Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 3. mars 1979 VÍSIR Milli Þetta er hann Milli. Hann á heima á Grettisgötu. Hann er 11 ára. Hann á bil, sem er fall- egur. Hann á lika systur. Hún er 10 ára. Hún heitir Gagga. Milli á llka hest. Hesturinn heitir Bronkó. Hann er svartur meö hvltan blett á enninu. Milli geymir hestinn sinn hjá Birgi bónda. Sögu og mynd geröi Arnoddur Hrafn, sex ára. Litla kvöldsagan: Leyndar málið hans Rebba Rebbi hafði hagað sér einkennilega vikuna fyrir afmælið hans Bangsa. Hann vildi ekki fara að veiða með Konna, vildi ekki fara að synda með Bangsa og hann vildi ekki einu sinni opna dyrnar þegar Bangsi og Konni komu til hans til að minna hann á afmælisveisluna hans Bangsa. Hann horfði út um rifu á hurðinni og sagði: „Komið ykkur í burtu, þið tveir, Komið ykkur í burtu!" „Ég held að Rebba sé ekki lengur vel við okk- ur," andvarpaði Bangsi, daginn sem hann átti af- mæli. „Ég held, að hann sé bara veikur," sagði Konni. „Með hausverk eða tannpínu eða kannski einhverja aðra pínu." „Nú jæja," sagði Bangsi, ,„fyrst svo er verðum við að gera eitt- hvað fyrir Rebba gamla."Svo hljóp Bangsi heim og náði í hindberja- sultu, sem er svo góð með ristuðu brauði.Konni tíndi falleg blóm handa Rebba og svo hlupu þeir báðir til hans og bönkuðu á dyrn- ar. „Rebbi" sögðu þeir, „megum við koma inn? Elsku Rebbi, hleyptu okkur inn". En enginn svaraði. Allt í einu þeyttust dyrnar upp og þarna stóð Rebbi sjálfur í dyrunum og leit alveg Ijómandi vel út. „Komið inn", sagði hann „Ég get varla beðið með að sýna ykkur...." Rebbi og Tófa bentu svo bæði á þessi líka fínu veiðarfæri og kassa með flugum til beitu, sem Rebbi hafði búið til sjálf- ur og á þessu stóð: Til hamingju með afmælið, Bangsi’.' „Ö", sögðu Bangsi og Konni báðir í einu. „Svo að það er þess vegna sem þú hefur ekki haft tíma fyrir okkur." „Já, vinir," sagði Rebbi. „Það tekur sinn tíma að gera alla þessa hluti og þið hefðuð strax séð, hvað ég var að gera ef ég hefði boðið ykkur inn." „En nú get ég tekíð al- mennilega til," sagði Tófa, sem var að dást að blómunum og hindberja- sultunni, „það er að segja, ef þið farið allir út," „ Það skulum við gera," sagði Rebbi og teygði sig í veiðistöngina sina. „Við ættum að geta veitt nokkra silunga, áður en afmælisveislan þín byrj- ar, er það ekki, Bangsi?" „Jú, svo sannarlega," svaraði Bangsi og gat varla beðið eftir að reyna nýju veiðarfærin. Og vin- irnir þrír leiddust ánægð- ir niður að ánni. Hver nœr íkúna?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.