Vísir - 09.02.1979, Qupperneq 24

Vísir - 09.02.1979, Qupperneq 24
 Bessastaðaárvirkjun mun kostcs 20 milljarða: VERDUR HUN MYTT KRÖFLUÆVfNTYRI? Það segja tveir starffsmenn Orkustoffnunar í skýrslu um virkjunina Er nýtt Kröfluævintýri I uppsiglingu? Tveir starfsmenn Kaforku- deildar Orkustofnunar hafa sent frá sér álitsgerö þar sem varaö er viö aö haldiö sé afram ineö virkjun Bessastaöaár. beir eru Birgir Jónsson og Gunnlaugur Jónsson ogsegja þeir að tilgangur þeirra sé aö reyna að koma i veg fyrir aðra ó- timabæra og óarðbæra rikisfjdrfestingu i kjölfar KrHlu. Taka þeir fram að þetta séu þeirra persónu- legu skoðanir, en þeir tali ekki í nafni stofnunarinn- ar. Segja þeir að kostnaður við Bessastaðaárvirkjun verði um 20 milljarOar króna. Hins vegar sé kostur að leysa raforkuþörf Aust- firðinga fyrir þriðjung þess kostnaðar, sem verður við Bessa- staðaárvirkjun. Þessikostur er að reisa svokallaða Suðaustur- linu, sem næði frá enda- punkti Austurlinu i Skrið- dal og lægi um Djúpavog og Höfn I Hornafirði og þaðan til Sigöldu. Þar með sé búið að loka 132 kv hringlinu um landiö. Kostnaður við þessa linu yrði um 6 milljarðar. Sé tekiö tillit til þess aö orkafrá Bessastaðavirkj- un yrði þriðjungi dýrari en orka frá öðrum hag- kvæmari virkjunarkost- um, myndi sparast þessir 6 milljarðar (þriöjungur af 20 milljörðum) með þvi að virkja ekki við Bessastaöaá! Leysa vanda Skaftafellssýslu bað tæki auk þess skemmri tfma að leggja Suðausturlinu jafnframt þvi sem orkuvandamál Vestur- og Aust- ur-Skaftafellssýslu yrðu leyst. Þaðvekur furöu” segja þeir ,,að á sama tima og boðaður er sparnaður i rikisrekstri og niður- skurður, að i stpðinn fyrir áform um hriilgtengingu skuli vera uppi hugmynd- ir um virkjun Bessa- staðaár, þrátt fyrir að sá kostur sé 12 milljörðum dýrari, hringlinan fullnýti Hraúneyjarfossvirkjun, hringlinan veiti sam- veitusvæði Austurlands meira öryggi og að hring- linan skapi möguleika á þvi að tengja Hornafjarð- arsvæðið við landskerfið en disilkeyrsla kosti nú hundruö milljóna á ári á Hornafirði” - KS Þrlr piltar viðurkenna átta bíl- þjófnaði Þrir piltar úr Reykjavik, 14 og 15 ára, hafa viöur- kennt átta bilþjófnaöi, þar af þrjá i fyrrinótt. Samkvæmt uppiýsingum Héöins Skúlasonar varö- stjóra i Rannsóknadeild lögreglunnar i Reykjavik, viöurkenndu piltarnir einn- ig fleiri þjófnaöi. i fyrrinótt stálu þeir t.d. bensini, stálu kasettutækjum úr tveimur bilum og talstöö, og kóki og prinspólo úr verslun á Kjalarnesi. Lyklar munu hafa verið i bflunum þremur, sem þeir stálu I fyrrinótt, og voru tveir bilanna 1 bilskúrum. Bflarnir sem piltarnir hafa stolið hafa allir komið i leitirnar. Hins vegar er nú lýst eft- ir Volkswagen 1300, árgerð 1974, R-57905, sem stolið var um miðjan janúar sl. Eru þeir sem einhverjar upplýsingar kynnu aö geta gefiö, beðnir um að snúa sér tii lögreglunnar i Reykjavik. —EA Hún lét sig ekki muna um það að liggja i snjónum i Laugar- dainum i gær, þegar ljósmyndara Visis bar þar að. Visismynd: GVA Ólaffur kynnir drög að efnahagsmálafrumvarpi i dag: Enn ekkert sam- komulag ym vexti „Ólafur hefur vist verið aö semja drögin heima I eldhúsi, en þau byggjast á þvi samkomulagi, sem kemur fram I tiltögum ráöherranefndarinnar og siöan hefur hann, hygg ég, rætt viö forystumenn hinna stjórnarflokk- anna”, sagöi Steingrimur Hermannsson dóms- málaráöherra viö Visi i morgun um tillögur ólafs Jóhannessonar. Miöstjórnarfundur Framsóknarflokksins hefst i dag og þar mun Olafur Jóhannesson kynna drög að frumvarpi um efnahagsmál. Steingrimur sagöi að það bæri ekki mikiö á milli stjórnarflokkanna. Fullt samkomulag væri þó ekki um vaxtamál. Al- þýðubandalagið hefði að visu taliö koma til greina að fylgja vaxtastefnu Framsóknar, um verö- tryggingu lána lengri en til tveggja ára. Til þess þyrfti að setja ný lög og heföi Seðla- bankinn þegar unnið þau og væri þau tilbúin. Hins végar væri visi- tölumálið erfiðara ‘við- fangs og væri samkomu- lag um að biöa eftir niðurstöðum frá visitölu- nefndinni. Taldi Stein- grímur að um það yrði flutt sérstakt frumvarp til þess að frumvarpið um efnahagsmál tefðist ekki enn frekar. —KS Fimm vfffa nú kaupa togarai Beiðnir þar um liggja ffyrir rikisstjórninni Fyrir rikisstjórninni liggja nú beiönir um leyfi tii kaupa á 5 skuttogurum og einu bræöslufiskiskipLHefur verið fjallaö um þaö á einum til tvcim fundum i rikis- stjórninni en engar ákvaröanir teknar, samkvæmt heimildum VIsis. Eins og Visir hefur skýrt frá hefur Sjöstjarnan i Keflavik sótt um leyfi til aö kaupa tvo 500 tonna rækju- togara og aðilar á Nes- kaupsstaö hafa sótt um leyfi til kaupa á bræðslu- fiskiskipi. Þá hefur Hrönn á Isafirði sótt um að endurnýja sinn skuttogara en það er afla- skipið Guðbjörg 1S. Bild- dælingar vilja katípá skut- togara frá Frakklandi og loks hefur verið sótt um leyfi til að kaupa á Júllusi Geirmundssyni IS, en hann hefur verið seldur úr landi en ekki afhentur ennþá. —KS Ólafur styður Iaunttjöfnun — Flugmenn ffresta verkfföllum Flugmenn Flugfélags tslands samþykktu I gær aö veröa viö þeirrl beiöni Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráöherra. aö fresta áöur boöuöum vcrkfölium sinum um hálfan mánuö. Samkvæmt upplýsingum sem Visir hefur aflað sér mun forsætisráöherra hafa sagt flugmönnum að hann styddi launajöfnunarstefnu þeirra, og vænta flugmenn þess að frekari samninga- viðræður verði grund- vallaðar á þvi. Flugmenn báðu um ráð- herrafund i gær þar sem þeir óttuðust fyrirhugaðar aðgerðir rikisstjórnarinn- ar. Þótti sýnt að annað hvort yrði sáttatillagan sem var hafnað á dögunum lögfest, eða málið yrði sett I gerðardóm. Niðurstaða þess fundar var svo þessl frestun verk- fallsins. Nýir sáttafundir hefjast væntanlega næstu daga. —ÓT. Ábyrgðarmaður Tímans sektaður Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Timans hefur veriö dæmdur I 25 þúsund króna sekt i sakadómi Reykjavikur vegna ummæla sem birtust I lesendabréíi i blaöinu. • Bréfiö birtist I Timanum fyrir all-nokkru og hafði bréfritari uppi ummæli um þá Hauk Guðmundsson fyrrverandi rannsóknar- lögreglumann og Kristján Pétursson, er þóttu ganga úr hófi fram. Ekki var gerð krafa um ómerkingu ummælanna, en sem fyrr segir var Þórar- inn dæmdur I sekt sem ábyrgöarmaður Timans og auk þess gert að greiða málskostnað. Dóminn kvað upp Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari. —SG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.