Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HJÚKRUNARFRÆÐINGAR, leikföng og veisluborð eru meðal þeirra viðfangsefna sem finna má á samsýningu sex myndlistarmanna sem opnuð var í Gerðarsafni nú um helgina. Listamennirnir sex, fjórir Ís- lendingar og tveir Bretar, hafa allir valið sér málverkið sem miðil og bein- ir hver og einn þeirra sjónum sínum að samfélaginu. Efnistök þeirra eru þó ólík og samfélagsleg málefni for- tíðar jafnt sem nútíðar reynast lista- mönnunum verðugt viðfangsefni. Hjúkrunarfræðingar Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar hafa til að mynda yfir sér yfirbragð fortíðar. Fölt yfir- bragð myndanna gerir þær fjarlægar í tíma og aðsniðnir kjólar hjúkrunar- fræðinganna ásamt hælaskóm og heiðgulum haddi vekur upp fortíðar- minningar, sem e.t.v. eiga þó meira skylt við sögupersónur hvíta tjaldsins en raunveruleikann. Hjúkrunarfræðingarnir, sem allir eru konur, sjást ýmist á uppstilltum hópmyndum og minna þar helst á samheldin vinkvennahóp, eða þær sinna umönnunarstörfum sínum og sjá þar að auki um að sauma og strauja þvott sjúkrahússins. Við fyrstu sýn draga myndirnar fram í hugann ímynd af fyrirmynd- arheimi þar sem allir una glaðir við sitt og umönnunarstörf eru unnin af fólki sem lætur sér annt um aðra. Veröld ljóshærðu og bláeygu hjúkr- unarfræðinganna reynist þó ekki jafn fullkomin og ætla mætti í fyrstu. Ar- ískt útlit þeirra elur á hugmyndum um fulltrúa hins hreina kynstofns og þeim svarta bletti á sögu 20. aldarinn- ar sem kynþáttaútrýming nasista var. Skærblá augu kvennanna, sem eru sterkasti þáttur myndanna, virka köld þar sem þau stara á sýningar- gesti út frá myndflötum sínum. Bros- andi andlitin reynast sum hver stirð og frosin og augnatillitið kalt. Fyrirmyndarheimurinn er þegar allt kemur til alls frekar klínískur og veitir litla hugmynd um fjölbreytilegt litróf mannlífsins. Hjúkrunarfræð- ingarnir kunna að virka hamingju- samir, saklausir ef ekki nokkuð ein- faldir, en hamingja þeirra er þó að sama skapi ekki öfundsverð í augum sýningargesta sökum fáfræðinnar sem hún byggist á. Leiti Birgir Snæbjörn fanga í for- tíðinni þá er efnivið fjölskyldumynda Sigríðar Ólafsdóttur að finna í nú- tímanum. Sigríður, sem á síðustu ár- um hefur málað myndir af sínu nán- asta umhverfi, myndgerir hér vini sína og vandamenn í verkum er minna á uppstilltar fjölskylduljós- myndir. Nálægð Sigríðar við myndefnið er umtalsverð og skynja sýningargestir af þeim sökum persónur myndanna sem raunverulega einstaklinga. Bibbi, dætur og Höski, tvær tölvu- saumaðar myndir er sýna mann ásamt dætrum sínum og heimilisketti er gott dæmi um slíkt. Staða manns- ins og stúlknanna, sem klædd eru í hversdagsföt, er afslöppuð. Hann leggur hendur sínar yfir axlir þeirra og áhorfandinn skynjar mann sem reynir að vera dætrum sínum bæði félagi og vinur. Myndröðin Helena, Gísli og Axel Máni, sem einnig er tölvusaumuð, dregur hins vegar upp mynd af hefðbundnum fjölskyldugild- um. Heimilisfaðirinn heldur utan um bæði son sinn og konu sem einnig heldur verndarhendi yfir syninum. Þótt fjölskyldumyndirnar veiti vissa innsýn í líf persónanna er einnig reynt að halda áhorfendum í nokkurri fjarlægð og því ekki um hefðbundnar portrettmyndir að ræða. Hér er það efnismeðferð Sigríðar sem á stærstan hlut að máli. Tölvumyndirnar eru ein- faldar útlínuteikningar á einlitum bakgrunni og við gerð málverkanna notar Sigríður annarlega liti – sterk- bleika, fjólubláa, appelsínugula og rauða. Myndfletirnir mara þá á mörk- um raunsæis og abstraktlistar og flat- ir myndfletir og gróf pensilför auka enn frekar á fjarlægð persónanna. Frásögnin heldur þó engu að síður áfram með aðstoð litanna. Sterkrauð- ir og -gulir litir í verkinu Inga, Gunni og börn, er sýnir barnmörg hjón, bera annríki þessarar ungu fjölskyldu vitni á meðan kaldari bleikir og lillabláir litir sýna meiri heimilisfestu í mynd af Sarí og dætrum hennar. Hið marg- víslega fjölskylduform nútímans verður Sigríði þá einnig að viðfangs- efni því barnlaust par og einstæðir foreldrar hljóta sinn skerf athyglinn- ar líkt og aðrir. Matarmyndir Þorra Hringssonar eru án efa mörgum kunnar og eru réttirnir sem hann reiðir fram í Gerð- arsafni frá fjórða, fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Litirnir eru bæði sterkir og dempaðir í senn og maturinn ber augljós merki uppruna síns – erlendra matreiðslubóka er án efa hafa hvílt víða á hillum íslenskra heimila á árum áður. Með verkum sínum í Gerðarsafni nær Þorri fram heillandi þversögn. Maturinn er að- laðandi og fráhrindandi í senn, en líkt og listamaðurinn hefur sjálfur sagt þá er matur nokkuð sem fólk tekur af- stöðu til. Veisluréttirnir eru allir barn síns tíma og sjást óvíða á borðum í dag og í raun ólíklegt að þeir hafi nokkurn tímann verið algeng fæða á borðum landsmanna. Rússneskur krabbi er ágætt dæmi um slíkt verk, en stór og myndarlegur krabbinn er þar falinn undir eggjum, sýrðum gúrkum og rauðrófum. Fínir smárétt- ir fyrir heit sumarkvöld falla í sama flokk – fingramatur og fylltar ólífur, ásamt ferskum jarðarberjum og heit- um og köldum drykkjum hafa án efa veitt ímyndunaraflinu byr undir báða vængi þótt tengsl slíks gnægtaborðs við íslenskan veruleika reyndust óveruleg. Verkið Aspas með hvítri sósu, þar sem niðursoðið grænmetið hvílir á djúpbláum diski, er e.t.v. sterkasta merki þessa ímyndaða heims. Litað- an glervasa í horni myndarinnar skortir þyngdina sem efniviðinn ein- kennir og líkt og vasinn svífi rétt ofan við borðdúkinn. Í lendum hugans er nefnilega allt mögulegt og erlendur veislumaturinn lyftir matarmenningu landans upp úr hversdagsleikanum. Verk á borð við Negrahöfuð, rjóma- skreyttur súkkulaðiréttur, og Kjöt- bollur og 10 litlir negrastrákar tryggja þó að hugur sýningargesta hefjist ekki með öllu til skýjanna, til þess er tilvísun réttanna í kynþátta- fordómaof sterk. Jóhann Ludwig Torfason er fjórði og síðasti Íslendingurinn sem sýnir verk sín í Gerðarsafni. Sýning hans nefnist Dúkkur og sýnir Jóhann þar frumgerðir af leikföngum sem hann hefur fundið upp. Dúkkurnar standa prúðar á auglýsingaspjöldunum og við hlið þeirra má víða sjá bjarteyg börn sem eiga rætur sínar í auglýs- ingum um fyrirmyndarfjölskylduna frá því um miðbik síðustu aldar. Dúkkurnar sjálfar eiga þó lítið skylt við þann tíma og vandamálin, sem þær kalla upp í hugann, nútímamann- inum vel kunnug. Xetra er svöng, sýnir vannært afr- ískt barn ásamt fylgihlutum, sem í þessu tilfelli eru matvæli. Reynir ein- elti, dúkka sem líður fyrir einelti, Norma, hin venjulega móðir, Villi verkamaður og Minnihlutadúkkan eru aðeins nokkur dæmi til viðbótar um þau verk sem þar er að finna. Síð- astnefnda dúkkan er lesbísk, á við of- fituvandamál og fötlun að stríða svo nokkur af vandamálum Minnihluta- dúkkunnar séu nefnd og ljóshærði og bláeygi drengurinn sem sést við hlið hennar sér um að benda sýningar- gestum á nytsemi dúkkunnar „Hún gæti hjálpað mér að skilja minni- hlutaþáttinn í sjálfum mér, til að ein- angra hann og afmá...,“ segir dreng- urinn hinn prúðasti og í huganum mótmælir áhorfandinn staðhæfingu hans. Kaldhæðnin sem einkennir verk Jóhanns Ludwigs ætti ekki að fara fram hjá neinum og hafa sýningar- gestir án efa gaman af að virða frum- gerðir leikfanganna fyrir sér. Húmor verkanna er augljós, þó honum fylgi einnig áleitnar spurningar. Leikföng leitast jú yfirleitt við að fegra og bæta í stað þess að beina sjónum okkar að veruleikanum og þeim vandamálum sem í honum kunna að finnast. Á neðri hæð Gerðarsafns er svo að finna verk tveggja breskra lista- manna, þeirra Ed Hodginson og Pet- er Lamb, er einnig taka samfélagið til skoðunar. Hodginson tekur þar fyrir mannslíkamann og eru fyrirmyndir hans úr hversdagsleikanum. Hann notar til þess einfalda línuteikningu á einlitum fleti og tekst vel til með að ná fram persónueinkennum fyrirmynda sinna, þótt verk hans séu um margt frekar hefðbundin. Lamb leitar hins vegar fanga í breskri sögu og menningu með öllu óvenjulegri hætti og mætast þekktir einstaklingar og táknmyndir kráar- skilta í verkum hans. Oft á tíðum er töluverð spenna milli þessara þátta, en til að ná henni fram notar Lamb til að mynda ólíka miðla á borð við papp- ír og striga. Teikning og olíuverk sameinast þá í sumum myndanna sem flestar eru smágerðar. Hertog- inn af Wellington og Viktoría drottn- ing eru meðal fyrirmynda Lamb, en báðar sögupersónurnar hafa eftir lát sitt ósjaldan ljáð breskum krám nöfn sín. Það er þó ekki fyrr en með sam- einingu kráarskilta á borð við Höfuð dádýrsins og sögupersóna á borð við hertogann þar sem tjáning Lamb nær fullum styrk. Breskur aðalsmað- ur prýddur dádýrshornum, mynd sem gerð hefur verið að kráarskilti, nær þannig að vekja upp minningar um bæði blóði drifna sögu aðalsins og hverfulleika titla og metorða. Stétt- arvitund Breta kann að vera rík, en hetjudáðir fortíðar verða eftir sem áður lítið annað en fjarlæg minning. Í heild er sýning listamannanna sex í Gerðarsafni ánægjuleg viðbót við menningu borgarinnar. Verk þeirra Lamb og Hodginson líða hins vegar nokkuð fyrir lakara sýningar- rými og svo virðist sem ekki hafi verið nógu vel vandað til við uppsetningu verka þeirra. Verk listamannanna sex eru þó engu að síður skemmtileg á að líta og sá fjölbreytileiki sem lista- mennirnir sýna í meðhöndlun sinni á málverkinu er vel heimsóknarinnar virði. Samfélagið með augum listamanna MYNDLIST G e r ð a r s a f n Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed Hodginson, Jóhann Ludwig Torfa- son, Peter Lamb, Sigríður Ólafs- dóttir, Þorri Hringsson. Sýning- unni lýkur 21. janúar. Sýningin er opin frá kl. 12–18 alla daga nema mánudaga. MÁLVERK Anna Sigríður Einarsdótt ir Morgunblaðið/Ásdís Minnihlutadúkka Jóhanns Ludwigs Torfasonar. Inga, Gunni og börn eftir Sigríði Ólafsdóttur. HÖRÐUR Jörundsson frá Akureyri opnar sýningu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á morgun, laugardag. Á sýningunni er á þriðja tug vatnslitamynda sem flestar eru unnar á árinu 2000. Hörður er að mestu sjálfmenntaður myndlist- armaður en hann er málarameistari að mennt og lagði stund á marmara- og viðarmálningu við Den tekniske skole í Kaupmannahöfn. Þessi sýning er hans þriðja einkasýning en hann hefur að auki tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hann hefur málað og skreytt nokkrar kirkjur á Norðurlandi, t.d. Möðruvallarkirkju í Hörg- árdal, Hríseyjarkirkju og Goðadalakirkju í Skagafirði. Sýningin er opin daglega frá kl. 14–18 og lýkur sunnudaginn 28. janúar. Verk eftir Hörð Jörundsson frá Akureyri. Vatnslitamyndir í Stöðlakoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.