Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GRÍÐARLEGIRhagsmunir eru íhúfi þegar trygg-ingar eru annars vegar; hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrir- tæki eða stofnanir. Þetta á bæði við um iðgjöld og bóta- kröfur, ekki síður fyrir bótaþega en tjónvalda. Þannig var heildarkostnað- ur vegna vátrygginga Reykjavíkurborgar, undirstofnana hennar og fyrirtækja, ríflega 891 milljón kr. á árunum 1993–1997. Eigin áhætta í þessum tjónum nam alls um 40 milljónum kr. og útgjöld- in því rösklega 930 milljónum. Það er því ef til vill ekki að undra að borgaryfirvöld hafi látið gera úttekt á þessum málaflokki með hagræð- ingu í huga. Gestur Pétursson, sérfræðingur í áhættustjórnun hjá Íslenska ál- félaginu, var annar ábyrgðarmanna verkefnisins en hann starfaði áður hjá Eldvarnaeftirliti Reykjavíkur- borgar. Hann segir að þessi góði ár- angur hafi náðst með markvissri skipulagningu og vinnu við áhættu- greiningu. „Tryggingar snúast um lögmál hinna stóru talna. Lykilatriði er að hugsa til lengri tíma, en ekki aðeins eins árs í senn. Eitt ár getur nefni- lega verið slæmt en það næsta mjög gott. Mestu skiptir hvernig málin þróast á lengra tímabili og þá jafn- ast einstaka sveiflur út,“ segir hann. Áður skipt milli þriggja tryggingafélaga Tryggingamálum Reykjavíkur- borgar var áður skipt milli þriggja tryggingafélaga. Þar var hlutur Sjó- vár-Almennra stærstur en Vátrygg- ingafélag Íslands kom þar á eftir. Þriðja félagið var Trygging hf., en það hafði undir sínum hatti trygg- ingar Strætisvagna Reykjavíkur. Tryggingamiðstöðin tók síðar yfir rekstur Tryggingar. Í marsmánuði 1999 var í fyrsta sinn efnt til útboðs um vátryggingar fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Í kjölfar þess var gengið til samninga við Sjóvá- Almennar tryggingar hf. um samn- ing sem tekur til allra vátrygginga. Er gert ráð fyrir að á samningstím- anum verði vátryggingar skoðaðar reglulega og lagaðar að þörfum á hverjum tíma. Samkvæmt áætlun sem byggist á hagræðingu vegna hinnar nýju stefnu borgarinnar í tryggingamál- um er gert ráð fyrir að heildar- kostnaður vegna vátrygginga á ár- unum 1999–2003 verði ríflega 555 milljónir króna. Það er 375 milljón- um lægra en fyrir samsvarandi þjónustu á árunum 1993–1997 og þýðir að ríflega 411 milljónir kr. eru áætlaðar vegna greiðslu iðgjalda og opinberra gjalda á sama árabili. Hagræðingu þessari er náð með aukinni samkeppni vegna útboðs, aukinni eigin áhættu, aukinni sjálfs- áhættu og breytingu á eðli vátrygg- ingaverndar. Gengið var til útboðs um vátrygg- ingar borgarinnar eftir úttekt nokk- urra lykilstarfsmanna hennar á tryggingamálunum sem fram fór síðari hluta árs 1998. Í henni fólst að greina allar vátryggingar, hvað væri tryggt og hvað ekki, í hvaða til- vikum væri sjálfsábyrgð og hver væri fjöldi tjóna í hverjum flokki. Með öðrum orðum; í hvaða flokkum væri hagkvæmt að tryggja og hverj- um ekki. Hvar væri vantryggt og hvar oftryggt. Gestur segir að komið hafi í ljós að á fimm ára tímabili hafi orðið um 2.000 tjón hjá Reykjavíkurborg og undirstofnunum hennar, eða um 400 á ári hverju. Af þeim voru 35% tjón- anna vegna sk. frjálsrar ábyrgðar- tryggingar, t.d. vegna lausafjár- muna. Í flestum tilfellum hafi gilt flöt sjálfsábyrgð, sem kölluð er, og iðgjöld af þessum tryggingum hafi verið mjög háar fjárhæðir. Sem dæmi má nefna að árið 1999 voru um 60 af hundraði allra tjóna hjá Reykjavíkurborg undir 100 þúsund krónum. Gestur segir að þetta sýni að skynsamlegt hafi verið að hækka sjálfsábyrgð mjög ríflega eins og gert var í flestum tilvikum, upp í eina til fimm milljónir kr. „Flest tjónin falla innan sjálfs- ábyrgðarinnar og eru því ekki tryggð sem slík. Þrátt fyrir þetta kemur betur út fyrir borgina að greiða bætur vegna þeirra og nýta tryggingar fremur fyrir stærri tjón. Þá þurfa menn í reynd á þeim að halda,“ bætir hann við. Við úttektina kom í ljós að í mörg- um tilvikum virtist sem gengið væri út frá sömu sjónarmiðum um trygg- ingar í stofnunum og fyrirtækjum og á heimilum. Þannig voru smá- hlutir á borð við fartölvur tryggðar að fullu í sumum fyrirtækjum, enda þótt tjónatíðni væri næsta lítil en ið- gjöld hlutfallslega fremur há. „Þetta er einfalt mál. Stofnun eða fyrirtæki sem veltir hundruðum eða jafnvel milljörðum króna á ári tryggir ekki hvern einasta smáhlut. Slíkt gengur bara ekki upp,“ bendir Gestur á og segir að vissulega ætli yfirmenn í flestum tilfellum aðeins að gera vel og rækja sínar skyldur. Þá skorti hins vegar heildarsýn yfir allar tryggingar borgarinnar og af þessu stafi ósamræmið. Undir þetta tekur Berglind Söe- bech, sviðsstjóri tryggingamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir að sér hafi komið mest á óvart hversu mjög tryggingum stórra stofnana og fyr- irtækja hafi svipað til trygginga ein- staklinga á híbýlum sínum og lausafé. „Iðgjöld af vátryggingum lausa- fjár voru gríðarstór hluti heildarið- gjalda borgarinnar, enda þótt tjón í þessum málaflokki væru ekki óeðli- lega há. Þetta fyrirkomulag var því mjög óhagstætt,“ s Niðurstaðan var leggja út í alútboð vátryggingum bor Slíkt varð lögum sa að gera á hinu efnahagssvæði, en ekkert erlent tr félag bauð í trygg og samið var við mennar um þessa þ Sveinn Segatta, stjóri fyrirtækjaþjónustu Almennum, segir að rey samstarfinu við Reykjavík góð. Hann segir að Sjóvá-A hafi sótt í sig veðrið í try sveitarfélaga eftir að fre bundnum brunatryggingu á 1995 og liður í því hafi ve samningar fyrst við Akurey ar Reykjavík. Í báðum tilf um útboð að ræða og seg að ein helsta forsenda þe takist sé sameiginlegt samningsaðila um fækku jafnt smárra sem stórra þannig sé síðar unnt að gjöldin. Telja samstarfið fara vel af stað „Reynsla okkar af vátry hjá jafnstóru sveitarfé Reykjavík nýtist vel í al starfsemi. Samstarfið við b fyrirtæki hennar og stofna enda verið með ágætum eina og hálfa ári frá því s tókust,“ segir hann. Að sögn Sveins var forse að Sjóvá-Almennar vo lægsta tilboðið í allan tr pakkann sú að um langtím var að ræða. „Á fimm ár frávik nokkurn veginn að j En helsti ávinningur sam felst ekki aðeins í lægri kostnaði og hagstæðari ið Margs konar önnur þjónus þar til, til dæmis fræðslum ingarstarf og almennar for Berglind Söebech segir reynsla að komast á nýtt fy lag, en óhætt sé að segja a vel af stað. Fólk innan bo isins sé almennt jákvætt, séu einhverjir sem óttist br Hún segir þó að á fyrst um samningstímabilsins h svo vel að lítið hafi verið tjón. Enn hafi ekki verið g leg samantekt á fyrsta heil nýja fyrirkomulags, en ekk neinn vafi á að um mikla ingu sé að ræða. Ein helsta breytingin komulagi meðhöndlunar bó felst í því að tjónþolar sæk til tryggingafélagsins, enda bæti ekki viðkomandi tjón innar. Ekki var einhugur fyrirkomulag, en þau rök þ þyngra að með þessu vær veg fyrir óþægilegt álag in arkerfisins og ójafnræð greiðslu. Ástæða sé til þes fremur þá fagþekkingu s staðar hjá tryggingafélagi uð eyðublöð og þess háttar til að gæta jafnræðis borga úrlausn sinna mála. Heildarkostnaður vegna vátrygginga Reykjavíkurb Greiðslur iðgjald lækka um 411 milljónir króna Hagræðing vegna nýrrar stefnu í tryggingamálum hefur lei þess að gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg greiði mun min iðgjöld vegna trygginga á árunum 1999–2003 en næstu fimm þar á undan. Í grein Björns Inga Hrafnssonar er varpað ljó ástæður þessa og því velt upp hvort önnur sveitarfélög eða inberar stofnanir geti einnig skorið niður í þessum útgjalda Berglind Söebech Sveinn Segatta Gestur PéturssonMENGUN HAFSINS ÁHRIF DÓMSINS Morgunblaðið hefur hvatt tiltekjutengingar í almanna-tryggingakerfinu með þeim rökum, að ástæðulaust sé að greiða fé úr almannasjóðum til þeirra, sem ekki þurfi á því að halda. Meiri ástæða væri til að nota þá fjármuni, sem þannig sparast, til þess að hækka bætur til hinna, sem minnst hafa. Þessi stefna er í mikilli hættu í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Ör- yrkjabandalagsins eins og bent var á í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á Þorláksmessu. Á blaðamannafundi, sem ríkis- stjórnin efndi til í fyrradag, skýrði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, áhrif dómsins með þessum orðum: „...þessi dómur snýr bara að þeim ör- yrkjum, sem búa við hæstar heimilis- tekjur. Það eru bara þeir öryrkjar, þar sem heimilistekjur eru á bilinu 200–300 þúsund kr. á mánuði, sem hafa hagsbót af þessum dómi, aðrir ekki. Það var hvorki stefnt né kveð- inn upp dómur í þeim tilgangi að hækka þá, sem minna höfðu, heldur eru það eingöngu þeir öryrkjar, sem hafa hæstar heimilistekjur, sem fá bætur skv. þessum dómi.“ Þetta er rétt hjá Davíð Oddssyni. Kannski verða þessi áhrif dómsins til þess að menn hugsi sig um tvisvar áð- ur en tekjutenging í almannatrygg- ingakerfinu verður endanlega afnum- in. Niðurstaða fyrstu umhverfis-skýrslunnar um ástand Norð- austur-Atlantshafsins hlýtur að telj- ast góðs viti fyrir Íslendinga. Í skýrslunni er NA-Atlantshafi skipt í fimm hluta og kemur fram að ástand hafsvæðisins, sem Ísland er á, er al- mennt gott og mengun lítil samanbor- ið við hin svæðin fjögur. Í skýrslunni, sem unnin er á grundvelli OSPAR- samningsins, sem varð til 1992 á grundvelli tveggja samninga sem undirritaðir voru í Ósló og París á átt- unda áratugnum, segir að engu að síður sé ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu á hafsvæðinu umhverfis Ís- land vegna nokkurra atriða. Kemur fram að mestu sjáanlegu áhrifin á umhverfi svæðisins séu vegna fisk- veiða, en umhverfisráðuneytið bendir þó á að áhrifin séu fjarri því að vera jafnmikil og á flestum öðrum svæðum á NA-Atlantshafi. Upplýsingar frá Alþjóðahafrann- sóknastofnuninni sýna að nokkrir fiskistofnar á hafsvæðinu umhverfis Ísland, sem nær suður fyrir landið, allt vestur til Grænlands, norður á Norðurpólinn og austur fyrir Kóla- skaga, séu nýttir umfram viðmiðun- armörk og upplýsingar vanti um marga stofna. Meðal markmiða, sem aðildarríki OSPAR-samningsins settu árið 1998, er að losun geislavirkra efna verði ekki yfir settum viðmiðunarmörkum árið 2020. Geislamengun er ekki talin vandamál á hafsvæðinu umhverfis Ís- land um þessar mundir, en á blaða- mannafundi, sem haldinn var til að kynna skýrsluna á mánudag, kom fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra að illa gæti farið í þeim efnum ef til dæmis geislavirkur úrgangur bærist frá Kólaskaga. Þar er á ferð hætta, sem ekki nægir að ræða, heldur krefst aðgerða. Hingað til hafa Norðmenn verið hvað ötulast- ir að benda á þá hættu, sem stafar af kjarnorkukafbátum og öðrum kjarn- orkuknúnum skipakosti, sem nú grotnar niður í grennd við Múr- mansk. Rússar hafa ekki efni á að bregðast við og Bandaríkjamenn hafa haft tilhneigingu til að leiða vandann hjá sér. Íslendingar eiga stóran þátt í gerð umhverfisskýrslunnar og ritstýrði Helgi Jensson, sérfræðingur hjá Hollustuvernd og nýráðinn forstöðu- maður mengunarvarnasviðs hennar, hluta hennar. Á blaðamannafundin- um kom fram að síðastliðinn áratug hefði 200 milljónum króna verið varið til rannsókna á mengun í sjó. Sagði Siv að framlög til mengunarrann- sókna á hafinu yrðu væntanlega auk- in á næstu árum og nefndi sérstak- lega díoxín-mengun. Íslenskir vísindamenn hafa ekki aðeins átt þátt í að kanna ástand Norðaustur-Atlantshafsins, heldur hafa Íslendingar einnig verið í farar- broddi í átaki til að vernda lífríki kaldari svæða. Ávöxtur þeirrar vinnu leit dagsins ljós í desember þegar undirritaður var alþjóðlegur samn- ingur um takmörkun á losun þrá- virkra lífrænna efna í Jóhannesar- borg. Davíð Egilson, nýráðinn forstjóri Hollustuverndar ríkisins, vann ásamt öðrum að undirbúningi samningsins og lýsti gerð hans og þætti Íslendinga í viðtali, sem birtist í áramótablaði Morgunblaðsins. Af ferli þrávirku efnanna í umhverfinu má glöggt sjá að mengun þekkir ekki landamæri. Sum þessara efna festast við agnir og flytjast í einni lotu með loftstraumum norður á bóginn, en önnur gufa upp, berast til kaldari svæða þar sem þau þéttast og falla til jarðar og geta síðan gufað upp að nýju á heitum degi og haldið áfram ferðalaginu í nokkrum þrepum. Davíð segir í viðtalinu að á Íslandi hafi hlutfall þrávirkra lífrænna efna mælst vel undir hættumörkum í líf- ríkinu. Reyndar sé það ívið hærra en á meginlandi Evrópu, en lægra en á Grænlandi og meðal Inúíta í Kanada. Þrávirku efnin tengist hins vegar helsta hagsmunamáli Íslendinga í nánustu framtíð, ímynd íslenskra sjávarafurða á alþjóðavettvangi. „Við megum ekki gleyma því að Ís- lendingar eru matvælaframleiðendur og mega ekki við því að ferskar ís- lenskar sjávarafurðir verði í huga al- mennings tengdar mengandi efnum,“ segir Davíð. „Kúariðufár eins og hef- ur riðið yfir Evrópu gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir íslenskan sjáv- arútveg. Þess vegna skiptir svo miklu máli að bregðast við áður en í óefni er komið.“ Frumkvæði Íslendinga að gerð al- þjóðlegs samnings um losun þrá- virkra efna og drjúgur hlutur í gerð skýrslunnar um ástand NA-Atlants- hafsins sýna að hér gera menn sér grein fyrir mikilvægi þess að taka á þessum málum og er brýnt að ekki verði slakað á í þeim efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.