Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 67

Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 67
Innritun fer fram frá kl. 9-12 virka daga á skrifstofu prófastsdæmisins í s. 510 1000. Kvennakirkjan í Seltjarnar- neskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. janúar kl. 20.30. Umfjöllunarefni messunnar er: Hvernig notum við trú okkar á nýju ári. Er það feimnismál að segjast trúa? Hvernig vill Kvennakirkjan efla starf sitt og trú. Ræðukonur eru Elísabet Þorgeirsdóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Kór Kvennakirkjunn- ar leiðir almennan söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Fimmtudaginn 18. janúar kl. 17.30 verður síðdegisboð, sem er öllum op- ið, í Þingholtsstræti 17. Þar verður haldið áfram umræðum umumfjöllun- arefnið í messunni.Kaffi og heitar vöfflur á boðstólum. Kynningarfundur á 12 sporastarfi í Laugarneskirkju Kynningar- fundur á 12 spora-starfi NÆSTKOMANDi mánudagskvöld kl. 20:00 verður haldinn kynningar- fundur í Laugarneskirkju á hinu merka 12 spora-starfi sem mjög hef- ur rutt sér til rúms innan kirkjunnar að undanförnu. Um er að ræða kerf- isbundna samveru í smáum kynskipt- um hópum þar sem unnið er með skaddaðar tilfinningar samkvæmt bókinni „Tólf sporin, andlegt ferða- lag“. Hefur tveggja ára reynsla Laug- arnessafnaðar af þessu starfi verið frábær og mælum við stolt með þessu tilboði fyrir allt fólk og hvetjum við flesta til að koma á kynningarfundinn sem haldinn verður í kirkjuskipinu. Barnastarf í Selfosskirkju BARNASTARFIÐ heldur áfram í Selfosskirkju. Sunnudagaskólinn mun tengjast messunni kl. 11 og hefst 14. janúar. Krakkaklúbburinn, starf fyrir 6-9 ára börn, verður áfram á miðvikudögum og hefst 17. janúar kl. 14. Nýjar bækur eru komnar og einn- ig límmiðar. Berglind, Eygló og Guðbjörg. Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Fríkirkjan Vegurinn: Almenn sam- koma kl. 14. jölskyldusamkoma kl. 11. Brauðsbrotning. Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning. Högni Valsson préd- ikar. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdótt- ir. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Kaffi og spjall að lokinni samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjud: Al- menn bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Fimmtud: Menn með markmið kl. 20. Föstud: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Raufarsel: Sunnudag: messa kl. 11.00. Virka daga: messa kl. 18.30. Riftún, Ölfusi: Sunnudag: messa kl. 17.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnu- dag: messa kl.10.30. Miðvikudag: messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudag messa kl. 08.30. Laugardag og virka daga: messa kl. 8.00. Keflavík -Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudag: messa kl.14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudag: messa kl. 10.00. Mánu- dag til laugardags: messa kl. 18.30. Laugardag, Flateyri: messa kl. 18.00. Sunnu- dag: Ísafjörður - Jóhannesar-kap- ella: messa kl. 11.00. Bolungarvík: messa kl. 16.00. Suðureyri: messa kl. 19.00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barna- kórinn Litlir lærisveinar syngur. Fyrsta samvera á nýju ári. komum fagnandi saman. Kl. 20.30 kaffi- húsamessa með Tónsmíðafélaginu og mörgum góðum söngvurum. Guðsþjónustan er í Safnaðarheim- ilinu en þar sitjum við saman við ljúfa tónlist, lofgjörð, kaffi og kerta- ljós. Allir velkomnir en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna svona seint að kvöldi. Unglingar í æskulýðsfélag- inu aðstoða. Mán: Kl. 17 æskulýðs- starf fatlaðra, eldri hópur. Komið fagnandi. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Kristján Valur Ing- ólfsson. Athugið að kirkjudagur Karlakórsins Stefnis verður síðar en ekki þennan dag eins og auglýst var í einu bæjarblaða. Barnaguðsþjón- usta í safnaðarheimilinu kl. 11.15. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskólar í Strandbergi og Hvaleyr- arskóla kl. 11. Munið kirkjurútuna í Hvamma- og Setbergshverfi. Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Natalía Chow. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson messar. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmunds- son. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Kristín, Edda og Örn. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel og kórstjórn Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Einar Eyjólfsson. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskól- inn hefst að nýju í Stóru-Vogaskóla laugardaginn 13. janúar kl. 11.00. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Afhent nýtt og spennandi efni. Fermingarfræðslan er kl. 12.00 sama dag og á sama stað. Prestarnir. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagaskólinn hefst að nýju á sama tíma. Nýtt og spennandi efni afhent. Organisti Jóhann Bald- vinsson. Kirkjukórinn leiðir safnað- arsönginn. Sr. Friðrik J. Hjartar þjón- ar. Mætum öll! Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14.00. Sunnu- dagaskólabörnin hvött til að mæta. Ásgeir Páll og Nanna Guðrún verða með okkur. Álftaneskórinn syngur undir stjórn organistans Jóhanns Baldvinssonar. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa og ald- ursskiptur sunnudagaskóli kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Ólafur Odd- ur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leið- ir söng. Organisti Einar Örn Einars- son. Undirleikari í sunnudagaskóla Helgi Már Hannesson. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Morguntíðir sungn- ar þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. Krakkaklúbbur miðvikudag kl. 14– 14.50. Biblíuleshópur kemur saman kl. 18. Sakramentisþjónusta að lestri loknum. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta verður í Skeiðflatar- kirkju í Mýrdal sunnudag kl. 14. Kór Skeiðflatarkirkju syngur undir stjórn Kristínar Björnsdóttur organista. Fjölmennum til kirkju í byrjun árs. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Messa fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 14. Mætum öll og njótum samveru í húsi guðs. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Torvald Gjerde. 15. jan: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. MESSUR 2000 GÓÐAR MINNINGAR Sendu inn ljósmynd og þú átt möguleika á að fara í menningarferð til Evrópu Ljósmyndasamkeppni Reykjavík--Menningarborg 2000, Morgunblaðið -- blað menningar- borgarársins, Hans Petersen og Kringlan efna til ljósmyndasam- keppni um góðar minningar sem festar hafa verið á filmu frá menningarborgarárinu sem er að líða. Efnt verður til ljósmynda- sýningar á innsendum myndum í Kringlunni 3.--12. febrúar. Þú gætir unnið! Tíu myndir verða verðlaunaðar og þú gætir haft heppnina með þér 1. verðlaun: Helgarferð fyrir tvo til Amsterdam 2. verðlaun: Stafræn myndavél frá Kodak 3.--10. verðlaun: Miðar fyrir tvo í leikhús ásamt gjafa- bréfi frá Kringlunni og einnota myndavél með framköllun ➧ Öllum er heimil þátttaka og frjálst er að senda fleiri en eina mynd. ➧ Skilafrestur er framlengdur til 20. janúar 2001. ➧ Myndum má skila inn í verslanir Hans Petersen í Reykjavík og á aðra Kodak Express sölustaði um land allt, merktar 2000 minningar, og eiga myndirnar að vera á pappír. Einnig má skila myndum inn á tölvutæku formi á slóðinni www.hanspetersen.is. ➧ Innsendum myndum verður ekki skilað til baka og áskilja að- standendur keppninnar sér rétt til að nota myndirnar í aug- lýsingar á sín- um vegum. - blað menningarborgarársins 2000 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 67

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.