Morgunblaðið - 25.02.2001, Page 27

Morgunblaðið - 25.02.2001, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 27 Á AKUREYRI - Í MJÓDD - Á AKRANESI BOLLA, BOLLA 10% afsláttur við kassa BOLLUR Á KR.1 Y D D A / S ÍA BOLLA, FRÉTTIR HAUKUR Viggósson, lektor við kennaramenntunarstofnun Háskól- ans í Malmö, heldur málstofu á veg- um Rannsóknarstofnunar Kenn- araháskóla Íslands næstkomandi þriðjudag, 27. febrúar kl. 16.15. Mál- stofan verður haldin í stofu M 201 í aðalbyggingu Kennaraháskóla Ís- lands við Stakkahlíð og er öllum op- in. Hvað einkennir skólastjóra sem í ríkum mæli tekst að halda uppi ná- lægð í tengslum við kennara sína í samanburði við þá sem ekki hefur tekist eins vel að skapa slík tengsl? Hvað einkennir skóla þar sem sam- skipti kennara og skólastjóra eru ná- læg? Skiptir nálægð skólastjóra máli fyrir kennara? Er munur á íslensk- um og sænskum skólum hvað varðar nálæg samskipti kennara og skóla- stjóra? Þessar spurningar verða m.a. teknar fyrir í umfjöllun um saman- burðarrannsókn sem gerð var á 26 grunnskólum í Reykjavík og 16 rekt- orsumdæmum í Lundi, Svíþjóð. Fjallað verður um bakgrunn rann- sóknarinnar og farið verður yfir nokkar helstu niðurstöður hennar. Annars vegar niðurstöður saman- burðar á sænskum og íslenskum skólum. Hins vegar niðurstöður úr sex tilvikskönnunum þar sem gögn frá þremur íslenskum og jafn mörg- um sænskum skólum eru könnuð sérstaklega. Frá Rannsóknar- stofnun KHÍ Samanburð- arrannsókn á íslenskum og sænskum grunnskólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.