Vísir - 27.01.1979, Síða 2
2
Laugardagur 27. ianúar 1979.'
vism
Slippstöðin á Akureyri hleypir nýju skipi af stokkunum í dag:
„Glœsilegastí og best búni
togarinn í flotanum"
— segir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar í samtali við Vísi
Gunnar Ragnars forstjóri á skrifstofu sinni. Ct um gluggann má s j á athafnasvæói Slippstöðvarinnar
hafa þvi minni möguleika'á þvi
að selja gamla skipiö innan-
lands en ef umrædd skip hefðu
öll veriö seld úr landi.
Viö teljum aö þaö yröi til
mikilla böta ef Fiskveiðasjóöur
lánaöi út á gömul skip sem seld
eru, ef i ráöi er aö láta byggja
nýtt skip innanlands i staöinn.
Þaö greiðir bæöi fyrir sölu
gamla skipsins og auöveldar
fjármögnun þess nýja”.
öll þægindi nema bió
„Þaö veröa öll þægindi um
borö nema bló”, sagði Jóhannes
Óli Garðarsson framleiöslu-
stjóri Slippstöövarinnar en
Vfsismenn fengu nánari upplýs-
ingar hjá honum um nýja togar-
ann, og Arni Þorláksson verk-
stjórisýndi blaöamönnum siöan
skipið.
Jóhannes sagöi aö allar inn-
réttingar væru mjög vandaöar
og i skipinu veröur litasjónvarp
og myndsegulband. Veggir i
klefum eru lóörétt við siöuna til
aö fá skemmtilegra lag á þá og
fláinn þiljaöur af.
Brúin ergifurlega stór, um 60
fermetrar eöa eins og tveggja
herbergja ibúö og veröa fisk-
leitartækin meö tölvustýröum
sjónvarpsskermi. Veröur öllum
tækjum raöaö upp I skeifu á
miöju brúargólfinu. I skipinu
eru þrjú þilför og brúin er eigin-
lega á tveim hæöum og eru
ibúöir á þeirri neöri.
„Viö teljum aö þetta veröi
glæsilegasti og best búni togar-
inn i flotanum”, sagöi Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippstöövar-
innar á Akureyri, I samtali viö
Vísi, en þar er veriö aö smiöa
togara fyrir útgerö Magnúsar
Gamalielssonar á Ólafsfiröi.
Togarinn veröur sjósettur I dag
en reiknaö er meö þvl aö skipiö
veröi afhent um mánaöamótin
mars-aprll.
„Annars er hvert nýtt skip
sem er smiöaö alltaf þaö
besta”, sagöi Gunnar. ,,Þaö
sem er sérstakt viö þetta skip er
aö þaö getur boriö miklu meira
en venjulegir togarar þó þvi sé
haldiö innan 500 tonna mark-
anna.
Togarinn er gerður fyrir botn-
vörpu-ogflotvörpuveiöar. Hann
er ekki meö kraftblökk en er aö
flestu leyti öðru útbúinn til að
lesta og flytja bræðslufisk.
Buröarþoiiö er yfir 900 lestir
og er þá einkum haft i huga aö
skipiö geti fariö á kolmunna-
veiöar”.
Næg verkefni
Gunnar sagöi aö þeir þyrftu
ekki aö kvarta undan verkefna-
skorti en þrátt fyrir þaö væri
ekki nógu mikill stööugleiki I
verkefnum þó nóg væri aö gera
þessa stundina.
Byrjaö væri á smiöi loönu-
skips fýrir Hilmi h.f. Fáskrúös-
firöi og veriö væri aö semja viö
eigendur á Pétri Jónssyni RE
um aö fullgera skipsskr<áck sem
Slippstööin keypti fyrir nokkru.
Þá þyrftu þeir aö fara I gang
meö enn eitt verkefni sem er
loðnuskip fyrir eigendur Arnar-
ins KE. Búiö væri aö semja um
kaupin en eftir væri aö fá
samninginn staöfestan.
Til þess aö næg verkefni fyrir
alla starfsmenn Slippstöövar-
mnar fengjust yröi aö vera búiö
aö ganga frá þessum málum i
febrúar. Fyrir utan nýsmiöi
væri einnig geysimikiö aö gera i
viögeröum.
Gunnar sagöi aö reksturinn
heföi gengiö all-sæmilega á
siöasta ári en ekki væri búiö aö
ganga endanlega frá uppgjöri.
Veltuaukning heföi veriö um
62% og þar af heföi magnaukn-
ing veriö 15%.
Farið kringum reglur
„Viö megum sæmilega viö
una”, sagöi Gunnar. „Viö höf-
um getaö náö samningum viö
menn sem hafa haft fjárhags-
legt bolmagn til aö fá grænt ljós
á skipakaupum hjá lánasjóöum.
En þetta er aö veröa erfiöara og
erfiöara og spurning hvenær aö
þvi kemur aö menn rísi ekki
undir svo mikilli fjárfestingu
lengur.
Þaðer einnig óvist hvaö fjúr-
festingasjóöirnir hafa lengi
fjármagn til aö lána i þennan
fjárfreka iðnað.
Viö veröum jafnframt aö
velta þvi fýrir okkur hvenær aö
þvikemur aö markaöur fyrir ný
fiskiskip veröur óröinn mettaö-
ur og i þvi sambandi eru nokkur
alvarleg álitamál.
Undanfarin ár hafa veriö
smiðuö 3 skip i Sviþjóö og 1 til 2 I
Noregi fyrir tslendinga. Þetta
hefur veriö samþykkt á þeim
forsendum að sett veröi gömul
skip upp i og þau fari úr landi.
En þvimiöur hefur veriö fariö
i kring um þessar reglur og
skipin sem áttu aö fara til út-
landa hafa öll verið seld innan-
lands. Þetta er mjög alvarlegt
mál og hart til þess aö vita aö I
þessum efnum skuli enginn vera
látinn standa viö þaö sem sagt
er.
Þeir sem eiga gamalt skip og
vilja láta islenska skipasmiða-
stöö smiöa fyrir sig nýtt skip
A bátadekki er sérstakt
stjórnhús þar sem spilum er
stjórnaö. Sérstakur gangur er
yfirbyggður sem er ætlaöur
fyrir viögerö á netum þannig aö
hægt er að vera við þaö i skjóli.
Vélin er hollensk Brons GV 16
2100 ha viö 375 snúninga hraöa.
Skipiö er útbúiö meö Becket
stýri en það er meö tvöfaldri
stýrisblööku ogeykur þaö mjög
stýrishæfni þess. Slik stýri eru
ekki komin i mörg skip hér á
landi. Aö framan er ein þver-
skrúfa.
Er Visismenn gengu um skip-
iövarverið aö vinna i hverjum
krókogkoma viöfrágang skips-
ins. Aö jafnaöi hafa unniö um 70
manns viö togarann og þrátt
fýrir aö margt væri enn ógert
vorumenn staöráönir i aö skila
skipinu fullfrágengnu I lok
mars.
—KS
Arni Þorláksson verkstjóri yfir nýsmiöi I Siippstööinni
sýnir hvar fláinn hefur veriö þiljaöur af viö sföurnar i
klefunum og veggir haföir lóöréttir.
Skuátogarinn sem Slippstööin er aö smlöa fyrir útgerö
Magnúsar Gamalieissonar á ólafsfiröi. Togarinn verö-
ur sjósettur í dag en afhentur I lok mars
Brúin Itogaranum er yfir 60 fermetrar aö stærö eins og
meöai tveggja herbergja Ibúö
Vlsismyndir GVA