Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 41
og lífsglaðan mann verða Bakkusi að bráð og sjá hvernig framtakssemi hans smádvínaði, hugmyndir vantaði ekki, þær voru óþrjótandi. Margar stundir spjölluðum við um heima og geima og var aldrei komið að tómum kofunum hjá Sigurbirni því hann var víðlesinn og hafði ákveðnar skoðanir hvort sem um var að ræða þjóðmál, Íslendingasögurnar eða rekstur fyr- irtækja. Hann var einstakt náttúrubarn, hafði arnarsjón og sá landið öðrum augum en ég borgarbarnið og naut ég þess að upplifa með honum íslenska náttúru í öllum sínum fjölbreytileika. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fór- um saman austur á æskustöðvarnar því þar lágu rætur hans öðru fremur og þar naut ég og fjölskylda mín ein- stakrar gestrisni, hvort sem var á Læk hjá Þorbjörgu og Heimi eða hjá Gísla í Hrygg. Öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Að lokum viljum við kveðja þig, gamli vin, með nokkrum orðum úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Valdimar G. Guðmundsson og fjölskylda. Orka, lífsgleði og spengilegt at- gervi geisluðu af unga manninum, sem bættist í hóp fárra Íslendinga, sem voru við störf í Suður-Nígeríu vorið 1978. Hann virkaði sem vítamín- sprauta og ísmoli í hitanum og tækni- legu fátæktinni, sem við var glímt. Vandamálin voru til þess að leysa þau, – og hafa gaman af. Sandþvotta- vél og bambusgálgar voru meðal margra hugvitsamlegra lausna hans í tæknikreppunni sem ríkti. Hann leit á það sem sjálfsagðan hlut þess starfs, sem honum var falið. Framkoma hans við innfædda samstarfsmenn var til- litssöm og vingjarnleg. Sigurbjörn, sonur Þorkels Jóns- sonar og Þorbjargar Guðjónsdóttur, var „Robinson Cruso“ og víkingur. Hann var einnig búfræðingur, tækni- fræðingur, smiður góður, – en ekki síst bogmaður. Okkur hættir til að verða fótaskortur á tungunni, ætla okkur of mikið og fá áhuga á ein- hverju nýju, áður en því eldra er lok- ið. Sigurbjörn kvæntist lífskonunni Hjördísi Ingólfsdóttur. Bróðir hennar og leðurmeistarinn Örn og dóttir hennar, Ýr Margrét, urðu vinir hans. Hjónin keyptu hús við Skólavörðu- stíginn og endurnýjuðu. Þau fóru ut- an til náms í Bandaríkjunum, þar sem Sigurbjörn nam rekstrarhagfræði. Hann var inráðgjafi á Húsavík um hríð, þegar heim kom. Tilraun til veitingahúsareksturs við Laugaveginn og skilnaður beindu leiðum Sigurbjörns til heimahaganna, – þar sem ferillinn hófst. Móðir hans og bróðir, Heimir Ólafsson, og ekki síst hinn ljúfi móðurbróðir, Gísli, buðu hann velkominn heim. Líkamlegu at- gervi og heilsu hafði hrakað, – aðal- lega vegna misskilnings um hversu mikið álag líkaminn þolir. Hugurinn var hreinn, þótt áhugamálin hefðu tekið nýja stefnu. Löng og tíð símtöl fjölluðu gjarnan um ásatrú, rímur, heimspeki, stærðfræði, byggingarlist, frumsamdar draugasögur, kvenfólk og hið argasta klám, svo sauð á sím- tækjum og eyru svitnuðu við lýsingar, sem þar voru yrtar. Sigurbjörn var góður áheyrandi, áhugasamur um hugleiðingar og vandamál annarra. Hann ígrundaði þær oft með sjálfum sér og veitti svo lausn, eða ráðgjöf síðar. Bókin, sem allir ættu að lesa, „Kæri Herra Guð, þetta er Anna“, eftir Finn, var honum einkar huglæg og efni í mörg símtök. Víkingurinn Sigurbjörn Þorkelsson var drengur góður. Þorbjörg Harpa Sigurbjörnsdóttir, vinir og aðrir vandamenn: Við sam- gleðjumst Sigurbirni að hann skuli enn lagstur í víking á ókunnar strend- ur að elska mann og annan. Vífill Magnússon. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 41 ✝ Svava Jónsdóttirfæddist í Geita- vík á Borgarfirði eystra 24. apríl 1909. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 4. janúar sl. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson, bóndi og sjómaður í Geitavík, f. 2.1. 1885, d. 11.3. 1930, og Geirlaug Gunnfríður Ármannsdóttir, f. 18.4. 1885, d. 26.10. 1926. Jón og Geirlaug eignuðust sex börn, en fimm náðu fullorðinsaldri. Þau eru: Emil, bóndi í Geitavík og sjómaður, f. 13.5. 1907, d. 1.12. 1974; Ólína, húsfreyja á Dverga- steini í Seyðisfirði, f. 6.6. 1914, d. 21.3. 1995; Björn, bóndi í Geitavík, f. 6.7. 1916, og Anna Björg, hús- freyja í Hvannstóði, Borgarfirði eystra, f. 13.7. 1920. Svava giftist 13.5. 1932 Halldóri Pjeturssyni, f. 12.9. 1897, d. 6.6. 1989. Foreldrar Halldórs voru Pjetur Sigurðsson, bóndi á Geira- stöðum í Hróarstungu, og Elísabet Steinsdóttir, kona hans. Halldór stundaði ýmis störf á langri ævi, svo sem sjómennsku, verkamannavinnu, m.a. á Djúpavík og Siglufirði, skrifstofustörf og rit- störf. Börn Svövu og Halldórs eru: hún við húsmóðurstörfum í Geita- vík. Árið 1931 fluttist Svava til Reykjavíkur, þar sem hún vann ýmis störf, m.a. við klæðskera- saum, en áður hafði hún verið í vist í Reykjavík og unnið á hóteli á Siglufirði. Svava og Halldór bjuggu á ýmsum stöðum í Reykja- vík til ársins 1946, en þá fluttu þau í eigið húsnæði í Kópavogi, Snæ- land 2 (síðar Grenigrund 2a). Eftir lát Halldórs 1989 bjó Svava áfram á sama stað, en fluttist á sambýli aldraðra í Gullsmára í Kópavogi í ágúst 1995. Þaðan fluttist hún í september 1999 á Hjúkrunarheim- ilið Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem hún lést. Svava var einlægur unnandi lista, bæði tónlistar og myndlistar. Hún var á sínum tíma styrktarmeð- limur Tónlistarfélagsins í Reykja- vík og sótti tónleika á vegum þess, einnig lærði hún á gítar hjá Sigurði Briem. Þekktir myndlistarmenn voru meðal heimilisvina hennar. Hún hafði mikinn áhuga á íslensku máli og þjóðlegum fróðleik og var í nánu sambandi við Orðabók Há- skóla Íslands og þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands og miðlaði þessum stofnunum ýmsum fróð- leik. Svava hafði yndi af bóklestri, bæði ljóðum og skáldsögum, og kunni mikið af ljóðum, en Halldór Laxness var eftirlætishöfundur hennar þegar kom að óbundnu máli. Hún var einstaklega frænd- rækin og lét sér mjög annt um frændfólk sitt og reyndar allt sem tengdist Borgarfirði eystra. Útför Svövu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. 1) Hörður, við- skiptafræðingur í Kópavogi, f. 26.10. 1933. Eiginkona Harð- ar er Þórdís Sig- tryggsdóttir, f. 22.2. 1937. Synir Harðar eru Eiríkur Arnar, stálskipasmiður í Garðabæ, f. 4.8. 1954, og Haukur, viðskipta- fræðingur í Reykja- vík, f. 17.2. 1958. Börn Harðar og Þórdísar eru: Sigtryggur, bif- reiðasmiður í Kópa- vogi, f. 25.5. 1966, og Vildís Ósk, skrifstofumaður í Ölf- usi, f. 26.2. 1973. Barnabörn Harð- ar eru fjögur, og eru þrjú þeirra á lífi. 2) Svanur, bifreiðarstjóri í Kópa- vogi, f. 1.3. 1935. Eiginkona Svans er Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 12.9. 1935. Börn Svans og Jóhönnu eru: Halldór, húasmíðameistari í Kópa- vogi, f. 14.9. 1955; Svava, hjúkrun- arfræðingur í Danmörku, f. 4.1. 1958; Vilhjálmur, dýralæknir í Reykjavík, f. 3.4. 1960; Svanborg, bankamaður í Kópavogi, f. 15.6. 1962, og Jóhann Dagur, bakari á Ísafirði, f. 21.1. 1971. Barnabörn Svans og Jóhönnu eru 15. Svava ólst upp í Geitavík með foreldrum sínum og systkinum, en móður sína missti hún sautján ára gömul og föður sinn þegar hún var tvítug. Við fráfall móður sinnar tók Við erum í dag að kveðja ágætan fulltrúa aldamótakynslóðar: Svövu Jónsdóttur. Ég kynntist Svövu ekki fyrr en síð- asta hluta ævi hennar. Ég þekki þess vegna ekki lífshlaup hennar á sama hátt og þeir sem henni eru nákomn- astir. En ég kynntist viðmóti hennar og persónu sem verður mér minnis- stæðari en nokkurt ævisöguregistur. Við sem spreytum okkur á sviðum listanna kynnumst margvíslegu við- horfi til þeirra gjörninga. Oft virðist það viðhorf fyrirfram ákveðið, löngu áður en kemur að stefnumóti við list- irnar. Ég skima því endalaust eftir persónum á borð við Svövu og óska þess að hennar manngerð sé ekki að deyja út. Opinn hugur, fróðleiks- þorsti, samlíðun, hrifnæmi, húmor og greind, – allt þetta gerði Sövu að list- unnanda par excellence. Þó var hún það sem við köllum ómenntuð, alin upp í fátækt eins og svo margir jafn- aldrar hennar. Laus við uppdráttar- sýki og fordóma gerði Svava mörgum menntamanni skömm til. Eðlislægur áhugi á sögu, náttúru og listum gerði hana að þakklátum þiggjanda og ör- látum gefanda. Svava var heilsteypt- ur þátttakandi í lifandi menningu þessa lands og það sama mátti segja um eiginmanninn, Halldór Pjeturs- son, sem lést fyrir nokkrum árum. Þau hjónin deildu gleði og sorgum og voru umfram allt samstiga í að njóta lífsins og tína upp af götu sinni ís- lenska demanta, perlur og gull: steina, þulur og þjóðsögur. Þar á bæ var ekkert eðlilegra en að flytja forn kvæði um tröll undir abstrakt mál- verki eftir Svavar Guðnason eða glugga í konkret ljóð eftir Gyrði Elí- asson með súra slátrinu. Þar gátu gestir átt von á því að ganga út með stein í vasanum, kleinu í maganum, vísu í kollinum og yl í sálinni. Rétt eins og þegar ég hef kvatt mína eigin afa og ömmur er mér eft- irsjá að Svövu tengdaömmu minni: Fólki af þessari kynslóð sem ég held að við höfum ekki nógsamlega lært af; fólki sem þekkti á eigin beinum hvað það kostar í raun að lifa af í ísa- köldu landi og vissi að þrátt fyrir tækniundur og tímana tvenna, þá ættum við og eigum enn allt okkar undir sólu, regni og vindi. Það verður okkur fyrr eða síðar lífsnauðsyn að læra að bera tilhlýðilega virðingu fyr- ir náttúrunni, fjöllunum og firnind- unum; að bera virðingu fyrir menn- ingu og sögu; að ástunda nægjusemi og samhygð. Af lífi hvers manns má draga nokk- urn lærdóm og þegar kemur að hinstu kveðjustund hneigjumst við til þess að draga fram kosti fólks, sem við kunnum þá að sjá skýrar en áður. Svava Jónsdóttir var ein af þeim sem á þann hátt færðu okkur gott vega- nesti. Svava trúði á líf eftir þetta jarðlíf, en hún var ekki að þröngva þeirri skoðun upp á aðra eða bera á borð fyrir trúleysingja eins og mig. Þrátt fyrir staðfasta vantrú mína sé ég þau engu að síður ljóslifandi fyrir mér, Svövu og Halldór, þar sem þau leið- ast um álfa- og tröllabyggðir Aust- fjarðanna sinna; og Halldór finnur stein og klýfur og gefur Svövu; og Svava brosir því í honum sér hún ljós- brot og list. Áslaug Jónsdóttir. Við systkinin vorum ekki há í loft- inu þegar við fórum að fá að sofa hjá afa og ömmu. Og sjaldan var sagt nei, en maður vissi að ef þau voru að spila þá fékk maður stundum ekki sögu. Heimurinn sem amma og afi gáfu okkur er óborganlegur. „Steinar“ var herbergi sem var fullt af steinum, á veggjum hrútshaus, hrafn og allskon- ar kynjaverur og í þessu herbergi skrifaði afi alltaf. Amma sá til þess að hann fékk frið. Við sváfum alltaf í því, og amma setti stóla fyrir framan rúmið svo við dyttum ekki framúr, jafnvel þótt við værum orðin stálpuð, og svo var skál af „krummaskít“ þ.e. lakkrís á horninu á skrifborðinu hans afa. Á heimili þeirra var mikill gesta- gangur enda voru þau ættrækin mjög og þakka ég þeim það í dag að ég get farið á Borgarfjörð eystri og þekkt nærri alla og ef ég þekki þá ekki þá veit ég hvurra manna þeir eru. Amma, þessi góða kona, átti sín hugð- arefni, hún hlustaði alltaf á Daglegt mál, skrifaði niður orð sem hún hafði til viðbótar og sendi. Ég held að hún hafi verið komin með sérskúffu hjá Orðabók Háskólans. Hún starfaði mikið með félagi Níelssinna og oft voru þau málefni rædd. Álfar voru líka í umræðunni en mest í sögu- formi, enda var amma frá Borgarfirði eystra, þessum fallega stað sem hún unni svo mjög. Að koma til ömmu og afa í ró og næði var gott. Elsku amma, ég vil þakka þér þessar stundir. Svanborg. Hún Svava amma mín kvaddi þetta líf 4. janúar sl. og fór yfir í það næsta, en hún og Halldór afi minn trúðu staðfastlega á líf eftir „dauðann“ og hafa verið í góðu sambandi síðan hann dó árið 1989, þannig að nú eru örugglega miklir fagnaðarfundir því þau voru mjög samrýnd. Núna undanfarna daga hafa ósjálf- rátt komið upp í hugann ýmsar minn- ingar um hana ömmu sem var afar fróð og merk kona. Hún hafði mjög gaman af bókum og ég man varla eft- ir henni öðruvísi en með bók og í seinni tíð með hljóðsnældur sem bækur hafa verið lesnar inn á. Henni var mjög annt um íslenska tungu og lagði mikið upp úr því að kenna okkur barnabörnunum gott mál. Hún var einnig mikill listunnandi enda voru ófá málverkin sem prýddu veggina í Grenigrund 2A hjá þeim afa. Þar sem ég er yngsta barnabarnið voru þau orðin ansi fullorðin þegar ég fæddist en það kom ekki að sök og það voru margir dagarnir og kvöldin sem fóru í spilamennsku með þeim og svo má ekki gleyma sögustundunum hjá afa sem voru afar vinsælar hjá ungu kynslóðinni því afi, sem var rit- höfundur, var sko með ímyndunarafl- ið í lagi og fór stundum alveg á flug og það leiddist manni nú sko ekki. Svo svaf maður inni í „Steinum“ hjá Krumma og þegar maður vaknaði beið manns undantekningarlítið lakkrís og súkkulaðibiti á náttborð- inu. Amma var mjög ern og það var henni mikið kappsmál að fylgjast vel með því sem ömmu- og langömmu- börnin voru að aðhafast og því var hún vel inni í öllu þegar maður kom í heimsókn, núna seinast á annan í jól- um þegar ég og Steindór fórum til hennar með mynd af hundinum okk- ar, henni Birtu, og hún hafði ofsalega gaman af að spyrja um hana. Það var gaman að hitta hana svona hressa þarna því daginn eftir var hún orðin veik. Að lokum vil ég þakka henni ömmu samfylgdina. Guð geymi hana. Vildís Ósk. Elsku Svava mín, nú þegar þú ert farin er mér efst í huga þakklæti – þakklæti fyrir að hafa átt svo góða vinkonu sem þú varst. Undanfarna mánuði varstu alltaf svo hress og varst farin að kunna vel við þig í Sunnuhlíð og hafðir kynnst fólkinu aðeins. Þú talaðir um að bráð- um gætir þú kannski farið að koma í heimsókn til okkar Halldórs. Þegar ég heimsótti þig í síðasta sinn rifjaðir þú upp, einu sinni sem oftar, þegar við kynntumst fyrst, í góða veðrinu rétt utan við Selfoss fyr- ir aldarfjórðungi. „Manstu eftir því, Jóhanna mín? Mér fannst svo sárt að móðir þín var nýdáin. Ég held ég hafi vitað það þá að við yrðum svona góðar vinkonur.“ Ég brosti og auðvitað mundi ég þetta allt líka. Þú sagðir mér oft frá því er Halldór var lítill og bjó hjá ykk- ur fyrstu árin og var sólargeisli ömmu sinnar og afa. „Hann lifði á sögum,“ sagðirðu stundum og hlóst við. Eftir að hann flutti í burtu hringdi hann bara og hlustaði á sög- urnar í gegnum símann. Þegar hann varð örlítið eldri, svona sjö til átta ára þá kom hann sjálfur á hjólinu sínu. Oft sagðir þú mér sögur af Hall- dóri og hinum barnabörnunum þín- um þegar þau voru lítil og hvað ykkur þótti vænt um það góða samband er ríkti í fjölskyldunni. „Ég hef verið svo heppin í lífinu, það eru allir svo góðir við mig.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þig segja þetta en vissi vel að þetta var rétt. Öllum þótti afar vænt um þig. Eftir að börnin mín fæddust fengu þau líka að hlusta á þig segja sögur, fara með ljóð, rímur og söng. Þú varst hafsjór af fróðleik og hafðir gott minni, öll ljóðin og rímurnar sem þú lærðir sem lítil telpa mundirðu vel. Þú varst mér ómetanleg þegar við Halldór byrjuðum að búa saman og keyptum fyrstu íbúðina okkar. Þú komst í heimsókn eins oft og þú gast en saman töluðum við í síma næstum því hvern einasta dag og svo var í mörg, mörg ár. Við gátum talað um allt. Aldrei kom nokkur í heimsókn til þín á Snæland án þess að boðið væri upp á kaffi og kleinur. Kleinurnar voru nokkurs konar vörumerki þitt. Hvergi fékk maður betri kleinur. Og alltaf passaðirðu upp á að baka klein- ur fyrir öll afmæli. Árið 1992 vann ég mikið á tölvu heima. Við Halldór bjuggum hjá tengdaforeldrum mínum í rúma tvo mánuði áður en við fluttum í nýja húsið okkar. Ég var lengi að velta fyrir mér hvar ég gæti komið tölvunni minni fyrir því ekki gat ég lagt niður vinnu svo lengi. Þegar þú heyrðir af þessu bauðstu mér „hornherbergið“, þar gæti ég unnið og enginn myndi ónáða mig eða snerta tölvuna mína. Þetta var góður tími, ég kom á kvöldin og vann á tölvuna en síðan settumst við niður og spjölluðum. Þú sagðir mér frá því þegar þú varst lítil og þegar móðir þín dó og síðan faðir þinn. Hve- nær þú sást mannsefnið þitt fyrst og hvernig þið kynntust. Frá tengda- móður þinni sem þú dáðir mikið, frá systkinum þínum, frá æskuheimili þínu og lífinu á Borgarfirði eystra. Aldrei kom ég í heimsókn öðruvísi en að þú spyrðir um alla. Er mikið að gera hjá Halldóri? Gengur krökkun- um ekki vel í skólanum? Eru ekki all- ir frískir? Vinnurðu ekki of mikið? Já, þú spurðir um alla og það var auðvelt að slá á létta strengi og sjá skoplegu hliðarnar á málunum – við gátum hlegið saman. Elsku Svava mín, guð blessi þig og þakka þér fyrir allt. Þú varst amma mannsins míns, langamma barnanna minna og vinkona mín. Jóhanna. SVAVA JÓNSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. Í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina. Skilafrestur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.