Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 3. mars 1979 VlSIR Æ':V Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stetánsson, óli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Óskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 8661) og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sfmi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 sfmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Okyrrðí verkalýðs- herbúðwnwm Sjaldan eða aldrei hefur það komið berlegar í Ijós en nú siðustu daga, hvernig verka- lýðshreyfingin starfar og hve mikil ókyrrð ríkir í þeim herbúðum. Hver höndin er þar upp á móti annarri eins og sjá mátti á miðstjórnarf undi Alþýðusam- bands (slands í vikunni. Þeir, sem þar eiga sæti hafa dansað eftir f lokkslínum sínum i afstöðu til stórmála á þjóð- málasviðinu og nú síðast er þeir fjölluðu um frumvarpsdrög Olafs Jóhannessonar um fram- tíðarlausn ef nahagsvandans. Verkalýðskommar segja eitt og verkalýðskratar annað. Astand- inu er best lýst með orðum Karls Steinars Guðnasonar, sem komu fram í fréttaviðtali við hann í Visi í vikunni. Hann sagði meðal annars: „Ég varð að taka fyrri bókunina til baka, því að það varð allt brjálað á fundinum. Ég kallaði þá for- stokkað afturhald í þessari bók- un og viðhafði fleiri orð í þeim dúr. Það ríkti styrjaldarástand á fundinum." Þetta er lýsing talsmanns annars verkalýðsarmsins í forystuliði Alþýðusam- bandsins. Snorri Jónsson, forseti ASÍ, reyndi að draga úr þessari ófögru lýsingu í sjónvarps- viðtali sama dag. ótrúlegt er að Karl Steinar sé að ýkja myndina af ófremdarástandinu, sem skapaðist á miðstjórnar- fundinum, en aftur á móti er skiljanlegt, að forseti sam- bandsins reyni að draga f jöður yfir klofninginn, sem ríkir í þessari forystusveit fjöl- mennustu launþegahreyfingar landsins. Loðmulluleg svör forseta ASI í sjónvarpsviðtalinu sýndu einnig vel, að hann reyndi að sigla milli skers og báru, svara helst ekki spurningum frétta- mannsins, og þæfa málið til þess að styggja hvorugan óeirðahópinn í ASí. í stjórn Verkamannasam- bandsins hafa verkalýðsrek- endur Alþýðubandalagsins ekki leyft fundahöld, þar sem Alþýðuf lokksfulltrúar munu nú hafa meirihluta í stjórninni og því stórhætta á, að ályktanir, sem þar yrðu gerðar yrðu ekki eins rauðleitar og nauðsyn er talin á, til þess að hafa áhrif á Ólaf Jóhannesson og frumvarp hans um efnahagsmálin. Með stöðugum þrýstingi og ályktunum frá þeim féiögum og samtökum, sem Lúðvík Jóseps- son getur pantað ályktanir frá, hefur Alþýðubandalaginu nú tekist að fá Ólaf til að breyta frumvarpi sínu verulega, og jafnvel svo mikið að það muni standa í Alþýðuflokksmönnum, sem þó hafa nú kyngt ýmsum stórum bitum frá því að stjórnarsamstarfið hófst. Þannig beita forystumenn Alþýðubandalagsins verkalýðs- hreyfingunni fyrir sig og það eru hæg heimatökin, þar sem afstaða þessarar hreyfingar tugþúsunda manna til mála er tekin af örfáum útvöldum póli- tískum stjórnendum hennar. Það er hárrétt, sem Árni Gunnarsson, alþingismaður segir í grein um Alþýðusam- bandið í Alþýðublaðinu í gær, að þegar Alþýðubandalagsmenn tali um samráð við verkalýðs- hreyf inguna séu þeir að tala um samráð við nokkra flokks- bundna forystumenn, sem sára- lítið samband hafi við hina almennu félagsmenn. Það séu hagsmunir flokksins, en ekki launþega, sem ráði ferðinni. KÓNGAR AÐ SIÐUSTU KOMAST VANGAVELTUR eftir Sigvalda Hjálmarsson HEIMSSTYRJÖLD var fundin upp þegar heimur mannanna á jör&inni var oröinn aö einni heild. Einmitt þegar færi átti aö gefast á aö stórbæta tilveru mannanna reyndist lika unnt aö hleypa öllu i bál og brand i' einu — rétt eins og krakki dettur oná þaö snjallræöi aö láta stútfullt eldspýtnahylki fuöra upp i einu i staö þess aö smámunast viö aö kveikja á hverri eldspýtu fyrir sig. Enginn vill striö, en enginn vili heldur friö — eöa nauöa-fá- ir. Menn sækjasteftir einhverri imyndun sem þeir kalla „völd” og ætla aö „láta gott af sér leiöa”. Þeir sem ekki geta stjórnaö sjálfum sér vilja endi- lega stjórna öörum, þeir sem ekki hafa vit fyrir sjálfum sér, vilja fá aö ráöskast meö aöra. Fyrir bragöiö þekkist ekki friöur, eins þótt ekki sé heims- styrjöld. Alla þessa öld hefur einlægt veriö barist einhvers- staöar á hnettinum. Þegar ekki er striö milli þjóöa berast menn á banaspjót innan þeirra. Fantar og glæpalýöur reynist gersamlega stikkfri samkvæmt alþjóöalögum. Ef deli af þvi tæ- inu hrifsar til sin völd I einhverju guös-voluöu landi til aö „stilla til friöar” ellegar bar- asta I nafni guös almáttugs, sem þykir ekki siöri afsökun, þá veröur aöláta kyrrt liggja hvaö sem á gengur, ella veröur maöur sannur aö þeirri sök aö hlutast til um innanrikismál. Hvaö málsatriöi heita sam- kvæmt lögum skiptir i' rauninni meira en hvaö þau eru. Þessvegna er blessaöur karl- inn hann Carter i Bandarikjun- um sproksettur um viöa veröld fyrir aö kássast þannig uppá annarra jússu aö vilja aö svo- kölluö mannréttindi séu virt. Svoleiöis afskiptasemi tilheyrir ekki diplómatiinu, Carter enda enginn fagmaöur I stjórnmál- um, dundaöi viö aö rækta hnetur þar til fyrir skömmu sem er allt-annarskonar starfi en aö stússast meö fólk. Carter áttaöi sig ekki á þvl I tima aö i alþjóöamálum á aö tala en ekkert gera, tala um mengun, en halda siöan áfram aö menga jöröina baki brotnu, tala um hungur en láta sér svo nægja aö spara viö sig eina flösku kók á ári og tilheyrandi prinspóló til aö fleygja i soltinn lýö suöri' löndum — og svo á auövitaö aö tala um friö, og tala mikiö! Mér skilst Vietnamar, sem ættu aö vera orönir leiöir á slagsmálum, hafi fariö inni Kampútseu til aö „stilla til friöar”. Kinverjar ráöast svo inni Vietnam af sömu ástæöu, og nú skaka RUssar vopnin viö landamæriKIna afþvl þeir elska friöinn jafnmikiö og hinir tveir. Gott ef ekki brestur á heimsstyrjöld af einlægri ást manna á friöi! Og öldungurinn Khomeni sem er I sérstöku vinfengi viö guö al- máttugan — harm brá sér heim i Persíu snarlega til aö „stiDa til friöar”, einsog hin stórmennin sem hafa aö sérgrein aö ráöa yfir fólki. Þar trónaöi vondur keisari sem rak pyntingaverk- stæöi aö nafni Savak. Og nú er Khomeni I óöaönn aö gera menn þar höföi styttri I nafni friöar- ins. Þaöeraösegja: Fyrst pynt- ar einn maöur annan, svo er sá sem pyntar pyntaöur fyrir aö pynta og þannig koD af koDi I þaö óendanlega. Þetta heitir réttvísi! Mikiö leggja menn á sig fyrir friöinn! Khomeni þessum, honum finnst góö latlna aö höggva af mönnum hendur fyrir aö gerast fingralangir, meirasegja ánþess tU áDta komi vegna hvers þeir geröu þaö, og grýta þær konur sem eiga bágt meö kroppinn á sér, endaþótt vafi leiki á aö þær hafi nokkra sál samkvæmt þeim hinum sama visdómi. Nú skyldi enginn halda aö ráöendur rikja séu annaöhvort iUfygU eöur kjánar. Mér býöur helst I grun aö þetta séu upptil hópa ágætis menn. Tilamynda Khomeni, hann er vafalaust góöur maöur og vitur, kæmist ekki þaö semhann hefurfariöef ekki væri svo. í MÁT En hvaö stoöar aö ráöendur rlkja séu góöir ogvitrir menn? Reynslan sýnir aö þaö fyrir- finnst aöeins ein manntegund sem góöir og vitrir menn sjá aldrei viö: Þaö eru hinir sem eru heimskir og illgjarnir! Dæmiö er rammvitlaust u^) sett: Ekki skiptir meginmáli aö stjórnendur séu góöir menn og vitrir. Þaö sem mestu varöar er aö fólkiö sem þeir þykjast stjórna sé þeim kostum búiö. Og þótt á sé bent að vondur stjórn- andi leiki gottfólk illa þá breytir þaö engu, hann gerir það hvort sem er. Astæðan er sú aö vald er í eöli sinu illt, og ekki bara illt heldur lDca heimskt og innan- tómt. Og þegar til á aö taka reynist þaö ekki neitt. Þaö hefur sannast i Perslu, eöa Iran, og vlöar. Keisarinn stjórnaöi landi sinu af einstæöum merkilegheitum og lést vera inspireraöur af sjálfum guöi, sem ekki er óalgengt hjá hrottum þegar mikiö liggur viö aö kúga. En meö her og lögreglu tókst hon- um ekki að bæla hreyfingu fólksins niöur. Af hverju? Afþví herinn og lögreglan, þaö tól sem nota skal til aö kúga, er llka fólk. Keisari er ekki keisari nema meöan honum er hlýtt. Kóngar aö slöustu komast I mát ... sagöi Þorsteinn. Ekki skal ég undrast þótt vlöa eigi eftir aö koma upp svipuð staba og I Iran næsta áratug, aö upplausn og óeirö breiöist út, aö flestir kóngar komist I mát, og þaö er bættur skaöinn. —25.2 1979

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.