Morgunblaðið - 13.01.2001, Page 19

Morgunblaðið - 13.01.2001, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 19 Til sölu er 204 fermetra iðnaðarhúsnæði við Fjölnisgötu á Akureyri. Stór hurð er á norðurhlið. Upplýsingar í síma 893 0040 (Gísli) Iðnaðarhúsnæði við Fjölnisgötu TÓNLEIKAR verða haldnir í safn- aðarheimili Dalvíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 14. janúar, og hefjast þeir kl. 17. Flytjendur á þessum tónleikum eru Unnur Faidia Vilhelmsdóttir, píanó, Vigdís Klara Aradóttir á saxó- fón og Gudio Bäumer. Á efnisskránni eru verkin Lombric eftir Francios Rossé, Dou-Sonata eft- ir Sofiu Gubaidulina, Adria eftir Christian Lauba og Three Quarks for Muster Mark eftir Randolph Peters. Unnur hóf nám í píanóleik sjö ára gömul, en píanókennaraprófi lauk hún árið 1990 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og einleikaraprófi ári síð- ar. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi haustið 1997. Hún hefur verið virk í tónlistarlífinu eftir að hún kom heim þaðan. Unnur kennir nú við Tónlist- arskóla Kópavogs. Vigdís Klara lauk fyrst prófum í klarinettleik og á saxófón, en hélt þá til framhaldsnáms í Sviss og dvaldi auk þess eitt ár í Bandaríkjunum við tónlistarnám. Hún hefur leikið með nokkrum kammerhópum meðfram kennslu, nú síðast í Sviss, en Vigdís býr nú á Dalvík og kennir við tónlist- arskólann þar. Tónleikar á Dalvík FIMM tilboð bárust í smíði tengi- byggingar milli FSA og Sels á Ak- ureyri og voru þau öll yfir kostnaðar- áætlun. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni. SS Byggir ehf. átti lægsta tilboðið, tæpar 15,4 milljónir króna, eða rúm- lega 101% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á tæpar 15,2 milljónir króna. Össi ehf. bauð rúmar 16,4 milljónir króna, eða um 108% af kostnaðaráætlun, Trésmiðja Ásgríms Magnússonar bauð 16,8 milljónir króna, eða rúmlega 110% af kostn- aðaráætlun, Stáltak hf. bauð 17,5 milljónir króna, eða um 115% af kostnaðaráætlun og Fjölnir ehf. bauð rúmar 18 milljónir króna, eða tæp 119% af kostnaðaráætlun. Jón Sigurðsson hjá Ríkiskaupum sagði að eftir væri að fara yfir tilboðin en að stefnt væri að því að ganga frá samningi um verkið á næstu tveimur vikum. Áætluð verklok samkvæmt út- boðinu eru þann 20. maí í vor. SS Byggir bauð lægst í byggingu FSA og Sels Öll tilboðin yfir kostn- aðaráætlun FORSVARSMENN BGB-Snæfells hafa ákveðið að setja á fjögurra tíma næturvakt í frystihúsi félagsins á Dalvík síðar í þessum mánuði, frá kl. 03-07. Þessi breyting kallar á fleira starfsfólk en alls hafa um 50 atvinnu- umsóknir borist til fyrirtækisins eða mun fleiri en Sigurður Jörgen Ósk- arsson yfirverkstjóri átti von á og hægt er að verða við. Hann sagðist frekar hafa verið hræddur um að fá ekki nóg af fólki í vinnu. Hjá fyrirtækinu hefur að jafnaði verið 40 stunda vinnuvika fyrir utan tilfallandi yfirvinnu eins og gengur í slíkum rekstri. Með þessari nýju vakt er verið að auka vinnsluna í landi og bæta við 40 hálfum stöðum en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir verða ráðnir til starfa, þar sem eitthvað er um að núverandi starfsmenn ætli að bæta við sig vinnu. Sigurður Jörgen sagði að á næt- urvaktinni yrði unninn fiskur sem yrði svo fluttur ferskur daglega beint á markað erlendis með flugi. Hann sagði fyrirtækið hafi sent prufusend- ingar af ferskum fiski utan en að nú ætti að fara að auka þann útflutning. „Við höfum verið að gera lengri samninga og um meira magn en áð- ur.“ Sigurður Jörgen sagði að hráefnis- öflunin hafi gengið upp og ofan og að meira væri af smáfiski í aflanum nú. Pökkunarstöð félagsins í Hrísey var flutt til Dalvíkur fyrir um einu ári, eins og flestum er kunnugt, og hefur rekstur hennar gengið vel þetta fyrsta ár á Dalvík. „Við erum alltaf að ná betri og betri tökum á þessu og þá um leið meiri afköstum og þau mark- mið sem menn settu sér við flutning- inn hafa gengið eftir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns við vinnsluna.“ BGB Snæfell hyggst setja á fjögurra tíma næturvakt Um 50 atvinnuumsóknir hafa borist fyrirtækinu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.