Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 3. mars 1979 I Dagheimili — Hafnarfirði Starfsmaður óskast að dagheimilinu Víðivellir i Hafnarfirði. Umsóknareyðublöð liggja frammi á dagheim- ilinu hjá forstöðumanni sem einnig gef ur upp- lýsingar í síma 53599 frá kl. 10-12 alla virka daga. Æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. REIKNISTOFA BANKANNA óskar að ráða: 1. Starfsmann til tölvustjórnar. I starfinu felst m.a. stjórn á einni af stærstu tölvum landsins ásamt móttöku og frágangi verkefna. Starf þetta er unnið á vöktum 2. Starfsmann til gagnaritunar. I starfinu felst m.a. uppgjör gagnaritun og móttaka gagna Starf þetta er unnið á kvöld- in. Við sækjumst eftir áhugasömum starfsmönn- um á aldrinum 20-35 ára með stúdentspróf, verslunarpróf/ bankamenntun eða tilsvarandi þjálfun eða menntun. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu Bankanna/ Digranesvegi 5 Kópavogi/ fyrir 15. mars nk. á eyðublöðum sem þar fást. Nauðungaruppboð að kröfu innheimtu rikissjóðs Hafnarfirði, Innheimtu Hafnarfjarðarbæjar, Gjald- heimtunnar í Reykjavik, ýmissa lög- manna og stofnana verður haldið nauð- ungaruppboð að Helluhrauni 2 A, Hafnar- firði laugardaginn 10. mars n.k. kl. 14. Selt verður: Bifreiöarnar G-72, G-479, G-1600, G-1745, G-1790, G-2199, G- 2446, G-2454, G-2546, G-2982, G-3061, G-3313, G-3410, G-3635, G-3779, G-4923, G-5046, G-5379, G-5945, G-6158, G-6282, G- 6361, G-6528, G-6910, G-7032, G-7098, G-7266, G-7628, G-8324, G-8383, G-9489, G-10012, G-10121, G-10226, G-10283, G-10384, G-11062, G-11170, G-11275, G-11378, G-11638, G-12044, R- 2709, R-4184, R-10108, R-18616, R-23193, R-26686, R-29165, R- 14189 , R-49234, P-253, Toyota bifreiö, Ffat 128, Rambler, byggingarkrani Linden — Allemac, loftpressur, fsskápar, þvottavélar, sjónvörp, hljómflutningstæki, sófasett, kommóöa, rokkokko sófasett, málverk eftir Jóhannes Kjarval, hlutabréf i versluninni Danna Reykjavik. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrif- stofu minni. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Hafnarfirði. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða skrif- stofumann að svæðisskrifstofu Rafmagns- veitnanna á Egilsstöðum. Verslunarskólapróf eða hliðstæð menntun er æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist rafveitustjóra á Egilsstöðum eða starfsmannastjóra í Reykja- vík. 105 Reykjavík Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Laugard. 3.mars kl. 16.00 Bókmenntakynning. Peter Rasmussen og Ingeborg Donali kynna nýjar danskar og norskar bækur. Gestur verð- ur danski rithöf undurinn Sven Holm. Mánud. 5.mars kl. 20,30 Danski rithöf undurinn Sven Holm kynnir eigin verk. Þriðjud. ó.mars kl. 20,30 Carl Johan Gard- berg: „Kulturlandskap och miljöer." Fyrirl. með litskyggnum. VERIÐ VELKOMIN NORRÆNA HÚSIÐ Blóðslóð mannkynsins — efftir Lárus Guðjónsson jarðfrœðing Saklausustu fórnardýr okkar nútfma vistfræöilegu Ragna - raka eru dýrin á þessari jörO. Þvi þau eru ófær um aö verja sig gegn umturnun manrikyns- ins á jafnvægi náttúrunnar. Fari stofnstærö þeirra niöur fyrir viss mörk, þá er aöeins spurninginhvenær þau deyja út. Ef athugaðar eru tölur um út- dauö dýr, kemur i ljós blóðug útkoma. Samkvæmt tölum i „Wildlife in Danger”, eftir J. Fisher, N. Simon og J, Vincent, sem allir starfa hjá Internation- alUnionforthe Conservation of Nature and Natural Resources (alþjóðleg samtök um verndun náttúru og náttúrulegra auöæfa), þá eru dýr jaröarinnar komin f allhrikalega kllpu. Árið að segja lagt hönd á ljáinn með þvíað kála hérsiðasta Geirfugl- inum (Great Auk) árið 1844. Ef allar þessar tölur eru teknar saman, kemur i ljós, aö 1/100 allra fugla- og spendýrategunda, sem voruþekktlifandiárið 1600, eru ekki lengur á meðal vor, og l/40þeirra,sem eftir eru, er að syngja sitt slðasta. Maðurinn mesti óvin- urinn. Engin dýrategund er eilif, en óhrekjanleg rök sanna, að mannkynið hefur flýtt fyrir hvarfi ansi margra dýrateg- unda á siðustu 3 1/2 öld Höf- undar „Wildlife in Danger” telja, að 3/4 fuglategunda og 2/3 ýmissa dýrastofna, t.d. indverska ljónsins. Eyðilegging á náttúru- legu umhverfi. Obein útrýming er alveg jafn áhrifarik, og enn er það mannkynið, sem stendur fyrir henni, þótt ekki sé endilega nokkur maður eða byssa á vettvangi glæpsins. Eyðilegging á náttúrulegu umhverfi er hér aðalmorövopn- ið. Skógarhögg, framræsla fenja og votlenda, eyðilegging á náttúrulegum gróðri og beitar- löndum, mengun lofts, jarðvegs, ferskvatns og sjávar, rándýr fíutt inn af mönnum og sóttir f innfluttum dýrum hafa MARTINiQUE MACAW FUGHTliSS •wghtwdon Nwto wcax 50108000« i SJA*T f töstokí 9 Dýragaröur framtlöarinnar? 1600 voru u.þ.b. 4226 spendýra- tegundir þekktar á llf i. Arið 1970 höfðu að minnsta kosti 36 teg- undir (0,85%) dáið út og a.m.k. 120 tegundir tilviðbótar (2,84%) voru þá i mikilli hættu. Ef viö athugum undirtegundir og landfræðilega einangraða stofna, bætist enn við hinn blóð- uga lista. Siöan 1600 hafa 64 undirtegundir dáið út og 223 til viðbótar eru taldar i mikilli hættu samkvæmt „Red Data Book’ ’, sem gefin er út af IUCN, en þar eru skráöar tegundir, sem eru sjaldgæfar og I hættu á að deyja út. Fuglar hafa ekki sloppið bet- ur. Af þeim 8684 tegundum, sem þekktust iifandi hér á jörðu árið 1600, eru 94 tegundir (1,09%) horfnar og a.m.k. 187 tegundir (2,16%) til viðbótar eru I hættu. Ef athugaðar eru undirtegun- dir fugla, kemur I ljós, að 164 undirtegundir hafa dáið út og 287 tegunda er getið i „Red Data Book”. Við Islendingar höfum meira 1650 1700 1750 1800 1850 1900 1950 2000 Fylgni milli fólksfjölgunar og útdauða spendýra- og fuglateg- unda síöan 1600. Stólparnir ná yfir 50 ára tlma- bil. Skyggöir stólpar tákna fuglategundir. óskyggöir stólp- ar tákna spendýrategundir. (A) Fjöldi útdauðra spendýra og fuglategunda. (B) Fólksfjöldi I miiljöröum. spendýrategunda, sem horfiö hafa siöan 1600 hafi veriö útrýmt af manninum. Einnig telja þeir, að 2/3 fuglategund- anna og 5/6 spendýrategund- anna, sem nú eru I mestri hættu að deyja út, geti þakkað mann- inum það ástand. Hvernig fer mannkynið að þvi að fremja svona glæpi? Augljósustu tilfellin koma fram sem bein útrýming, — það er veiöar. Aöallega i sambandi við gróða og skemmtun, en einnig vegna matarþarfa. Þaðerekkertgrinaö vera dýr meö failegan feld, meðan fólk kaupir og notar sex milljón króna pelsa og skrautlegar fuglafjaðrir eru notaðar I föt og hatta. Filar og rostungar eru með miklar skögultennur. Veiðiþjóf- ar geta fengið 600 þúsund krón- ur fyrir 35kg þungar filatennur i Hong Kong. Þessar tennur eru siðan tálgaðar niður i minja- gripi handa túrhestum. Þá eru ruslafötur úr filsfótum líka ákaflega vinsælar, sem og háls- men úr ljónstönnum og arm- bönd úr giraffahárum, svo eitthvað sé nefnt. Hjátrú. Hjátrúin á sinn þátt 1 blóðbað- inu. A 17. öld var geitartegund- inni Alpine Ibex útrýmt vegna þess, að kynfæri dýranna voru talin innihalda mikinn lækn- jngamátt. Á þessari öld hjálpar . hjátrúin til við útrýmingu nas- hyrninga. Astæöan er sú, aö margir telja malað nashyrn- ingshorn áhrifarikasta ástarlyf, sem hægt er að fá. Svo má lika nefna morðvarginn, sem leitar uppi sjaldgæf dýr, helst I bil, bát, flugvél eöa þyrlu, til að skjóta og stoppa upp. Siöan skreyta þessir herrar byssuher- bergin sin með hausum, feldum og myndum af sjálfum sér skæl- brosandi með bráðina. Þessir eiga heiðurinn af útrýmingu hörmulegar afleiöingar á dýra- lif jarðarinnar. Sem dæmi má nefna að skógarhögg I Indónesiu er langt komið með að útrýma orang- útanstofiiinum, farfuglar, sem koma á varpstöðvar, finna þar jarðýtur og húsgrunna. Ofbeit innfluttra eldisdýra getur eyði- lagt beitarland villtra tegunda og eins geta innflutt dýr, t.d. kettir, rottur og hundar, haft bein áhrif á viðkvæma stofna. Margir visindamenn telja, að dýr, sem komast á skrá „Red Data Book”, séu dauðadæmd. Bætist þá enn viö listann. Vlða um heim hafa rikisstjórnir og fyrirskipað friðuð verndarsvæði fyrir hin ýmsu dýr og er það e.t.v. eina leiðin til þess að forða þeim frá útrýmingu. En þessi svæði þyrftu að vera mun fleiri og stærri. Ástandið á enn eftir að versna. Þá verður að athuga það, að nú eru fbúar jarðarinnar um 4 milljarðar og með áframhald- andi fólksfjölgun verða þeir 6-7 milljarðar árið 2000. Þetta þýð- ir að milljónum hektara af náttúrulegu umhverfi dýra verður umturnað vegna aukinn- ar þarfar fyrir landbúnaðar- svæði, vaxandi sóknar I náttúruleg auðæfi, svo sem skóga og jarðefni, að ógleymdri þörfinni fyrir aukið llfsrými. Með hliðsjón af þessu er ansi hætt við, að landamæri vernd- arsvæða dýra verði ekki virt, þegar liða tekur á öldina. Skriðdýr og slöngur hafa ver- ið á jörðinni frá þvi larigt á und- an manninum. Mér þykir lík- legt, að þau lifi hér löngu og góöu hræætulifi eftir að siðasta lifandi manneskjan á jöröinni er búin að kála þeirri næstsiöustu. (Greinin hefur áður birst i Náttúruverk, blaði verkfræöi- og náttúrufræöinema við Háskóla islands.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.