Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 3
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 B 3 HK-ingar, sem byrjuðu leikinn afmiklum krafti í upphafi, náðu ekki að halda aftur af Seltirningum sem höfðu yfirhönd- ina allan síðari hálf- leikinn og unnu sanngjarnan og mikilvægan sigur sem kemur þeim vel í toppbarátt- unni. Það var fyrst og fremst frá- bær markvarsla Hlyns Morthens, markvarðar Gróttu/KR sem lagði grunninn að sigri Seltirninga. Hann átti stórkostlegan leik, varði alls 21 skot en þar af voru mörg hver úr mjög erfiðum færum, hraðaupp- hlaupum og þar sem leikmenn HK voru komnir í gegnum vörnina og áttu að því er virtist „aðeins“ eftir að smeygja boltanum framhjá Hlyni markverði Morthens. Þá lék Hilmar Þórlindsson vel í liði Gróttu/KR, sjálfstraustið geislaði af honum og naut hann sín greinilega vel í þess- um leik. HK-ingar voru að vonum von- sviknir í leikslok á Seltjarnarnesi. Þeir náðu að fylgja eftir góðum bik- arúrslitaleik með sigri á Aftureld- ingu í síðustu umferð en þrátt fyrir vilja til góðra verka gegn Gróttu/ KR dugði það ekki til. Framundan er erfið barátta við falldrauginn, sem virðist vera búinn að koma sér þægilega fyrir í Kópavoginum. Það þarf lítið kraftaverk til að koma í veg fyrir það að HK fylgi félögum sínum í Breiðabliki niður í 2. deild, en liðið er 6 stigum á eftir ÍBV og Stjörnunni þegar aðeins 6 umferðir eru eftir. Hlynur Jóhannesson markvörður lék best í liði HK og varði alls 18 skot. Þá var Samúel Árnason funheitur þegar hann kom inní hægra hornið í síðari hálfleikn- um og skoraði 5 stórglæsileg mörk. Annars var undarlegt að Páll Ólafs- son, þjálfari HK, skyldi ekki sjá ástæðu til að nota nýja leikmanninn, Osvaldo Povea, í þessum leik. Sér- staklega þegar tekið er tillit til þess að gamla kempan Sigurður Sveins- son lék ekki með HK-ingum í þess- um leik, Sverrir Björnsson fann sig ekki nægilega vel og liðið vantaði sárlega skyttu hægra megin. Hlynur lokaði á HK LEIKMENN HK náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Aftur- eldingu þegar þeir komu í heim- sókn til Gróttu/KR á Seltjarn- arnes og unnu nauman sigur, 23:21. Leikurinn var ekki sér- lega vel leikinn, en hann var engu að síður bráðfjörugur, HK skoraði fyrstu þrjú mörkin en eftir að heimamönnum hafði tekist að brjóta ísinn og skora sitt fyrsta mark á 8. mínútu tók það þá ekki nema 5 mínútur að jafna leikinn í 4:4 og bæta enn um betur og voru einu marki yfir í leikhléi, 9:8. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Þrátt fyrir fálmkenndan sóknar-leik til að byrja með náði Fram tveggja marka forystu en um miðj- an fyrri hálfleik voru Mosfellingar búnir að stilla strengi sína í vörn- inni. Skömmu síðar varð síðan sóknarleikurinn líflegri og tvístraði stundum vörn Fram enda snerist taflið við þegar Bjarki Sigurðsson og Savukynas Gintaras fóru í gang af alvöru. Flest marka Fram komu hins vegar eftir einka- framtak Gunnar Bergs Viktorsson- ar og Vilhelms Gauta Bergsveins- sonar þegar sóknarleikur Fram var alveg við að stöðvast. Eftir hlé var sama upp á teningn- um en það má segja Fram til hróss að Mosfellingum tókst aldrei að hrista þá af sér. Yfirleitt skyldu að- eins tvö eða þrjú mörk liðin að svo að þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka kom meiri spenna í leik- inn. Markverðir fóru að verja aftur og því allt eins mögulegt að leikar yrðu jafnir. Af því varð hins vegar ekki og Afturelding seig aftur fram úr á síðustu mínútunum. „Loksins kom heill góður leikur hjá okkur eftir langan tíma þar sem við gerum frábæra hluti því við eig- um að vera á meðal efstu liða,“ sagði Ólafur H. Gíslason, markvörður Aftureldingar, sem tók stöðu Reyn- is Þórs Reynissonar, sem lá heima veikur. Ólafur, sem er í unglinga- landsliðinu, átti góðan leik og til alls líklegur í framtíðinni. „Auðvitað kemur maður í manns stað. Ég hef komið nokkrum sinnum inn á í vetur og finn mig ágætlega, sérstaklega á heimavelli og ég hlakkaði að takast á við þetta hlutverk. Ég ætla að reyna láta Reyni hafa fyrir því að fá markið aftur.“ Bjarki og Gintaras voru einnig mjög sprækir og þegar Magnús Már Þórðarson á línunni fór líka í gang varð fátt um svör í vörn Fram. Galkauskas Gintas var einnig góður, sérstaklega í vörninni. Það var ekki eins létt yfir leik- mönnum Fram. „Þetta var einfald- lega lélegt hjá okkur, sérstaklega varnarlega og sóknin var einhæf enda hin liðin búin að læra inn á leikkerfin okkar. Sóknin gekk út á að láta tvo til þrjá leikmenn um flest en það gengur bara ekki upp í heil- um leik, sérstaklega ef vörnin geng- ur heldur ekki upp,“ sagði Gunnar Berg, sem ásamt Vilhelm hélt sókn- arleik Fram á floti enda skoruðu þeir félagar tvo þriðju marka Fram. Sebastian Alexanderson markvörð- ur varði oft vel. Fram er þó enn í öðru sæti deildarinnar. „Menn tapa einhverjum leikjum á tímabilinu, það er öruggt, en þá er mikilvægt að hafa karakter til að hafa sig upp úr þeirri lægð. Við stefnum að því að vera á toppnum en bakslag eins og við fengum hér í kvöld ætti að vera okkur góð lexía og við ættum að læra af henni til að koma sterkari í næsta leik,“ bætti Gunnar Berg við. Fram slapp vel með þriggja marka tap ÞRIGGJA marka sigur Aftureldingar á Fram í Mosfellsbænum á sunnudaginn, 24:21, var síst of stór því það var ekki bara að Mos- fellingar næðu að sýna sínar bestu hliðar heldur var leikur Fram af- leitur, sóknin hriplek og sóknarleikurinn með afbrigðum einhæfur. Samt voru Mosfellingar án nokkurra lykilmanna en aðrir leystu þá af hólmi með góðum árangri. Stefán Stefánsson skrifar Valsmenn höfðu verið stranda-glópar á Akureyri í ríflega sól- arhring. Þeir voru mættir til leiks snemma á sunnudaginn en dómar- arnir sýndu ekki sömu fyrirhyggju og voru veðurteppt- ir í Reykjavík. Því var leiknum frestað og án efa hefur þessi töf ekki verið gestunum til framdráttar. Þeir hófu þó leikinn af krafti gegn ágengri vörn KA og voru yfir í byrjun. Í stöðunni 2:3 tóku heimamenn kipp og skoruðu fjögur mörk í röð; stað- an 6:3. Eftir það má segja að KA hafi haft fastatak á þessum leik. KA-menn héldu forskotinu nokk- uð örugglega það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og breytti engu þótt Petkevicius og Eradze verðu sitt vítaskotið hvor í marki Vals. Sævar Árnason og Guðjón Valur Sigurðs- son léku skínandi vel í hálfleiknum, skoruðu þá 4 mörk hvor og liðs- heildin var sterk í vörn og sókn. Markús Máni og Daníel Ragnars- son skoruðu 7 af 9 mörkum Vals en staðan í leikhléi var 13:9. Í seinni hálfleik komu yfirburðir KA betur í ljós. Vörnin var sterk og sóknarleikurinn slípaður. Valsmenn reyndu að klippa hægri vænginn út og tóku síðan Guðjón Val úr um- ferð. KA-menn juku þó forskotið, breyttu stöðunni úr 14:12 í 17:12 og síðan 20:14. Sóknarleikur Vals var vandræðalegur. Hornamennirnir óvirkir, Sigfús Sigurðsson nýttist illa á línunni, Markús hélt áfram að skora en Daníel fékk lítið að spila. Bjarki Sigurðsson og Júlíus Jón- asson voru teknir fram yfir hann í skyttustöðu. Í stöðunni 22:16 voru heimamenn með unninn leik í hönd- unum en Geir Sveinsson kom þá inn á línuna og stappaði stálinu í sína menn og uppskeran kom smám saman í ljós. KA komst þó í 23:18 en þá komu þrjú mörk í röð frá Val; staðan 23:21 og Valsmenn léku maður á mann. Heimir Árnason skoraði mikilvægt mark fyrir KA, Markús þrumaði í þverslá af vítalín- unni og þótt Geir minnkaði muninn í 24:22 skömmu síðar var sigur KA ekki í hættu og leyfðu þeir Guðjóni Val að skora sirkusmark í lokin. Lið KA var sterkara í þessum leik, jafnt og ákveðið. Ávallt kom maður í manns stað. Hörður Flóki var traustur í markinu, Sævar og Guðjón Valur sterkir í fyrri hálf- leik, Heimir og Stelmokas í þeim seinni og vörnin hélt velli. Markús Máni var langfremstur Valsmanna og skoraði 9 mörk. Hvorki Valdi- mar Grímsson né Valgarð Thorodd- sen náðu sér á strik í hægra horn- inu, línan nýttist illa og sú ráðstöfun að nánast frysta Daníel á bekknum í seinni hálfleik gafst ekki vel. Dómarar leiksins voru liðinu ekki hliðhollir en skýringanna á tapinu er þó frekar að leita í leik liðsins. Valsmenn sitja eftir í 6. sæti deildarinnar en keppnin er jöfn og með betri nýtingu á mannskapnum ætti liðið að geta mjakað sér ofar. Átta sigrar KA í röð Morgunblaðið/Kristján Andrius Stelmokas, leikmaður KA, skorar eitt fjögurra marka sinna gegn Val á Akureyri í gær- kvöld án þess að Valdimar Grímsson eða félagar hans komi vörnum við. KA-menn endurheimtu þriðja sætið með sigri á Valsmönnum í gærkvöld, 25:22. Þetta var átt- undi sigurleikur KA í röð og má segja að lykillinn að velgengn- inni felist í breidd liðsins og fjöl- breyttu leikskipulagi. Atli Hilm- arsson þjálfari er óragur við að reyna nýja hluti og í síðustu leikjum hefur hann teflt fram æði framliggjandi vörn, villtri en þó skipulagðri. Verulega skorti hins vegar á breiddina í Valslið- inu í þessum leik og varla fyrr en í lokin að aðrir leikmenn en Markús Michaelsson færu að láta að sér kveða. Stefán Þór Sæmundsson skrifar DÓMARARNIR sem áttu að dæma leik KA og Vals á sunnu- dagskvöldið komust ekki vegna þess að hætt var að fljúga norður um miðjan dag. „Þetta voru mistök,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, í gær. Hann sagði að dómararnir hefðu átt pantað með flugi klukkan fimm síðdegis en um það hefði verið rætt að fylgjast með veðurspá og fara fyrr ef hún væri slæm. Það hefði hins vegar gleymst. „Við tökum þessa áhættu aldrei varð- andi Vestmannaeyjar, þá fara dómarar á sama tíma og liðið. Valsmenn fóru hins vegar óvenju snemma norður því flest liðin fara með fimmvélinni. Þetta kennir okkur – ef til vill – að það væri rétt að setja þetta í reglu- gerð hjá okkur,“ sagði Einar. Mistök

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.