Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MEÐ uppreisn fréttamanna tékk- neska ríkissjónvarpsins gegn nýjum yfirmanni þess hefur tíu ára barátta tveggja ólíkra lýðræðishugmynda náð hámarki. Vaclav Klaus, fyrrver- andi forsætisráðherra, stendur fyrir aðra þeirra en Vaclav Havel forseti hina. Klaus lítur á stjórnmálaflokkana sem meginstoð hvers lýðræðisfyrir- komulags og telur litla þörf á af- skiptum annarra borgaralegra sam- taka af stjórnmálum. Hann lítur á stuðningsmenn borgaralegra sam- taka sem málsvara nokkurs konar yfirstéttar sem þurfi ekki að ganga í gegnum kosningar og leitist við að hafa áhrif á stjórnmálin með óform- legum leiðum. Havel forseti heldur því fram að lýðræði, sem byggist aðeins á stjórn- málaflokkum sem meginstoðum lýð- ræðisfyrirkomulagsins, sé afskræm- ing. Þótt stjórnmálaflokkar séu nauðsynlegir þurfi að vera til öflug borgaraleg samtök til að veita þeim aðhald. Ef borgaralegu samtökin séu of veik leitist flokkarnir við að drottna yfir stofnunum sem eigi að vera óháðar. Síðustu tíu árin hefur Havel ítrekað hvatt Tékka til að taka virkan þátt í stjórnmálunum og láta ekki stjórnmálamenn stjórna lífi þeirra. Viðhorf Klaus til lýðræðisins hafa verið ríkjandi meginhluta síðasta áratugar. Þau eru auðskilin, sam- ræmast því hegðunarmynstri sem flestir Tékkar tömdu sér á valdatíma kommúnista. Að vísu var það öflug borgaraleg hreyfing, svonefndur „Borgaravettvangur“, sem felldi al- ræðisstjórn kommúnista en hreyf- ingin leystist upp um leið og hún náði markmiði sínu. Með brotthvarfi hennar hætti fólkið aftur að láta til sín taka. Undir forystu Klaus og fylgis- manna hans voru stofnaðir öflugir og staðlaðir stjórnmálaflokkar. En þar sem ekki voru til sterk borg- araleg samtök einokuðu þessir flokkar allt opinbera sviðið og borg- aralegum aðgerðasinnum var ýtt til hliðar. Havel var fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem gagnrýndi þessa þróun, varaði við óhóflegum flokkadráttum og hélt því fram að innviðir stjórnmálaflokkanna yrðu veikir en forystusveit þeirra vald- frek ef þeir fengju ekki innblástur frá kraftmiklum borgaralegum sam- tökum. Viðhorf Havels til lýðræðisins virðast því miður flókin miðað við af- stöðu Klaus. Áskoranir um virkari þátttöku borgaranna og siðrænar hugsjónir Havels hafa ekki fengið hljómgrunn hjá venjulegum Tékk- um og valdið gremju meðal póli- tískra andstæðinga hans sem saka hann um að beita sér fyrir stjórn- málabaráttu í ópólitískri mynd. Vegna afskiptaleysis borgaranna fengu stjórnmálaflokkarnir ekki að- eins drottnunarvald á öllum sviðum þjóðlífsins heldur tömdu þeir sér einnig ýmsar vafasamar venjur sem juku tortryggni og aðgerðaleysi al- mennings. Önnur stjórn Klaus féll í lok árs- ins 1997 vegna fjármálahneyksla. Fremur en að draga lærdóma af þessari sneypu blés Klaus til sóknar og hélt því fram að hann væri fórn- arlamb samsæris sem væri runnið undan rifjum Havels. Flokkur hans, Borgaralegir demókratar (ODS), tapaði þó í kosningunum í júní 1998 fyrir Jafnaðarmannaflokknum (CSSD), sem Klaus hafði lýst sem ógn við lýðræðið. Skömmu síðar undirrituðu þó Borgaralegir demókratar og Jafnað- armannaflokkurinn svokallaðan „andstöðusamning“, sem fól í sér að flokkur Klaus fékk mikilvæg emb- ætti og aðra bitlinga gegn því að gera jafnaðarmönnum kleift að mynda minnihlutastjórn undir for- ystu Milos Zemans forsætisráð- herra. Klaus, Zeman og flokkar þeirra samþykktu einnig að vinna saman að því að skerða völd forset- ans og sjálfstæði seðlabankans með breytingum á stjórnarskránni. Kosningalöggjöfinni var einnig breytt flokkunum tveimur í hag. Fjórir minni flokkar, sem mynd- uðu bandalagið „4K“, lögðust gegn þessu. Borgaralegir demókratar og jafnaðarmenn lýstu mótmælunum gegn þessum pólitísku ráðstöfunum sem tilraunum til að grafa undan þeirri viðleitni flokkanna tveggja að tryggja pólitískan stöðugleika. Þótt samstarfssamningurinn yrði til þess að vinsældir tékkneska kommún- istaflokksins ykjust héldu flokkarnir ótrauðir áfram að deila með sér völdunum og öllum bitlingunum sem þeim fylgdu. Síðastliðið haust snupruðu kjós- endur báða flokkana í kosningum til héraðsþinga og öldungadeildar þingsins. Stjórn jafnaðarmanna missti meirihluta sinn í öldunga- deildinni sem hefur vald til að hafna öllum breytingum á stjórnarskránni. Með þessum ósigri dvínuðu einnig vonir Klaus um að taka við forseta- embættinu af Havel. Ósigurinn varð til þess að Klaus og Zeman reyndu að ná yfirráðum yfir tékkneska ríkissjónvarpinu með því að fjölga stuðningsmönnum sín- um í sérstöku ráði sem hefur yfirum- sjón með sjónvarpinu. Skömmu fyrir jól var yfirmaður sjónvarpsins, sem hafði reynt að verja hlutleysi þess, látinn víkja fyrir Jiri Hodac, manni sem er í nánum tengslum við Kristi- lega demókrata. Fréttamenn sjón- varpsins gerðu uppreisn og lögðu fréttastofu þess undir sig. Mótmæli stuðningsmanna þeirra úr röðum listamanna, menntamanna og stjórnarandstæðinga leiddu síðan til mesta pólitíska umróts í landinu frá „flauelsbyltingunni“ 1989. Jafnaðarmenn áttuðu sig á því að ósigur var óhjákvæmilegur og gengu til liðs við andstæðinga Klaus á þinginu 5. janúar með því að krefj- ast þess að Hodac segði af sér. Þing- ið vinnur nú einnig að lögum sem eiga að gera sjónvarpsráðið óháð stjórnmálaflokkunum. Ósætti flokkanna tveggja eru þó ekki mikilvægustu tíðindin sem hlut- ust af þessu umróti. Miklu mikil- vægara er að endurvakning hefur orðið meðal borgaranna sem hafa risið upp gegn stjórnmálaflokkunum í fyrsta sinn frá 1989. Þá er ekki síð- ur mikilvægt að í fyrsta sinn frá flauelsbyltingunni hafa borgaralegu öflin fundið rödd sem er óháð Havel forseta. Borgaralegu öflin í Tékklandi hafa hafið sig yfir Havel og Klaus. Þau hafna stýfðu lýðræði Klaus og þótt þau styðji viðhorf Havels (að nokkru leyti) er hann ekki lengur driffjöður borgaralegra aðgerða. AP Ungt fólk mótmælir ráðningu nýs sjónvarpsstjóra tékkneska ríkissjón- varpsins við þinghúsið í Prag. Ný flauelsbylting (hafin yfir Havel) Endurvakning hefur orðið meðal borg- aranna sem hafa risið upp gegn stjórn- málaflokkunum í fyrsta sinn frá 1989. Þá er ekki síður mik- ilvægt að í fyrsta sinn frá flauelsbyltingunni hafa borgaralegu öfl- in fundið rödd sem er óháð Havel forseta. Jiri Pehe er fyrrverandi stjórn- málaráðgjafi Vaclavs Havels forseta. © Project Syndicate. eftir Jiri Pehe MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.