Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 59 ÉG VARÐ undrandi og kannski nokkru meira þegar ég sá háð um fæðingu frelsarans í Ríkissjón- varpinu. Hvað er á seyði? Er allt boðlegt undir því yfirskini að öll tjáning sé frjáls og ekkert sé unnt að segja við því? Hverfum tvö þúsund ár aftur í tímann. Það er heiðríkja. Stjörnur blika á himninum. Hve lengi veit enginn, enda skiptir það ekki máli. Tími manna er annar en guðs. Ein stjarna skín þó skærar en aðrar. Við köllum hana Betlehem-stjörn- una. Hún er vísbending um ein- stæðan atburð í allri mannskyns- sögunni. Atburð sem er svo einstæður að um engan hefur verið meira rætt, né ritað. Atburð sem snertir allar kynslóðir frá þessum tíma. Þetta er sjálf fæðing frels- arans, Jesú Krists. Hann var í jötu lagður lágt. Fæðing hans er ljós heimsins í tvö þúsund ár og verður það enn um alla tíð. Þrír vitringar komu og færðu honum gjafir. Hann færði mönnunum ljós lífsins og kærleikann. Kærleikurinn er mesta gjöf sem við höfum fengið frá fæðingu Jesú Krists. Fæðing hans er því öllum mönnum full- komlega heilög og enginn getur með neinu móti gert hana að háð- ungarefni, í nafni frelsis í tjáningu og einkahugsun. Þessi atburður er okkur öllum venjulegu fólki full- komlega heilagur og á að fá að vera það. Því er það meira en sorglegt að Ríkissjónvarp með annars góðu fólki skuli falla í þá yfirsjón að sýna þátt „þriggja vitringa“, þar sem fæðing frelsarans er gert að háðsefni og ennfremur koma eng- ilsins til okkar, sem boðaði þennan einstaka atburði í allra sögu mannsins. Hver sem trú okkar er, tel ég rétt að hún fái að vera í friði og sé utan seilingar fyrir þá sem vilja hæðast að okkur venjulegu fólki. Ég er alls ekkert trúaðri en geng- ur og gerist. Minningin um þennan atburð er frá bernsku af myndum og frásögnum og þá mynd vil ég hafa í friði og vænti þess að svo sé um flesta. Sé svo knýjandi þörf á að hæða einstaka merka atburði verður þetta vesalings fólk að finna sér annan farveg en Rík- issjónvarpið okkar, sem nú æ ofan í æ kallar sig „eign þjóðarinnar“. Ég hefi víða farið og skoðað helgi- dóma annarra trúarbragða. Hvergi hefi ég rekist á háð um uppruna þeirra. Íslendingar héldu á árinu 2000 upp á eitt þúsund ára kristni- töku. Er það til að hæðast að? Að lokum vil ég aðeins segja það að þetta fólk væri meira að virðingu bæði það íslensku þjóðina afsök- unar á mistökum sínum. Okkur getur öllum orðið á mistök. Ég vil fyrirgefa þeim mistökin. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, Birkigrund 59, Kópavogi. Fæðing frelsarans og Ríkissjónvarpið Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: ÞAÐ er á leiðinni og það fer heitur straumur um þjóðfélagið. En þetta er ekki vorið. Það eru engir rauðir dagar framundan á almanakinu sem bankinn sendi þér fyrir jólin og það er ekkert líf í fjör- unni og enginn rauðmagi sem gleypir loftið og gefst ekki upp fyrr en í eldhús- vaskinum og krían er ekki komin og hitamælirinn fyrir utan gluggann sýnir frost og það er engin lykt í loft- inu á morgnana en samt fer heitur straumur um þjóðfélagið. Og það sem veldur þessari röskun á tilfinn- ingalífinu og gæsahúðinni er góðær- ið. Loksins. Loksins. Eftir langa bið og djúpa lægð í efnahagslífinu er góðærið loksins að koma. Og góðærið kemur alltaf að utan. Kannski byrjaði þetta í stríð- inu. Kannski hófst þetta þegar þeir byrjuðu að nota „skjóturnar“ eins og einn þáverandi nýbúi lýsti upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Sumir halda að þá hafi orðið breyting á þjóðarsálinni og þó menn gangi að vísu uppréttir í dag séu viðbrögð nú- tíma Íslendingsins þau sömu og frummannanna þegar þeir felldu stórt veiðidýr og settust kringum skrokkinn og átu þar til þeir sofnuðu og þegar þeir vöknuðu aftur þá höfðu hýenurnar og flugurnar og sólin eyðilagt skrokkinn og frummaðurinn byrjaði að leita að næsta veiðidýri. Þannig hefjast sveiflur í hagkerfi Ís- lendinga sem eru ekki lengur bundn- ar við sveiflur í nattúrunni nema að litlum hluta. I. Oft eru fyrstu fréttir af góðær- inu óljósar og menn bregðast mis- jafnlega við. Sumir fara strax út að kaupa en aðrir halda sig heimavið og hlusta á fréttirnar. Og vísbending- arnar um komu góðærisins verða sterkari með hverjum deginum. Um þetta leyti koma oft fréttirnar frá París sem fólk skilur að vísu ekki en trúir alltaf. Einhverjir menn á okkar vegum eru þarna úti og það heyrist sjaldan frá þeim og sumir halda að þeir sitji á Signubökkum með rauð- vínsglas en stundum fá þeir löngun til að ferðast og þá koma þeir til Ís- lands og labba milli opinberra stofn- ana og líta kannski við hjá ríkis- stjórninni og svo kemur fréttin um hæl. Og núna spáir stofnunin einmitt auknum hagvexti. En það var ekki fyrr en ættjarðarkórinn var kominn niður á Austurvöll og farinn að þylja óðinn um fenin og flóana – sem Ís- lendingar sjá nú í fyrsta sinn í sjón- varpinu – og álkóngarnir fara að líta við, að allir vita að góðærið er raun- verulega að koma. Og þá fara allir út að kaupa. Og nú byrjar ballið. Góðærið er varla lent þegar búið var að endur- nýja bílaflotann. Og þá fer hagur rík- isins strax að vænkast. Bankarnir sem áttu orðið heilu göturnar af hús- um sem fólk hafði misst bæði vegna vanskila eigenda og ekki síður vegna ritgleði ábyrgðarmannanna, mömmu og pabba og afa og ömmu, breyttust aftur í peningastofnanir og þeir moka út peningunum bæði til einstaklinganna og fjárfestanna. Og þeir í nýlendubransanum skríða saman og það sem byrjaði í fjósi á Miklatorgi undir skjóli Öskjuhlíðar- innar varð nú að baugi sem náði yfir allt landið og prentarinn í bónus fór að eins og Napóleon eftir fræga or- ustu sem lýst er í Atómstöðinni og dró á sig hvíta hanska og flutti til Ak- ureyrar. Og nú var kátt í höllinni og allir lögðust á eitt um að klára góð- ærið sem fyrst. Meira að segja komu ríkisfjölmiðlarnir með í slaginn og opnuðu útibú fyrir fjármagnseigend- ur og létu snjöllustu fréttamennina hafa sérstaka sölubása fyrir verðlítil hlutabréf og til að magna enn and- rúmsloftið hófu téðir fjölmiðlar orr- ustu um notkun fleirtölunnar á góð- ærinu og nú var talað um „góðærin“ í viðtalsþáttum og „verðin“ á bréfun- um og er ekki séð að binda eigi „enda“ á þessa nýju móðurmálsvæð- ingu. En samt er eitthvað öðuvísi – eitt- hvað sem liggur í loftinu. Eitthvað sem gæti gerst. þetta sýnir sig í mörgu smáu. Eins og til dæmis við- skiptahallanum. Fyrst sagði Össur að viðskipta- hallinn væri svakalegt vandamál og afgangurinn hjá Geir væri bara plat enda væri hann hættur að syngja fjárlögin og byrjaður á frönskum slögurum. Davíð kom svo í pontu og sagði viðskiptahallinn væri ekki vandamál, í honum væri mikið af inn- fluttum vörum sem ættu eftir að gefa arð. Þá gekk fram í fjölmiðlum ótýndur kennari í háskólanum og sagði að það væri rétt hjá Davíð að viðskiptahallinn væri ekki vandamál en það væri ekki af því að arðbærar vörur væru í innflutningnum heldur væri það af því að menn hefðu flutt út peninga og kæmu ekki með arðinn heim aftur. Eða þegar beljan í Þýskalandi fékk magaverkina og allt varð vitlaust eins og þeir segja í íþróttunum og mjölsalan í uppnámi. Þá stóð utanríkisþjónustan saman og þjóðin stóð með utanríkisþjónust- unni og Halldór hringdi í hinn danska litríka kollega og svo hver í annan. Og við sluppum. Þannig er ýmislegt nýtt að gerast og öll þjóðin stendur saman gegn utanaðkomandi vá. Og einnig í þeirri bæn að það verði heppileg slys í útlöndum sem snertu okkur ekki beint en örvuðu sölu á rollukjötinu. HRAFN SÆMUNDSSON, fv. atvinnumálafulltrúi. Að éta meira og meira, meira í dag en í gær Frá Hrafni Sæmundssyni: Hrafn Sæmundsson SEGJA MÁ að það sé að bera í bakkafullan lækinn að útskýra oftar fyrir lesendum Morgunblaðsins hvers vegna aldamót voru í lok árs- ins 2000 en ekki við upphaf þess. En tvö bréf til blaðsins í síðustu viku og útvarpserindi á sömu nót- unum gefa tilefni til svars. Ein máls- grein úr öðru bréfinu nægir til að lýsa vandamálinu. Málsgreinin er svohljóðandi: „1.1. 2001 hlýtur að vera 2001. afmælisdagur Frelsarans. Hann getur varla hafa verið eins árs við fæðingu, þótt hann hafi borið af á flesta aðra vísu. Hann hlýtur að hafa orðið eins árs á árinu eitt eftir Krist.“ Villan í þessari röksemdafærslu felst í því hvernig ártalið er túlkað. Talan ein og sér segir okkur ekki nóg. Við þurfum að vita hvaða hugs- un liggur að baki ártalinu. Hér er ekki rúm til að rekja sögu kristilegs tímatals, en ef við leyfum okkur dá- litla einföldun getum við orðað skýr- inguna þannig: Ártalið 1 merkir ekki að þá sé Kristur eins árs. Það merkir að hann sé á fyrsta ári. Ártölin eru í eðli sínu raðtölur, og ef þau væru rit- uð þannig (t.d. 2000. í stað 2000) væri síður hætta á þeim misskilningi sem sífellt kemur upp í sambandi við þetta mál. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON, Raunvísindastofnun Háskólans. Enn um aldamótin Frá Þorsteini Sæmundssyni: ÞAÐ ER þriðjudagur og klukkan rétt að verða tvö. Ég er á leið heim úr vinnunni á hvítu Toyot- unni minni og ætla að hlusta á Einar Má lesa úr Eftirmálum regndropanna á Rás 1 eftir fréttir. Vinnudagurinn var ánægjulegur og veðrið er fallegt. Ég á mér einskis ills von og ek frekar hægt eins og ég geri oftast enda farin að líta á umferðina sem rússneska rúllettu. Fjölfarin gatnamót nálg- ast og þar eru umferðarljós. Grænt ljós logar á móti mér og ég ek hiklaust áfram. Í gegnum rödd skáldsins heyri ég sírenuvæl, að því mér finnst í fjarska. Lít í kring um mig en sé ekkert. Það er held- ur ekkert sérstaklega víðsýnt þeg- ar komið er úr þessari átt vegna nálægðar hárra húsa við gatna- mótin. Skyndilega er risastór slökkvibíll fyrir framan mig, ef- laust fullur af vatni. Viðbrögð mín eru þau að stíga eins fast á brems- urnar og ég get og ríghalda í stýr- ið. Skelfingin er mikil, fóturinn „frosinn“ og hendurnar líka. Nú er eins og slökkvibíllinn líði hægt hjá. Um leið hitnar mér einkennilega fyrir brjóstinu. Sé mína eigin útför líða hjá og hugsunin þessi; það var þá ég, sem varð næsta fórnarlamb umferðarinnar. Fyrir einhverja óskiljanlega heppni smýg ég hárs- breidd fyrir aftan bílinn. Hefði ég verið nokkrum sekúndum fyrr eða ekið örlítið hraðar hefði sá stóri komið inn í hliðina á mér, á grenj- andi siglingu, fullur af vatni. Ég legg upp á næstu gangstétt. Horfi til himins, tárin renna og mér verður hugsað til Þórodds heitins ökukennara sem kenndi mér svo vel á bíl fyrir 25 árum að þrátt fyr- ir að hafa mikið ekið um allar jarð- ir, hef ég aldrei lent í neinu. Eitt af því sem hann sagði að ég ætti að gera væri að aka út í kant og stöðva þegar ég heyrði í sírenum. Af hverju ég gerði það ekki nú veit ég ekki. Ég var jú á mikilli um- ferðargötu og það var bíll á eftir mér. Kannski var ég of mikið með hugann við að hlusta á skáldið og kannski eru aðrir tímar nú en voru fyrir 25 árum þegar mörgum sinn- um færri bílar voru á götunum og sírenuvæl ekki oft á dag eins og nú er og við þess vegna hætt að taka eins vel eftir því. Það hafa orðið hörmuleg slys með þessum hætti og mér er því spurn á tímum ofur- tækninnar. Hefur virkilega enginn fundið upp fjarstýringu á umferð- arljós sem lögreglan og björgunar- lið geta haft í bílum sínum og not- að á ögurstundum svo þeir þurfi ekki að standa í því að drepa einn við að bjarga öðrum? SVANHILDUR DANÍELSDÓTTIR Suðurbyggð 11, Akureyri. Líf eða dauði? Frá Svanhildi Daníelsdóttur: Jákvæð hugsun Meira sjálfsöryggi Upplýsingar í síma 694 5494 Næstu námskeið hefjast 15/1 í Reykjanesbæ og 18/1 í Reykjavík. Með sjálfsdáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Námskeið og einkatímar Rússlandsferð í 20 daga Farin var vel heppnuð hópferð til Rússlands síðasta haust og verður önnur slík í júní í sumar. Haukur Hauksson og samstarfs- aðilar skipuleggja ferðina og verður Haukur sem fyrr aðalfararstjóri og túlkur. Hann hefur rúmlega 10 ára reynslu á þessum slóðum og fullyrða má að þar sé hann á heimavelli. Farið verður til þriggja borga: Moskvu, Pétursborgar og Sotsí við Svartahaf, þar sem aðalritararnir hvíldu sig áður og forsetinn á nú sumarbústað. Dramatísk saga og menning Rússlands fléttast í „höfuðborgunum“ tveimur - Moskva er fjölþjóðleg stórborg með ólíkum menningarstraumum og Pétursborg var byggð af Pétri mikla um 1700 sem ný höfuðborg Rússaveldis. Borgin hét Leníngrad á tímum Sovétríkjanna og frægt er hið 900 daga umsátur um borgina í hildarleiknum sem þar átti sér stað í seinni heimsstyrjöld. Allar nánari upplýsingar veitir Haukur Hauksson í símum 554 06 66 eða 863 68 61 (eftir 20. janúar 007 095 254 22 65 eða 007 902 125 12 90). Hikið ekki að hafa samband eða sendið fyrirspurn á moskva@torg.is og skoðið www.austur.com. Vinsamlega haldið þessum upplýsingum til haga. Góðar stundir. Virðingarfyllst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.