Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 35 að matsreglur væru sagðar til reynslu. Um er að ræða afkastamat, sem hefur, eins og áður segir, mikil áhrif á rannsóknastefnu Háskóla Ís- lands og markar honum að nokkru stöðu í háskólaheiminum. Hér var einnig verið að leggja á vogarskálar ávöxt af starfi manna, jafnvel af mestöllu ævistarfi þeirra prófessora, sem einkum hafa lagt fyrir sig tíma- freka bókaritun. Enn vitlaust gefið En hvernig hefur þá endurbætt bókamat reynst í framkvæmd? Ein- ar G. Pétursson, vísindamaður í Stofnun Árna Magnússonar, birti skýrt dæmi um það í Morgunblaðinu 21. nóv. sl. Fyrir tveggja binda stór- virki reist á frumheimildum frá 17. öld, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, alls 628 blaðsíður, uppskar Einar 45 stig í kjaramati, en hefði líklega hlotnast heil 60 stig fyrir rit- verkið, ef hann hefði ekki notað það til doktorsprófs. Fyrir tólf stuttar greinar, sem Einar vann upp úr sama efniviði og hann notaði í Eddu- ritin, 92 síður (um einn sjöundi hluti af lengd ritverksins), hlaut hann hins vegar jafnmörg stig og fyrir allt stórvirkið, 45 stig! Segjum nú, að Einar hefði hlotið hæsta stigafjölda, 60 stig, fyrir Edduritin (þ.e. hefðu þau ekki verið doktorsrit), þá lítur mismunurinn á mati bóka og greina svona út í reynd: – Fyrir rúmlega 10 blaðsíður innbundnar í bók hlýtur höfundur 1 stig í afkastamati. – Fyrir 2 blaðsíður í greinum hlýt- ur höfundur sama stigafjölda, 1 stig. Ekki er um að villast: um 8 af hverjum 10 blaðsíðum í bókum Ein- ars eru í raun að engu launaðar í af- kastamati miðað við þá umbun, sem hann hefði getað fengið fyrir að setja saman greinar. Þó liggur það skýrt fyrir, að bókatextinn sé miklu veiga- meiri en greinatextinn og ætti því að vera hærra metinn. Hefði Einar aft- ur á móti farið þá leið að dreifa úr viðfangsefnum sínum með mörgum smágreinum og fyrirlestrum í stað þess að birta þau á bók hefði hann umsvifalaust færst í hærri launa- flokk. Öll fræðileg rök hníga samt gegn því að búta þannig niður marg- þætt en heildstætt efni. En heima- tilbúna kerfið telur í stykkjum, líkt og vélar gera, þegar fiskur er flak- aður í ákvæðisvinnu, og er örlátast á stigin, þegar tímaritsgreinar eru ekki á þjóðtungunni og hafa birst ut- anlands. Þeir, sem duglegastir hafa verið við bókaritun, sitja sumir eftir í lægri launaflokkum, enda þótt af- köst þeirra kunni að vera margföld á við hina, sem ofar eru í launastig- anum. Með herfilegu vanmati kerf- isins á bókum er því ekki aðeins grafið undan fræðilegum kröfum í ýmsum deildum Háskólans, heldur er mönnum einnig gróflega mismun- að í kjörum á röngum forsendum. Smælkið dregur lengst Enginn neitar því nú, að upphaf- legar reglur um bókamat, upprunn- ar frá Prófessorafélaginu, hafi verið alvitlausar, en eftir 100% leiðrétt- ingu kjaranefndar geta reglurnar í besta falli talist hálfvitlausar. Hér hefur verið komið á einstæðu og næsta sjálfvirku söfnunarkerfi launaréttinda, sem á sviði hug- og félagsvísinda umbunar hvers kyns smælki og viðvik langt umfram meiriháttar verk. Einar G. Pétursson nefnir annað dæmi um þetta: Fyrirlestur á sýn- ingu í Þjóðminjasafni, sem hann birti síðar á prenti ásamt útgáfu á fáein- um klausum úr einu handriti, 30 blaðsíður, færðu honum hvorki meira né minna en 15 stig í kjara- mati eða fjórðung þess stigafjölda, sem menn geta mest hlotið fyrir gildustu fræðirit. Þá er átt við rit af því tagi, sem virtir bandarískir há- skólar gera ráð fyrir að taki prófess- ora 7–10 ár að semja meðfram kennslu. Ýmis álíka dæmi hafa verið nefnd um fáránleika og rangindi þessa vélræna afkastamatskerfis, meðal annars af raunvísindamönn- um, sem ritað hafa hinar ágætustu bækur. Í Háskóla Íslands hefur lög- máli háskólaheimsins um mikilvægi bókaritunar einfaldlega verið snúið við: Viljir þú rita bækur, þá gefstu upp á því, „publish and perish“! Það eru hin skýru en ótrúlegu skilaboð, sem menn fá frá launakerfi háskól- ans, embættismönnum skólans og velviljuðum starfsfélögum. Það var kolrangt gefið fyrir bækur í upphafi og þess gjalda menn æ síðan. Eftir rúmlega tveggja ára gildis- tíma matsreglnanna er nú ætlunin að hefja endurskoðun þeirra. Von- andi munu yfirvöld háskólans og rannsóknastofnanir þá loks geta knúið á um endurbætur á kerfinu. Ekki er seinna vænna. Höfundur er rannsóknaprófessor. Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Útsala Útsala Gistihús Regínu Mjölnisholti 14, 3. hæð, símar 551 2050 og 898 1492 Eigum nokkur laus herbergi í janúar og febrúar Verð 2.500 kr. á dag eða kr. 15.000 á viku. Ekki er um morgunverð að ræða á þessu tímabili. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ fimmtud. 4. janúar 2001. 21 par. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 272 Magnús Sverriss. – Jón Stefánss. 243 Ólafur Ingvarss. – Jóhann Lútherss. 238 Árangur A-V: Halla Ólafsd. – Sigurður Pálss. 243 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss.237 Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 229 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 8. janúar. 23 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Jón Stefánss. – Sæmundur Björnss. 263 Fróði B. Pálss. – Þórarinn Árnas. 247 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 245 Árangur A-V: Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 276 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss.265 Viggó Nordquist – Tómas Jóhannss. 236 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Hreyfils Hér kemur staðan í aðaltvímenn- ingi félagsins þegar aðeins eitt kvöld er eftir. Sveinn R. Þorvaldss. – Gísli Steingr. 119 Árni M. Björnss. – Heimir M. Tryggvas. 114 Daníel Halldórsson – Ragnar Björnsson 111 Erlendur Björgvinss. – Friðbjörn Guðm. 105 Gísli Þór Tryggvas. – Leifur Kristjánss. 87 Eru Suðurnesjamenn svona múraðir? Smávægileg mistök urðu í þætt- inum í frásögn af Reykjanesmótinu sem fram fer um aðra helgi. Sagt var að Sigurjón Harðarson yrði keppnisstjóri en þar átti að standa Trausti Harðarson. Þá var því haldið fram að keppnisgjaldið yrði 24 þúsund krónur á sveit en þar gætti misskilnings manna í milli. Þótt Suðurnesjamenn séu almennt taldir nokkuð vel stæðir verður að flokka þessa tölu undir okur enda hefir komið í ljós að keppnisgjaldið verður „aðeins“ 12 þúsund krónur. SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.