Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 16
16 Laueardagur 3. mars 1979 VtSTR vtsm Laugardagur 3. mars 1979 17 óskar og Valdimar Gústafsson aö keyra torf á kvik- myndavagninum. Torf ið var notað í sveitabæ við tökur á „Síðasta bænum í dalnum". óskar með fyrstu vélina sína. Eins og óskar sýnir er hún handsnúin og fer hraðinn því eftir nákvæmni kvik- myndatökumannsins. Fyrsta kvikmyndatökuvél- in var handsnúin — Hvenær fékkst þú áhuga á kvikmyndun? „Ætli ég hafi ekki fengiö neist- ann, þegar unnið var að upptök- um á myndinni „Saga Borgar- ættarinnar" árið 1919. Þá aöstoð- aði ég Larsen sem var kvik- myndatökumaðurinn, vio aö framkalla upptökuprufur. Ég var þá i liósmyndanámi hjá ólafi Magnússyni. Larsen þessi spuröi Ólaf, hvort hann vildi framkalla fyrir sig nokkra filmu- stubba, til þess aö hann gæti séð lýsinguna. ólafur hafoi ekki tima en benti á mig. Eg fékk náttúrulega strax áhuga á þessu. Við Larsen út- bjuggum grind, sem filman var. af gerðinni Pathé Baby og notaði filmur af stærðinni 9.5 mm. Myndflöturinn var tiltölulega stór og nýttist vel, vegna þess aö götin voru milli myndrammanna en ekki viö hliö hvers ramma. Eftir ao ég fékk þessa vél, sem ég reyndar á ennþá; náði kvik- myndunin æ betri tökum á mér og smám saman þokaði ljósmyndar- inn fyrir kvikmyndatökumannin- um". Allar filmurnar brunnu ,,Ég tók heilmikið af myndum á þessum árum en þurfti aö senda filmurnar út til framkb'llunar og tók þab uppundir mánuð. Ég bjó mér þvi til framköllunartæki og fór aö framkalla sjálfur. Þetta hefur verið '27 eða '28 og ég tel mm filmur og bæta þannig mynd- gæðin". Hálfgerður sérvitringur — Voru margir kvikmynda- tökumenn i Reykjavlk árið 1925? „Nei, þeir voru ekki margir. Ég held lika, að sumir hafi talið mig hálgerðan sérvitring að vera aö taka „lifandi" myndir. Meira að segja árin '46 og '47 þegar ég var aö taka upp „Reykjavik vorra daga", fannst mér fólk glotta að þessu brölti I mér. Enda kannski ekki ao furða. Ég þUrfti að buroast með fyrir- ferbarmikla kvikmyndatökuvél og auk þess stóran þrlfót. bað var ekki eins og maöur væri að laum- ast". sérvitringshátt íifandí myndir" — segir Óskar Gíslason, Ijósmyndari og Nestor íslenskra kvikmyndagerðarmanna óskar Gíslason er lærður Ijósmyndari og var einn af átján stofnfélögum Ljósmyndarafélags Islands, sem stofnað var árið 1926. En óskar er einnig tví- mælalaust einn af frumkvöðlum islenskrar kvik- myndagerðar. Hann fékk sína fyrstu kvikmynda- tökuvél árið 1925 og hóf kvikmyndatökur það ár. Hann mun vera fyrsti Isiendingurinn, sem fram- kallaði kvikmyndafilmur sínar sjálfur, en hann smíðaði einnig framköllunartækin. A árunum '44- '54 frumsýndi óskar 11 kvikmyndir í Reykjavik. Það er vafasamt, að íslensk kvikmyndagerð haf i risið jafn-hátt síðan. Fyrir nokkrum dögum var sýnd i sjónvarpinu myndin „Agirnd", eftir óskar Gislason. — Hvernig finnst þér að sjá verk, sem þú laukst við fyrir 27 árum? „Mér fannst gaman að sjá myndina I sjónvarpinu. Ég sá þó, að ég heföi getað vandað klipp- ingarnar betur. Annars vakti myndin mikiö umtal á sinum tima. Annað sýningarkvöldiö komu tveir lög- regluþjónar niður I Tjarnarbió, þar sem ég var aö sýna og til- kynntu mér, aö ekki yrði af frek- ari sýningum, það væri búiö að banna myndina". — Hver lét banna myndina og hvers vegna? „Ég veiti ekki fyrir víst hver það var. Ég held þó ég viti hvaba atriði það var i myndinni, sem vakti hneyksli. Það var að prest- ur stelur hálsfesti frá deyjandi konu. Nú, ef myndin hefði verið bönn- uð, hefði ég lent mjög illa I þvi fjárhagslega. Ég talaði þvi viö ýmsa ráðamenn og benti þeim á, hvaða þýðingu það hefði fyrir mig að fá að sýna myndina áfram og var þá banninu aflétt. Þetta sýnir vel, hvað tlmarnir hafa breyst. Ef þessi mynd hefði verið frumsýnd I dag, hefðu ekki margir hneykslast". Lýðveldishátíðin „Fyrsta myndin, sem ég sýndi opinberlega, var myndin „Lýö- veldishátlðin", 1944. Ég sýndi myndina þremur dögum eftir að hátlðinni lauk og vakti hún tölu- verða athygli. 1 upphafi stefndi ég að þvi marki að sýna myndina sem fyrst eftir hátiðina. Rg kvikmyndaði þvl hátlðahöldin á daginn og fór svo heim á kvöldin og framkallaði filmurnar. Þegar hátiðinni lauk, en hún tók þrjá daga, voru film- urnar framkallaðar, þurrar og tilbúnar til klippingar. &g vann svo dag og nótt við að klippa myndina og frumsýndi hana I Gamla BIói þremur dögum eftir að hátlðinni lauk". Frumsýning á hverju ári Lýöveldishátlðarmyndin var frumsýnd árið 1944 og árið 1946 er næsta mynd óskars frumsýnd. Það er heimildarmynd um há- tiðahöld Sjómannadagsins og hún nefndist „íslands hrafnistu- menn". Eftir það frumsýndi ösk- ar nýja mynd á hverju ári I nokk- ur ár.. '47 var frumsýndur fyrri hluti af „Reykjavlk vorra daga". Það var heimildarkvikmynd I tilefni 160 ára afmælis Reykjavfkur. Arið eftir var svo sýndur seinni hluti myndarinnar. '49 var sýnd frægasta héim- ildarkvikmynd óskars: „Björg- unarafrekið við Látrabjarg? 1950 frumsýndi Óskar fyrstu leiknu kvikmyndina sina og jafn- framt eina frægustu mynd sfna: „Slbasti bærinn I daínum". '51 sýndi hann „Reykjavfkur- ævintýri Bakkabræöra" og einnig „Töfraflöskuna". 1952 var „Agirnd" frumsýnd og einnig „Alheims-lslandsmeistar- inn". Arið 1954 var myndin „Nýtt hlutverk" sýnd. Það var fyrsta talmynd óskars, þar sem tal var tekið upp samhliða myndinni. óskar Gfslason og kona hans Inga Laxnessá heimili þeirra hjóna í Þingholtsstræti. vafin upp á. Grindin var nokkuð stór, þetta 50-60 cm. Hana felld- um við i stóra skál og þannig framkallaði ég mlna fyrstu kvik- myndafilmu. Larsen var ánægður með út- komuna og kom alltaf annað slag- ið til min með filmustubba. Þannig kviknaði neistinn, áhugi minn á kvikmyndun, en svo blundaði hann reyndar I nokkurn tima. Eða allt þar til ég keypti fyrstu kvikmyndatökuvélina mina. Eg keypti hana áriB 1925 af Guð- mundi Daviðssyni, sem þá var kennari I Miðbæjarskólanum. Þetta var handsnúin, frönsk vél mig vera fyrsta lslendinginn, sem framkallaði kvikmyndafilm- ur. A þessum árum kvikmyndaöi ég alls konar viðburði, skrúð- göngur, þekkt fólk, bæjarlifs- myndir og margt annað. En árið 1940 kviknaði I herberg- inu mlnu og þá brann allt filmu- safnib mitt og vélarnar einnig, nema gamla Pathé Baby-vélin min. Ég sá mikið eftir þessum film- um, enda væru elstu filmurnar núna 54 ára gamlar. Þær væru mikils virði I dag, enda er hægt að breyta þessum litlu filmum I 16 Kvikmyndaði Einar Jóns- son „Annars gerðist dálitið skemmtilegt þegar ég var að taka upp „Reykjavfk vorra daga". Meðaí annars vildi ég kvikmynda alla helstu listamenn bæjarins og vitanlega var Einar Jónsson meðal þeirra. En gallinn var bara sá, ab Einar þverneitaði að láta nokkurn mann kvikmynda sig. Margir erlendir kvikmynda- gerðarmenn höföu farið bónar- veginn að Einari en alltaf fengið þvert nei. Þetta vissi ég mæta vel en vildi þó reyna að fá Einar til að sitja fyrir. Hanh tók ekki vel i það en eftir að ég hafði nuddað örlitið I honum, sagði Einar: „Jæja, ætli ég geri þetta ekki fyrir þig, óskar minn". Ég varð undrandi, en ánægður, og þetta er f eina skiptið, sem Einar var kvikmyndaður. íog kvikmyndaöi einnig Kjar- val, Asgrlm, Finn Jónsson og fleiri listamenn". Björgunarafrekið Flestir núlifandi íslendingar hafa séö mynd óskars, „Björg- unarafrekið við Látrabjarg". „Það var nú dálitið skrltið með þá mynd. Það var þannig, að skip strandaði á Vestfjörðum og það átti að gera tilraun til að bjarga skipbrotsmönnum. Þórður Jóns- son á Látrum var þá formaður björgunarsveitarinnar Bræðra- bandsins. Hann stakk upp á þvi á landsþingi Slysavarnafélagsins, að láta kvikmynda björgunina. Málið var ekki afgreitt en sam- band var haft við mig. Fullur áhugi var á þessu, bæði af minni hálfu og Slysavarnarfé- lagsins en eitthvað vafðist ákvörðunartakan fyrir þeim og allt virtist ætla að renna út I sand- inn. Ég bauðst þá til að taka myndina án endurgjalds, ef þeir borguðu fyrir mig ferðir og uppi- liaid. Þetta var samþykkt. Eg var við kvikmyndun i Koíls- vik með björgunarsveitarmönn- unum þegar vib fréttum, að tog- ari hefði strandað við Hafnar- múla. Björgunarsveitin, sem öll var viö kvikmyndatökur, var beð- in um að aðstoða við björgunina. Ég var spurður, hvort ég vildi koma með. Ég hélt nú það. Þá var lagt af stað og gengiö alla nóttina I kafaldsbyl. fig var svo heppinn, þegar við komum á strandstað klukkan tiu um morguninn, að það stytti upp og ég gat þvi strax hafið kvikmynd- un. Það var min heppni að vera & réttum stað á réttum tima". Síðasti bærinn kostaði 300 þúsund Fyrsta leikna mynd óskars hét „Slðasti bærinn i dalnum". Taka myndarinnar var mikið fyrirtæki. Tólf leikarar komu fram, auk dansmeyja. Hljómsveitlék tónlist eftir Jórunni Viðar, og var tón- listin sérstaklega samin fyrir þessa mynd. Myndataka stóð yfir allt sumarið og mun myndin hafa kostað 300 þúsund krónur I vinnslu. „Myndin var frumsýnd árið 1950 og fyrir frumsýninguna var biðröð, sem náði næstum i kring- um Austurbæjarbló. Myndin var sýnd fyrir fullu húsi á öllum sýn- ingum f halfan mánub". Sló víxla — Hvernig gastu fjármagnað þessar framkvæmdir? „Ég var nú ekki efnaður i þá daga svo ég sló bara vixla. Ég samdi einnig við leikarana um að borga þeim ekki fyrr en ég byrj- aði að sýna myndirnar". — Báru myndirnar sig? „Sumar gerðu það og af öðrum Sýningarskrár með leiknu kvikmyndunum hans óskars. Síðasti bærinn í dalnum ('50) Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra ('51) Agirnd ('52) og Nýtthlutverk ('54). óskar Gíslason, Þorleifur Þorleifsson sem gerði f lest-öli kvikmyndahandrit óskars, og Loftur Guðmundsson. Aðalleikarinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og leikstjór- inn, Valdimar Lárusson, óskar Gíslason og Ævar Kvaran („Síöasti bærinn í dalnum). Lækjartorg 1953. óskar Gíslason við upptöku á „Nýju hlutverki". Myndin var frumsýnd í Stjörnubíói á páskum '54. var tap. Maður varð bara að láta sig hafa það, þvi enga styrki var að fá i þá daga. Segja má, að „Siðasti bærinn i dalnum" sé orðinn klassfsk mynd, þvi ég hef sýnt hana á fárra ára fresti og hún ér börnun- um alltaf sem ný, og alltaf koma nýjar kynslóðir". Tekur ennþá myndir — Hvaö gerir þú núna? „Ég á mikið af filmum, sem ég hef ekki gengið frá og á eftir að raða niður og færa á skrá. Það er töluvert verk eftir óunniö viö þetta, en ég tek llfinu bara rólega, dunda mér við þetta". — Ertu hættur aö taka myndir? „Nei, ennþá á ég kvikmynda- tökuvél og tek myndir við og við, en mest eöa eingöngu fyrir sjálf- an mig. Eg á einnig ljósmynda- vélar og tek alltaf eitthvað af ljós- myndum". — Hvernig llst þér á Islenska ljósmyndara og kvikmyndagerð? Ja, nú virðist annar hver maður eiga kvikmyndatökuvél og enn fleiri eiga ljósmyndavél. Flestar ljósmyndavélanna eru mjög ein- faldar og úr þeim koma engin listaverk, enda eru vélarnar oft- ast gefnar sem leikföng, t.d. i fermingargjöf. En það eru til margir góðir áhugaljósmyndarar og ég hef séð margar frábærar myndir frá þeim. Nú, hvab Islenska kvikmynda- gerð snertir, þá tel ég hana vera að lifna við. Ungir menn hafa farið út til að læra kvikmynda- gerð við verulega góða skóla. Já, það er gróska I kvikmyndagerð- inni núna. Það er að visu dálitiö einkenni- legtfyrir mig að sjá, hvað margir eiga kvikmyndatökuvélar núna, þvi ég var vanur þvi aö vera sá eini, eöa einn af örfáum á land- inu, sem slikan galdragrip átti". Atti að ganga menntaveg- inn — Sérðu eftir þvi aö hafa valiö þetta lifibrauð? „Sé eftir, nei. Það kom eigin- lega aldrei neitt annað til greina. Ég hugsa, að ég sé fæddur með þessum ósköpum. Foreldrar mlnir vildu, að ég gengi menntaveginn en það var ekki vib það komandi, hugur minn beindist að öðru strax I barnæsku. Þegar ég var tiu ára gamall þurfti að taka úr mér kirtla. Til þess að gleðja mig færði faðir minn mér litla kassamyndavél. Hann vissi vel að hún myndi vekja mesta gleði hjá mér. Eftir þetta var stefnan mörkuö, ég ætlaði að verða myndasmibur. Ekkert gat komið f veg fyrir það þvl áhuginn yfirvinnur alla erfið- leika". —ATA Texti: Axel Ammendrup Myndir: Gunnar V. Andrésson og f leiri ———1« nmin iiw<» i irrm riti^rri*,tT'vTnv^WTini*iiiiliri<nríTiTr^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.