Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 3
3 VtSIR Miövikudagur 30. mai 1979 ' :j|i Vlsismynd: GVA Unniö aö slökkvistarfi snemma i morgun. VÖKNUÐU VIÐ MIKLA SPRENGINGU í NÚTT Hundruð milljóna tjón varö, er Hraöfrystihús Stokkseyrar brann i nótt. A niilli hundraö og sextiu og hundraö og áttatiu manns eru atvinnulausir. Marga mánuöi tekur aö iagfæra frystihúsið og koma þvi aftur i Sagn. Fólk á Stokkseyri vaknaði við mikla sprengingu, og siöan aðra minni, um klukkan fjögur i nótt. Þegar fólk leit út var frystihúsiö orðið alelda. Slökkvilið Stokks- eyrar hóf þegar slökkvistarf og auk þess slökkvilið Eyrarbakka og slökkvilið Selfoss. Þak frystihússins hrundi fljót- lega og það var ekki fyrr en um klukkan hálf sjö i morgun, sem tókst að ráða niðurlögum elds- ins. t mörgun var ekki vitað um eldsupptök. Guðni Einarsson, bókari hraðfrystihússins, sagði i morg- Slökkviliðsmenn aö störfum I vinnslusai. Visismynd: GVA un aö ljóst væri að tjónið næmi hundruðum milljóna. Frysti- húsið er á tveimur hæðum sem báðar eru ónýtar og sagði hann aöeins veggi og þakbita standa. Flökunarvélar og frystitæki munu þó hafa sloppið, en frysti- aðstaðan hrundi til grunna og báðir fiskvinnslusalirnir sem voru hvor á sinni hæðinni eru ónýtir. Guðni sagði að enn væri ekki ljóst hvort tækist að bjarga frystum fiski, sem þegar hefur verið frystur, en hann sagði verðmæti þess fisks á milli tvö til þrjú hundruð milljónir. Hátt á annað hundrað manns veröa nú atvinnulausir, þar af 40-50 unglingar frá Selfossi, sem voru komnir i sumarvinnu. Talsvert hefur bæst við af fólki siðustu daga, þar sem humar- vinnsla ’mr að fara i gang. Atta bátar hafa lagt upp hjá Hraöfrystihúsinu. Ekkert tján varð á skreið eða saltfiski, enda annars staðar. Guðni kvaðst búast við að það tæki marga mánuði að koma frystihúsinu i gagn á ný, jafnvel þá mánuði sem eftir eru af ár- inu. - EA ■Gxlir hækka um 2,5% - slefnt ao verotryggingu lána f siö áfðngum Vextirá inn- og útlánum hækka aö jafnaöi um 2,5% 1. júni nk. Samkvæmt þvihækka vextir á ai- mennum sparisjóösbókum úr 19% I 22%, á 3ja mánaöa vaxtaauka- reikningum úr 25% i 27,5%, 12 mánaöa vaxtaaukareikningum úr 32% í 34,5%. Vixilvextir hækka úr 23,5% í 25,5%. Þetta er gert samkvæmt ákvörðun Seölabanka Islands i samræmi við efnahagslög rikis- stjórnarinnar sem samþykkt voru i april sl. I þeim segir að komið skuli á verðtryggingu sparifjár og láns- fjár i áföngum fyrir árslok 1980. Vextir1 á 3ja mánaða vaxta- aukaláni eru nú 25% og sam- svarar það 60% af metnu verð- bólgustigi. Aformað er að ná þessu hlutfalli upp i 100 i sjö áföngum eða sem svarar 5,7 prósentustigum hverju sinni að þvi er segir i frétt frá Seðlabank- anum. t þessari reglu felst það að verðbótaþáttur vaxta mundi hækka um nálægt 2,5% ársfjórð- ungslega að óbreyttu verðbólgu- stigi, uns fullri verðtryggingu yrði náð i desember 1980. Ákveðið hefur verið að miða verðbótavisitölu viö 2/3 fram- færsluvisitölu og 1/3 byggingar- visitölu. Núgildandi mat verð- bólgustigs samkvæmt þessari reglu reyndist vera 41,8%. Vextir af 3ja mán. vaxtaauka- láni — 27,5% — eru samsettir úr 5,5% grunnvöxtum og 22% verð- bótaþætti, sem breytist meö hækkandi (lækkandi) verðbólgu. Samkvæmt efnahagslögunum er það nýmæli að leggja megi verðbótaþáttinn við höfuðstól lánsins og dreifist hann siðan á gjalddaga lánsins. Þessu hefur ekki verið hrint i framkvæmd nú, en i frétt Seöla- bankans segir að starfshópur á vegum viðskiptabanka og spari-' sjóöa vinni að þvi að setja reglur um þessi nýmæli. —KS BANKAMENN FÁ 3% Bankamenn fá 3% launa- hækkun frá og meö 1. april siöastliðnum. Samband isienskra bankamanna og sa mnin ganefnd baukanna undirrituðu i fyrradag þar aö lútandi. Umræðum um væntanlega grunnkaupshækkun sem samkvæmt samningi SIB og bankanna á að koma til fram- kvæmda 1. júli var frestað að sinni. Gildistimi kjarasamnings bankamanna er til 1. október og breytir hið nýja samkomulag endu þar um. Þegar höfðu bankamenn fengið greidda grunnkaupshækkun fyrir april- mánuð svo þeir eiga nú inni hækkunina fyrir mai. —óm GuDmundur 09 Helgi 12. sætl Keppni i undanrásum á svæöa- mótinu I Luzern I Sviss fer nú aö Ijúka og veröur niunda og næst slðasta umferöin tefld I dag. Guömundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson eru f 2. sæti i sínum riölum. 1 áttundu umferðinni i gær gerði Helgi jafntefli viö Ibersohn frá Israel en Guömundur tapaði fyrir Wedberg frá Sviþjóð. Mar- geri Pétursson geröi jafntefli við Hurme frá Finnlandi. I a-riðli er Hubner efstur með 5,5 vinninga og biðskák, en Guömundur er i öðru sæti meö 5 vinninga. I dag teflir hann við Soof frá V-Þýskalandi. Ib-riðli er Grunfeld frá tsrael efstur með 6 vinninga en Helgi og Hai frá Dan- mörku koma næst meö 4,5 vinn- inga. Helgi teflir i dag við Tach- mann og Margeir við Wedberg. Fjórir efstu i hvorum riðli taka þátt i úrslitunum þar sem tefldar verða fjórar umferðir. Þrir efstu vinna sér rétt til þátttöku á milli- svæðamóti. —SG dc-io r skoðun ,,Vél Flugleiöa er i Paris og þaö veröur byrjaö aÖ vinna viö hana úm hádegiö. Skoöunin er fram- kvæmd á vegum franska flugfé- lagsins UTA og tekur 24 tima”, sagöi Sveinn Sæmundsson blaöa- fulltrúi Flugleiöa f samtali viö VIsi I morgun. DC-10 Flugleiða getur haldið áætlunarflugi frá Luxemburg á morgun og ef allt gengur að ósk- um þá fer hún þaðan klukkan 14. „Eftir fyrri skoðunina fannst sprunga I hreyfilfestingu á vél af gerðinni DC-1010 i eigu United Air lines. Þess vegna var ákveðið að stöðva allar vélar af þessari gerð”, sagði Sveinn. Vél Flugleiða er af gerðinni DC- 10-30. Stöðvun vélanna veldur mikilli röskun á innanlandsflugi i Bandarikjunum. 275 vélar af þessari gerð eru i notkun i heim- inum og flytja daglega 135 þúsund farþega. Helmingur þeirra er i Bandarikjunum”. —KP BELGAR HÆTTA ÞORSK- VEIÐUM HÉR m LAND Náöst hefur samkomulag milli lslendinga og Belga um takmörkun á þorskveiöum þaö sem eftir er á þessu ári og minnkun heildarkvóta Belgiu- manna á tsiandsmiöum. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Visir hefur aflað sér hefur orðið samkomulag milli þessara þjóða um að Belgiu- menn hætti alveg þorskveiðum við Islandsstrendur á þessu ári. Einnig hefur árskvóti Belgiu- manna verið lækkaður úr 6500 tonnum niður i 5000 tonn. Þorskafli Belgiumanna hér við land hefur yfirleitt verið allt frá fjórðungi til þriðjungs af heildarafla þeirra hér viö land, þannig að þeir munu nú snúa sér meir að karfa og grálúðu. —SS—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.