plavsic og bæði Krajis- niks og Slobodans Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu. Í ljósi þess að Plavsic gaf sig sjálf- viljug fram hafa ýmsir leitt getum að því að hún hafi samið um mildari refs- ingu gegn samvinnu við stríðsglæpa- dómstólinn, en aðalsaksóknari dóm- stólsins, Carla del Ponte, neitar því staðfastlega. Biljana Plavsic er sjötug að aldri og var áður prófessor í líf- fræði við Sarajevó-háskóla. Hún varð alræmd fyrir yfirlýsingar sem ein- kenndust af stækri þjóðernishyggju, og lét til dæmis þau ummæli falla að Serbar væru erfðafræðilega æðri öðr- um þjóðernishópum í Bosníu. Hún var einnig harðlega gagnrýnd fyrir að hafa opinberlega faðmað og kysst skæruliðaforingjann Zeljko Raznato- vic, öðru nafni Arkan, eftir að sveitir hans höfðu lagt bæinn Bijeljina í aust- urhluta Bosníu í rúst árið 1992. Plavsic var um langt skeið stuðn- ingsmaður róttækra þjóðernissinna, en snerist gegn harðlínumönnum árið 1995, þegar Serbar eygðu ekki lengur von um sigur í Bosníustríðinu. Karad- zic og Krajsnik reyndu að standa í veginum fyrir því að skilmálum Dayton-friðarsamkomulagsins væri framfylgt, en Plavsic taldi að sam- vinna við Bandaríkin og bandamenn þeirra kæmi sér best fyrir Bosníu. Samkvæmt Dayton-samkomulag- inu var Bosníu skipt í svæði Serba, múslima og Króata, og tekið var upp þrískipt forsetaembætti. Plavsic tók við embætti forseta lýðveldis Bosníu- Serba af Karadzic árið 1996, eftir að hann sagði af sér vegna þrýstings frá vestrænum ríkjum. Ári síðar sagði hún skilið við flokk Karadzic, Serb- neska demókrataflokkinn, og sakaði fyrrum félaga sína um spillingu. Hún stofnaði síðan eigin flokk, Þjóðfylk- ingu Serba. Plavsic beið ósigur fyrir þjóðern- issinnanum Nikola Poplasen í for- setakosningum árið 1998. Hún átti þó áfram sæti á þingi Bosníu-Serba, en lét af þingmennsku í desember síð- astliðnum. Biljana Plavsic gengur inn í réttarsalinn í Haag í gær. „Járnfrúin á Balk- anskaga“ fyrir rétt Haag. AFP, AP. AP MEÐ bros á vör hélt frambjóðandinn Ariel Sharon á litlu barni og leit helst út fyrir að vera blíður afi. Svona kom hann ísraelskum sjónvarpsáhorfend- um fyrir sjónir í auglýsingu er sýnd var á miðvikudagskvöldið. Er þetta hluti af því sem bæði stuðningsmenn og andstæðingar Sharons kalla nýja mjúka ímynd af herforingjanum harðsnúna og einarða stjórnmála- manninum. Forskot Sharons, sem er leiðtogi Likud-bandalagsins, á Ehud Barak forsætisráðherra og leiðtoga Verka- mannaflokksins er samkvæmt skoð- anakönnunum yfir tíu prósent en kosið verður um forsætisráðherra 6. febrúar nk. Sharon hóf kosningabar- áttu sína formlega á fjöldafundi í Jerúsalem á miðvikudagskvöld. „Það verður enginn friður án til- slakana. Friðurinn sem við munum koma á mun komast á vegna mála- miðlana,“ sagði Sharon við stuðnings- menn sína áður en hann taldi upp málamiðlanir sem hann hafnaði hverri af annarri. Breytt framkoma en óbreyttur boðskapur Sharon er einn harðsnúnasti leið- toginn í ísraelskum stjórnmálum en framkoma hans er breytt – að því er virðist til samræmis við löngun flestra Ísraela til að komast að ein- hvers konar samkomulagi við Palest- ínumenn. Sharon hefur hingað til forðast að útskýra hvernig hann myndi haga friðarviðræðum – og bar- dögum – við Palestínumenn. En boðskapur hans er í samræmi við harðlínustefnuna sem hann áður fylgdi. Hann segir Barak hafa veitt Palestínumönnum of mikið á Vestur- bakkanum, Gazasvæðinu og Jerúsal- em, sýnt veikleikamerki sem hafi kallað á þau átök sem hafa geisað undanfarið og verið of hikandi við að berjast á móti. Í kosningabaráttunni hingað til hefur hann ekki mætt miklum and- mælum vegna fortíðar sinnar en sem varnarmálaráðherra 1982 stjórnaði hann innrás Ísraela í Líbanon og ári síðar komst rannsóknarnefnd að þeirri niðurstöðu að hann bæri óbeint ábyrgð á morðum sem kristnir vara- liðsmenn, hliðhollir Ísraelum, frömdu á mörg hundruð palestínskum flótta- mönnum í Líbanon. Sharon fullyrti í síðustu viku að hann hefði aldrei get- að ímyndað sér að varaliðsmennirnir væru færir um slíkan verknað en aðr- ir embættismenn hafa fullyrt að við- vörun hafi borist. Skilti og fánar sem blöktu á sam- komunni á miðvikudagskvöldið voru í samræmi við nýju áherslurnar hjá honum. „Sharon leiðir til friðar“ sagði á fánanum yfir sviðinu. Í kosninga- lagi hans, sem kvennakór söng þíð- lega, heyrist orðið „friður“ aftur og aftur. Skilaboðin merkja að friður sé fólginn í vernd og er beint til kjós- enda sem hafa orðið vitni að átökum Ísraela og Palestínumanna undan- farna fjóra mánuði og hafa 364 fallið, flestir þeirra Palestínumenn. Sharon hefur sagt að Óslóarsam- komulagið svonefnda, milli Palestínu- manna og Ísraela, frá 1993 sé „ekki lengur til – punktur.“ Hafi átökin undanfarna mánuði í raun gert það að engu. Það var heimsókn Sharons til umdeilds helgistaðar í Jerúsalem 28. september sl. sem kveikti ófriðarbál- ið sem logað hefur síðan. Þá kveðst Sharon ekki munu taka aftur land sem Palestínumenn hafa nú yfirráð yfir samkvæmt bráða- birgðasamkomulagi, um það bil 40% af Vesturbakkanum og tvo þriðju af Gazasvæðinu. En hann hefur ekki gefið Palestínumönnum miklar vonir um að hann myndi láta þeim eftir meira land. Á fjöldafundinum sagði Sharon að hann myndi aldrei láta af hendi hluta af Jerúsalem og ekki heldur gefa eftir Jórdandalinn „og svæði sem eru nauðsynleg vegna öryggis Ísraela og landnemabyggðir (gyðinga) á þeim.“ Palestínumenn vilja stofna sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og Gaza og krefjast þess að Austur-Jerúsalem, sem Ísraelar hertóku í sexdaga- stríðinu 1967, verði höfuðborg þess. Sharon viðurkenndi að friður krefðist málamiðlana og sagði að eftir að ofbeldinu linnti yrðu friðarviðræð- ur hafnar aftur á nýjum grundvelli sem myndi leiða til „raunverulegs friðar“. Hann útskýrði ekki hver þessi nýi grundvöllur væri. Fullyrti hann að koma mætti á friði með því að draga úr væntingum Palestínu- manna. Friður meginstefið í kosningabaráttu Sharons Jerúsalem. AP. AP „Enginn nema Sharon getur stillt til friðar,“ segir á skiltinu sem þessi ungi stuðningsmaður formanns Likud-bandalagsins hélt á lofti á fjölda- fundi Sharons, sem sést á myndinni að baki drengnum. FJÓRIR norskir útflytjendur hafa samið um sölu á hvala- furðum til Japans fyrir tæp- lega 80 milljónir íslenskra króna. Vandinn er hins vegar sá, að útflutningurinn er bannaður. Með samningnum eru út- flytjendurnir í raun að herða á ríkisstjórninni með að af- nema bann við útflutningi hvalafurða en hún hefur haft það til athugunar um nokkurt skeið. Samningurinn við Japani er um 130 tonn af rengi og kjöti, aðallega rengi, sem er óselj- anlegt í Noregi. Þar fást rúm- lega fimm hundruð ísl. kr. fyrir kílóið af kjötinu en í Japan hátt í 1.500 kr. fyrir hvort tveggja, kjöt og rengi. Otto Gregussen sjávarút- vegsráðherra og Thorbjørn Jagland utanríkisráðherra ætla að ræða þessi mál á fundi með fulltrúum sjávarút- vegsins í Ósló 16. janúar næstkomandi en Framfara- flokkurinn hefur lagt fram til- lögu um, að útflutningur á hvalafurðum verði leyfður aftur. Verður hún líklega tek- in fyrir í Stórþinginu í næsta mánuði. Þá hefur hvalveiði- maðurinn og þingmaðurinn Steinar Bastesen höfðað mál gegn ríkinu og heldur hann því fram, að útflutningsbann- ið hafi enga lagastoð. Verður málið tekið fyrir í borgardómi Óslóar 13. og 14. mars nk. Samið um sölu á hvala- furðum Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.