Vísir - 24.01.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 24.01.1979, Blaðsíða 8
8 Andlitslyfting Betty Ford tókst vel. HVAÐ KOSTAR ANDLITSLYFTING? Eftir að Betty Ford lét gera á sér andlitslyft- ingu, hefur áhuginn á slíkum aðgerðum aukist um allan helming. Bandarlskt blað lagði nokkrar spurningar fyr- ir sérfræðing á þessu sviði, Dr. James O. Stallings. Hann var spurður að því hversu lengi andlitslyfting gæti varað, og svaraði þvl fræðilega að sjálfsögðu: „Við getum seinkað klukkunni, en við kom- um ekki I veg fyrir að hún gangi. Að meðaltali endistaðgerðin i átta ár, en aðgerðirnar má endurtaka eins oft og hver vill. Með andlits- lyftingu er hægt að yngja um tíu ár eða meira". Andlitslyf ting kostar frá átta hundruð þúsund krónum í rúmar tvær milljónir, og fer það nokkuð eftir þvl I hvaða landi aðgerðin er gerð. Aðgerðin tekur f rá 2 1/2 klst. I fjórar klukkustundir. Farrah Fawcett-Majors. Hún ó metið Flestar stjörnur i Hollywood hafa að minnsta kosti einn Iíf- vörð. En leikkonan Farrah Fawcett-Majors á metið. Enginn veit hins vegar hversu marga þrautþjálfaða llfverði hún hefur I kringum sig, þegar hún er utandvra, en þeir eru mjög margir, segja þeir sem best til þekkja. Og ameriskt tímarit segir að hún hafi þá fleiri en tlu. Farah er sögð óttast mjög um öryggi sitt, og sérstaklega eftir upp- tökur I Acapulco I Mexíkó. Þar var einn af lifvörðum hennar drep- inn. - Rándýr flugferð hjá Yoko Við sögðum frá þvi fyrir stuttu að Yoko Ono, kona John Lennon, hefði farið til London frá New York I við- skiptaerindum fyrir sig og mann sinn. Lennon hélt sig hins vegar heima á meðan. Nú höf- um við nýjar fréttir af þessari umtöluðu reisu frúarinnar. Svo virðist sem hún hafi slæma reynslu af farþegum i flugvélum, því þegar hún flaug frá New York til London, keypti hún Flott á þvl, Yoko... nokkur sæti i kringum sig i vélinni. Aðeins til að sleppa við að hafa aðra nálægt sér... ' —' - -> • - --/ - i --« Umsjón: Edda Andrésdpttir .jj Miðvikudagur 24. janúar 1979. VISIR Skæruli&ar hafa tekifi áætlunar hestvagninn og kref jast þess a& allir pólitiskir fangar ver&i látnir lausir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.