Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 29 ÓHÆTT er að segja að skoski spennusagnahöfundurinn Ian Rank- in sé í hópi fremstu höfunda á sínu sviði í Bretlandi. Bækur hans njóta mikilla vinsælda, hafa verið þýddar á um tólf tungumál og hann hefur unnið til verðlauna. Rankin hefur sent frá sér ellefu skáldsögur fram til þessa sem fjalla um rannsókn- arlögreglumanninn John Rebus og lið lögreglumanna undir hans stjórn í Edinborg en sú nýjasta heitir „Set in Darkness“ og kom fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Orion- útgáfunni. Um er að ræða verulega safaríka löggusögu sem spannar rúmar 460 síður en þó er varla í henni dauður punktur og lokin koma skemmtilega á óvart og eru í raun þrælspennandi. Rebus Rankin er langkunnastur fyrir sögur sínar um Rebus en hann hef- ur einnig skrifað skáldsögur sem ekki fjalla um hann auk þess sem hann á sér dulnefni eða annað höf- undarheiti, sem er Jack Harvey, og hefur sent frá sér þrjár spennusög- ur undir því nafni. Ian Rankin er fæddur í Fife – héraði skammt utan við Edinborg árið 1960 og lauk námi frá háskól- anum í Edinborg. Hann stundaði margvíslega iðju áður en hann fór að skrifa sakamálasögur, vann á vínekrum, var svínahirðir (ábata- samt starf mörgum), skrifaði um tónlist í blöð og var pönktónlistar- maður. Fyrsta Rebus-sagan hans, „Knots & Crosses“, kom út árið 1987 og Rankin hefur ekki stoppað síðan. Ellefta sagan, „Set in Darkness“, hefur allt er prýða má góða löggu- sögu sem auðvelt er að sökkva sér í; fléttan er flókin og rakin sundur af rökvísi, innsæi og þekkingu á skoskri þjóðernispólitík og út- þenslusögu Edinborgar, aukaper- sónur allar eru hinar forvitnilegustu og aðalpersónan, Rebus, ómótstæði- legur félagi lesandans í gegnum þykkt og þunnt. Rankin virðist skrifa Rebus-bæk- urnar sínar að nokkru leyti undir áhrifum frá bandaríska spennu- sagnahöfundinum Ed McBain (áhrifa hans gætir reyndar mjög víða í löggusögum almennt). Auk þess má finna áhrif frá fjöldanum öllum af nútímalöggusögum eins og við þekkjum þær af sjónvarpi og kvikmyndum en Rankin finnur í forminu sinn eigin persónulega tón í gegnum Rebus, í tengslum hans við samstarfsmenn, undirheimalýðinn og ekki síst sjálfa Edinborg, sem fætt hefur hann af sér og hann hef- ur blendnar tilfinningar til. Fyrir alla þá fjölmörgu Íslendinga sem komið hafa til Edinborgar og þekkja til hennar er vandfundinn skemmti- legri leiðsögumaður enda heldur hann sig að mestu utan túristaleiða. Einn af þeim bestu Sagt er að menn eigi að skrifa um það sem þeir þekkja og Rankin virð- ist sannarlega þekkja vel til sinnar heimaborgar og heimamanna. Þann- ig er að Skotar eru að fá sitt eigið þing í Edinborg svo sem alkunna er en svo illilega vill til að þegar verið er að gera endurbætur á þingstaðn- um, Queensberry House, finnst lík af manni sem sjálfsagt var myrtur fyrir meira en tuttugu árum, falið inni í stórum arni. Á sama tíma finnst myrtur frambjóðandi af fínni skoskri ætt og flækingur fremur sjálfsmorð með því að stökkva ofan af brú. Í fórum hans finnast 400.000 pund. Úr þessu gerir Ian Rankin stóra glæpasögu sem tengist efstu stigum þjóðfélagsins og þeim lægstu (lág- gróðurinn er mest að finna í Leith, þeirri fornu siglingahöfn), hulinni fortíð sem tengist landabraski og nýjustu áherslum í pólitík Skot- lands. Í gegnum allt þetta veður Rebus þunglyndur nokkuð, kominn á sextugsaldurinn svo styttist í eft- irlaunin, margreyndur í glímu sinni við glæpalýðinn og nægilega kæru- laus til þess að geta komið sér í vandræði. „Set in Darkness“ er myrk, drungaleg og óvægin sem passar vel við sálarlíf Rebus og sýn- ir að Rankin er einn af þeim bestu. Rankin, Rebus og reyfari góður Arnaldur Indriðason ERLENDAR BÆKUR S p e n n u s a g a „SET IN DARKNESS“ Eftir Ian Rankin. Orion 2000. 466 síður. Gallerí Reykjavík Sýning Sigurðar Atla í Galleríi Reykjavík er framlengd til 18. janúar. Aðalþema myndanna er íslenskt landslag í abstrakt formi, ásamt fígúratífum túlkunum óháðum tíma og rúmi. Sýningin er opin virka daga kl. 13–18, laugardaga til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Sýning framlengd ELÍN Hansdóttir og Sara Riel opna sýningu í Galleríi Nema hvað á Skólavörðustíg 22c í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20. Á sýningunni eru tvær litabæk- ur sem gestum gefst kostur á að lita í. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14–18 og stendur til 18. janúar. Litabækur í Galleríi Nema hvað NORRÆNA húsið og Íslenska dansfræðafélagið kynna þjóðlega dansa á Norðurlöndum og fara kynningarnar fram í Norræna húsinu 16., 23. og 30. janúar kl. 20. Að sögn Ingibjargar Björns- dóttur listdanskennara hefur þessi þáttur þjóðlegrar menning- ar landanna lítið verið kynntur hér á landi til þessa. Tilgang- urinn er því fyrst og fremst að kynna þennan þjóðlega arf á lif- andi hátt en ekki að halda nám- skeið í dönsunum. „Meginhugmyndin er að kynna dansana með kennslu einfaldra dansa og vænst er þátttöku gesta í dansinum. Auk þess mun fróð- leikur um þá koma fram og sagt verður frá séreinkennum þeirra,“ segir Ingibjörg. Fyrsta kvöldið, þriðjudaginn 16. janúar, verða kynntir og dansaðir söngdansar frá Fær- eyjum og Íslandi. Þann 23. janúar verða dansar frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og 30. janúar er röðin komin að dönsum frá Dan- mörku og upprifjun frá fyrri kvöldum. „Kynningarnar eru opnar öllum og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram, né heldur að taka þátt í öllum kynningunum. Dansarnir eru einfaldir og auðlærðir og munu fulltrúar hvers lands kynna „sína“ dansa,“ segir Ingibjörg. Íslenskir þjóðdansarar á Þingvöllum. Þjóðlegir dansar á Norðurlöndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.