Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á UNDANFÖRNUM misserum hafa spunnist nokkur blaðaskrif um bágborið málfar á auglýsingum sumra íslenskra fyrirtækja og til- hneigingu kaupmanna til að gefa verslunum sínum heiti á ensku. Þessi blaða- skrif hafa orðið mér til frekari umhugsunar um skyldur Háskóla Íslands við íslenskt mál og menningu, en að því efni vék ég í grein í Morgunblaðinu á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Greinin fjallaði um matskerfi, sem kjara- nefnd hefur komið á í háskólanum í því skyni að raða mönnum í launaflokka, m.a. eftir afköstum við rann- sóknir. Með þessu kerfi, sem markar að nokkru leyti rannsóknastefnu fyrir skólann, gerðust þau undur, að bók- um var hafnað sem fullgildu miðl- unartæki við fræðirannsóknir. Sam- tímis voru fremstu tímarit á sviði íslenskra fræða sett skör lægra en erlend tímarit, sem langflest eru gef- in út á ensku. Mér er sem ég sjái slíkar ákvarðanir teknar í nágranna- löndum okkar án þess að þær köll- uðu fram hörðustu viðbrögð og al- mennar umræður. Verður mér þá enn hugsað til alls þess orðaflaums, sem gengur yfir landsmenn á ári hverju um gildi þess að varðveita tunguna og bókmenn- inguna. Og ekki má gleyma endalausum málþingum um vísindarannsóknir, þar sem krafist er hærri fjárveitinga til háskóla og rannsóknastofnana með þeim rökstuðningi, að þær gagnist íslensku þjóðfélagi. Á sama tíma ákveða menn þegjandi og hljóðalaust, að Háskóli Íslands skuli, einn háskóla í veröldinni eftir því sem best er vitað, vera settur undir afkastamatskerfi, sem vinnur gegn því að starfsmenn hans riti bækur! Hljóðláta menningar- byltingin Fáir neita því, að kjaranefnd og Prófessorafélagið hafi um margt unnið háskólanum og íslenska ríkinu til heilla í launamálum. Það verða hins vegar að teljast mikil mistök, að nefndin skyldi fela félaginu að móta fyrir sig afkastakerfi við rannsókna- störf án fullnægjandi samráðs við háskólayfirvöld og rannsóknastofn- anir. Þó að hér hafi mætustu menn lagt hönd á plóginn gat varla hjá því farið að launahagsmunir meirihluta félagsmanna hefðu áhrif á afkasta- matið. Hafa verður í huga, að í Há- skóla Íslands hefur bókaritun lengstum ekki skipað þann háa sess, sem hún hefur ætíð skipað í flestum háskólum Vesturlanda, sérstaklega í hug- og félagsvísindum. Í Bandaríkj- unum hefur t.d. löngum verið haft við orð, að háskólakennarar séu seldir undir lögmálið „publish or perish“ (gefðu út eða gefstu upp ella) og í áðurnefndum greinum vísinda á þetta umfram allt við um rit- un bóka. Víðast hvar fá menn alls engan kennslustól, nema þeir geti framvísað að minnsta kosti einni bók til viðbótar við doktors- ritgerð, og tómt mál er að tala um fastráðn- ingu, framgang eða launahækkanir án fleiri bóka. Þetta vita allir, sem snefil hafa af þekk- ingu á erlendum há- skólum og einnig hitt, hvaða fræðileg rök liggja til þess að bækur hafa öðlast þennan sess. Þær teljast, eins og ég nefndi í fyrri grein minni, ákjósanlegasti miðill fyrir meiriháttar fræðarann- sóknir og eru taldar reyna meira á hvers kyns hæfni manna en önnur birtingarform, svo sem greinar og fyrirlestrar. Það er þess vegna mjög alvarlegt mál, þegar kjarafélagi prófessora í Háskóla Íslands er nánast gefið sjálfdæmi um að meta rannsóknaaf- köst félagsmanna sinna og það þvingar allar hinar ólíku fræðigrein- ar skólans undir einn mælikvarða, þar sem bækur eru bókstaflega sagt skornar niður við trog. Ástæðan er augljóslega sú, að bækur vógu lítið í þeirri „heildarframleiðslu“ prófess- ora, sem fyrir lá að meta. Vitlaust gefið Málið er ekki ýkja flókið. Hver einasti lesandi Morgunblaðsins, sem hefur vandaða fræðibók við hendina, getur gengið úr skugga um það, sem gerðist í háskólanum. Samkvæmt upphaflegum reglum kjaranefndar skyldu bestu bækur metnar mest á við þrjár greinar (30 stig) í vönd- uðum, íslenskum fræðitímaritum á borð við Sögu og Skírni, eða tvær greinar í ritrýndum, erlendum tíma- ritum. Ef lesendur fletta nú fræði- bók sinni og bera hana saman við eina til þrjár dæmigerðar tímarits- greinar hlýtur það að blasa við, að matið nær engri átt. Ef miðað er við sambærilegan fræðitexta með tilvís- unum í heimildir gefur lengdin ein ákveðnar vísbendingar, þó að hún geti að sjálfsögðu aldrei verið neinn lokamælikvarði á gæði ritverka. Á undanförnum tveimur árum hefur meðallengd greina í Skírni verið um 25 blaðsíður að lengd, en gildar fræðibækur flestar um 250–400 blaðsíður eða að jafnaði tíu til sextán sinnum lengri en greinar. Nú ber þess enn að minnast, að á sviði hug- vísinda og ýmissa greina félagsvís- inda meta vestrænir háskólar bók- artexta mun meira en ekki minna en texta greina eða fyrirlestra. Upphaflegu bókamati kjaranefnd- ar var mótmælt og það var hækkað, þannig að gildustu bækur skyldu metnar svo að næmi allt að sex greinum í vönduðustu tímaritum landsins (60 stig) eða fjórum grein- um í hinum erlendu. Viðurkennt var í verki, að Prófessorafélagið hefði veitt kjaranefnd afleita leiðsögn með því að vanmeta vönduðustu bækur um 100% – eitt hundrað prósent. Það þykir nokkuð vond reikningskekkja í barnaskólum, hvað þá háskólum, þó HVAÐ ER AÐ GERAST Í HÁSKÓLA ÍSLANDS? Þór Whitehead Viljirðu rita bækur, þá gefstu upp á því! Þór Whitehead segir, að í Háskóla Íslands hafi lögmáli háskóla- heimsins um mikilvægi bókaritunar einfaldlega verið snúið við. UMRÆÐAN NÚ þegar árið 2000 er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka er sitthvað sem kemur í hugann sem gerðist í Skálholti það margumrædda kristnihátíðarár. Mál- þing um Íslandsklukk- una og biblíuleg stef í íslenskum fornbók- menntum, miðalda- hlaðboð að hætti Þor- láks helga, námskeið í íkonamálun og íkona- sýning og djasshelgi með messu í kirkjunni svo eitthvað sé nefnt. Tvö málþing voru um litúrgíu og helgihald í samvinnu við Rannsóknastofnun í helgisiðafræð- um í Skálholti og sóttu okkur þá heim frábærir erlendir fræðimenn í þessum fræðum sem mikil gróska er í. Að vanda eru kyrrðardagar í Skálholtsskóla og í sumar sem leið var haldið námskeið um bænina og merkur fræðimaður og munkur Thomas Keeting leiddi það nám- skeið á eftirminnilegan hátt. Á sumartónleikunum skartaði staður- inn sínu fegursta enda heimsóttu okkur þá frábærir listamenn að vanda og að þessu sinni var sérstök hátíð til að minnast Jóhanns Sebastíans Bachs, þess tónlista- manns sem hefur fengið sæmdar- heitið fimmti guðspjallamaðurinn. Tónleikarnir hófust að þessu sinni með merkri ráðstefnu um íslenskan tónlistararf sem lengi hefur verið gleymdur í handritum meðan fræðimenn leituðu að sögum, kvæðum, annálum og þjóðlegum fróðleik, sem gæti styrkt ímynd þjóðernis. Collegium Musicum, samtök um tónlistarstarf í Skál- holti, hefur unnið ómetanlegt starf til að kanna þann menningararf sem liggur í gömlum nótna og textahandritum um helgisiði og kirkjusöng. Að vanda sóttu skólann hópar af ýmsu tagi sem nýttu sér þá frábæru aðstöðu sem þar er til fundahalda og samveru, hópar fermingarbarna, eldri borgara, kórar, safnaðarfólk, fræðimenn, sérfræðingar og hópar á vegum ferðaskrifstofna. 1. apríl tilkynnti Ríkisútvarpið að Bítillinn Paul MaCartney væri væntanlegur í Skálhot og ætlaði að gæða sér þar á miðaldahlaðborði ásamt unnustu sinni og ef ég man rétt hafði hann hug á því að ganga í það heilaga. Þessi ágætu hjú voru þá mörgum til undrunar stödd hér á landi, en útvarpið tilkynnti þjóðinni til að hann kæmist ekki í Skálholt einmitt af því það var 1. apríl, en hlaðborðið góða, sem víða hefur verið róm- að, stæði fólki til boða. Komið hefur í ljós að veggir skólans eru ákjósanlegir til sýn- ingahalds vegna hinn- ar einstöku birtu sem kemur inn um loft- glugga og hvorki meira né minna en fjórar myndlistasýn- ingar hafa verið settar upp í Skálholti á sl. ári. þar af ein í kjall- ara kirkjunnar. Fram- hald verður á þessu sýningarhaldi og hefur listamönnunum Þorgerði Sigurðardóttur, Önnu Torfadóttur og Gunnari Straumland verið boðið að setja upp verk sín í skólanum og hugsanlega einnig í kirkjunni. Mik- ill áhugi er á íkonum á Íslandi eins og á Vesturlöndum yfirleitt og tengist það sennilega áhuga á íhug- un og eflingu innra trúarlífs og efl- ingu andans. Það er því ákveðið að hafa námskeið í táknfræði og lista- sögu íkona í Skálholti í lok maí og verður kennari sá sami og í fyrra, prófessor Yuri Bobrov frá St. Pét- ursborg. Þetta verður eins konar framhaldsnámskeið fyrir þá sem þátt tóku í íkonamálunarnámskeið- inu, en einnig er hægt að taka það sem sérstakt námskeið. Einnig verður námskeið um list og trú fyr- ir listamenn og starfsfólk kirkjunn- ar sem oft verða að taka afdrifarík- ar ákvarðanir um list og búnað kirkna. Þá verður málþing um sálma á nýrri öld þegar nær dregur vorinu. Á næstu vikum verður farið af stað með leshringi um góðar bækur í setustofu skólans. Allir eru vel- komnir bæði þeir sem hafa lesið bækurnar og þeir sem ætla að lesa þær. Þetta verður óformleg sam- vera og spjall einu sinni í viku þeg- ar flestum hentar og lágmark er að fimm manns skrái sig (í síma skól- ans 486-8870, ábendingar um bæk- ur eru einnig vel þegnar). Byrjað verður á Kristnihaldi undir Jökli eftir Laxness og síðan er áformað að taka Skálholt Guðmundar Kambans og sögurnar og ljóðin um Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskups. Í tengslum við þessa leshringi er hægt að skipuleggja skoðunarferð- ir og heimsóknir, sem tengjast at- burðarás bókanna og fá sérfróða aðila til að fjalla um tiltekin efni. Þegar sól hækkar á lofti verða skipulagðar ferðir og fræðsla um leiðir að Skálholti til forna og sagt frá merkum stöðum og atburðum sem þeim tengjast. Leitað verður til kunnugs fólks í nágrenni Skál- holts til að fræða fólk um þessar leiðir og ekki væri úr vegi að fara pílagrímsgöngur í tengslum við messur í Skálholtsdómkirkju. Í október var sett upp í sýning- arsal kjallara Skálholtsdómkirkju myndir eftir Katrínu Briem sem hún hefur gert við ljóð og sálma eftir forföður sinn séra Valdimar Briem fyrsta vígslubiskup Skál- holtsstiftis. Af því tilefni var boðið til dagskrár í skólanum og fluttir fyrirlestrar um biblíuljóð hans og guðfræði. Níutíu ár eru nú liðin frá því að hann var vígður af Þórhalli Bjarnarsyni í Reykjavík vegna þess að ekki var aðstaða til þess í Skálholti. Segja má að þá hafi haf- ist hreyfing um endurreisn stað- arins þó verulegt átak væri ekki gert í þeim málum fyrr en á fimmta og sjötta áratugnum. Valdimar fæddist byltingarárið 1848 og ber afmæli hans upp á 1. febrúar. Sunnudaginn 4. febrúar verður sýningin tekin niður en áður verð- ur sérstök sálmamessa og verða þar fluttir sálmar eftir prestana og skáldbræðurna Valdimar Briem og Mattíhas Jochumsson bestu og ást- sælustu sálmaskáld Íslendinga, en þeir voru miklir vinir og unni vel saman að sálmabókinni sem út kom 1886 og gaf kirkjunni þá nýjan söng sem vel hefur enst síðan. Eft- ir messu býður Skálholtsstaður í kirkjukaffi í Skálholtsskóla og að því loknu verða fluttir tveir stuttir fyrirlestrar annar um Valdimar og kveðskap hans og hinn um sam- skipti sr. Valdimars og þjóðskálds- ins Matthíasar Jochumssonar. Þá mun Rósa B. Blöndal lesa úr kvæð- um Valdimars og sálmum. Allir vel- komnir. Við aldamót í Skálholtsskóla Pétur Pétursson Skálholt Fyrirlestrar verða í Skálholti að sögn Péturs Péturssonar, annar um Valdimar og kveðskap hans og hinn um sam- skipti sr. Valdimars og þjóðskáldsins Matt- híasar Jochumssonar. Höfundur er starfandi rektor Skálhotsskóla. Daily Vits FRÁ Inniheldur 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. APÓTEKIN Upplýsingar í síma 567 3534. D re if in g J H V S ta n sl au s o rk a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.