Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðjón Magnús-son fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 4. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Þuríður Guðjónsdótt- ir, f. að Steinum und- ir Eyjafjöllum 13. maí 1898, d. 17. maí 1981, og Magnús Kristleifur Magnús- son netagerðarmeist- ari, f. í Goðhól á Vatnsleysuströnd 4. nóvember 1890, d. 27. maí 1972. Systkini Guðjóns eru: 1) Ingveldur G.K. Magnúsdóttir, f. 27. nóvem- ber 1919. 2) Magnús Kristleifur Magnússon, f. 23. júlí 1929, d. 8. október 1965. 3) Jón Ragnar Björnsson, uppeldisbróðir, f. 3. janúar 1940. Guðjón kvæntist 10. júní 1950 Önnu Sigríði Grímsdóttur, hús- móður, f. 14. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Magnús- dóttir, húsmóðir, og Grímur Gísla- son, skipstjóri. Þau eru bæði látin. Börn Guðjóns og Önnu eru: 1) Magnús Birgir, f. 13. júlí 1949, kvæntur Jónu Kristínu Ágústs- dóttur og eru börn þeirra: Guðjón, f. 20. september 1983, Anna Krist- ín, f. 6. mars 1987, og Ólafur Vign- ir, f. 12. febrúar 1993. 2) Þuríður, f. 19. nóvember 1952, gift Ólafi Friðrikssyni, og sonur þeirra er Andri, f. 26. júní 1985. Fyrir átti Ólaf- ur: Söru Margréti, f. 11. júlí 1974, sem ólst upp hjá þeim, og Davíð Björn, f. 30. júní 1973. Eiga þau tvö barnabörn. Guðjón ólst upp í Vestmannaeyjum og bjó þar alla sína tíð að frátöldum nokkr- um mánuðum meðan á Vestmannaeyja- gosinu stóð. Í Eyjum stundaði hann barna- og unglinga- skólanám þess tíma en lærði síðan netaiðn hjá föður sínum. Á yngri árum stundaði hann sjómennsku jafnhliða netaiðninni en sneri sér síðan alfarið að netagerðinni og vann við hana meðan heilsan leyfði. Hann tók við rekstri Veið- arfæragerðar Vestmannaeyja af föður sínum og rak hana í félagi við frænda sinn Hallgrím Þórðar- son í áratugi. Guðjón var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og var m.a. Ís- landsmeistari í tugþraut og Ís- landsmethafi í stangarstökki. Guðjón vann alla tíð mikið starf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Eyjum og hlotnuðust honum margvíslegar viðurkenningar fyr- ir störf sín á þeim vettvangi. Útför Guðjóns fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðjón mágur minn og vinur okkar er allur. Stóra kærleiksríka hjartað hans er brostið. Guðjón Magnússon hét hann fullu nafni en var ævinlega nefndur Gaui Manga. Á gömlu bambus- stönginni sinni stökk hann 3,67 metra, sem var Íslandsmet. Nú er hann kominn til hæstu hæða og þurfti ekki stöng til. Það er margs að minnast þegar litið er til baka. Minningarnar hrannast upp en þær verða ekki all- ar skráðar í fátæklegri minningar- grein. Ég minnist fyrstu jólagjafarinnar frá Önnu og Gauja fyrir rúmum 50 árum. Mér fannst þetta merkileg gjöf. Líkan af skútu, siglandi segl- um þöndum við Vestmannaeyjar. Í dag er hún enn merkilegri. Gaui smíðar þær ekki fleiri hérna megin. Dæmigert handbragð og hugur Gauja Manga. Árin liðu, við Baddý mín byrj- uðum að búa. Áttum orðið eina dóttur en vorum ekki alveg sátt við dvalarstaðinn okkar. Gaui vissi um þetta. Hann var þá búinn að byggja hús við Heiðarveginn fyrir sig og fjölskyldu sína og búinn að vera þar í að ég held fjögur ár. Gaui Manga kom einn daginn til okkar Baddýjar og sagði: „Gilli minn, þetta er ekk- ert vandamál. Við innréttum bara risið á Heiðó. Við förum létt með það!“ Þar vorum við síðan í fimm ár og fjölskyldan stækkaði hjá okkur því Grímur bættist í hópinn. Aldrei bar skugga á þessa sam- veru, yndisleg ár. Undir það síðasta var Þuríður Guðjónsdóttir, frænka mín, farin að gauka því að mömmu sinni hvort við færum ekki bráðum að flytja, því að við vorum nefnilega að byggja í Grænuhlíðinni. Hún þyrfti akkúrat að fara að fá sér her- bergi. Ekki var erfitt að smíða gluggana í Grænuhlíðina. Gaui Manga tók það verk að sér, með minni aðstoð. „Gilli minn,“ sagði hann, „þetta verður létt verk hjá okkur.“ Fyrstu handtökin við múrverkið í Grænuhlíðinni kenndi Gaui Manga mér, ásamt svo mörgu öðru. Ein- stakur öðlingur sem gat allt. Nú er bara einn til frásagnar um í hvaða erindagjörðum við vorum kvöldið sem Gregorý kom. Mörg voru þau gamlárskvöldin sem við áttum saman. Þá var spilað eftir miðnætti og fram á morgun og enginn gat sagt hálfa og heila oftar en Gaui. Enda spiluðum við Gaui alltaf saman og svindluðum aldrei. Mörg voru þau ferðalögin sem við fórum í saman um Ísland. Eft- irminnilegust er þó að ég held ferð- in á Ford 1955 þegar við urðum að snúa við í Oddsskarði og Fordinn spjó gufu vegna áreynslu. Á leiðinni suður fórum við Lundarreykjadal og gegnum Þingvöll í mikilli rign- ingu. Mótorinn sem dreif vinnukon- urnar bilaði. „Ég redda þessu,“ sagði Gaui Manga, hinn eini og sanni. Lagðist á gólfið við fram- sætið eins og köttur, teygði hand- leggina undir mælaborðið og vipp- aði vinnukonunum fram og til baka alla leið á Selfoss. Þeim leiddist ekki, enda í góðum höndum. Endalaust gæti ég talið upp úr minningabrunni okkar en látum hér staðar numið. Elsku Gaui. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur, börnum okkar og barnabörnum. Allt verður það geymt og aldrei gleymt. Mikið væri veröldin falleg ef allir hefðu verið sem þú. Anna mín, Birgir, Þura, Jóna, Óli og fjölskyldur. Guð veri með ykkur og styrki í sorg ykkar. Gísli og Bjarney. Frændi, vinur og merkismaður, Guðjón Magnússon, er látinn nærri 80 ára. Aldurinn var sérlega af- stæður þegar Gaui Manga átti í hlut. Hann var jafnan sá ungi, hvort heldur var í anda eða hreyf- ingum. Þessi garpur, fyrrum marg- faldur Íslandsmeistari í stangar- stökki, var einstakur í sinni röð. Hann setti einnig hvert Íslands- metið af öðru í mannlegum sam- skiptum og var alltaf boðinn og bú- inn að gefa af sér og tilbúinn til að hjálpa öðrum. Leiðir okkar Gauja lágu saman fljótlega eftir að ég kynntist bróðurdóttur hans, og varð sú vinátta sem þá myndaðist óslitin allt til enda. Bróðir Gauja, Kristleifur, tengdafaðir minn, dó ungur eða aðeins 36 ára. Oft þurfti ég að leita ráða hjá Gauja og biðja hann um að aðstoða mig á fyrstu búskaparárunum í Vestmannaeyj- um og alltaf var tekið jákvætt á málunum. Ég sagði það oft að Gaui hefði verið mér eins og besti tengdafaðir. Þær eru óteljandi minningarnar sem koma upp í hugann þegar horft er til baka. Allar gleðistundirnar sem við áttum saman, hvort heldur það var með Sandfellingunum, í sumarbústaðnum okkar Sandfelli í Vaðnesi, í starfinu í Kiwanis, eða með íþróttahreyfingunni. Já, það er margt sem kemur upp í hugann þegar litið er yfir farinn veg. Okkur er minnisstæð ljúfa samveran á gullbrúðkaupsdaginn þeirra Önnu og Gauja seinasta sumar þegar börnin, tengdabörnin og barna- börnin héldu upp á daginn með heiðurshjónunum. Auðvitað vorum við hjónin með í gleðskapnum. Það var yndislegur dagur, farið í rútu- ferð, bátsferð og margt gert til gamans. Ekki vissi maður þá í hvað stefndi hjá Gauja og hversu alvar- leg veikindi voru að ná tökum á honum. Reyndar sagði Gaui alltaf að þetta væri ekki neitt, bara smák- vef. Um leið og við kveðjum góðan vin og frænda viljum við biðja al- góðan Guð að styrkja þig og fjöl- skyldu þína, Anna mín, við fráfall Gauja. Blessuð sé minning hans. Þuríður Kristín, Guðmundur og fjölskylda. Um svipað leyti og jólasveinar, álfar og tröll voru að byrja að und- irbúa brottför sína úr mannheimum við lok jóla hélt öðlingurinn Gaui Manga á brott úr þessum heimi. Það kom ekki á óvart að hann ferð- byggist á sama tíma og áðurnefnd- ar kynjaverur því svo samofið var líf hans og yndi þessum kynjaver- um sem á hefðbundinn hátt kveðja Eyjamenn alltaf á þrettándagleði 6. janúar. Það vissu allir hvert stefndi hjá Gauja síðustu mánuðina og sjálfur gerði hann sér grein fyrir að brátt héldi hann í hinstu ferð sína. Ein- hvern veginn hélt ég síðustu vik- urnar að brottfarardagur hans yrði sá sami og kynjaveranna sem hann hafði svo mikið yndi af en hann var kallaður á brott tveimur dögum áð- ur en þær héldu á brott úr mann- heimum þetta árið. Guðjón Magnússon var einstakur maður. Hjartalag hans var ljúft, lundin létt og höndin hög. Það lék allt í höndum hans og hann hafði einstakt lag á að laða það besta fram í hverjum manni. Við Gaui Manga vorum vinir, já vinir er rétta orðið, því þó að hann hafi verið 39 árum eldri en ég vor- um við nánast eins og jafnaldrar alla tíð. Gaui gat brúað kynslóðabil- ið á einstakan hátt. Gat sett sig í leikstellingar barnanna þegar það átti við og á sama hátt gat hann verið miðpunkturinn í tilveru full- orðna fólksins hverju sinni. Á loftinu á Heiðarveginum hjá Önnu frænku og Gauja steig ég mín fyrstu spor og þar stóð ég og þandi raddböndin í fyrstu þar til ég flutti af loftinu á þriðja ári. Þó að ekki muni ég þennan tíma þá mynduðust þarna þau sterku bönd milli okkar sem aldrei hafa slitnað síðan. Heimilið á Heiðarveginum var einstakt. Anna og Gaui bjuggu þar með börnum sínum Þuru og Birgi ásamt afa Grími sem bjó hjá þeim nánast frá upphafi búskapar þeirra þar til hann lést árið 1980. Í fimm ár bjó síðan fjölskylda mín þar á loftinu og allur þessi hópur var nánast eins og ein fjölskylda. Það þurfti því örugglega stundum tals- vert umburðarlyndi svo að hlutirnir gengju upp en allt blessaðist þetta og átti Gaui örugglega stóran þátt í því hversu vel hlutirnir gengu, enda var maðurinn einstakt ljúfmenni. Það var alltaf gaman að koma á Heiðarveginn og í barnsminning- unni standa heimsóknirnar þangað ofarlega í minni. Margir sunnu- dagsbíltúrarnir enduðu þar og jóla- boðin á Heiðarveginum gleymast aldrei. Það var hægt að ganga að því sem vísu að þegar komið var á Heiðarveginn þá fann Gaui upp á einhverju skemmtilegu. Hann skellti upp leikriti þar sem hann í einum þætti var aðalleikarinn en síðan var ég pússaður upp í einhver furðuföt og látinn sýna leikþátt saminn á staðnum af Gauja. Efnt til fimleikasýningar í stofunni þar sem Gaui gekk á höndum og gerði ýms- ar listir eða farið var út í fótbolta. Það var aldrei ládeyða eða verk- efnaleysi ef Gaui var til staðar. Gaui Manga var íþróttamaður í fremstu röð á sínum yngri árum. Hann var einn besti stangarstökkv- ari landsins og í fremstu röð tug- þrautarmanna en einnig lagði hann stund á fimleika og knattspyrnu. Hann var náttúrubarn í íþróttum og líkami hans bar þess alla tíð merki hversu vel þjálfaður hann var. Gaui gerði leikfimiæfingar daglega alla tíð enda var hann ávallt kvikur og léttur í spori. Hann gekk á höndum og gerði ýmsar leikfimikúnstir fram á sjötugsaldur og geri aðrir betur. Eitt af því eft- irminnilega frá heimsóknunum á Heiðarveginn var þegar ég fékk að skoða bikara og verðlaunapeninga Gauja. Þegar ég handfjatlaði þessa muni hækkaði stjarna Gauja enn meira í huga mínum. Gaui var hetja í mínum augum og auðvitað var hetjan bæði í slökkvi- liðinu og Björgunarfélaginu. Það kom sér stundum vel því ef okkur fannst einhver vá steðja að átti hann til að segja brosandi: „Blessuð verið þið, þetta er allt í lagi, ég er í slökkviliðinu,“ og stappa þannig stálinu í lítil hjörtu þegar á þurfti að halda. Hann var í barnshuganum Superman þess tíma sem allt gat og öllu gat bjargað. Margar ógleymanlegar stundir hef ég átt með Gauja gegnum tíð- ina. Seint mun gleymast þegar ég, sex ára gamall, var með honum á Heiðarveginum á Þorláksmessu til að hjálpa honum að setja upp stóra jólalandið sem hann setti upp í stof- unni fyrir hver jól. Anna var að versla í bænum en við vinirnir að skreyta. Gaui átti smáhákarlsbita í kjallaranum sem hann náði í og við gæddum okkur á í stofunni, dag- stundina meðan við stóðum í skreytingunum. Þegar Anna kom svo heim síðla dags kvartaði hún yf- ir ólykt í húsinu og var ekki ýkja hrifin þegar hún áttaði sig á af hverju þessi undarlega jólalykt stafaði en Gaui bara brosti og blikkaði mig. Við vorum alsælir með okkur í hákarlalyktinni og jólaskreytingunum. Ófá ferðalög víðsvegar um Ísland fórum við saman fjölskyldan af Heiðarvegi 52 og við úr Grænuhlíð- inni ásamt frændfólki okkar frá Selfossi. Allar þessar ferðir voru eitt ævintýr og í minningunni stendur Gaui Manga alltaf upp úr þegar eitthvað mikið var um að vera. Hann sá um að varðeldur var kveiktur á kvöldin, stjórnaði fót- boltaleikjunum og gerði einhverjar brellur og „trix“ ef ólund eða leiði greip um sig hjá ungmennunum í hópnum. Ef einhver vandamál steðjuðu að fann hann lausn á þeim fljótt og örugglega og hló svo að öllu saman. Gaui var í eðli sínu laghentur og listrænn og það lék einhvern veg- inn allt í höndum hans. Honum fannst nauðsynlegt að útbúa eitt- hvert „djó“ eins og hann kallaði það þegar komið var saman á góðri stundu enda útbjó hann þá oft ým- iskonar verðlaunagripi sem veittir voru fyrir eitt og annað. Efniviður- inn var oft ekki annað en snæri, sprek, blóm eða grænmeti en hann þurfti ekki meira efni til að útbúa einhverja skemmtilega hluti sem allir gátu svo hlegið að í samein- ingu. Gaui var mikill áhugamaður um íþróttir og vann mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir íþróttahreyf- inguna í Eyjum. Hann var Týrari alla sína tíð og einn af forystu- mönnum félagsins í áraraðir en um leið og Þór og Týr voru sameinuð undir merki ÍBV varð hann eitil- harður ÍBV-maður. Gaui var ein af driffjöðrum und- irbúnings Týsþjóðhátíða um árabil og þar kom sér oft vel hversu fljót- ur hann gat verið að redda hlut- unum og finna einfaldar lausnir. Gaui var mikill Þjóðhátíðarmaður og hann naut þess að sitja í tjaldinu og taka lagið með sveiflu. Þegar Sæsavalsinn og síðan Týraravísur voru teknar var oft trukk í því og Gaui sveiflaði hægri hendi og stappaði niður fæti í takt til að leggja áherslu á sönginn. Einhverju sinni var það á Þjóðhátíð að Gaui hafði fengið sér aðeins of mikið í aðra tána og var ekki alveg sáttur við hlutina svo hann tilkynnti Önnu sinni, laust eft- ir miðnætti, að hann væri farinn heim að sofa. Hann tók síðan fyrstu ferð í bæinn og hélt heim á Heið- arveg. Þegar þangað kom fór hann inn á baðherbergi til að hátta sig en varð þá litið í spegil. Á hann runnu tvær grímur þegar hann sá sig í speglinum og honum varð litið á klukkuna, sem ekki var nema rétt farin að halla í eitt. Hann stoppaði því við spegilinn, horfðist í augu við sjálfan sig og sagði: „Guðjón Magn- ússon, ert þú kominn heim til að sofa upp úr miðnætti og það á Týs- þjóðhátíð?“ Hann svaraði síðan að bragði og sagði: „Nei, Guðjón minn, það gerir þú ekki,“ dreif sig út í næsta bekkjabíl og var innan skamms kominn í tjaldið sitt í Daln- um og sló þar taktinn í söngnum fram undir morgun eins og ekkert hefði í skorist. Þrettándagleðin í Eyjum var Gauja ávallt afar hugleikin. Hann var ein af driffjöðrum þrettánda- gleðinnar í áratugi og skapari flestra þeirra kynjavera sem þar mættu. Síðustu tuttugu árin skipaði þrettándinn sífellt stærri sess í huga hans og það má segja að allt árið hafi hann verið með hugann við hvernig mætti gera betur næst. Í áraraðir urðu kynjaverur þrett- ándans til í Veiðarfæragerð Vest- mannaeyja þar sem Gaui rak fyr- irtæki sitt og í kringum þrettándann lamaðist fyrirtækið vegna innrásar trölla, Grýlu, Leppalúða og annarra furðuvera sem sýndu sig í mannheimum í Eyjum við lok jóla ár hvert. Gaui var skaparinn. Hann leiddi hópinn og ungir sem eldri leituðu til hans. Það var kallað: „Gaui“ úr hverju horni. Þegar hersingin var síðan komin á íþróttavöllinn var hann mættur þar, með loðhúfu og í mokkajakka, og stjórnaði furðuver- um sínum á svæðinu. Leiðir okkar Gaua hafa legið saman á þessum vettvangi í um ald- arfjórðung og alltaf höfum við báðir haft jafn gaman af því. Hann tók mig auðvitað með sér í fjörið í upp- hafi og síðan höfum við vinirnir ver- ið saman í þessu fjöri eins og svo mörgu öðru. Hann var aldursfor- setinn í hópnum en ekki var það að merkja og alltaf var hann fyrstur til að segja að afloknum álfa- og trölla- dansi á íþróttavellinum: „Jæja, strákar, svo mætum við allir á ball- ið á eftir.“ Hann sagði okkur það fyrir nokkrum árum að hann væri ákveð- inn í því að hann ætlaði að hætta þessu þrettándabrasi þegar hann færi að fullorðnast en bætti síðan við: „Ég verð allavega í þessu þar til ég verð níræður en þá er ég ákveðinn að hætta.“ Þessu mark- miði náði hann ekki, því miður, en á áttugasta aldursári sínu kvaddi hann þennan heim í þann mund er sköpunarverk hans furðuverur, álf- ar og tröll voru að undirbúa sig fyr- ir enn einn þrettándadansinn í Eyj- um. Hann var því ekki með okkur á íþróttavellinum að þessu sinni með loðhúfuna og í mokkajakkanum en viss er ég um að andi hans dansaði með og að hann fylgdist með her- legheitunum úr hásæti að þessu sinni. Menn eins og Gaui Manga eru vandfundnir. Persónuleiki hans var einstakur, hjartað stórt og lundin einstök. Frá því ég gekk mín fyrstu skref á Heiðarvegsloftinu hefur hann verið goð í mínum augum og það virðist hafa gengið í erfðir í minni fjölskyldu því öll mín börn frá því elsta til yngsta hafa dýrkað Gauja Manga frá því þau fóru að trítla um og tala. Ég á vini mínum Gauja Manga margt að þakka. Ég tel mig ríkan að hafa fengið að njóta þess að kynnast honum og hafa hann sem vin jafnt í barnæsku, á unglings- árum sem og sem fulltíða maður. Gaui hefur nú verið leystur frá þeim þrautum sem þjökuðu hann síðustu mánuðina. Hann gengur nú um á nýjum slóðum keikur og létt- ur í spori á ný og er án efa farinn að munda stöngina til nýrra afreka í nýjum heimkynnum. Elsku Anna, Birgir, Þura og fjöl- skyldur. Þó að nú syrti yfir á dög- um sorgar og saknaðar þá mun hin GUÐJÓN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.