Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristbjörg Sess-elja Guðríður Vil- hjálmsdóttir fæddist í Efstabæ á Akranesi 5. ágúst 1924. Hún lést 7. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vil- hjálmur Benedikts- son, f. 22.10. 1894, d. 14.7. 1979, og kona hans, Salvör Guð- mundsdóttir, f. 8.10. 1896, d. 18.7. 1974. Foreldrar Vilhjálms voru Benedikt Teits- son, f. 24.6. 1862, d. 27.8. 1941, og kona hans Kristbjörg Guðfinna Eyj- ólfsdóttir, f. 12.4. 1860, d. 22.10. 1896. Foreldrar Salvarar voru Guð- mundur Magnússon, f. 27.4. 1851, d. 11.12. 1890, og kona hans Guðríður Hákonardóttir, f. 1.4. 1847, d. 3.2. 1924. Bræður Kristbjargar voru: Guðmundur Magnús, f. 25.7. 1919, d. 12.5. 1989, Ólafur Magnús, f. 29.10. 1926, d. 16.6. 1985, og Magn- ús Villi, f. 27.7. 1933. Magnús Villi lifir systur sína. 22.8. 1978, og Snorri, f. 16.7. 1980. 4) Salvör, f. 7.3. 1959, maður henn- ar er Stefán H. Stefánsson, f. 4.6. 1959, og þeirra barn er Hafliði, f. 3.4. 1996. 5) Sigurbjörn, f. 23.11. 1962, kona hans er Svandís Ás- geirsdóttir, f. 17.12. 1964, og þeirra synir eru Hjalti, f. 25.3. 1984, Hauk- ur, f. 25.3. 1984, og Trausti, f. 25.9. 1990. Kristbjörg lauk barnaprófi á Akranesi og var einn vetur í skóla Svövu Þorleifsdóttur, hún var vet- urinn 1944–1945 í Húsmæðraskól- anum á Blönduósi. Kristbjörg var heimavinnandi húsmóðir frá 1946 fram á áttunda áratuginn en eftir það vann hún við fiskvinnslu, versl- unarstörf og á saumastofu. Hún var í Skátafélagi Akraness alla ævi og starfaði seinni árin með Svanna- sveit félagsins. Hún var í mörg ár í Málfreyjufélaginu Ösp og í fjölda ára í dansklúbbnum Duna. Hún var virkur félagi í Félagi eldri borgara á Akranesi mörg undanfarin ár. Útför Kristbjargar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hinn 30.3. 1946 gift- ist Kristbjörg eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni, f. 26.8. 1920, á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörn Jónsson, f. 2.8. 1887, d. 13.7. 1923, og Úrsúla Guðmundsdóttir, f. 9.1. 1894, d. 7.10. 1986. Börn Kristbjargar og Guðmundar eru: 1) Sigurður Villi, f. 28.9. 1946, kona hans er Dagbjört Friðriksdóttir, f. 16.5. 1947, börn þeirra Guðmundur Þór- ir, f. 19.7. 1970, Pálína, f. 28.9. 1974, og Kristbjörg, f. 18.11. 1976, d. 25.6. 1998. 2) Þórunn, f. 19.6. 1950, mað- ur hennar er Bjarni Ásmunds, f. 14.4. 1935, þeirra börn eru Margrét Vilborg, f. 18.8. 1977, Sindri, f. 11.4. 1980, sonur Þórunnar er Geir Sig- urður Jónsson, f. 3.8. 1973. 3) Vil- hjálmur Þór, f. 23.5. 1954, kona hans er Guðrún Jónsdóttir, f. 18.8. 1955, þeirra börn eru Sigurlaug, f. Aðfaranótt 7. janúar sl. lést móðir mín á Landspítalanum við Hring- braut og því stend ég á þeim tímamót- um að kveðja konu sem ég hef átt samleið með í hálfa öld. Hún fæddist í Efstabæ á Akranesi 5. ágúst 1924 og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum ásamt þremur bræðr- um, Magga, Búdda og Lilla. Sú mynd sem hún dró sjálf upp af æsku sinni sýndi áhyggjulaus ár með góðum for- eldrum, glaðværum og söngelskum bræðrum og góðum vinkonum sem hún hélt tryggð við alla ævi. Árið 1946 giftist mamma föður mínum, Guðmundi Þór Sigurbjörns- syni, og þá flutti hún í eina skiptið á ævinni á milli húsa. Hún flutti úr Efstabæ stuttan spöl í hús fósturfor- eldra föður míns á Suðurgötu 64, stofnaði þar heimili og átti heima þar alla ævi síðan. Það er úr því húsi sem fyrstu minningar mínar um hana eru snemma á sjötta áratugnum, það var á þeim tíma sem leikskólar og lokaðir gæsluvellir voru ekki til, a.m.k. ekki á Akranesi, og því var minn gæsluvöll- ur við pilsfald hennar og minn leik- skóli í eldhúsinu hjá henni. Þetta voru ár einnar útvarpsrásar sem ekki þurfti að númera sérstaklega og það sem hún hlustaði á heyrði ég líka, á veðurfregnir og veðurspá var skylda að hlusta. Þegar óperutónlist hljóm- aði sussaði hún á mig og ég þagði á meðan, stundum söng hún með og lengi vel hélt ég að Guðrún Á. Sím- onar, Þuríður Pálsdóttir og María með útlenska nafnið væru vinkonur hennar því hún var alltaf svo ánægð að heyra í þeim. Hennar uppáhalds- tónlist á þessum tíma varð mín upp- áhaldstónlist nokkrum árum seinna, hún lagði grunninn að flestu sem varð mér til gleði og gagns í lífinu. Eldhús- ið á Suðurgötu 64 var sérstakur heim- ur þar sem hún réð ríkjum og tók á móti fjölda fólks alla daga ársins, af- greiðslutíminn var rúmur, ekkert ald- urstakmark, það var aðeins lokað yfir blánóttina og þangað voru allir vel- komnir. Í þetta eldhús, sem einna helst er hægt að líkja við kaffihús dagsins í dag, kom litríkur hópur og þar mættu menn skilningi, hlýju og umburðarlyndi. Ég man þessa gesti, áhyggjur sumra, glaðværð annarra og sérstaklega tvær bókelskar vin- konur sem lásu flestar nýjar bækur og sögðu svo frá og dæmdu bókina í eldhúsinu. Seinna eignaðist hún stærra eldhús í sama húsi og ný kyn- slóð settist í eldhúsið hjá henni, það voru vinirnir sem unglingarnir á heimilinu tóku með sér heim. Sú kyn- slóð, ’68-kynslóðin sem vildi bæta heiminn, átti hana að eins og allir aðr- ir og róttækar skoðanir mættu skiln- ingi. Mánuðum saman hlustaði hún á okkur dásama ákveðið stjórnarform og gera áætlanir um hvernig við ætl- uðum að frelsa heiminn en svo kom reiðarslagið; Sovétmenn réðust inn í Tékkóslóvakíu og móðir mín skipti skapi, hún reiddist. Þá lét hún okkur hlusta á fréttirnar í útvarpinu og spurði svo höstuglega: „Hvað segið þið nú?“ Tónninn í röddinni var eins og pólitísk yfirlýsing, sú eina sem hún gaf á ævinni. Hún fylgdist með þjóð- málum fram á síðasta dag en við systkinin vissum aldrei hvað hún kaus. Hennar leið til að fylgjast með þjóðmálum var í gegnum dagblöðin því móðir mín var tryggasti lesandi dagblaða sem ég hef þekkt, alla tíð komu á heimilið flest dagblöð sem voru gefin út á suðvesturhorninu og þegar ró færðist yfir heimilið á kvöldin og flestir sofnaðir var hennar tími til lestrar kominn. Þá settist hún niður og las öll blöð sem höfðu komið í hús þann daginn og oft var liðið á nótt þegar lestrinum lauk. Þessa ást á dagblöðum tók hún í arf frá móður sinni sem las á sama hátt en þar skildi á milli þeirra að mamma henti alltaf dagblöðunum reglulega en amma aldrei. Það var annað sem hún erfði frá móður sinni, það var stálminni sem við köllum Efstabæjarminnið og brást aldrei. Áttundi áratugurinn var tími breyt- inga. Það fækkaði á heimilinu með hverju árinu, við eldri systkinin fórum að heiman og þegar tvö yngstu voru orðin stálpuð hófst nýr þáttur í lífi hennar, hún hóf störf utan heimilis. Breytt þjóðfélag með nýjum viðhorf- um var komið til að vera og hún tók fullan þátt í breytingunum. Hún eign- aðist skemmtilega vinnufélaga bæði í skelfiskverksmiðjunni, í hannyrða- búðinni og á saumastofunni. Á sama tíma fór hún að gefa sér meiri tíma til að sinna félagsstörfum og var það hennar gamla félag, Skátafélag Akra- ness, sem naut krafta hennar og nýjan vettvang fann hún í Málfreyjudeild- inni Ösp og í dansklúbbnum Duna. Hún átti góð ár með félögum sínum í félagi eldri borgara á Akranesi, sótti fyrirlestra um ólíkustu efni og ferðað- ist innan lands og utan. Enn tók við nýr kafli þegar hún og faðir minn voru hætt að vinna og lögðust í ferðalög til útlanda, en áður höfðu þau ferðast mikið um Ísland. Þau nutu þessara ferðalaga, voru áræðin og úthaldsgóð, og hver ferðin var annarri betri. Hún var konan sem hlustaði, leið- beindi, hvatti og studdi alla sem á þurftu að halda en tróð sér aldrei fram. Hún var orðvör og lagði ekki illt orð til nokkurs manns. Hún var ekki allra en trygg þeim sem hún tók og naut sín vel í góðra vina hópi. Hún var áreiðanlega ekki gallalaus en bar þá betur en aðrir sem ég hef kynnst. Með kærri þökk fyrir allt ertu kvödd nú elsku móðir mín. Þórunn. Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (H.P.) „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld.“ Hve oft mér koma þessar ljóðlínur Bólu-Hjálmars í hug þegar vinir mínir kveðja hver á fætur öðrum. Í morgun kom fregnin. Hún Gugga er dáin. Guði sé lof fyrir líf hennar og líka fyrir lausn hennar, frá hinni löngu og ströngu baráttu við krabbameinið. Guði sé lof fyrir lífsþróttinn og lífs- gleðina sem hún bar í sér og með sér- alla tíð. Við Gugga vorum æskuvinkonur. Við fórum saman að læra að lesa hjá Hallbirni Oddssyni, urðum fljótt læsar og fórum saman í barnaskólann, alltaf í sama bekk. Saman í frímínútum í meyjanna mesta yndi, lékum okkur saman, fermdumst saman. Urðum skátar, unnum skátaheitið saman. Gengum í íþróttafélagið Kára eins og aðrir Uppskagakrakkar, neðri Skag- inn var í KA. Gugga stundaði leikfimi og var í sýningarflokki, gerði æfingar á slá og hvaðeina. Við fórum í kvöld- skóla sem skólastjórinn okkar hún Svafa Þórleifsdóttir kom á fót til að svala sárasta þorsta okkar ungling- anna eftir menntun. Akranes var fiski- bær þar sem enginn menntamaður var nema presturinn og læknirinn. Þetta voru kreppuárin. Fjölskyldur björguðu sér með sjálfsþurftarbú- skap, höfðu kýr, kindur, hænsni og þessa ógnarlegu kartöflugarða sem voru á sumrin eins og blómstrandi akrar um allt þorpið en breyttust svo að vetrinum í moldar- og sandflög. Hversu oft við hlupum eftir þessum görðum á milli heimila okkar, Bía í Efra-Nesi og Gugga í Efstabæ. Það var gaman í Efstabæ. Það var sungið og spilað á spil í eldhúsinu. Vil- hjálmur, pabbi Guggu, var mjög glað- ur maður. Söng hástöfum, enda í Karlakórnum. Búddi, bróðir Guggu, fór sem drengur að syngja gamanvís- ur í Bárunni. Fyrst á Káraskemmtun á gamlárskvöld „Í Báruhúsið hér, ég brosandi fer, þar bíður mín músik og dans.“ Villi spilaði við okkur vist og sagði eiginlega alltaf hálfa og vann hana oftast. Ég sat alltaf á skókass- anum sem í voru geymdir spariskór fjölskyldunnar. Salvör, móðir Guggu, var líka í eldhúsinu við sín verk, alltaf gaf hún okkur mjólk og einhvern bita. Hún talaði við okkur, sagði okkur margt. Hún var fróð kona og góð. Gugga átti þrjá bræður og ég man eftir gömlum manni sem var þar lengi. Húsnæðið var bara tvö her- bergi og eldhús. Það gerði ekkert til. Það voru allir í eldhúsinu ef þeir voru heima. Svo kom stríðið. Það breytti Ís- landi, það breytti þessu kyrrláta þorpi. Það voru komnir hermenn um allt. Þeir tóku skátahúsið okkar og bjuggu um sig þar, skólann, íbúðir, Garðahúsið, tjaldbúðir út um allt. Taktfast göngulag hermanna um göt- ur þorpsins. En það komu líka pen- ingar. Kreppan var horfin, menn fóru að vinna hjá hernum fyrir peninga út í hönd. Við Gugga vorum að vaxa úr grasi, verða að ungum stúlkum. Það gat ver- ið vandasamt, allir þessir ungu menn og Kanarnir í glæsilegum einkennis- búningum sem gáfu okkur auga. Það var líka vandasamt fyrir foreldra. En nú var kominn nýr strengur í brjóstið. Ástin kallaði. Fyrst á Guggu, hún var búin að finna sinn lífsförunaut áð- ur en okkur varði. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, hann Mummi eins og hann var kallaður var kominn í spilið. Gugga fór á Húsmæðraskólann á Blönduósi og bjó sig undir það lífs- starf sem nú var ákveðið. Við Auður Sæmundsdóttir fórum í Samvinnu- skólann, reyndar seinna í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Allar ungar stúlk- ur fóru í húsmæðraskóla á þessum árum. Mér finnst ég haldi á silfurstreng, með perlum og gimsteinum sem ég hreyfi til og frá eins og talnaband og ég held endalaust áfram. Ég sakna hennar Guggu svo mikið. Sakna hennar frá æsku okkar. Sakna hennar frá ungdómsárum okkar, frá því við vorum fulltíða konur og ólum upp börnin okkar í kallfæri hvor við aðra, sakna hennar mest þegar hún var veikust og gaf okkur öllum á báða bóga af kærleika sínum og visku. Kristbjörg Sesselja Guðríður hét hún fullu nafni en alltaf kölluð Gugga í Efstabæ. Hún var fríð kona, í með- allagi há, kvenlega vaxin með dökkjarpt hár, örlítið liðað, sem lagð- ist niður á herðar. Hún var skarp- greind, mikil íþróttakona, lagði stund á leikfimi, í sýningarhóp, þar sem hún bar af í æfingum á slá. Hún var góður félagi og vinur vina sinna. Hún hélt alla tíð mikilli tryggð við Skátafélagið. Ung giftist Gugga Mumma sínum og átti með honum fimm börn, öll mannvænleg, sem eru löngu búin að stofna sín eigin heimili, eignast sín börn. Öll hefur þessi stóra fjölskylda verið til sóma og styrktar sínum for- eldrum. Hjónaband þeirra Guggu og Mumma var alla tíð hamingjuríkt og fallegt og sjaldan var annað nefnt nema hitt væri nefnt um leið. Þau voru alltaf saman bæði í blíðu og stríðu. Hafliði litli, yngsti sólargeislinn, sem amma og afi hafa hlúð að, spurði ömmu sína fyrir nokkru þar sem hún lá á sjúkrahúsinu. „Amma mín, ertu ekki bráðum búin að hvíla þig nóg?“. Nú hvílir hún Gugga okkar í Efsta- bæ í friði og sátt við guð og menn. Guð blessi og styrki manninn hennar hann Mumma sem umvafði konuna sína kærleika og ástúð frá fyrsta degi til hins síðasta. Blessuð veri börnin þeirra, tengda- börnin, barnabörnin og langömmu- börnin og öll fjölskylda þeirra. Blessuð veri minning hennar. Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi. KRISTBJÖRG SESSELJA GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Kristbjörgu Vilhjálmsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.