Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. des. 1989 7 ÚTLttND MÚR SKAMMARINNAR Á þessum tíma sagöi sovéska fréttastofan Tass að þessar aðgeröir væru ekkert óvanalegar heldur „venjulegar stjórn- unaraðgerðir við landamæri milli ríkja ..." Þær fréttir komu ennfremur frá þýðulýðveldisins gegn herskáum fréttastofunni að tilgangurinn áróðursöflum í Vestur-Þýskalandi væri sá, að vernda verkamenn al- og Vestur-Berlín. Mikil viðbrögö urðu um allan heirn við skiptingu borgarinnar en mestu viðbrögðin sýndu sig í Vest- ur-Berlín þegar þáverandi borgar- stjóri, Willy Brandt, gekk fremstur í flokki mótmælagöngu og um 300.000 manns söfnuðust við ráð- húsið og hlýddu þar á ræðu sem Brandt flutti af miklum eldmóði. ,,Hvað gerum við í svona til- viki?“ spurði Brandt og svaraði síðan sjálfur: „Við sýnum að við Austur-þýska flokksblaöiö Neu- es Deutschland sagöi 14. ágúst 1961 um hina ör- lagaríku skiptingu Berlínar: ,,Bráð- nauðsynleg ráð- stöfun til að vernda kerfi okk- ar gegn spillingu heimsvaldasinna“ Willy Brandt sagði árið 1961: „Skjótið aldrei á samlanda ykkar". Austur-bvsk vfirvöld hlustuðu ekki. Við múrinn. Einn þeirra sem reyndi að komast yfir hann — en var stöðvaður af byssu landa síns. getum tekist á við þetta og sam- löndum okkar hinum megin við gaddavírinn segjum við frá því hvað býr í hjörtum okkar. Ef þeir trúa því að við höfum snúið við þeim baki þá þekkja þeir ekki okk- ur landa sína vestan megin. Þetta verður mikil og erfið reynsla fyrir okkur öll. Til svokallaðrar þjóðar- lögreglu og þjóðarhers sendum við þau skilaboð, að heragi og al- ræðisrikisstjórn skipa ykkur að gera skyldu ykkar en allir hafa sína eigin samvisku að glíma við og framar öllu ððru skjótid aldrei á samlanda ykkar'.' Þessa síðustu setningu sagði Brandt með miklum áherslum við mikil fagnaðarlæti fólksins. Því miður fór það svo að þessar óskir Brandts voru virtar að vettugi og tugir manna, ef ekki hundruð, biðu bana við múrinn bæði ungir og gamlir og margir urðu vitni að harmleikjum sem áttu sér stað við múrinn. Þegar Brandt var við múrinn á dögunum var hann hamingjusam- ur og sagði: ,,Nú mun Berlín lifa og blómstra á ný“. (Arbeiderbladet, stytt.) Sjónvarpið kl. 20.35 JAK0BÍNA Dagskrá um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur i Garði í S. Þingeyjarsýslu. Umsjón með þessari dagskrá hefur Errta Indriðadóttir sem betur er þekkt sem útvarps- maður en sjónvarps. Jakobína er með merkari skáldkonum, og skáld- um í það heila tekið, á íslandi á næstliðnum áratugum. Hún er þekktust fyrir skáldsögurnar Dæg- urvisu, Snöruna, í sama klefa og Lif- andi vatnið en þær hafa allar þótt á sinn hátt nýstárlegar á hverjum tíma. Kannski einkum og sér í lagi Snaran sem kom út á 7da áratugn- um. Jakobína hefur að auki gefið út tvö smásagnasöfn, Punktur á skökk- um stað og Sjö vindur gráar, ein Ijóðabók hefur komið frá henni, Kvæði heitir hún og enn eru þó ótaldin nokkur rit þessarar skáld- konu sem manninn hefur alið mest- an part í sveit en hefur samt senni- legast skrifað hvað bestar sögur um íslenskt verkafólk, jafnt til sjávar sem sveita. Sjónvarpiö kl. 21.20 NÓTTIN, JÁ NÓTTIN Islenskl sjónvarpsleikrit, leikstjóri Sigurdur Pálsson, adalhlutverk Valdimar Örn Flygenring. Nýtt verk eftir leikstjórann Sigurð Pálsson sem þarna þreytir frumraun sína sem leikstjóri eigin verks í sjón- varpi. Sigurður er annars best þekktur sem ljóðskáld en hefur einnig skrifað leikrit og unnið við kvimyndagerð. Saga þessi greinir frá ungum manni sem stendur á tímamótum í lífi sínu og gerir upp ævi sina eina örlagaríka nótt. Valdi- mar Flygenring fer með hlutverk unga mannsins en önnur stór hlut- verk leika Tinna Gunnlaugsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Steinunn Ólafs- dóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Mörg smærri hlutverk eru í verkinu og af þeim sem í þeim birtast má nefna Helga Skúlason, Pétur Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Sigurð Karls- son og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur. Forvitnilegt eins og alltaf þegar ís- lensk sjónvarpsleikrit eiga í hlut. Sjonvarpið kl. 23.10 VILDI ÞÚ VÆRIR HÉR ★★★ (Wish You Were Here) Bresk bíómynd, gerö 1987, leikstjóri David Leland, adalhlutverk Emily Lloyd, Tom Bell, Clare Clifford. Ein af þeim betri breskum myndum sem hingað hafa borist á síðustu ár- um. Segir af ungri stúlku sem geng- ur þvert gegn viðteknum venjum og hefðum í smábænum sem hún býr í. Hún hagar sér illa, er heldur lauslát og brúkar orðbragð sem ekki þykir sæma ungri stúlku en myndin gerist einhvern tíma á fimmta áratugnum ef rétt er munað. Aðalleikkonan var aðeins 15 ára þegar hún lék þetta hlutverk en frammistaða hennar var slík að hún fékk ógrynni tilboða frá Hollywood fyrir vikið. Þar hefur hún þegar leikið í einni mynd sem enn hefur ekki verið tekin til sýning- ar. Þetta er bráðskemmtileg mynd með dálítið döprum undirtóni, þarna takast á konur og menn, ung- lingar og fullorðnir og síðast en ekki síst ný viðhorf og gömul. Stöð 2 kl. 23.45 RICKY NELS0N 0G FATS D0MIN0 Tónleikar með þessum tveimur af stjörnum rokksins. Tónleikarnir voru haldnir undir því yfirskini að 30 ár voru talin liðin frá því að rokk- ið kom fram á sjónarsviðið en erfitt er reyndar að geta sér til um það hvernig menn hafa fundið út slíka tímasetningu. Fats Domino ei óþarft að kynna fyrir íslendingum, hann hefur í tvígang komið hingað og haldið tónleika á síðustu árum við mikinn fögnuð. Ricky Nelson lést stuttu eftir að þessi sjónvarps- upptaka var gerð, en hann naut hvað mestrar hylli á sjötta og sjö- unda áratugnum. Átti þá um tíu ára skeið hvert lagið á fætur öðru á vin- sældarlistum. Þeir félagar munu spila öll sín frægustu lög, Fats Dom- ino tekur t.d. Bluberry Hill sem löngu er orðið ódauðlegt lag. 0 STÖÐ 2 17.50 Gosi Teikni- myndaflokkur um æv- intýri Gosa. 15.05 Barátta naut- gripabændanna 17.00 Santa Barbara 17.45 Jólasveinasaga Teiknimynd um fólkiö og jólasveininn i Tontaskógi. 1800 18.20 Antilópan snýr aftur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (36) 18.10 Sumo-glima 18.35 Heimsmetabók Guinness 1900 19.20 Austurbæingar Breskur framhalds- myndaflokkur 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Jakobína Dag- skrá um Jakobínu Siguröardóttur rithöf- und i Garöi og verk hennar. 21.20 Nóttin, já nótt- in Frumsýning á nýju sjónvarpsleikriti eftir Sigurö Pálsson. Ungur maöur stendur á vegamótum og gerir upp lif sitt á örlaga- ríkri nóttu. 22.20 Peter Strohm Þýskur sakamála- myndaflokkur 19.19 19.19 20.30 Geimálfurinn Alf 21.05 Sokkabónd i stíl Tónlistarþáttur 21.40 Þau hæfustu lifa Dýralifsþættir 22.10 Bláa eldingin Áströlsk spennumynd sem segir frá banda- rískum ævíntýra- manni, — Sjá umfjöll- un 23.10 Vildi þu værir oonn hér (Wish ýou were 23.45 Ricky Nelson £d(JU Here) Bresk bíómynd og Fats Domino frá árinu 1987. Leik- 01.10 Moröingi geng- stjóri David Leland. ur aftur Sögunni lýkur Aöalhlutverk: Emily 1888 þegar lögregl- Lloyd, Tom Bell og unni tókst aö koma Clare Clifford. kvennamorðingjanum Kobba kviöristi fyrir 00.30 Útvarpsfréttir í kattarnef. Eöa hvaö? dagskrárlok 02.45 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.