Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 1. des. 1989 BÓKAFRÉTTIR Minningarord: Jónína M. Guðjónsdóttir f.v. formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar F. 2. ágúst 1899 — D. 24. nóvember 1989 Þegar ég hóf aö starfa í Alþýðu- flokknum fyrir tæpum fimmtíu ár- um, veitti ég sérstaka athygli tveimur fullorðnum konum, sem mér fannst að ýmsu leyti bera af, i málflutningi, framkomu og við- móti. Þessar konur voru Jóhanna Egilsdóttir og Jónína M. Guðjóns- dóttir, Jóna Guðjóns, eins og hún jafnan var köiluð. Jóhanna var for- maður Verkakvennafélagsins Framsóknar og Jóna varaformað- ur þess, en síðar formaður félags- ins. Þessar konur vöktu ekki síður athygli mína og aðdáun en þeir leiðtogar flokksins, sem ég hafði mestar mætur á, svo sem Harald- ur Guðmundsson, viðurkenndur þjóðskörungur. En hvað tengdi Jóhönnu Egils- dóttur og Jónu Guðjóns, leiðtoga verkakvenna í Reykjavík, í huga ungs hagfræðings við einn af mik- ilhæfustu stjórnmálamönnum ald- arinnar? Mér varð það skiljan- legra, þegar ég siðar komst að því, að Haraldur Guðmundsson var einmitt sá af forystumönnum flokksins á þeim tíma, sem þær tvær höfðu einna nánust tengsl við. Sjálfum hefur þeim efiaust fundizt svipuð lífsskoðun vera eðlileg skýring á samstöðu þeirra og vináttu. Mér, ungurn manni, fannst þá og finnst enn þau hafa átt margt annað sameiginlegt og þá ekki sízt höfðinglega reisn, sem varð sérstaklega áhrifamikil, þeg- ar talað var máli litilmagnans í þjóðfélaginu. Jóna Guðjóns varð ein þeirra flokksmanna, sem ég í áratugi átti hvað nánast samstarf við. Ástæð- an var ekki aðeins sú, að hún sat í stjórn flokksins og var lengi full- trúi flokksstjórnar í þingflokki Al- þýðuflokksins. Skýringin var jafn- framt sú, að það var svo auðvelt að ræða við hana, ekki sízt um erfið vandamál og viðkvæm deilumál. Hún var stórgreind og fljót að skilja, hvað skipti máli. Og því mátti jafnan treysta, að skoðanir hennar væru byggðar á réttsýni og góðvild. Það var ekki markmið hennar að ná alltaf sáttum, ein- hverjum sáttum. Hún þorði að taka þá afstöðu, sem hún taldi rétta, þótt það kostaði harða and- stöðu, af því að hún vissi, að góð samvizka fylgir því einu, sem maður telur rétt. En engum þeim, sem hana greindi á við í hita dags- ins, gat dottið annað í hug, en að hún hefði látið réttsýni sína ráða. Þess vegna gufuðu deilur við hana upp eins og dögg fyrir sólu. Allir vissu, að það, sem hún hafði lagt til, var sagt og gert út frá því sjón- armiði, hvað væri heildarhags- munum umbjóðenda Alþýðu- flokksins — og heildarhagsmun- um þjóðarinnar — fyrir beztu. En sú hugsjón var aðalsmerki Jónu Guðjóns, að þeir hagsmunir færu saman. Þótt ég hafi jafnan talað mikið við Jónu Guðjóns á fundum og mannamótum, talaði ég miklu meira við hana í síma á kvöldin og um helgar. Þegar við vorum bæði hætt að hafa opinber afskipti af stjórnmálum, héldum við áfram að tala saman á þennan hátt. Ég hafði þótzt vita það áður, en komst nú enn betur að raun um, hvílík gáfu- og mannkostamanneskja Jóna Guðjóns var. Það var ótrú- lega margt, sem við gátum ræðst við um. Og alltaf mótaðist viðhorf hennar af sömu höfðingslundinni, sömu mannhlýjunni. Ég tel mig hafa lært mikið af Jónu Guðjóns og ég met það mik- ils, að hafa kynnzt henni. Gylfi Þ. Gíslason 1 gær var til moldar borin Jóna Margrét Guðjónsdóttir, fyrr- verandi formaður Verkakvennafé- lagsins Framsóknar. Þegar ég hóf störf hjá Alþýðu- sambandinu 1974 sat Jóna, sem þá var formaður Framsóknar, í miðstjórn sambandsins. Það var reisn og myndugleiki yfir Jónu þó hún væri mild og hæglát í fasi. Jóna er af þeirri kynslóð sem með endalausri fórnfýsi og ósérhlífni byggði upp sterka verkalýðshreyf- ingu. Hún var örlát á sinn tíma og vann hreyfingunni allt, hvort sem var í starfi fyrir Framsókn, ASÍ, Al- þýðubankann eða Alþýðuflokk- inn. Hvar sem hún kom lét hún að sér kveða og barðist fyrir hags- munum þeirra tekjulægstu og þeirra sem áttu við erfiðleika að etja. Hún vildi rétta hlut kvenna og ná jafnrétti kynjanna. Ég minnist Jónu með þakklæti og ég flyt henni í dag þakkir heild- arsamtakanna fyrir það verk sem hún vann fyrir íslenskt launafólk. Hún hélt hátt á lofti því merki jafn- réttishugsjónar sem hefur mótað íslenskt velferðarþjóðfélag. Ég flyt Þórunni Valdimarsdóttur, sem tók við af Jónu sem formaður Framsóknar og fulltrúi í miðstjórn og var hennar nánasti félagi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ásmundur Stefánsson Mál og menning hefur gefið út bók- ina Hugmyndasaga eftir ÓlafJens Pétursson. Höfundur rekur sögu hugmyndanna allt frá fyrstu menn- ingarríkjunum til allra síðustu ára. Lesandinn er á skýran og einfaldan hátt kynntur- fyrir öllum helstu hugsuðum sögunnar og hugmynd- um þeirra um trúmál, stjórnmál, raunvísindi og hugvísindi. Höfund- ur kappkostar jafnframt að rekja þróun slíkrar umræðu og fræðiiðk- ana á íslandi frá miðöldum til nútím- ans. Mál og menning hefur gefið út tvær bækur fyrir yngstu börnin sem heita Karólína ó afniæli og Karó- lína er hugrðkk. Bækurnar um Karólínu eru finnskar. Höfundur þeirra er Laura Voipio en teiknar- inn, Virpi Pekkala kom til Islands nýverið í tilefni af útkomu bókarinn- ar og heimsótti þá m.a. dagvistar- heimili og bókabúðir og teiknaði fyrir börn. Örn og Örlygur hafa gefið út fallega myndskreytta bók fyrir yngstu les- endurna eftir höfund bókanna um litla ísbjörninn Hér segir frá Olla litla fílsunga sem langar svo mikið til þess að eignast lítinn bróður í af- mælisgjöf en í staðinn fær hann flotta hjólaskauta. Vonsvikinn spennir hann á sig hjólaskautana og rennir sér að heiman til að gá að því hvort hin dýrin vilji ekki gefa hon- um leikfélaga. Olla verður ekki að ósk sinni og á leiðinni rennir hann sér beint á tré og lendir á sjúkrahúsi. En það hýrnar yfir honum þegar mamma hans segir honum að von sé á litlum frænda í heiminn. Þessi hugljúfa saga er þýdd af Helga Magnússyni. SÓLARSAGA Komin er út frá Mál og menningu ný bók eftir Andrés /ndridason, Sólar- saga, sem er sjálfstætt framhald af Alveg milljóní er kom út á síðasta ári. Sólarsaga segir frá Þorsteini, 14 ára, sem kominn er í sumarfrí á sólarströnd ásamt fjölskyldu sinni og lendir þar inn í óvænta atburða- rás og tekst að greiða úr erfiðu saka- máli. Út er komin unglingasagan „Ungl- ingar í frumskógi" eftir Hrafn- hildi Valgarösdóttur. Hún er sjálf- stætt framhald verðlaunasögunnar Leðurjakkar og spariskór, en þá bók gaf Æskan út fyrir tveimur ár- um. Þetta er þriðja unglingabók HrafnhUdar en einnig hafa verið gefnar út tvær barnabækur og eitt smásagnasafn eftir hana. Útgefandi er Æskan. Komin er út hjá Máli og menningu ný bók um Einar Áskel, Bittu slaufur, Einar Áskelll Einar Ás- kell býr hjá pabba sínum og fæst við flesta hluti sem börn á hans aldri fást við. Hér er Einar Áskell fimm ára gamall og hefur náð þeim áfanga á þroskabrautinni að læra að binda slaufur. Hann indur siaufur út um alla íbúð svo pabbi kemst varla leiðar sinnar, en hann kippir sér ekki upp við það frekar en önnur uppátæki Einars. Örn og Örlygur hafa gefið út ein- staklega fallega bók fyrir yngstu börnin. Hún nefnist Lítill ísbjörn H«t| <lr IWr litill ísbjöm lcndir í ævintýrum lendir í ævintýrum og er eftir Hans de Beer. Þýðandi er Helga Ein- arsdóttir bókasafnsfræðingur. Sagan segir frá Lassa litla ísbirni sem fer enn á ný í óvænt ferðalag. Þegar hann er að leika sér í sjónum festist hann í neti og er skyndilega hífður um borð í skip ásamt fjöldá fiska. Hann losnar brátt úr netinu og kynnist skipskettinum Nemó sem reynist Lassa mikil hjálparhella og finnur ráð til þess að koma Lassa aft- ur heim til forelda sinna við Norður- pólinn. En áður en það tekst lendir Lassi í ýmsum ævintýrum og eign- ast vini hvar sem hann fer. Út er komin skáldsagan „Lífsþræð- ir“ eftir Sigrídi Gunnlaugsdóttur. Höfundur hlaut verðlaun í skáld- sagnasamkeppni IOGT fyrir þessa athyglisverðu sögu. í henni er lýst endurfundi átta kvenna er verið höfðu skólasystur í menntaskóla og því sem á daga þeirra hefur drifið frá því að leiðir skildu. Þetta er fyrsta bók Sigríöar. Útgefandi er Æskan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.