Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 6
6 GETRAUNIR Föstudagur 1. des. 1989 BOKAFRETTIR Fall var fararheill Eftir hrikalega útreið í 11. umferð fjölmiðlatippkeppninnar mætti Alþýðublaðið þríeflt í 12. umferð og rúllaði Bylgjunni upp. Bylgjan hafði komist 3 rétta yfir okkur, en við jöfnuðum jafn harðan. Staðan þegar 12 umferðir eru búnar og aðeins 3 eftir er sú, að Al- þýðublaðið er með 68 rétta eins og Bylgjan. DV er í öðru sæti með 67 rétta og Eiki Jóns til alls líklegur. Þá koma Dagur með 65 og RÚV með 64 rétta. í þrettándu umferð eru 7 leikir taldir næsta vísir og 2 til viðbótar nokkuð ákveðnir. Af þeim „öruggu" má á hinn bóginn nefna að Li- verpool er að tapa fyrir undarlegustu liðum um þessar mundir, Ev- erton hefur átt í erfiðleikum og að Norwich hefur mjög gaman af því að gera jafntefli heima fyrir og fá nú til sín Sheffield Wednesday, sem var að enda við að vinna Liverpool örugglega! Aðalspá: 1-1 -1/X-1 -1/X-2-X/1 -1 -1. Kerf isspá: 1X-1X-1 /1X-1 -1 /1X2-2-1X2/1X-1X-1. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 2. DES. ’89 —i CD 2 > Q TÍMINN Z Z 3 > S -3 n. I DAGUR | RÍKISÚTVARPIÐ I BYLGJAN [ STÖÐ2 | STJARNAN Q Q < _J 0Q 3 Q ■> n. < | HLJÓÐBYLGJAN SAMTALS 1 | X 2 Stuttgart - Köln 1 1 1 1 1 1 1 X X 1 1 9 21 0 Aston Villa - Nott. For. 1 1 1 2 X X 1 1 1 1 2 7 2 2 Chelsea - Wimbledon 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 10 1 0 C. Palace-Q.P.R. X 1 X 1 2 1 X X X X 1 4 6 1 Derby - Charlton 1 1 1 1 Li 1 1 1 1 1 2 10 0 1 Everton - Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 10 1 0 Luton-Tottenham 2 2 1 2 X 2 1 1 2 X 2 3 2 6 Man. City - Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 2 X 2 2 0 1 10 Millwall - Southampton 1 X 2 X 1 1 2 1 X X X 4 5 2 Norwich - Sheff. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Leeds - Newcastle 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 10 1 0 Sunderland - Swindon 1 1 1 X X 1 X 1 1 1 1 8 3 0 BJÖRN P. GU6MUM5SSON IOWRÆÖKAND8ÓK FW ’MMCNNNS JAfNT SM tBKA Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur endurútgefið hið mikla uppsláttar- rit, Lögbókin þín, eftir Björn Þ. Guðmundsson, prófessor, sem fyrst kom út árið 1973 og verið hefur ófá- anleg í mörg ár. Auk hans vann að endurskoðun ritsins Stefán Már Stefánsson, prófessor. Lögbókin þín er lögfræðihand- bók fyrir almenning — jafnt lærða sem leika. Efni hennar snertir flest- ar hliðar mannlegra samskipta og veitir svör við ólíklegustu spurning- um sem upp kunna að koma í dags- ins önn og erli. Út er komin hjá Örlaginu í Reykja- vík skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar eftir Kjartan Arna- son. Þetta er fyrsta skáldsaga höf- undar en jafnframt hans þriðja bók. Hann hefur áður sent frá sér smá- sögur og Ijóð. Bókin skiptist í fjóra hluta sem hver lýsir ákveðnu skeiði í lífi aðal- persónunnar. Á bókarkápu segir: „Draumur þinn rætist tvisvar" er skáldsaga um glaðværð lífsins og hina óumflýjanlegu skugga, þroskasaga þar sem sérstaka at- hygli vekur nærfærin lýsing á sam- bandi drengs við ömmu sína. Aðal- persóna sögunnar er þátttakandi í íeik lífsins uns henni er varnað þess. Sársaukinn flæðir inn og hið kyrra yfirborð sögunnar, kunnug- legt umhverfi, fær allt í einu annan lit. Komin er út endurprentun á bók Astrid Lindgren og Ilon Wikland, Víst kann Lotta að hjóla. Lotta fær margt fallegt í afmælisgjöf þegar hún verður fimm ára, en ekkert jafnast á við langþráð reiðhjól. Loksins getur hún lært að hjóla þeg- ar hún hefur eignast hæfilega stórt hjól eftir margar sárar byltur á alltof stórum hjólum. Bókaútgáfan Godord hefur sent frá sér átta nýjar ljóðabækur. Þær eru Dagar uppi eftir Eirík Brynjólfs- son, Viltu eftir Eyvind Eiríksson, Gluggaþykkn eftir Gísla Gtslason, Snert hörpu mína eftir Gudlaugu Mariu Bjarnadóttur, Fadmlag vindsins eftir Ragnhildi Ófeigs- dóttur, Ljósið í lífssporinu eftir Rósu Eyvindsdóttur, Haustregnið magnast eftir Þór Stefánsson og Þar var ég eftir Þórd Helgason. • Krossgátan □ 1 2 3 4 ■ 6 □ 7 é 9 10 □ 11 □ 12 -• 13 aj Lárétt: 1 hangsa, 5 bátur, 6 planta, 7 bókstafur, 8 skartgrip- irnir, 10 samstæðir, 11 sómi, 12 reimin, 13 veiðir. Lóðrétt: 1 rennsli, 2 farfa, 3 kall, 4 gæfan, 5 svima, 7 hlífir, 9 lokka, 12 fæddi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 stakk, 5 stoð, 6 tal, 7 ál, 8 ugluna, 10 na, 11 ræð, 12 aggi, 13 aflið. Lóðrétt: 1 staga, 2 toll, 3 að, 4 kálaði, 5 stunda, 7 ánægð, 9 urgi, 12 al. RAÐAUGLÝSINGAR Menntamálaráöuneytiö Lausarstöður við framhaldsskóla: Framhaldsskólinn á Húsavík: Kennara vantar frá áramótum til að kenna ensku og frönsku. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í sím- um: 96-42095 og 96-41344. Kvennaskólinn í Reykjavík: Stundakennara vantar í þýsku til að kenna 18 stund- ir á viku eftir áramót. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 8. desember nk. Menntamálaráðuneytið Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 4. desem- ber. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbót- ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. desember. Fjármálaráðuneytið Alþýðuflokkurinn Grindavík Alþýðuflokksfélag Grindavíkur heldur almennan fé- lagsfund sunnudaginn 3. des. nk. í Félagsheimilinu Festi Grindavík, Stóra-sal kl. 20.30. Dagskrá: 1. Innri mál félagsins. 2. Bæjarstjórnarmál — Bæjar- fulltrúar skýra frá bæjarmál- um. 3. Undirbúningur komandi sveitarstjórnarkosninga. 4. Stjórnmálaviðhorfið í landinu — Karl Steinar Guðnason, al- þingismaður. 5. Ónnur mál. Alþýðuflokksfélag Grindavíkur Opið hús Opið hús á vegum F.U.J. í Reykjavík, verður í Félags- miðstöð jafnaðarmanna föstudaginn 1. des. kl. 21.00. Spjöllum saman og spáum í málin. Stjórnin SUJ-fundur Fundur stjórnar SUJ verður haldinn í Félagsmið- stöð Alþýðuflokksins næstkomandi laugardag, 2. desember. Rætt verður vítt og breytt um starfið framundan. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 11.05. Utanríkismálanefnd S.U.J. gerir heyrum kunugt. Nefndarfundur verður haldinn nk. laugardag (2. des.) kl. 10.00, Hverfisgötu 8—10. Flestir velkomnir, en skyldumæting hjá nefndar- fólki. E.S. Fréttablaðið er komið út. Formaður utanríkismálanefndar Magnús Árni Magnússon SUJ-fundur um handafl Hin virðulega verkalýðs- og stjórnmálanefnd SUJ heldur langþráðan fund nk. laugardag, 2. desember í Kratahorninu. Fundarefnið er handaflskenning Jóns Baldurs og önnur merkilegfri?) mál. Nú er að sjá hvort formaður nefndarinnar verði ofsalega lýð- ræðislegur. Mætið stundvíslega klukkan 12.20. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Heldur jóla- og afmælisfund í veitingahúsinu A. Hansen þriðjudaginn 5. desember nk. kl. 19.00. Matur, tískusýning, söngur, upplestur (jólasaga), happdrætti o.fl. Miðaverð kr. 850,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. desember hjá Elínborgu Magnúsdóttur í síma 50698 Ingibjörgu Daníelsdóttur í síma 50704 Dagbjörtu Sigurjónsdóttur í síma 50435 Skemmtinefndin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.